Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 25. ÁGU^ 1989,
Frjálst,óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022-FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Þörf á kosningum
Þaö er móðgun vlö landsmenn aö láta ekki kjósa fljót-
lega til þings. Þar kemur margt til. Einkum er sú stað-
reynd, að núverandi ríkisstjórn er ekki nógu sterk til
aö ráöa viö hinn mikla vanda, sem þjóöin glímir við.
Stjórnin er auk þess rúin trausti. Þessi ríkisstjórn hefur
í raun ekki einu sinni nægan þingmeirihluta til aö
stjórna landinu. Hún hefur lifaö á stuðningi nokkurra
manna Borgaraflokksins, stuöningi sem ekki er aö vita,
hversu endist. Reynslan sýnir okkur sannarlega, að
þessi ríkisstjórn er ekki vandanum vaxin. Nú eru erf-
iðir tímar fyrir þjóöina. Ríkisstjórnin gerir bara illt
verra.
Eitthvaö þessu hkt hafa jafnvel sumir stjórnarflokka-
menn verið aö segja. Þar má benda á Guðmund G. Þórar-
insson, þingmann Framsóknarflokksins, og Hjörleif
Guttormsson, þingmann Alþýöubandalagsins. Þeir
benda meðal annars á samstööuleysi í stjórninni. Þar
skortir samstöðu í veigamiklum málum. En til dæmis
fulltrúar A-flokkanna munu flestir vilja halda í þessa
ríkisstjórn. Þar kemur fyrst og fremst til ótti viö kosn-
ingar.
Eins og sagði ræöur þessi ríkisstjórn ekki viö vand-
ann. Hún hefur eiginlega ekki þingmeirihluta. Þeim
mun síður hefur hún traust þjóðarinnar. Ríkisstjórnin
hefur slegið met í fylgisleysi meðal landsmanna. Stjórn-
arflokkarnir, einkum A-flokkarnir, eru á faflandi fæti.
Við blasir, aö Sjálfstæðisflokkurinn mundi vinna yfir-
burðasigur, ef kosið yrði nú.
Spurning hefur verið, hvort fá ætti Borgaraflokkinn
í þessa ríkisstjórn, sem þá breyttist auðvitað samkvæmt
því. Borgaraflokkurinn hefur hins vegar ekkert fylgi.
Hann gæti auðvitað náð sér á strik með nýjum, þekktum
andlitum. En sem stendur yrði stjórnin jafnfylgislaus
og fyrr með Borgaraflokkinn innanborðs. í stuttu máfl
verður ekki annað sagt en, að þessi ríkisstjórn ætti að
fara frá. Greinilega stefnir í miklar breytingar í þing-
flði. Þjóðin á heimtingu á, að kosið verði hið fyrsta.
Ný og sterkari ríkisstjórn gæti kannski gert betur í
viðureign við vandann. Verr gerði hún naumast. En
þegar rætt er um þingkosningar kemur upp tvískinn-
ungur í Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðismenn leggja mesta áherzlu á að halda
Reykjavík í borgarstjórnarkosningum, sem verða næsta
vor. Það ætti að reynast þeim auðvelt. En þó óttast
margir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum, ef sjálfstæð-
ismenn tækju að sér stjórnarforystu nú. Sflk stjórn
mundi vafalaust beita óvinsælum aðgerðum. Það yrði
ríkisstjórn á krepputímum, eins og nú er. Þótt búast
mætti við, að ástandið skánaði, yrði ríkisstjórnarforysta
Sjálfstæðisflokksins þeim flokki ekki fylgisaukandi. Því
segja margir sjálfstæðismenn, að bezt sé, að núverandi,
hin óvinsæla ríkisstjórn sitji áfram fram yfir borgar-
stjórnarkosningar. Þetta kom fram í DV í gær.
En raunverulegt lýðræði útheimtir annað.
Ekki er unnt að hafa samúð með framangreindum
sérhagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn
hafa unnið mikið fylgi, meðan stjórnin hefur tapað
miklu. Lýðræðið útheimtir, að kosið verði hið bráðasta.
Menn þurfa að vera miklir flokksdýrkendur til að sjá
það ekki.
Við þurfum sterkari ríkisstjórn í stað þeirrar veiku,
sem við höfum með eða án Borgaraflokksins.
Það þarf að taka tilflt til vilja kjósenda, sem margsinn-
is hefur komið ffam. Haukur Helgason
Stríðsmenn frels-
isins og heims-
kommúnisminn
Þaö hefur vakiö minni athygli en
vert er, nú þegar stórtíðindi eru aö
gerast í PóUandi og víöar í Austur-
Evrópu, að síðasta stríðinu, sem
háö hefur veriö síðustu átta ár í
nafni frelsis undan heimskommún-
ismanum, var að ljúka.
