Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Side 9
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. 9 nyög mikil þörf á að hafa þessi lög við hendina. I 87. grein um meðferð opinherra mála segir að þagnar- skylda hvíh á mér um það sem söku- nautur kunni að hafa trúað mér fyr- ir um afstöðu sína til brots eða brota þeirra sem um er að tefla og um önn- ur atriði sem ég hef komist að í starfi mínu og eigi eru almenningi kunn. Þannig að þetta tekur af allan vafa. Mér er gjörsamlega óheimilt að greina frá nokkrum hlut sem þama fer fram.“ Ólafur sagðist hafa búist við því í mörg ár að ágreiningur gæti komið upp milli hans og lögregluyfórvalda en sem betur fer hefði þeim tekist að leysa það með því að ræðast við. Það hefði í þessu tilviki verið réttur gangur og óþolandi hvemig málið varð að fjölmiþlamat. „Þama var um ágreining að ræða sem átti að taka á hjá ákveðnum embættum og leysa úr málinu. Fjöl- miðlaumfjöliun, sem átti sér stað í kringum þetta mál, gat einungis skemmt skrattanum og á henni gat einungis einn grætt og það var sá sem var sekur í málinu," sagði Ólaf- ur. Að hanga í hæsta gálga „Það er mjög líklegt að ég hafi ekki verið nógu vel vakandi og ekki áttað mig á áhrifamætti þessarar Qölmiðl- unar í dag, að geta tekið saklaust fólk og hegnt það í hæsta gálga á örfáum klukkustundum. En mér var nokkur vandi á höndum því að máhð var aht mjög erfitt. Hvað svo sem á gengi þá var það eitt sem aldrei mátti bregðast og það var þagnarskylda mín og trúnaður við skjólstæðinga mína, þvi að ef það hefði brugðist þá hefði ég verið hengdur endanlega í hæsta gálga.“ Ólafur sagði að vamarleysið að snúa þessu við hefði verið algjört. „Ég sá enga leið th þess að snúa þessu við nema með einhverjum opin- berum yfirlýsingum. Annars vegar gat ég komið með einhverjar ósann- færandi yfirlýsingar sem voru afar léttar á bárunni á móti þessum óskapa þunga sem frá fjölmiðlum kom. í qðm lagi hefði ég hreinlega getað leyst frá skjóðunni og rofið og brotið þann trúnað sem ég hef við mína skjólstæðinga. Það alóskyn- samiegasta, sem menn gera, er áð láta fiölmiðlum og almenningsáhtið um að fiaha um og afgreiða sín mál- efni. Ég einblíndi bara á það að gleyma þessu aldrei og ræddi það vitaskuld við mína fiölskyldu að þetta væri hara hlutur sem þyrfti að ganga yfir.“ Ólafur var harðorður í garð ís- lenskra fiölmiðla og sagðist vona að þeir bæru gæfu til að vera ábyrgari í umfiöllun sinni heldur en þeir gerðu í þessu máh. Honum hefði fundist öll umfiöhun um þetta mál lykta af því að fiölmiðlum væri sama hvað væri rétt og hvað rangt. Það skipti þá engu máh hvað yrði úr einu umfangmesta fíkniefnamáh sem ís- lensk löggæsla hefur fengist við. Það hefði verið hægt að gjöreyðileggja þetta mál ef einhver sem lá undir þrýstingi hefði farið að leka og farið að tala. Fangar lýstu yfir stuóningi „Ég hef ótal margt lært og dregið margar ályktanir í kjölfar þessara atburða. Máhð kenndi mér ákveðna hluti. Sumt af því vil ég ekki greina frá nú og vil ahs ekki ræða það. Ég geri það kannski í ævisögu minni," sagði Ólafur. Hann sagði að eftir þessa uppá- komu hefðu fangar gert sér langtum betur grein fyrir því hvað þeir gátu treyst honum heldur en áður og lýstu fangar yfir stuðningi við hann. Nokkur brögð