Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989.
Útlönd
Sovéska geimstöðin MiR heiur verið manniaus irá því Alexander Voikov
kom til jarðar í apríl.
Simamynd Reuter
Sovétmenn skutu nýju sjálfvirku flutningageimskipi á loft á miðviku-
dag og búist er við að það verði tengt geimstöðinni MER í dag en þangað
flytur þaö vistir og búnað.
Geimstöðin hefur verið mannlaus aö undanfórnu en dagblað sovéska
hersins skýrði ffá þvi i gær að tveimur geimförum yrði skotiö á loft 6.
september og myndu þeir dvelja um borð í MIR í fimm raánuði.
í stuttbuxum á reiðhjóli
Þessir léttklæddu lögregluþjónar sáust nýlega á fararskjótum sínum á
Pike Place markaðinum í Seattle í Bandaríkjunum. Mennimir heita Vic
Maes og Steve Freese. Hlutverk þeirra var að leita uppi fikniefnasala
og aðra afbrotamenn. Lögreglan í Seattle hefur innan sinna vébanda
tuttugu manna sveit á sérstyrktum 18 gira fjallareiðhjólum.
Símamynd Reuter
Kjarnorkuleyndarmáium smyglað
Vestur-þýskur kaupsýslumaður smyglaöi bandarískum kjamorku-
leyndarmálum til Indlands, Pakistan og Suður-Afríku og komst yfir leynd-
arsjöl frá bandarísku geimferðastofnuninai. Frá þessu var skýrt í dag-
blaðinu Franfurter Rundscahu í gær.
Blaðið skýröi frá því að kaupsýslumaðurinn Rudolf Ortmayer heföi
mútað starfsfólki í bandarískum rannsóknarstofnunum og hjá hemum
til aö afhenda sér meira en 50 teikningar af kjamorkuverum. Sum þess-
ara skjala vom leyndarmál og fjölluðu m.a. um kjarnasamruna og leysi-
geisla.
Upplýsingar þessar koraa frá heimildarraönnum sem þekkja til rann-
sóknar vestur-þýskrar þingnefndar á starfsemi fyrirtækisins Neue Tec-
hnologien þar sem Ortmayer var yfirmaður. Fyrirtækiö er einnig grunað
um að hafa látið umræddum þremur þjóðum í té tækniþekkingu á sviði
kjamorku án tilskilinna leyfa.
HHfler snurfusaður
Starfsstúlka Vaxmyndasafns Madame Tussauds í London burstar skegg-
ið á vaxstyttu Adolfs Hitlers. Við hlið Hitlers er vaxmynd af Sir Winston
Churchill. Safnið stendur nú fyrir sérsýníngu tll að minnst þess að liðin
eru iimmUu ár frá því að seinni heimsstyrjöldin hófsf.
Símamynd Reuter
Sólhlrf út í geiminn
Svissneskur vísindamaður hefur stungið upp á því að jörðin veröi kæld
niður með því aö senda risavaxna sólhtíf á stærð við háif Bandaríkin upp
í geiminn.
Walter Seifritz segir í grein í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature að
lausn hans á „gróðurhúsaáhrifunum", auknum hita í andrúmslofti jarðar
vegna mengunar sem drekkur í sig hita frá sólinni, „sé langsóttur en
framkvæmanlegur kostur".
Seifntz stingur upp á þvi að gervihnetti með álspeglum verði komið
fyrir í geimnum í einnar og hálfrar milljón kílómetra flarlægð frá jörðu
til að skyggja á hana. Hann hefur reiknaö út aö senda þyrfti 45 milijón
tonn af efni upp í geiminn á tuttugu ára tímabilL Hann gerir ráð fýrir
að orkan sem til þurfi samsvari framleiðslu 30 Kjamorkuvera í öll árin.
Geimfraktan á loft
Lögregla lokar hafnarsvæðinu i Baie-Comeau í Kanada þar sem PCB eiturefnió var losað í gær. Efnið er i gámun-
um sem sjást á myndinni. Símamynd Reuler
Losaði PCB í
trássi við bann
Sovéskt flutningaskip með farm af
eiturefninu PCB sem enginn vill los-
aði sig við hann í borginni Baie-
Comeau, heimaborg kanadíska for-
sætisráðherrans, í gær í trássi við
bann dómstóla um losun skipsins.
Umboðsmaður skipsins í Kanada
staðfesti að fimmtán gámum með eit-
urefninu heföi verið skipað upp í
borginni. Umhverfisverndarmenn
telja margir hverjir að PCB sé
krabbameinsvaldandi.
Eiturefnin koma úr vöruskemmu í
bænum St.-Basile-le-Grand í Québec
fylki sem brann í ágúst í fyrra. Meira
en þrjú þúsund íbúar bæjarins
neyddust til að yfirgefa heimih sín á
meðan eldurinn geisaði. Stjórn Qu-
ébec fylkis reyndi að senda eitrið til
brennslu í Alberta fylki en ekki náð-
ist um það samkomuiag. Þaðan lá
leið þess til Wales. Hafnarverka-
menn í Liverpool neituðu að losa
skipið og hélt skipið þá aftur til
Kanada með fyrirmæli um að losa
efnið í Baie-Comeau þar sem það
skyldi geymt til bráðabirgða.
