Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsljórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifíng: Sími 27022 FOSTUDAGUR 25. AGUST 1989. Þorsteinn Pálsson: Fólk flykkir sér um flokkinn „Ég verö aö vekja athygli á því aö ^svörun er ekki nægilega góð. Þaö má því reikna meö einhverri skekkju í niðurstöðum," sagöi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, um skoöanakönnun DV. „Eigi aö síöur er þetta staðfesting á þeirri þróun sem er í gangi, aö fólk flykkir sér um Sjálfstæöisflokkinn oghafnar stjórnarstefnunni.'1 -JSS Jón Sigurðsson: í rétta átt „Niðurstöður þessarar skoðana- könnunar sýna manni að skoðana- kannanir að sumarlagi eru mjög sveiflukenndar. Þaö er mjög erfitt að •^draga af þeim ályktanir. Ég er á- nægður með að breytingin hjá Al- þýðuflokknum skuh vera í rétta átt en niðurstaðan fyrir samstarfsflokk- ana í ríkisstjórn kemur mér á óvart og styður það sem ég sagði fyrst um sveiflurnar," sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, við DV í morgun. Um afstöðuna til stjórnarinnar sagði Jón að það væri skref i rétta átt. „Ég þykist vita að stjórnin og stjórnarflokkarnir muni að lokum njóta verka sinna." -hlh Rann niður Bolafjall Ensk stúlka slapp ótrúlega vel eftir aö hún rann niður hlíðar Bolafjalls í gær. Talið er aö stúlkan hafi runnið niður á sjötta hundrað metra. Stúlk- an og félagi hennar freistuðu þess í gær aö klífa gil á Bolafjalli. Fjalls- hlíðin, þar sem þau fóru upp, er um 620 metra há. Þegar parið átti um 20 metra ófarna skrikaði stúlkunni fót- ur og rann hún um 70 metra niður hlíðina. Maðurinn afréð að klífa alla leið upp og leita aðstoðar í ratsjárstöð- ' inni. Áður en hann yfirgaf stúlkuna sagði hann henni að bíða rólegri. Á meðan hann sótti aðstoð féll grjót á stúlk- una méð þeim afleiðingum að hún rann aftur af stað. Þegar ósk um aðstoð barst var ótt- ast að hörmulegt slys hefði átt sér stað. Læknir, björgunarsveitamenn og lögregla héldu þegar upp á Bola- flall. Björgunarsveitamenn fóru á báti með hliðinni. Eftir stutta sigl- ingu sáu þeir stúlku neðarlega í hlíð- inni. Björgunarsveitamenn hjálpuðu stúlkunni til Bolungarvfkur. Þangað var komið um 50 mínútum eftir að ósk um hjálp barst. Eftir læknisskoð- un var stúlkan flutt á sjúkrahúsið á ► ísafirði. Hún fékk að fara heim eftir frekari skoðun ogheittbað. -sme LOKI Það ætti að vera auðvelt fyrir Kalla að veiða hreindýr við Djúpavog! Þýsk-íslenska stefnir ríkinu: Krefst 20 króna af helmingur upphæðarinnar er Þýsk-íslenska bf. hefur stefnt fjármálaráöherra, fyrir hönd ríkis- sjóðs, fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Málið verður dómtekið 7. septemb- er. Þýsk-íslenska hefur sett fram endurgreiðslu- og skaöabótakröfu samtals að upphæð rúmar tuttugu milljónir króna. Um helmingur kröfunnar, eða rétt um 10 milljónir, er skaðabóta- krafa. Þýsk-íslenska var lokað vegna innheimtuaðgerða í tvo og hálfan sólarluing, dagana 19. til 21. júní í sumar. Forráðamenn fyrir- tækisins telja sig ekki eiga að greiða þá söluskattskröfu sem ver- iö var að innheimta. Til að fá fyrir- tækið opnað var krafan greidd. Forráðamenn fyrirtækisins telja