Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Page 7
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989.
7
Fréttir
Fjármálaráðherra undirbýr að flytja til fjárlagaárið:
Ráðuneytið með tvenn tólf
mánaða fjárlög í smíðum
útgjaldaáætlun fram í tímann og varasjóður handa ríkisstjórnlnni
Flest bendlr til þess aö fjármála-
ráðuneytiö muni senda frá sér tvö
12 mánaða fjárlagafrumvörp. Annaö
gildir frá 1. janúar 1989 til 31. desemb-
er sama ár. Hitt gildir frá 1. júní 1989
til Sl. maí 1990. Alþingi mun síöan
afgreiða fyrra frumvarpið fyrir jól
og þaö síðara fyrir páska.
Þetta er talin líklegri niðurstaða en
að ráðuneytið sendi frá sér eitt 17
mánaða frumvarp eða þá eitt fimm
mánaða og eitt tólf mánaða.
Meðal raka, sem liggja að baki því
að færa fjárlagaárið til, er að Alþingi
geti afgreitt íjárlög um tveim mánuð-
um áður en þau taka gildi. Þá gætu
forsvarsmenn ríkisstofnana gert
áætlanir sínar áður en fjárlagaárið
hæfist. Eins og venjan hefur verið
undanfarin ár hafa þeir skilaö áætl-
unum sínum allt að tveim mánuðum
eftir að fjárlagaáriö hófst.
Ráðuneytið stefnir einnig að því að
láta þriggja ára útgjaldaáætlun fylgja
fjárlögunum. Slíkt hefur reyndar
veriö gert á undanförnum árum en
bæöi hefur lítil vinna verið lögö í
þessar áætlanir og eins hafa þær
fengið htla athygli. Þess eru meira
að segja dæmi að fjármálaráðherrar
hafa ekki vitað af tilvist þeirra í fjár-
lagafrumvörpum sínum.
Með þessum áætlunum er ætlunin
að bæði þeir sem taka ákvarðanir
um fjárveitingar og eins þeir sem
eyða þeim geti haft betri yfirsýn yfir
þróunina fram undan.
Þá stefnir ráðuneytið að því að láta
framkvæma svokahaða núll-
grunnsáætlun á öhum stofnunum á
fimm ára fresti. Þá yrði viökomandi
stofnun skoðuð frá grunni og metin
nauðsyn einstakra starfsþátta. Eins
og venjan hefur verið hingað til eru
áætlanir hvers árs byggðar á útkomu
næsta árs. Með þeim hætti hafa
stofnanir sífeht orðið fjárfrekari án
þess að nokkur hefði neina almenni-
lega yfirsýn yfir þróunina.
Þá er og gert ráð fyrir að hverju
ráðuneyti verði úthlutað ákveðinni
upphæð til að mæta óvæntum út-
gjöldum. Eins fengi ríkisstjórnin sjáif
slíkan sjóö að spUa úr. Þessum fiár-
munum mættu ráðuneyti og ríkis-
stjóm deUa út fyrir utan þær hækk-
anir sem verða vegna verðlagsbreyt-
inga. Þeim yrði mætt með því að láta
Alþingi samþykkja þá aukningu sem
kann að verða vegna meiri verðbólgu
en framvarpið gerði ráð fyrir.
-gse
Stöplarnir í nýju brúna á Múlakvísl.
Nýbrúá
Múlakvísl
PáD Péturssan, DV, Vík í Mýrdal:
Nú í sumar voru steyptir sökkiar
undir nýja brú sem byggð veröur
yfir Múlakvísl, austan Víkur. Nýja
brúin verður aðeins neðan við gömlu
brúna og verður með tveimur ak-
reinum.
Gamla brúin er orðin mjög léleg
og er þess skemmst að minnast þegar
einn stöpuU gaf sig undan straum-
þunga og bitar í brúargólfinu
skemmdust þannig að loka varð
brúnni á meðan viðgerð fór fram.
Björg fékk 170 krónur fyrir
kflóið af þorski í Englandi
England:
Bv. Frigg seldi afla sinn í Hull 21.
8. 1989 aUs 69,5 lestir fyrir 7,285
miUj. kr. Meðalverð 104,83 kr. kg.
Gott verð hefur verið á enska
markaðnum að undanfömu. Sem
dæmi um hvaða verð getur fengist,
ef Utið framboð er af góðum fiski,
má nefha að bv. Björg frá Vest-
mannaeyjum fékk 170 kr. fyrir kUó-
ið af stórþorski á miðvikudag. Afli
skipsins var settur í gáma og var
ferskur og góður þegar hann var
seldur á markaðnum í HuU. Var
nokkuð af stórþorski í aflanum og
fékkst, eins og fyrr segir, mjög gott
verð fyrir hann.
Sala á gámafiski mikil
Mikið hefur verið um sölur á fiski
úr gámum og hefur verðið verið
sæmUegt. 17.8. var seldur fiskur úr
gámum aUs 500,4 tonn fyrir 53,5
miUj. kr. Meðalverð var 104,22 kr.
kg. Á mánudag og þriðjudag 21.-23.
ágúst var seldur fiskur úr gámum
aUs 755,5 lestir fyrir 80,369 mUlj.
kr. Meðalverð var 106 kr. kg. Með-
aiverö á þorski var 118,04 kr. kg, á
ýsu 96,04 kr. kg og á karfa 38,59 kr.
kg. Meðalverð á ufsa var 70,95 kr.
kg, á grálúðu 93,29 kr. kg og á
blönduðum flatfiski 132 kr. kg.
