Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 28
36 ‘ .930/ TBIJöÁ -ó£ ÍÍUDA1 FÖSTUDAGUR 25. ÁGUST 1989. Andlát Marta Björnsdóttir, lést í Landspíta- lanum 24. ágúst. Pétur Guðmundsson frá Fáskrúös- firði, andaðist í Landakotsspítala að morgni 24. ágúst. Jarðarfarir Oddný Ingvarsdóttir frá Laugardals- hólum, Laugavegi 98, Reykjavík, lést fimmtudaginn 17. ágúst í Landspítal- anum. Útförin verður frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Jarðsett í Miödal kl. 15 sama dag. Hjörvar Þór Jóhannesson, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, föstudag- inn 25. ágúst kl. 15. Karólína Sigurðardóttir, Vest- mannabraut 73, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Ásdís Sveinsdóttir frá Vestmanna- eyjum veröur jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 26. ágúst kl. 11. Hjörtur Þorkelsson netagerðar- meistari, Heiðarvegi 6, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Helga Stefánsdóttir, Hvammsgerði 4, Reykjavík, áður Hjaltabakka, A- Hún., sem andaðist 22. ágúst, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laug- ardaginn 26. ágúst kl. 16. Sveinn Tryggvason, fv. fram- kvæmdastjóri, lést 16. ágúst. Hann fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1916, sonur hjónanna Sveinsínu Sveins- dóttur og Tryggva Benónýssonar. Sveinn stundaði mjólkurfræðinám bæði hér heima og í Noregi. Hann starfaði fyrst við Mjólkurstöðina í Reykjavík og síðar varð hann mjólk- urbússtjóri í Hafnarfirði allt til árs- ins 1942. Hann gegndi ráðunautar- störfum hjá Búnaðarfélagi íslands 1942-1947. Um skeið var hann mjólk- urbússtjóri á Sauðárkróki. Hann var skipaður framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins 1947 og gegndi því starfi í 32 ár eða allt til ársins 1979. Eftirlifandi eiginkona hans er Gerður S. Þórarinsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Útför Sveins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Fréttir________________,_______ Ungir sjálfstæöismenn: Skora á sovéska valdamenn y í tilefni af því að fimmtíu ár eru hðin frá því að griðasáttmáli Sovét- ríkjanna og nasistaríkis Adolfs Hitl- er í Þýskalandi var undirritaður, hafa ungir sjálfstæðismenn sent frá sér áskorun til sovéskra valda- manna. Þar eru þeir hvattir til þess að gera opinber öll skjöl sem lúta að griða- sáttmála þeirra við Þriðja ríki nas- ista í Þýskalandi, sem undirritaður var hinn 24. ágúst 1939, þar með tahn leyniákvæði samningsins, að viöur- kenna að innhmun ríkjanna hafi ver- ið ólögleg og láta af sögufölsunum um að þjóðimar hafi af fúsum og fijálsum vilja gengið í Sovétríkin. í ályktuninni er tekið undir „sjálf- sagðar kröfur Eistlendinga, Letta og Litháenbúa um að fá að njóta ófrá- víkjanlegs sjálfsákvörðunarréttar þjóða frelsis og lýðræðis". í fréttaskeyti frá SÚS segir m.a. „að Moskvustjórnin hafi leynt og ljóst unnið að því að útrýma öllum menn- ingareinkennum Eystrasaltsþjóð- anna“. Einnig segir þar að ungir sjálfstæðismenn styðji frelsisbaráttu þessara þjóða og vilja minna íslend- inga á hve gæði frelsis og lýðræðis geti verið auðglatanleg. -ÓTT Uppboö á Patreksfiröi á þriðjudag: Talið að Fiskveiða- sjóður innleysi hraðfrystihúsið „Þaö getur vel verið að Hraðfrysti- hús Patreksfjarðar falh í hlut Fisk- -veiðasjóðs ísiands á uppboðinu sem verður haldið eftir helgi. En ég tel engar líkur á því aö skipin Sigurey og Þiymur verði okkar,“ sagði Sva- var Armannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, í samtah við DV í gær. „Reyndar eigum við fyrsta veðrétt bæði í skipunum og í húsinu en það hefur aldrei verið okkar stefna að bjóða hærra en veð sjóðsins í við- komandi eignum segir til um. Húsið er þama á þessum tiltekna stað og verður ekkert flutt þaðan. Skipin em hins vegar eftirsóttari vegna fisk- veiðiheimilda og annars slíks sem þeim fylgir. Því em meiri hkur til þess að við munum aðeins eignast húsið. Annars verða uppboð að hafa sinn gang og ekkert hægt að segja fyrirfram um slíkt,“ sagði Svavar. Samkvæmt heimildum DV er lík- legast að Stapar, nýstofnað hlutafé- lag sveitarfélags Patrekshrepps og fiskvinnslu- og útgerðaraðha á Pat- reksfirði, muni ganga tU samninga við Fiskveiðasjóð íslands að afloknu uppboði - ef raunin verður sú að sjóðurinn innleysi hraðfrystihúsið tíl sín á