voru að því að fólk vissi ekki um þessa þjónustu og nú leita mun fleiri til hans. Og gildir einu hvort um er að ræða þjóðkirkju- fólk eða ekki því hann sinnir öhum fongum, hvaða trúfélagi sem þeir til- heyra. En hvað skyldi vera erfiðast í starfi fangaprests? „Það er ótalmargt erfitt, það sjá alhr sem eitthvað þekkja til að þarna er verið að vinna við verkefni sem eru afskaplega erfið," sagði Ólafur. „Það er nánast ekkert tilvik til sem ekki er fuht af særindum og sárs- auka. Við erum kannski þama með einhveija aumustu kviku mannlífs- ins í kringum afbrot og fangelsi. Ég hef stundum sagt að það þýði varla orðið að reyna að gera fólki grein fyrir því hvað fangelsi er í raun og veru mikh refsing. Fangelsun eða frelsisskerðing er sú beittasta og hvassasta refsing sem við beitum í þessu samfélagi. Hún er svo sárs- aukafuh og hún er svo mðurlægjandi að ég þekki engan sem ekki kveinkar sér undan henni og ég tel það eðlileg mannleg viðbrögð að kveinka sér. Að nokkur manneskja hljóti betrun eða verði betri manneskja af, það er hlutur sem ég á afar erfitt með að skhja og raunar trúi því ekki.“ Niðurlæging og hefnd samfélagsins Ólafur sagði að fangelsun væri nið- urlæging, það væri hefnd samfélags- ins fyrir afbrot, fyrir það sem kahast samfélagslegt frávik og það færði engum nema sársauka og það væri verst að það særði langtum fleiri og blásaklaust fólk sem ekkert hefði th sakar unnið. Hann sagði að í dag væru miklar efasemdir um ghdi fangelsanna. „Ef við lítum bara á okkur eigið htla samfélag, 250.000 manna sam- félag, þá get ég tahð á fingrum mér þá menn sem ég hef rekist á sem ég tel beinlínis samfélagslega hættu- lega. Svo er ákveðinn hópur síbrota- manna sem er hér í gangi. Sá hópur er ekki ýkja stór, 40-50 manns. Menn sem eru fastir í neti eiturlyfianna og losna ekki út úr þessum vítahring. Th að fiármagna eiturlyfianeysluna er gripið th ráða th að verða sér úti um fiármuni á auðveldan hátt. Þetta eru ahtaf sömu úrræðin og þessir menn sitja inni í fangelsum nánast ahtaf fyrir sömu brotin. Þetta kahast auðgunarbrot og það er mjög athygl- isvert að þeir stela yfirleitt aldrei meiru en th að geta fiármagnað neyslu sína í einn th tvo daga. Önnur afbrot, sem ég verð var við í kringum fanga, eru þess eðhs að ég tel þau vera í langflestum thvikum mjög thvhjanakennd og þá get ég tek- ið sem dæmi að ef við tökum alvarleg brot sem ég kaha, líkamsárásir, nauðganir, manndráp og önnur slík brot þá sýnist mér þau öh hafa verið framin undir áhrifum áfengis. Þær aðstæður hafa skapast að fólk hefur misst vald á lífi sínu og afbrotin framkahast í slíku ástandi," sagði Ólafur. Að yfirgefa þá sem eiga bágt Hann sagðist ekki geta neitað því að hann teldi starfið vera krefiandi, en á stundum fyndist honum hann vera að gera gagn og þá væri eins og hann fengi vitamínsprautu. „Nú og svo í annan tíma spyr ég sjálfan mig rétt eins og Ólafur nafni minn Kárason Ijósvíkingur. „Hvemig á ég skáldið að yfirgefa þá sem eiga bágt“ og í hópi skjólstæðinga minna og í kringum þá eru vissulega ákaflega margir sem eiga bágt.