í síðustu viku var samþykkt á
fundi fimm forseta Mið-Ameríku-
ríkja að hersveitir contraskæru-
hða, sem nú hafast við á bandarísk-
um ölmusum í Hondúras, skyldu
afvopnaðar og leystar upp ekki síð-
ar en í desember og síðan yrðu
haldnar frjálsar kosningar í Nic-
aragua í febrúar.
Bandaríkjastjóm ein var alger-
lega mótfaÚin þessu samkomulagi,
en nú er ljóst og frá því gengið aö
stríðinu í Nicaragua er lokið og þar
með íhlutun Bandaríkjamanna í
því stríðshrjáða landi.
Efasemdir vöknuðu
Á þeim átta árum, sem contralið-
ar hafa herjað á stjóm sandínista
í Nicaragua, hefur ekkert áunnist,
aðeins hefur stjórninni verið gert
erfiðara fyrir en ella að rétta við
efnahagslíf landsins. Stríð þetta
hefur verið háð á hugmyndafræði-
legum grunni, Reagan forseti lýsti
því ytlr á sínum tíma að heimskom-
múnisminn væri að ná fótfestu í
Nicaragua og þaðan gæti hann
breiðst út norður allt til landa-
mæra Bandaríkjanna sjálfra.
Upp vöktust í Bandaríkjunum
ýmiss konar hugsjónamenn í bar-
áttunni við þennan skelfilega óvin,
sjálihoðaliðar buðu sig fram, millj-
ónir manna gáfu fé í söfnun handa
frelsishetjunum í Nicaragua og
þingið tók contraliöa upp á sína
arma.
En efasemdir vöknuðu, þegar allt
kom til alls var þetta framhald á
byltingunni 1979 þegar Somoza var
kolivarpað og þeir voru og eru fáir
sem leggja nafn Somoza að jöfnu
við lýðræði, frelsi og friöhelgi ein-
stakúngsins.
Contraliðar voru í upphafi leif-
amar af her Somozas, sem haíði
verið sigraður og hrakinn í útlegð
til Hondúras, þar sem hann fékk
að vera, gegn því að Bandaríkja-
menn veittu stjóm Hondúras stór-
fellda aðstoð. Hernaðurinn var í
því fólginn að spilla fyrir sandínist-
um með því að hrelia landslýð í
Nicaragua.
Hetjulegar innrásir vom gerðar
frá Hondúras til að eyðileggja raf-
magnslínur svo að almenningur
fengi ekki rafmagn og yröi þess
vegna andsnúinn stjóminni.
Sömuleiðis var það hernaðarlega
mikilvægt að eyðileggja samgöng-
ur og spilla uppskeru kotbænda til
að þeir yröu óánægðir með stjórn-
ina og gengju í liö með stríðsmönn-
um frelsisins. Skólar vom eyði-
lagðir í sama tilgangi og þorp
brennd. Allur þessi hetjuskapur í
nafni frelsis og lýðræðis er nú unn-
in fyrir gýg.
Hrakföll
Sandínistar eru að sönnu marx-
istar, en ástæöan fyrir miklu fylgi
þeirra er baráttan gegn Somoza á
sínum tíma. Sú barátta nær allt
aftur til 1923 þegar Cesar Sandino
baröist gegn hemámshöi Banda-
ríkjanna í Nicaragua. Sandino var
síðan myrtur að undirlagi Somozas
forseta, hins fyrsta af þremur af
þeirri ætt sem Bandaríkjamenn
komu til valda, árið 1932.
Sandínistar kenna sig viö þessa
frelsishetju Nicaragua og em þjóð-
emissinnnar fýrst og fremst. Meðal
margra Bandaríkjamanna er þjóð-
emisbarátta sama og kommún-
ismi. Á sínum tíma hættu Banda-
ríkjamenn undir forystu Carters
forseta stuöningi við Somoza í
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
ríkjamönnum ekki tekist að hrekja
stjóm sandínista algerlega frá sér
í faðm kommúnistaríkjanna.
Sandínistar vilja samstarf og sam-
vinnu við nágrannaríki sín og vildu
frekar vera í nánum tengslum við
Bandaríkin en kommúnistaríkin,
enda er efnahagslíf landsins sam-
tvinnað öðram Ameríkuríkjum.
