Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 27
MÁNUÐAGUR.28. ÁGIÍST, 1989. 39 Merming Rannsóknir við elstu deild Háskólans Það er furðu útbreiddur misskiln- ingur að lítiö sé um rannsóknir við Háskóla íslands. Ritin Rannsóknir við Háskóla íslands og ritskrár Árbókar Háskóla íslands sýna hins vegar að innan veggja Háskólans eru stundaðar mjög fjölbreytilegar og umfangsmiklar rannsóknir og að niðurstöður þessara rannsókn eru kynntar af kennurum skólans í fyrirlestrum og á ráðstefnum víðs vpgar um heim. Á það jafnt við um raunvísinda- og hugvísindamenn Háskólans. Aukin rannsóknarstarfsemi við Háskólann Ekki er vafi á því að rannsóknar- starf innan Háskólans hefur aukist verulega á undanfórnum árum. Þá hafa orðið til nýjar rannsókna- stofnanir innan ijölmargra deilda Háskólans og hafa þær átt sinn þátt í að auka hlut rannsóknanna í starfi skólans, þó svo að þær njóti yfirleitt óverulegra ijárveitinga frá ríkisvaldinu. En sumar þeirra njóta hins vegar nokkurs fjárhags- legs stuðnings frá velunnurum úti í þjóðfélaginu. Það á við um þá stofnun sem varð til við elstu deild Háskólans en guðfræðideildin er talin elsta deild Háskólans vegna þess að Prestaskólinn var elstur þeirra þriggja embættisskóla sem sameinuðust í einn skóla við stofn- un Háskóla íslands árið 1911. Guðfræðistofnun var komið á fót með reglugerð 25. júní 1975 en fékk fyrst fjárveitingu til starfa árið 1986. En þegar árið 1982 hafði stjóm Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, undir forystu Gísla Sig- urbjörnssonar forstjóra, fært stofn- uninni minningargjöf að upphæð 100 þúsund krónur á 60 ára starfs- afmæli heimilisins. Sömu aðilar hafa síðan styrkt sjóðinn með rausnarlegum gjöfum og ér nú svo komið að hann er nokkurs megn- ugur. Hlutverk Guðfræði- stofnunar og rannsóknir Hlutverk Guðfræðistofnunar er skilgreint þannig í reglugerð: 1. að vera visindaleg rannsóknarstofn- un í guðfræði, 2. að vera vísindaleg kennslustofnun í guðfræði fyrir kandídata og stúdenta er vinna að fræðilegum verkefnum sem sinnt er í stofnuninni, eftir nánari ákvörðun stjómar stofnunarinnar, 3. að vera með sama hætti, eftir því sem aðstæður leyfa, vísindaleg rannsóknarþjónustu- og kennslu- stofnun í greinum sem skyldar em guðfræði eða stunda ber í guð- fræðideild. Meðal rannsókna, sem nú eru stundaðar á vegum Guðfræðistofn- unar, má nefna könnun á trúarlífi og trúarlegum viöhorfum íslend- inga, könnun á biblíulestri og við- horfum íslendinga til Biblíunnar, vinnu að orðstöðulykli yfir Nýja Gísli Sigurbjörnsson á Grund hef- ur stutt vel við bakið á rannsóknum í guðfræði við Háskóla íslands. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson testamentið byggðum á merkinga- sviðum. Þá beinast augu manna mjög að þúsund ára afmæli kristni- tökunnar og hvernig best verði haldið upp á það. í þvi sambandi er helst talað um nýja biblíuþýð- ingu og ítarlegt yfirlit um íslenska kirkjusögu. Að báðum þessum verkefnum er nú unnið af starfs- mönnum stofnunarinnar. For- stöðumaður Guðfræðistofnunar- innar er prófessor Jón Svein- bjömsson. Studia Theologica Islandica Eftir að Guðfræðistofnun var komið á fót var það um árabil á óskahsta hennar að hefja útgáfu ritraðar þar sem birtar yrðu rit- gerðir og greinar eftir kennara guð- fræðideildar og aðra aðila um guð- fræðileg efni. Þessi draumur rætt- ist á síðastliðnu ári er út komu tvö fyrstu hefti Studia Theologica Is- landica. í því hefti ritraðarinnar (2. hefti), sem athyghnni er einkum beint að hér, er að fmna fyrirlestra þá sem fluttir vom á námsstefnu í sálma- fræði sem Guðfræðistofnun stóð fyrir í samvinnu við Norræna hús- ið haustið 1987. Við setningu þessarar ráðstefnu sagði prófessor Björn Björnsson, forseti guðfræðideildar, að í vissum skhningi væm sálmarnir krónan á þeim volduga meiði sem guðfræðin er. Guðfræðin byrji á lofsöng og hún eigi sér engan tilgang æðri en að syngja Drottni lof. I ljósi þessara orða deildarforsetans var það