Reiðir bæjarbúar fengu dómstóla
til að setja lögbann á losun skipsins
og 1500 manns efndu til mótmæla við
komu þess til bæjarins. Ekki er ljóst
hvort yfirmenn skipsins vissu um
lögbannið.
Verið er að safna saman PCB á ís-
landi og á þaö að fara til brennslu í
Wales einhvem næstu daga.
Reuter
Hleruðu hiá Sovétmanni
iiivi Mwia ■ w «hiihiiiii
Sænska ieyniþjónustan hleraði því í gær aö heimili eins erlends Palme. Heimildir TT segja hins
heimili sovésks stjórnarerindreka stjómarerindreka að minnsta kosti vegar að sú ályktun sé röng og
í Stokkhólmi í meira en tvö ár, að heföiveriöhleraöólöglegaogkæmi hafi aöeins verið til í kollinum á
því er heimildir sænsku fréttastof- það fram í óbirtri skýrslu um hler- leyniþjónustumönnunum tveimur
unnar TT innan leyniþjónustunnar anir leyniþjónustunnar. Sovétmað- sem stunduðu Weranimar.
hafastaðfestFréttumumaöSovét- urinn var grunaður um niósnir og Lögreglan segir að upplýsingar
maðurinn hafi vitað að myrða ætti því var heimili hans hlerað á árun- þessar hafi engin áhrif á mál
Olof Palme hefur hins vegar verið um 1985-87. Christers Petterssons sem var
vísaö á bug og sagt er að það hafi Dagblaðiö Expressen sagði að við dæmdur í lífstíöarfangelsi fyrir
einungis verið skoðun tveggja hleranimar hefði verið komist að morðið á Palme. Mál hans verður
leyniþjónustumanna. þeirri niðurstöðu að Sovétmenn tekið fyrir í yfirrétti þann 12. sept-
Sydsvenska Dagbladet skýrði frá vissu um fyrirhugað morð á Olof ember. TT
Skattaparadís á Svalbarða?
Svo kann að fara að heimskauts-
eyjaklasinn Svalbarði verði að nýj-
ustu skattaparadís Evrópu. Norskt
skipafélag hefur þegar sótt um leyfi
til norskra stjórnvalda um aö koma
upp skrifstofu í höfuðstaðnum
Longyearbyen og fleiri fyrirtæki
kunna að fylgja í kjölfarið eftir því
sem olíuvinnsla færist nær land-
gmnni eyjanna. Norsk stjómvöld
hafa tekiö vel í slíkar málaleitanir.
Svalbarði er undir stjóm Norð-
manna en alþjóðlegur samningur þar
að lútandi gefur norska ríkinu ekki
leyfi til að innheimta meiri skatt en
þarf til aö halda uppi samfélaginu
þar. Skatthlutfalhð á Svalbaröa er
því aðeins tíu prósent, fimmtungur
þess sem tíðkast á fastalandi Noregs.
Vörur eins og áfengi og tóbak eru
ekki skattlagðar og verðlagðið er
slíkt að Svalbarðabúar hafa haft ráð
á því að veröa ágætir vínkerar.
Kolanám hefur verið undirstööuat-
vinnuvegur Svalbarða. Nú um
stundir er taprekstur á kolanámun-
um sökum lágs kolaverðs og það er
SVALBARÐI
0 60 120 km
V" 'i
* 1 *
Nordöstlandet
. A v, Erikscnstretrt
Spitsbergen
fsafíordrn. • Longyearbyen
• -■mrrn"Trr m.-.vMJu.-'
Barentsburg Edgeiiya
Storjjorden
NORÐVR - (SHAFIÐ mw
Aukin olíuleit í Barentshafi kann að
laða fleiri fyrirtæki til skattaparadis-
arinnar á Svalbaröa.
dýrt að halda uppi samfélagi með
öllu tilheyrartdi, vegagerð, skólum,
íbúðarhúsnæði, sjúkrahúsi og ann-
arri nauðsynlegri þjónustu. Norsk
stjórnvöld hafa því leitað logandi
ljósi aö öðmm tekjulindum. Opin-
berlega heitir það svo að skattakerflð
eigi að virka hvetjandi á þá sem vilja
stofna fyrirtæki á eyjunum en um
leið verður því komið þannig fyrir
aö ekki eigi aö vera hægt aö stunda
þar brask. Það þýðir að ekki verður
nóg að eiga bara heimilisfang og
póstkassa- í Longyearbyen heldur
verður viðkomandi fyrirtæki að hafa
þar skrifstofu og rekstur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem talað
er um að gera Svalbaröa að skatta-
paradís. Þegar norska skipaskrárfé-
lagið NIS var stofnað fyrir nokkrum
árum var talað um að starfrækja það
í Longyearbyen en hugmyndinni var
vikið til hhðar vegna landfræðilegrar
legu Svalbarða. Aukin leit að olíu í
Barentshafi kemur þó til meö að
breyta því og eyjarnar verða þá vel
í sveit settar fyrir þau fyrirtæki sem
veita olíuiönaðinum þjónustu.
NTB