Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Unnið að grasvellinum á Ólafsfirði. DV-mynd Kormákur Grasvöllur á Ólafsfirði Kormákur Bragason, DV, Ólafefirði: Undanfarið hefur verið unnið af krafti við byggingu grasvallar á Ól- afsfirði en eins og margir vita hefur knattspymulið Leifturs á Ólafsfirði einungis yfir malarvelh að ráða. Vonir standa til að hægt verði að leggja hitalagnir og þekja völlinn nú í haust en Leiftursmenn hafa sjálflr tekið það verk að sér. Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga flutt og jafnað efni undir völhnn og er það nú langt komið. Þá var nýlega tekin fyrsta skóflu- stunga að nýju íþróttahúsi í firðinum og nú von um að langþráður draum- ur Ólafsfirðinga um fuhbúið hús með löglegum velh verði að veruleika. Það var heiðursborgari Ólafsfirð- inga, Ásgrímur Hartmann, fyrrver- andi bæjarstjóri, sem tók fyrstu skóflustunguna. Áætlað er að fyrstu fjórum bygg- ingaráfóngum af sex verði lokið á næstu 4 ámm. Reiknað er með að fullbúið kosti húsið um 100 mihjónir. Það er stór biti fyrir ekki stærra bæjarfélag og því gert ráð fyrir að hægt verði að taka hluta þess í notk- un á fyrri byggingarstigum. Arki- tektar hússins eru Páh Tómasson og Gísli Kristinsson. Fjarvinnustofa í Vik í Mýrdal: Færir hluta af þjónustu ríkisstofnana út á land Starfsmenn fjarvinnustofunnar, Páll Pétursson og Guðmundur P.Guðgeirs- son til hægri. Páll Pétursson, DV, Vík í Mýrdal: Um síðustu áramót var fyrsta fjar- vinnustofan hér á landi stofnuð í Vík í Mýrdal og er hún með sama sniði og fjarvinnustofur annars staðar á Norðurlöndunum. Tveir menn vinna við fyrirtækið aö staðaldri og horfur á fjölgun þeirra á næstu mánuðum. Upphaf fyrirtækisins má rekja th þess að Jón Erlendsson hjá Upplýs- ingaþjónustu Háskólans, sem er í sambandi við Telecottage Internati- onal, alþjóðasamtök fjarvinnustofa, benti Reyni Ragnarssyni, formanni atvinnumálanefndar í Vík, á þennan möguleika og hann kom aðstandend- um fyrirtækisins á sporið. Helstu verkefni nú eru bókhalds- þjónusta, innheimtuþjónusta og ýmis önnur þjónusta við fyrirtæki og ýmsa aðila í Vík og nágrenni. Einnig unnið við bæklingagerð, aug- lýsingagerð, áætlanagerð og fram- talsaðstoð. Framtíðarverkefni verða einnig á sviði tölvukennslu og gerð gagnasafna á tölvur. „Það hefur verið lögð geysimikh vinna í það að afla verkefna utan svæðisins og nú fyrst er sú vinna að bera árangur. Við höfum notið að- stoðar reyndra aðha í þessum efnum og vh ég þá helst nefna Jón Erlends- son og Guðna Ágústsson alþingis- mann,“ sagði Guðmundur Pétur Guðgeirsson, annar eigandi fjar- vinnustofunnar í Vík. „Fyrst var leitað til ríksstofnana og opinherra fyrirtækja, og þá helst leitað að verkefnum í gagnavinnslu sem ekki væri nauðsynlegt að vinna á Reykjavíkursvæðinu. Það sem við höfum í huga er að færa hluta af þjónustu ríksstofnana út á land og nýta tölvutæknina th að byggja upp nýja vinnustaði. Þessi fjamnnsluhugmynd er ný hér á landi og það sýnir sig að verk- efnin liggja ekki beint á lausu. Þess vegna megum við ekki faha í sömu gryfju og svo oft áður þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið og hrúga niður mörgum slíkum fyrir- tækjum. Ahir þekkja dæmin um loð- dýraræktina og prjónastofurnar. Það væri skynsamlegast að sefja ekki á stofn fleiri en eitt slíkt fyrir- tæki í hverjum landshluta fyrst um sinn og sjá hvernig gengur með öflun verkefna hjá opinberum aðhum, fyr- irtækjum í sínum landsfjórðungi og þeim sem eru með mikla gagna- vinnslu á sínum herðum. Mikhvægt er einnig að vel takist til með þessa nýju tækni í byrjun og þess vegna er nauðsynlegt að hafa samstarf við heimafólk, sveitarfélög, landshlutasamtök og