“ En hvað finnst Ólafi um fangamál á íslandi á okkar tímum? „Fangamál á íslandi eru í stakasta ólestri og þar þarf að gera langtum betur á mörgum sviðum,“ sagði hann. „Það er svo ótal margt sem þarf að bæta. Það hefur nú margoft verið minnst á það að Gæsluvistar- fangelsið í Síðumúla var byggt sem bhageymsla og er langt frá því að það sé eins og það ætti að vera. Annað sem er mjög bagalegt á þeim stað er að það býður aðeins upp á einn kost í sambandi við gæsluvarðhald, þ.e.a.s. algjöra einangrun.“ Hann sagði að ahs staðar í ná- grannalöndum okkar væri boðið upp á fleiri kosti í sambandi við gæslu- varðhald þar sem þessi mikla ein- angrun væri rofin eftir thtölulega skamman tíma og ekki tíðkaðist að menn sætu mánuðum saman ein- angraðir í klefum eins og hér í Síðu- múlafangelsi. „Það þarf að koma mjög fljótt upp aðstöðu sem býður upp á að gæsluvi- 'starfangar geti búið við betri kost, haft aðgang að blöðum, fylgst með útvarpi, sjónvarpi og haft samfélag af fólki, jafnvel þótt þeir sæti gæslu. Aðrir gæsluvistarkostir eru th en það kostar fiármuni að koma því í kring,“ sagði Ólafur. Hegningarhúsið setur mark sitt á fólk „Annað sem ég vhdi benda á í sam- bandi við fangelsin er að þau eru ahs ekki búin eins og þau ættu að vera. Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg er bygging sem er á annað hundrað ára gömul og menn verða hreinlega fyrir áfalh þegar þeir koma þar inn. Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg setur slíkt mark á fólk að fiöldann ahan þekki ég af fólki sem hefur ekki tekist að komast yfir þaö enn og ber þess sár. Fólk sem hvorki fyrr né síðar hefur komið nálægt fangelsi." Ólafur sagði að miklar framfarir hefðu orðið á fangelsinu á Litla- Hrauni. Litla-Hraun væri stærsta fangelsi landsins, þar væru 56 fangar af þeim rúmlega 100 refsivistarfong- um sem eru í landinu. Það hefði ver- ið reynt að bæta húsakynni og að- stöðu þar, en því miður þyrfti það að vera meira. Mjög ánægjulegt væri að svo virtist sem ákaflega gott sam- starf væri á milh Fjölbrautaskóla Suðurlands og fangelsisins þannig að föngum gæfist þokkalega gott tækhæri th að stunda nám á Litla- Hrauni og það byði upp á nýja mögu- leika sem kunna að vera mikhvægir ef menn nýttu þessa aðstöðu. „Kvennafangelsið í Kópavogi er vel úr garði gert, en það er náttúrlega nýtt og ekki komið í ljós hvaða hluti er hægt að gera þar enn. Það fang- elsi, sem við hins vegar getum verið svona sæmhega hreykin af, er fang- elsið að Kvíabryggju, htið fangelsi og eins og lítih snotur heimavistar- skóh og það er að mínum dómi í góðu lagi. Það eina sem vantar þar er að þar er oft erfitt um atvinnu, en það á raunar ekki bara við um Kvía- bryggju því það sama má segja um Litla-Hraun og Akureyri, og í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg er enga atvinnu að fá,“ sagði Ólafur. Léleg lækning og lélegur spítali Hann sagði að það væri óþolandi að menn heíðu ekki atvinnu þvi iðju- leysið skhaði engri manneskju betri út í samfélagið. Islensk fangelsi skh- uðu raunar engri manneskju betri. Allt slíkt tal væri ekkert annað en blekkingar. „Við verðum að skoða fangelsun og frelsisskerðingu í ljósi þess að fangelsun og frelsisskerðing er af- leiðing þess að manneskjan gengur á skjön við þær reglur sem samfélagið hefur sett og fyrir það setjast dómar- ar niður og beija sínum hamri í borð og segja að þú skuhr vera svo og svo lengi inni í tugthúsi. Dómarar mættu gjaman fylgjast betur