Sandínistar hafa því alla tíð viljað
sættast við Bandaríkin, en sáttfýsi
hefur þar verið af skomum
skammti meðan kommúnista-
stimpillinn er á lofti.
Nú er svo komið að Bandaríkja-
menn eiga ekki annarra kosta völ
en sætta sig við stjórnina í Nic-
aragua. í samkomulaginu, sem gert
var á dögunum fyrir milhgöngu
forseta annarra Mið-Ameríkuríkja,
er ráð fyrir því gert að frjálsar
„Sandínistar vilja samstarf og sam-
vinnu við nágrannaríki sín og vildu
frekar vera í nánum tengslum við
Bandaríkin en kommúnistaríkin.“
Ortegabræðurnir vinguðust við Sovétríkin, ýmis riki i Austur-Evrópu svo
og Kúbu. - Daniel (forseti) og Humberto (hershöfðingi og varnarmáiaráð-
herra) Ortega.
stríðinu viö sandínista árið 1979 og
auðvelduðu þannig sandínistum
sigurinn, en allt frá upphafl hafa
Bandaríkjamenn haft ímugust á
þeim vegna kenninga þeirra um
sósíalisma.
Eftir að sandínistar komust th
valda undir stjóm Ortega bræðr-
anna, vinguðust þeir við Sovétrík-
in, ýmis ríki Austur-Evrópu svo og
Kúbu, og óttast var í Bandaríkjun-
um að Nicaragua yrði ný Kúba.
Þegar Reagan forseti kom til valda
varð Nicaragua einn hættulegasti
óvinur Bandaríkjanna og undir
hans forystu tóku Bandaríkjamenn
leifarnar af her Somozas, sem síðan
voru kahaðar Contraherinn, upp á
sína arma, og hófu í raun stríö gegn
stjóm Nicaragua. Jafnvel var svo
langt gengið að leyniþjónustan CIA
lagði tundurdufl viö hafnir í Nic-
aragua th að stöðva hergagnaflutn-
inga þangað.
Þingið veitti stórfé til að vígbúa
Contraherinn og fékk honum
samastað í Hondúras. En efasemdir
vöknuðu um ágæti alls þessa og svo
fór að þingið hætti að sjá Contrahð-
inu fyrir vopnum en hefur gefið því
mat og klæönað hingað th. Upp úr
banni þingsins við hernaðaraðstoð
við contrana spratt síðan íran-
Contra hneykshö, sem frægt er
orðið, og þar með var endanlega
útséð um að þingiö veitti aftur fé
th skæruhðanna. Síðustu tvö ár
hafa þeir að mestu húkt í herbúð-
um sínum í Hondúras öhum til ama
en engum th gagns.
Kommúnisminn og kosn-
ingar
Þrátt fyrir allt þetta hefur Banda-
kosningar verði í Nicaragua í fe-
brúar undir alþjóðlegu eftirhti og
mun Carter, fyirum Bandaríkja-
forseti, fylgjast með framkvæmd
þeirra fyrir hönd Bandaríkjanna.
Þetta atriði er það sem Banda-
ríkjamenn hengja hatt sinn á, þeir
geta sagt að frelsið hafi verið tryggt
í Nicaragua með þessum kosning-
um og stríöið hafi ekki verið th
einskis. Samt er Bush forseti and-
vígur samkomulaginu, hann vhl að
Contraherinn berjist áfram allt þar
th ljóst sé hverjar niðurstöður
kosninganna verða.
í þessu er hann einn og einangr-
aður, engir styðja hann nema hörö-
ustu hægrimenn í Repúblíkana-
flokknum heima fyrir, svo og land-
flótta aðdáendur Somozas heitins í
Bandaríkjunum. Þingið hefur samt
ákveðið aö hætta öhum stuðningi
við Contraherinn eftir nóvember-
lok og Bush er því valdalaus í mál-
inu.
Þá er vandamálið hvað gera skal
við þá 12 þúsund hermenn og 20
þúsund skyldmenni þeirra sem eru
í Hondúras. Þessi her er stærri en
her Hondúras og ekki hlaupiö að
því að afopna hann með valdi. Svo
gæti farið að Bandaríkjamenn yrðu
að veita öllum hernum hæli í
Bandaríkjunum, því að hermenn-
irnir eru ófúsir að fara heim og búa
undir stjórn sandínista. Það væri
ekki ósanngjarnt að Bandaríkja-
menn veittu þessum sigruöu frels-
ishetjum athvarf, það voru þegar
aht kemur th alls þeir sjálfir sem
öttu hemum út í þær ógöngur sem
hann er nú í.
Gunnar Eyþórsson