að vegna lokunarinnar, sem þeir telja aö liafi verið ólögleg, hafi fyrirtæk- ið skaðast og fara fram á 10 millj- óna króna skaðabætur. Þá krefjast forráöamenn Þýsk- íslenska þess aö þeim verði endur- greiddur sá umdeildi söluskattur sem þeir greiddu til að fá innsiglin rofm. Daginn sem innsiglin voru rofin, og fyrirtækiö opnað á ný, greiddi Þýsk-íslenska rúmar átta milljónir'króna en hafði áður greitt tæpar tvær milljónir, í kröfumálinu ætla forráðamenn fyrirtækisins að fbeista þess að fá söluskattinn endurgreiddan. -sme PáU Pétursson: Slæm útkoma „Þetta er ekki góö útkoma fyrir Framsóknarflokkinn og sýnilegt að við verðum að gefa gaum að þessum niðurstöðum. Ég tek nokkurt mark á skoðanakönnunum DV sem sannað hafa gildi sitt að ákveðnu marki. En það þarf enginn að segja mér að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi yfir helming greiddra atkvæða í kosningum. Þetta fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki trúverðugt. Alþýðubandalagið viröist hafa hagnast á okkar kostnað en fjármálaráðherra hefur verið í sviösljósinu undanfarið vegna undir- búnings fjárlaga. En við þurfum að gera betur. Þetta gengur bara betur næst“ sagði Páll Pétursson, formað- ur þingflokkks framsóknarmanna, við DV í morgun. „Ég held að stjórnin eigi meira fylgi að fagna og að það myndi skila sér í kosningum." -hlh Þau eru ott gæf, hreindýrin eystra. Hreinkýr fær sér hér brauðmola úr lófa séra Flosa Magnússonar, prófasts og sveitarstjóra á Bíldudal. DV-mynd Sigurður Ægisson Vilja fella fleiri hreindýr Sorpstríðið: Fleiri kaflar í þessari sögu segir Guðmundur Ámi Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Einungis má skjóta hreindýr frá 1. ágúst til 15. september ár hvert og þá fá dýr hverju sinni. í ár fékk Bú- landshreppur sex dýr í sinn hlut, jafnt og í fyrra, en árið 1987 var þó leyfilegt að fella átta dýr. Nú hefur hreppsfélagið farið þess á leit við menntamálaráðuneytið að það bæti við þennan kvóta að minnsta kosti tíu dýrum því að ákveðinn stofn þeirra hafi vetursetu hér í skógrækt við byggðina og spilli jafnvel oft görðum heimamanna þeg- ar snjóalög og frosthörkur séu hvað mest. Ekki fer sögum af viðtökum bréfs hreppsnefndar í því háa ráðuneyti. „Þaö eru fleiri kaflar í þessari sögu,“ sagði Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri Hafnfirðinga, aðspurður um þær lyktir í sorp- málum höfuðborgarsvæðisins að Reykjavíkurborg hefur gert sam- komulag við hreppsnefnd Kjalarnes- hrepps um urðun sorps í Álfsnesi. Jafnframt stefna borgaryfirvöld að því að reisa sorpböggunarstöð í borg- arlandinu og er þá einkum horft til Gufuness. -gse Veðriö á morgun: Helgar- blíða Allir landsmenn ættu að geta litið til sólar á morgun því spáð er sólskini um nær allt land. Suð- austangola eða kaldi verður á Suðvesturlandi og norövestan gola á Norðausturlandi, annars staðar hægviðri. Hitinn verður 6-14 stig. Kgníucky Fried Ghicken Hjallahrauni ij, Hafnarfirði Kjúklingarsembragð erað. Opið alla daga frá 11—22. UmAmsterdam til allra átta ARNARFLUG KLIVI Lágmúla 7, Austurstraeti 22 <2* 84477 & 623060 4 4 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.