aðra þá sem stuðla að eflingú atvinnulífs og fjölg- un starfa á landsbyggðinni." sagði Guðmundur Pétur. Tilboð langt undir áætlun Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Byggingafélagið Hlynur var með lægsta tilboð í byggingu sex íbúða í parhúsum sem rísa eiga við Kvista- hhð á Sauðárkróki. Tilboð Hlyns var tæpum 20% undir áætlun og tólf mihjónum lægra en hæsta thboðið sem var það eina yfir kostnaðaráætl- un af sex sem bárust. Tilboðin í byggingu verkamanna- bústaðanna voru opnuð fyrir rúmri viku. Hlynur bauð 26,9 milljónir eða 81,9% af kostnaðaráætlun, Trésmiðj- an Ýr tæpar 29, Trésmiðjan Borg 29 mhljónir, Friðrik Jónsson sf. 29,8 og Knútur Aadnegard rúmar 32 milljón- ir. Þetta eru allt saman aðhar á Sauð- árkróki og eina tilboðið, sem barst frá utanbæjaraðha og reyndar það langhæsta, kom frá Selfossi, Hannesi Leifssyni byggingameistara. Hljóð- aði það upp á 38 mhljónir króna. Kostnaðaráætlun var 32,4 mhljónir. 31 Fréttir Sauöárkrókur: Vandamál vegna hesthúsa Þórhailur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Bæjarstjórn Sauðárkróks og bygg- ingarnefnd standa nú frammi fyrir því að ákveða hvar næsta fjölbýlis- hús skuh rísa í bænum. Er þar um tvo staði að ræða, í Víðimýri, syðst í bænum, eða við Freyjugötuna í gamla bænum. Næsta íbúðarblokk verður byggð eftir kaupleigihbúða- kerfinu en Sauðárkrókur hefur feng- ið úthlutað 10 kaupleiguíbúðum. Sú kvöð fylgir lóðinni við Freyju- götuna, sem er fyrir átta íbúðir, að áður en flutt yrði í húsið þyrfti að kaupa upp öll hesthús á svæðinu. Annars mundu hesthúsin gömlu svo gott sem lenda undir stofugluggum blokkarbúa. Bæjarsjóður mun ekki sem stendur hafa bolmagn th að ganga til samn- inga við eigendur hesthúsa í hverf- inu enda naumur tími th stfefnu. Því má telja fuhvíst að framkvæmdir við enn eitt 12 íbúða fjölbýlishúsið viö Víðimýri hefjist innan skamms. Jón Friðriksson var einn þeirra er tóku th máls um þetta á bæjarstjórn- —- arfundi í síðustu viku. Taldi hann spurningu hvort ekki færi að verða komið nóg af byggingu fjölbýhshúsa í bænum í bili. Ibúðablokkir væru orðnar margar á Sauðárkróki í ekki stærri bæ. Reynslan sýndi aö fólk leitaði æ meir í sérbýh, einbýli eða raðhús. Erlendis staeðu víða hehu blokkarlengjumar auðar. ísafjöröur: Fiskrúllur til útflutnings Vitborg Davídsdóttir, DV, ísafixöi: Bjartmar hf. á ísafirði hóf fyrir nokkru framleiöslu á fiskrúhum tilbúnum th neytenda. Að sögn Árna Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra framleiðslusviðs Bjartmars, er nú unnið að því að afia mötu- neytismarkaöa í Evrópu. Prufu- sendingar hafa farið út og em við- brögð alls staðar áhugaverð. Fiskrúhumar era með rækju- ostsfyhingu og eru forsteiktar þannig að raatreiðsla þeirra tekur aöeins um 4 mínútur í örbylgjuofni og aðeins lengri tíma í bökuna- rofni. Bjartmar keypti fyrirtæki í Reykjavík, sem heitir Fiskgæði hf„ og flutti það vestur. Tæki þess era notuð við framleiðsluna. Fiskrúll- umar hafa verið seldar th mötu- neyta innanlands og dreifingaraðil- ar eur bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Rúhurnar hafa lítið farið í smásölu ennþá. Bjartraar vinnur einnig hörpu- disk á Frakklandsmarkað en rækjuvinnsla hefur legið niðri und- anfarnar þrjár vikur. Hráefniss- kortur hefur valdið þessu hléi en viimsla á að hefjast á ný eftir um vikutíma. „Það er hörð samkeppni um úthafsrækjuna og okkur hefur ekki gengið eins og við höfðum reiknað með að komast inn á þann markað,“ sagði Árni. TÖLVULEIKIR Hjá Magna Sí5 ----;---------- Nýir leikir í: *Spectrum *Commodore *Amstrad Úrval leikja í Nintendo leikjatölvuna Sendum í póstkröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.