Miðað við árstíma má telja að
þetta sé viðunandi verð.
Heitt og verð sæmilegt
Þýskaland:
MikUr hitar hafa verið í Þýska-
landi síðustu daga og miðað við það
ástand má telja verð á fiski sæmi-
legt.
Bv. Hegranes SK 2 seldi afla sinn
17. ágúst 1989 alls 100,472 lestir fyr-
ir aUs 7,4 millj. kr., meðalverð 73,75
kr. kg. Þorskur 79,23 kr. kg, ýsa
69,92 kr. kg, ufsi 70,48 kr. kg, karfi
76,41 kr. kg og flatfiskur 84,16 kr.
kg.
Nýr fiskmarkaður í Bremer-
haven
í Bremerhaven er verið að byggja
nýjan fiskmarkað. Búist er við að
hann taki til starfa á haustmánuð-
um 1990. Telja menn að miklu betri
aðstaða verði þar tU að taka á móti
fiski og meta gæði hans.
Mikið er nú rætt um aö auka
gæðakröfur á fiski. Þarna verða til
húsa rannsóknarstofnanir af ýmsu
tagi, t.d. til að fylgjast með fisk-
réttaframleiðslu, svo eitthvaö sé
nefnt. í húsinu verða einnig auglýs-
ingastofur sem sjá um að auglýsa
fisk og fiskrétti. Einnig er þeim
ætiað að vekja athygli manna á að
fiskneysla er heilsubætandi.
Þjóðveijar flytja inn 80% af þeim
fiski sem þeir neyta. Margar þjóðir
sækjast eftir markaðnum en Norð-
menn telja að þeir séu með 80% af
Frá enskum fiskmarkaði. Afli
Bjargar var settur í gáma og var
ferskur og fínn þegar hann var
seldur á markaðnum í Hull. Árang-
urinn var eftir því, 170 krónur
fékkst fyrir kílóið af stórþorski.
Fiskmarkaöir
Ingólfur Stefánsson
innflutningnum, íslendingar eru
með 7% af honum, árið 1988.
Efla þarf gæðaeftirlit
Mikiis virði er að varðveita þá
hugsun kaupenda að ekki sé um
mengun að ræða í matvælunum
sem verið er að bjóða til kaups. Sem
dæmi um þetta atriði vil ég segja
frá tiifelli sem upp kom í Þýska-
landi varðandi mjólk. Upp kom sá
kvittur að mjólk innihéldi eiturefn-
ið „dioxin". Afleiðingamar urðu
þær að mjólkumeysla minnkaði
svo að til vandræða horfði. Búast
má við miklu strangara gæðaeftir-
hti á fiski í framtíðinni. Þess vegna
verður að efla fiskmat á íslandi svo
við stöndum ekki frammi fyrir því
að sendur sé út fiskur sem er í öðr-
um og jafnvel í 'þriðja flokki.
Útflutningur fiskrétta
Útflutningsráð Norðmanna telur
mikla möguleika á útflutningi fisk-
rétta og þannig megi auka verð-
mæti útflutnings á fiski margfalt.
Þrátt fyrir 8% aukinn útflutning
á fiski fyrstu sjö mánuði þessa árs
telur útflutningsráðið að hægt
hefði verið að auka verðmætið til
muna með breyttri framleiðslu.
Þar er fiskréttaframleiðsla talin
mikilvæg.
Útflutningsráðið leggur mikla
áherslu á að norsk fyrirtæki komi
upp erlendis verksmiðjum sem
framleiða fiskrétti. Aðeins eitt
norskt fyrirtæki, „Findus“, hefur
komið sér upp verksmiðjum er-
lendis en útflutningsráðiö hvetur
alia þá sem möguleika hafa að feta
í fótspor þeirra.
Eins leggur ráðið mikla áherslu
á að frystitogarar sæki á erlend
mið. Um þessar mundir eru tveir
togarar á leið á miðin milli Ástrahu
og Nýja-Sjálands en þar eru fyrir 3
frystitogarar og er tahð að miklu
fleiri geti stundað veiðar þar.
Ofveiði við Ameríku
Eins og getið var um á vordögum
í þessum pistlum er staðfestur ótti
manna um ofveiði beggja vegna við
Ameríkustrendur. Fiskifræðingar
á austurströndinni hafa lagt til að
að minnka veiöar á þorski um
helming, í ár að minnsta kosti,
einnig vilja þeir takmarka veiðar á
öðrum tegundum. Telja menn að
nú þurfi tvöfalt lengri línu til að
veiða helming þess afla sem veidd-
ur var 1980.
Við vesturströndina er sömu
sögu að segja, eriend veiðiskip utan
við 200 míina fiskveiðimörkn veiða
mikið af öhum þeim tegundum
fisks sem hefur verið uppistaðan í
veiðum fiskimanna á Kyrrahafi.
Eru fiskimenn uggandi um sinn
hag og telja að ef fram heldur sem
horfir verði meirihluti útgerðar-
innar gjaldþrota áður en langt hður
og menn missi eignir sínar. í Sac-
ramentofljót hafa gengið allt að 120
þúsund laxar árlega en síðasta ár
gekk aðeins hthl hluti þess í ána.