Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Page 4
4 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Fréttir Húsnæöismiölun stúdenta: AIH að eitt þús- und stúdentar í húsnæðisleit „Frá byrjun júní og þar til í dag hafa um 80 húsaleigusamningar ver- ið gerðir fyrir okkar tilstilli. Það eru um helmingi fleiri samningar en höfðu verið gerðir á sama tíma i fyrra. Þó gengið hafi betur en í fyrra má þó leiða getum að því aö allt að eitt þúsund stúdentar séu nú að svip- ast um eftir leiguhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu," sagði Jónas Fr. Jónsson, formaöur Stúdentaráðs Háskólans, í samtali við DV. Hver leigusamningur getur verið gerður af pari eða fleiri sem hafa ákveöið að leigja saman þannig að þeir sem hafa náð sér í leiguhúsnæði •eru eitthvað fleiri en fjöldi samninga segir til um. Jónas sagði aö lauslega áætlað væru nú um 150 manns á skrá hjá húsnæðismiðluninni. Hvort ástandið væri betra eða verra en í fyrra gat Jónas ekki sagt um en á húsnæðismiðluninni væri meira að gera en þá. Meira framboð er á leiguhúsnæði nú en í fyrra. Kynning á starfsemi húsnæðismiðlunar stúdenta virðist einnig hafa haft það í for meö sér að fleiri húseigendur leita til miðlunar- innar en áður. Húsnæðismiðlunin hefur yfir sér- stöku leitarforriti að ráða þannig að húsnæði, sem kemur á skrá, er parað saman við mögulega leigutaka eftir þáttum eins og stærð húsnæðis, leigu, staðsetningu, greiðslugetu leigutaka og ýmsum þörfum hans. Miðlunin kemur þannig fljótt á sam- bandi milli húseigenda og leigutaka en kemur hvergi nálægt samninga- gerðinni sjálf. Þessi þjónusta er báð- um aðilum algerlega að kostnaðar- lausu. Þess má geta að húsnæðismiðlunin býður leigutökum að kaupa ábyrgð- artryggingu í samvinnu við trygg- ingafélag. Ef skemmdir verða á leigu- húsnæðinu, sem aðrar tryggingar leigutaka bæta ekki, fæst aút að 400 þúsunda króna tjón bætt. Leigutaki ákveður sjálfur hvort hann kaupir slíka tryggingu eða ekki. Jónas gat ekki fullyrt um verð á leiguhúsnæði. Heimildir blaðsins telja hins vegar að verð leiguhús- næðis virðist ekki hafa fylgt al- mennri verðlagsþróun í landinu og sé því eitthvað lægra en í fyrra. -hlh Goðafoss: Flutti nautakjöt til Brasilíu Goðafoss, skip Eimskipafélags- lestað á írlandi og var síðan siglt í ljós kom að stjómvöld stóðu að ins, sigldi nýverið til Rio de Janeiro til Brasilíu með viðkomu á Spáni baki þessum innflutningi. í Brasiliu. Þaö væri varla í frásögur Að sögn skipverja á Goðafossi Tilgangurinn með innflutningi færandi nema af því að farmurinn hristu menn höfuöið 1 Rió þegar nautakjötsins var aö halda í við var sérstakur. Goðafoss sigldi þangaö kom og neituðu að trúa verðhækkanir á nautakjöti frá nefnilega fullhlaðinn nautakjöti til þeim þegar þeir sögðu hver farm- bændum í Brasilíu. Spurðu sumir einsafmestunautakjötsframleiðsl- urinn væri. Þarlendir urðu þó aö sig hvenær búast raætti viö álíka ulöndum heims. Var nautakjötið kyngja þessum furðufréttum þegar framtakihérálandi. -hlh Það er eins gott að borga í stöðumælinn þegar maöur a erindi í miðbæinn þessa dagana. Nú svífa þær um gangstéttarnar á rúlluskautum, þessar léttu og lipru stúlkur sem vinna við stöðuvörslu í borginni. Þær fara hratt yfir og fáir sökudólgar, ef nokkrir, sleppa við sektarmiða. Þessar voru í Hafnarstrætinu á föstudaginn og virtust hafa meira en nóg að gera við skriftirnar. Og svo var svifið... DV-mynd Hanna „Hef heyrt þeir gangi hreint til verks“ - áldósir hverfa á Ólafsfiröi Koimákur Bragason, DV, Ólafefirði; „Ég er búinn að safna þrisvar en tvisvar sinnum hafa pokamir horfið. Ég hef öskukarlana grunaða enda hef ég heyrt að þeir gangi sérlega hreint til verks og taki allt sem líkist rush,“ sagði Tómas Waagfjörð, ung- urpiltur hér á Ólafsfirði. Hann hefur tapað nokkrum þúsundum áldósa sem hann hefur safnaö og geymt við heimili sitt. „Ég tapaði þúsund dósum fyrst, sennilega tveggja vikna söfnun, og síðan talsvert fleiri dósum. Héðan í frá er víst aö ég geng tryggilega frá dósunum, hef reyndar fengið inni fyrir þær í skúr svo vonandi hverfa þær ekki framar. Við erum nokkrir strákar sem er- um í þessari söfnun og hefur gengið ágætlega að fá dósir en að minnsta kosti tveir okkar hafa orðið fyrir dósahvarfi. Vonandi verður þetta öðrum til viðvörunar,“ sagði Tómas. Slasaðist illa í andliti Um helgina vildi það óhapp til á vökvatjakk er hann