þriðjudaginn. -ÓTT Leiðrétting Með mynd um verðlaunagarða á Akranesi í blaðinu gær birtist rangur texti. Hér er sá rétti en tveir garðar hlutu viðurkenningu. Karl örn Karlsson og Guðrún Garðarsdóttir í verðlaunagarði stnum ásamt Rakel dóttur sinni. » DV-mynd Garðar Menning Til að skrifa á umslagið duga ekki venjuleg skriffæri. Stefán á þó blýant við hæfi í safni sínu. DV-mynd Hanna Yfirstærð af umslagi bíöur þess að fara í póst: Trúi að Andy Warhol hefði verið ánægður - segir listamaöurinn Stefan Geir Karlsson „Áhrifin koma fyrst og fremst frá bandarísku popphstamönnunum. Ég hef trú á að Ándy Warhol hefði verið ánægður með mig,“ sagði Stefán Geir Karlson, „stórhsta- maður“ og teiknari hjá Sighnga- málastofnun ríkisins. Hann hefur á undanfömum árum vakið athygh fyrir hstaverk sem öh eru í stærri kantinum. Hann sýndi fyrir tveimur árum 4,5 metra breitt herðatré í Viðey og nú hefur hann búið til umslag sem er 2,10 á hæð og 3,10 á breidd. Næstur á dagskrá er tappatogari af stærri gerðinni. Umslagið geymir hann á geymslulofti Sighngamálastofnun- ar og verður það trúlega ekki póst- lagt í bráð. Umslagið prýðir mynd sem Grétar Eiríksson ljósmyndari tók af Snæfehsjökh séðum úr Breiðuvík á SnæfeUsnesi. Stefán beitti nýjustu tækni frá Japan við að koma myndinni á umslagið, sem er úr lérefti. Myndin er samansett úr ótölulegum fjölda punkta sem sprautað er á efnið með sérstakri tækni sem kahast Scan- krom. Tölva er látin nema frum- myndina og hún stýrir síðan máln- ingarspruatunni sem punktar myndina á léreftið. Með þessari tækni má yfirfæra myndir á hvaða efni sem er. Þær halda sama skarpleika og ljós- myndir en endast jafnlengi og mál- verk. Venjulegar litmyndir endast vart lengur en í 25 ár. Þessa tækni má jafnt nota til að hressa upp á daufan ht á forngrip- um sem að búa th risastór auglýs- ingaskUti. Stefán lét stækka mynd- ina í Svíþjóð en þar er önnur af þeim tveimur vélum þessara gerð- ar í Evrópu. Uppátækið er dýrt og kostar Stefán um 100 þúsund krón- ur. „í popphstinni er aUt leyfilegt. Það er ekki til sú tækni eða fyrirmynd sem ekki má nýta,“ sagði Stefán Geir Karlsson. -GK Fréttir Styrkir Fulbright nema 6,6 milljonum Fulbrightstofnuxún, þ.e. Mennta- stofnun íslands og Bandaríkjanna, styrkir árlega hóp íslendinga tíl framhaldsnáms við bandaríska há- skóla. í ár nemur framlag stofnunar- innar og bandarískra háskóla sam- tals um 6,6 miUjónum króna. Á síðasta ári hlutu 16 íslendingar styrk, þ.e.a.s. fyrir skólaárið 1989-90. Úthlutun Fulbrightstyrkja fyrir skólaárið, sem gengur í garð haustið 1990, verður í október næstkomandi. Stofnunin, sem hefur skrifstofu á Laugavegj 59, veitir umsóknarfrest tU 15. september nk. Fulbrightstofn- unin veitir hverjum námsmanni peningaupphæð og aðstoðar við frek- ari styrki frá bandarískum skólum. „Er það gert í krafti þess nafns sem Fulbrightstyrkþegar hafa getið sér,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. -ÓTT Fjölmiðlar 68-kynslóðirnar tvær Hið dæmalausa sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem ritstjóramir sjá vonandi sóma sinn í að leggja niður sem fyrst, reynir þessar vik- urnar eins og Ríkissjónvarpið á undan þvi að gera mikið úr andófs- mönnum þeim, sem kenna sig viö 68-kynslóðina. Eru birt við þetta fólk viðhaöiarviðtöL Hveiju hefur þetta fólk fengið áorkað? Þeir, sem fóru til Kúbu, aöstoðuðu einn versta afturhalds- segg heims tU að kúga kúbverska alþýðu. (Hvert er víðáttumesta land i heimi? Kúba, svara gárungamin Fólkið er í Bandaríkjunum, stjómin í Moskvu og herinn i Angólu.) Þeir, sem lögðust í eiturlyflaneyslu og aðra ómennsku, urðu foreldrum sínum til skammar og öðrum til leiðinda. Þeir, sem mótmæltuaf- skiptum Bandaríkjamanna af stríð- inu í Indó-Kina sem hæst, hafa vandlega þagað um bátafólkið, sem sigldi frá Víetnam, og fjöldagrafirn- ar, sem opnaðar hafa verið í Kambódíu. . Á sama tíma óx úr grasi önnur 68-kynslóð, sera stundaöi borgara- legar dyggðir, notfærði sér réttindi sín án þess að vanrækja skyldurn- ar, bjó í haginn fyrir sig og sína. Eru af henni menn eins og Davið Odds- son, Þorsteinn Pálsson, Magnús Gunnarsson, Jón Steinar Gunn- laugsson, Baldur Guðlaugsson og Brynjólfur Bjamason. En um það þegir sunnudagsblaðið auðvitað. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.