í hæsta máta eðlilegt að sálmafræðin væru tekin til umfjöllunar á fyrstu ráðstefnunni sem Guðfræðistofn- un stóð fyrir. Af hálfu Guðfræðistofnunar fluttu þeir dr. Bjarni Sigurðsson prófessor og Hörður Áskelsson lektor erindi á ráöstefnunni. Erindi dr. Bjarna fjallaði um „Sálma Lút- ers um páska og hvítasunnu" og Hörður talaði um „Sálmalögin á Grallaratímanum“. Aðrir ræðu- menn vom sr. Sigurjón Guðjóns- son (Davíðsharpa frumkristninn- ar), Svein Elhngsen (Um endurnýj- un sálmabókanna á Norðurlöndum á undanfórnum árum), Þröstur Ei- ríksson (Kóralbókatímabhið), Kristján V. Ingólfsson (Sálmar og sálmaþörf kirkjunnar), Knud 0degárd (Guðdómlega ljósið), Trond H.F. Kvernmo („Da höres de glödende tungers röst“). Af einstökum erindum fannst mér erindi Knuds 0degárd, for- stjóra Norræna hússins, einna fróðlegast, en hann fjallar um helgikvæðin Geisla og Lilju. í Geisla, sem ortur var af Einar Skúlasyni presti á 12. öld „er píslar- saga Krists raunverulega færð yfir á Olaf konung, um leið og þar gæt- ir áhrifa frá fornri norrænhi goða- fræði“. Lilja er um 200 árum yngri en Geisli „og í því birtist norræn miðaldamenning í mestri reisn“. í Lilju hefur Kristur sigurvegarinn vikið sæti fyrir hinum hðandi Kristi. Þá vekja athygli þau um- mæh Tronds H.F. Kvernmo að ís- lenska handbókin frá 1981 sé að mörgu leyti besta handbók kirkna Norðurlanda. í grein Sveins Eh- ingsen kemur fram að sú vakning, sem orðið hefur í sálmakveðskap á Norðurlöndum að undanfórnu, hefur ekki náð th Danmerkur vegna þess að þar eru áhrif Grund- tvigs svo sterk að ný sálmaskáld hafa átt erfitt með að hasla sér vöh. í 1. hefti ritraðarinnar var að fmna greinar eftir alla fastráðna kennara guðfræðidehdar um fræðasvið þeirra. 2. heftið er svo, eins og áður er lýst, helgað sálma- kveðskap kirkjunnar og 3. heftið, sem ráðgert er að komi út í haust, mun hafa aö geyma eina mjög ítar- lega ritgerð, þ.e. niðurstöður trúar- lífskönnunar þeirra dr. Björns Björnssonar prófessors og dr. Pét- urs Péturssonar. Heftin þrjú eru því nánast eins ólk hvert öðru og verða má. Ekki finnst mér það þó ókostur og held ég að ástæða væri th að auka enn á fjölbreytnina með því að birta ítarlega ritdóma um íslensk guðfræðirit, svo og vönduð eftirmæh um þá íslenska guðfræð- inga sem staðið hafa í fylkingar- brjósti, en hvort tveggja hefur verið vanrækt af íslenskum guðfræðing- um á undanfórnum árum. Emst Backman á sérstakt hrós skihð fyr- ir hönnun kápu en hana prýðir mynd af Sæmundi á selnum. Ritröó Guðfræóistofnunar. Studia Theologica Islandica 2. Um sálmafræði. Ritstjóri: Jónas Gíslason prófessor. Háskóli íslands 1988. Gunnlaugur A. Jónsson HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: HJÚKRUNARFRÆÐINGA - um er að ræða hlutastörf. Semja má um vinnutíma. SKRIFSTOFUMANN/TÖLVURITARA i 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavik- ur fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. ágúst nk. HARNY Hárgreiðslu- og rakarastofa Nýbýlavegi 22 • Sími 46422 • 200 Kóp. KMS sjampó og næring HÁRGREIÐSLU- 0G RAKARAST0FAN KLAPPARSTÍG 29, RVÍK Ð13010 • 12725 Ford Econoline ER SMÁAUGLÝSINGA Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 iBeint flug í sólina >rndu me a tíi BEMIDORM Tískufatnaöur haustsins er þá kominn í verslanir. Í þessari ferö verður hjúkrutnar- fræðingur til aöstoöar yngri sem eldri, eftir þörfum hvers og eins. Góö fararstjórn — Góö þjónusta — Hagstætt verð. Pantaöu strax þvi nú scljum viö síöustu sætin. • Miðað við 2 fullorðna ocj 2 t>örn (2—1.1. ára). 3 yikur í septembersól Hitastigið í september er eins og best verður á kosió og gististaðirnir fyrsta flokks, eins og ávallt hjá okkur. ____________________________________ Sumaraukinn — 4-. október Verð frá kr. 4-1.700 (4 fullorðnir í íbúð) Verð frá kr. 43.900 (2 fullorðnir í íbúð) Ef óskað er, er möguleiki á stoppi í London á heimleið. FERÐASKRIFSTOFA REYKIAVÍKUR Aðalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.