sprakk. Dreng- Stórólfsvallabúinu, skammt fyrir urinn slasaðist iha í andhti og var austan Hvolsvöll, að sjö ára gamall hann strax fluttur á slysadeild Borg- drengur varð fyrir málmstykki úr arspítalans. -ÓTT A 128 km hraða með tjaldvagn aftan í Lögreglan á Blönduósi stöðvaði 20 ökumenn á fóstudag og laugardag fyrir of hraðan akstur í Húnavatns- sýslu. „Fólk keyrir aht of hratt héma. Sá sem ók hraðast á fóstudaginn var á 145 km hraða og sá sem ók næsthrað- ast af þeim sem stöðvaðir vom ók á 128 km hraða. Sá ökumaður var með tjaldvagn aftan í bílnum," sagði Sig- urður Sigurðsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Blönduósi, í samtali við DV í gær. -ÓTT í dag mælir Dagfajci____________________ Kjarabót frá Búlgaríu Kraftaverka- og hugsjónamaður- inn Kristinn Finnbogason auglýsir sérstakar tannlækninga- og heilsu- ferðir til Búlgaríu við hagstæöan prís. Er það vel þegar menn vilja leggja sitt af mörkum th að hna þrautir meðbræðra sinna með óeig- ingjörnum hætti. Enda hefur þessu framtaki verið vel fagnað ef ís- lenskir tannlæknar em undan- skhdir. Þeir hafa allt á hornum sér út í kollega sína í Búlgaríu. Ásaka þá um að margnota sprautunálar og megi því íslenskir tannpínu- sjúklingar, sem þangaö leita, allt eins búast við að snúa heim með eyðnismit og það séu slæm býtti. Þá sé þessi fylling þeirra búlgörsku ekki upp á marga fiska og skhst manni að fólk megi þakka fyrir ef aht verði ekki dottið upp úr holun- um daginn eftir að komið er heim til íslands. Þessum ásökunum mót- mæhr Kristinn harðlega og segir það fjarstæðu eina að tannlæknar sínir í Búlgaríu margstingi með sömu nálum og fylhngarefni séu ekki lakari en notuð em á Vestur- löndum. Auk þess hafi sjálfur Guð- mundur Bjamason heilbrigðisráö- herra skroppið th Búlgaríu og htið á aðstæður auk forstjóra Ríkisspít- ala og fleiri mektarmanna héðan. Hafi þeir verið hinir ánægðustu með allt sem þeim var sýnt. Svo fóm fyrrum tannpínusjúkl- ingar og tannleysingjar að hringja í útvarpsstöðvarnar og greina frá því hvaö það hefði verið gott að leita th tannlæknanna hans Krist- ins þarna í Búlgaríu. Sumir höfðu látið holufylla, aðrir látið smíða brýr þvers og kmss yfir stærðar gil í tanngörðunum. Enn aðrir höfðu fengið sér sett af nýjum post- ulínstönnum komplett í efri og neðri góm og væru nú sem tvítugir í 'annað sinn. Verðskrá búlgörsku tannlæknanna væri beinlínis hlægilega lág og aö minnsta kosti 90% lægri en hjá íslenskum kolleg- um þeirra. Auk þess væri fjöldi annarra lækna á heilsuhæli Krist- ins og var svo að skhja að þama mætti fara í ahsherjar klössun fyr- ir svipað verð og það kostaði að láta rífa úr sér eina tanngrýlu í Reykjavík. Einn innhringjandi á útvarpsstöð gat þess að það eina sem ekki hefði verið nógu gott í sinni Búlgaríuferð hefði verið maturinn. Hann hefði mátt vera betri. En var vart búinn að leggja á er kona hringdi og var þykkjuþung fyrir hönd Kristins og Búlgaríu. Hún hefði sjaldan eða aldrei fengið betri mat en í sinni ferö. Hins vegar væra matseðlar á búlgörsku eða þýsku og þaö væri svo með þessa blessaða íslendinga að þeir kynnu svo takmarkað í málum og pöntuðu svo bara út í loftið. En fyrir þá sem gætu lesið matseðlana væri ekki vandi að fá kóngafæði. Það gefur augaleið að varla færi Kristinn að senda fólk á hótel sem framreiddi eitthvurt skítafæði. Ekki er annað að sjá og heyra en Kristinn sé nú ekki lengur -kunn- astur fyrir að vera bjargvættur Framsóknar og Tímans í fjárhags- legu tilliti heldur sé hann elskaður og virtur af öhum tannpínuþolend- um sem ekki vhja selja undan sér íbúðina svo þeir geti keypt upp í sig steh ef hið upprunalega er brunnið upp í veröbólgu íslenskra tannlækna. Nú borga menn bara Kristni 65 þúsund kah eða svo og fá í staðinn tveggja vikna ferð til Búlgaríu með dvöl á lúxushehsu- hóteli og meira að segja hálft fæði innifaliö á búlgörsku og þýsku. Stelliö uppi og niðri fæst fyrir 10 þúsund extra eða kannski bara helminginn af því þar sem þarna er hægt að selja dollara á svörtum við margföldu gengi. Að láta bora í einn jaxl og holufylla kostar svo ekki meira en ein karameha í sjoppu á íslandi. Hér hefur Krist- inn Finnbogason gert stórátak í að bæta kjör og afkomu landsmanna og væri óskandi aö fleiri tækju hann sér th fyrirmyndar í því að leita nýrra leiða í þeim efnum. Til dæmis ríkisstjómin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.