með því hvað íslensk fangelsi eru í raun. Úrræðiö, sem samfélagið grípur th til þess að lækna þessa manneskju sem farið hefur svona á skjön, er að loka hana inni á stofnun, sem alhr sem einhveija þekkingu hafa á vita að elur ekkert af sér annað en and- þjóðfélagslegt viðhorf og í mínum huga er það dæmalaust léleg lækning og dæmalaust lélegur spítah sem gripið er th í þessum efnum og mjög brýnt að finna einhver önnur úrræði. Eg geri mér fullkomlega grein fyrir því að við komumst aldrei hjá því að beita fangelsum og fangelsunum að einhveiju marki en fangelsun sem refsiúrræði er að mínum dómi hlutur sem þarf að taka th algjörrar endur- skoðunar og vera í endurskoðun,“ sagði séra Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur að lokum. -GHK Sælkerinn Sláturgerð Nú er sauðfiárslátrun hafin víð- ast hvar. Nýtt lambakjöt ætti því bráðlega að koma í verslanir. Hvemig væri nú að spara og taka slátur og sjóða kæfu? Blóðmör og hfrarpylsa eru ljómandi matur sem bæði er ódýr og hohur., Blóðmör 11 blóð 2 dl vatn 1 msk. salt 300 g haframjöl 400 g rúgnfiöl 500 g mör 12-15 vambakeppir 1. Suð blóðið gegnum sigti og blandið salti og vatni út í. Hrærið þangað th saltið leysist upp. Hrærið hafranfiöhnu út í blóðið og síðan rúgmjölinu. Bætið síðan smátt brytjuðum mör saman við. 2. Hreinsið vambimar í köldu vatni. Skafið og reytið þær eftir því sem þarf en gætið þess að vambim- ar rifni ekki. Sníðið keppina eins jafna að stærð og unnt er. Saumið keppina með mjúku bómuhargami. og gisnum spomm. Skhjið eftir vænt op. Geymið keppina í köldu saltvatni. Hreinsið eitla úr möm- um. Brytjið mörinn smátt, á stærð við hálfa sykurmola. 3. Takið keppina upp úr vatninu og stijúkið vætuna af.. Hafið keppi- na rúmlega hálfa. Saumið fyrir, Umsjón Sigmar B. Hauksson jafnið hræruna í keppunum og stingið þá með stórri nál. 4. Látið keppina í sjóðandi salt- vatn. '/2 eða 1 msk. af salti fyrir hvem lítra vatns. Látiö ekki aha keppina út í í einu heldur bíðið eft- ir að suðan komi upp aftur á milh. Stingið keppina með nál um leið og þeim skýtur upp og ýtið ofan á þá með gataspaða. Hafið rúmt í pottinum. Hafið hlemm á pottinum þegar þið sjóðið keppina og gætið þess að suðan sé hæg og jöfn. Suðu- tími er rúmar 3 klst. Lifrarpylsa 4 msk. sykur 1 hfur (um 450 g) 100 g nýru 1 mjólk eða kjötsoð '/ msk salt 100 g hafragijón , * 100 g hveiti 250 g rúgmjöl 400 g mör um það bh 2 vambir 1. Hakkið hfur og nýru tvisvar. Blandið salti og sykri vel saman við mjólkina eða soðið. Bætið lifr- arhrærunni og mjölinu í og hrærið vel. Blandið að lokum er mörnum vel saman við. Gætið þess að hafa mörinn smátt saxaðan og jafnan. 2. Saumið vambimar. Stijúkið vætuna af. Hafið keppina rúmlega hálfa. Saumið fyrir, jafnið hræruna í keppunum og stingið þá með stórri nál. 3. Látið keppina í sjóðandi salt- vatn. 'A eða 1 msk. af salti fyrir hvern lítra vatns. Látið ekki aha keppina út í einu heldur bíðið eftir að suðan komi upp aftur á rnihi. Slðtur er ódýr og hollur matur. Stingið keppina með nál um leið og þeim skýtur upp og ýtið ofan á þá með gataspaða. Hafið rúmt í pottinum. Hafið hlemm yfir pottin- um og gætið þess að suðan sé hæg og jöfn. Suðutími er rúmar 3 klst. eftir stærð keppanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.