Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989. 5 Fréttir Ríkissaksóknari hefur gefið út ákœrur á hendur þremur mönn- um vegna aðildar þeirra að stóru kókaínmáli. Einn mannanna er ákæröur fyrir að hafa haft 224 grömm af kókaíni í fórum sínum og selt að hluta. Maöurinn var grunaður um að hafa fiutt eftiiö til landsms. Það sannaðist aldrei. Hann ber af sér að hafa annast innflutninginn og segist hafa fengið kókaíniö h)ó manni sem nú er látinn. Sá hafði oft komið við sögu fíknieftialögreglunnar. Hinir tveir eru ákærðir fýrir að vera kaupendur kókaínsins. Hjá ríkissaksóknara er nú til meðferðar sennilega stærsta fíkniefhamál sem upp heftir kom- ið hér á iandi. Því máli tengjast margs konar svik og máliö er mjög umfangsmikið. Tuttugu og þrjú nöfh eru á kærulista lögregl- unnar i Þvi máli. Sú tala kann aö breytast eitthvað við meðferö saksóknara. -sme Nýr skóla- stjóri ráðinn - skólanefhdsegirafsér Sigviján J. SSgurðaoan, DV, fœfirðfc Þorkell Ingimarsson, starfs- maður SÍS, hefur verið ráðinn skólastjóri viö héraösskólann í Reykjanesi Á fundí skólanefndar sagði formaður skólaneftidar, Jón Guöjónsson, bóndi að Laug- arbóli, af sér og aðrir skólaneöid- armenn. Aðal- og varamenn, að einura undanskildum, óskuöu eftir lausn frá störftun frá og með 1. nóvember nk. Eins og komið hefur fram í DV hefur staöið styr um Reykjanes- skóla undanfarið og hefúr fráfar- andi skólastjóri m.a. tekió sér ársfrí frá störfum eftir að menntamálaráðherra hafði þrýst á hann til þess. Þorkeil Ingimarsson lauk kenn- araprófi áriö 1980. Hann kenndi við Reykjanesskóla árin 1981- 1984. Skólastarfhefst í Reykjanesi 3. október nk. og er enn óráðið í stöðu eins kennara. Byggðastofnun: Beiðni Guðrunar hafnað Sfíóm Byggðastofhunar hafii- aði beiðni Guðrúnar Lárusdóttur, Stálskipa hf. í Hafharflrði, um aö gjaldfella ekki 40 milljóna króna lán vegna kaupa fyrirtækisins á togaranum Sigurey. Þá sam- þykkti stofnunin að ganga til samninga viö Patreksfirðinga um sölu á togskipinu Þrym sem Byggðastofhun eignaðist á nauö- ungaruppboöi á Patreksfirði í endaðan ágúst Þá var samþykkt að velta Hraðíhysöhúslnu á Hofs- ósi 20 milljóna króna lán. „Þaö var ákveðiö aö gjaldfella lániö áður en til uppboðsins kom á Sigureynní til annarra en Pat- reksfirðinga. Þess vegna er þessu ekki beint gegn Stáiskipum. Þeir aðilar sem ætluðu að bjóða í skip- íö en hættu við vegna þessa ákvæöis Byggöastofnunar hefðu örugglega fundið aö sór vegiö ef við hefðum breytt þessu eftír á," sagði Matthías Bjamason, for- maöur stjómar Byggðastofnun- ar. -JGH Engar framkvæmdir við Bolafjall þrátt fyrir 6,5 milljónir frá NATO: Nota peningana frá NATO í annað - segir Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi 1 Bolungarvík Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirðfc Aðalkrafa bæjarstjórnar Bolungarvíkur til NATO var að lagt yrði bundið slitlag á veginn aö ratsjárstöðinni á Bolafjalli - til vemdunar vatnsbólum bæjarins. 6,5 milljónir króna voru reiddar af hendi af mannvirkjasjóði NATO þann 21. ágúst. Einn bæjarfulltrúa segir að peningunum sé varið til annarra verkefna. Bæjarsjóður Bolungarvíkur hef- ur fengið greiddar 6,5 milljónir króna frá Noröur-Atlantshafs- bandalaginu, NATO, í samræmi við samkomulag frá því í sumar um lagningu shtlags á veginn upp á Bolaftall til að vemda vatnsból bæjarins. Hins vegar hefur veriö hætt við þá framkvæmd en pening- amir notaðir í annað, að sögn Kristins H. Gunnarssonar bæjar- fuhtrúa. Á bæjarstjómarfundi, sem hald- iim var 17. ágúst síðastliðinn, var gengið frá samkomulagi á milli bæjarstjóra Bolungarvíkur og ut- anríkisráðherra um að lagt yrði fram fé til að ganga frá ýmsum framkvæmdum vegna byggingar ratsjárstöðvarinnar. Var gengið að helstu kröfu bæjaryfirvalda í Bol- ungarvík um verndun vatnsbóla bæjarins með því aö leggja bundið shtlag á veginn upp að ratsjárstöð- inni á Bolaíjalli. Fengu peningana í ágúst Samkomulagið var staðfest á fundinum. í því var kveðið á um að bærinn sæi um þær fram- kvæmdir sem hann teldi nauðsyn- legar vegna frágangs á Skáiavíkur- vegi, á Stigahlíðarvegi og við vatns- veitu og sæi utanríkisráðherra fyr- ir fjárveitingu frá mannvirkjasjóði NATO, að upphæö 6,5 mUljónir króna, til framkvæmdanna. Fjár- hæðin var greidd út í einu lagi mánudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Nú er svo komið, eftir að bæjar- sjóður Bolungarvíkur fékk þessar 6,5 milljónir króna greiddar, að hætt hefur verið við helstu kröfu bæjarstjómarinnar um lagningu slitlags upp á Bolafjall og þar með vemdun vatnsbóla bæjarins. En hvað var það sem breytti ákvörðun bæjaryfirvalda í þessu hagsmuna- máh Bolvíkinga? ■ Vildu bara fá betri samn- ingsstöðu? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá meintu menn ekkert af því sem þeir vom að segja," sagði Kristinn Gunnarsson, fulltrúi Alþýðu- bandalags í bæjarstjóm Bolungar- víkur, í samtah við DV. „Ég held að menn hafi bara verið að setja kröfuna fram til þess að fá betri samningsstöðu gagnvart hemum. Það var af þeirri ástæðu að góð rök vom fyrir henni. Reynd- ar vom gerðar fleiri kröfur en þetta var sú eina sem ég gat stutt heiis- hugar. Síöan var gert samkomulag um eina ákveðna upphæð fyrir all- ar kröfumar og þá er sannfæringin ekki meiri en þetta," sagði Krist- inn. „Að vísu hefur ekki komið nein yfirlýsing frá bæjarstjóm um að ekki þurfi lengur að malbika - fyrri samþykktir hafa ekki verið aftur- kallaðar. En veruleikinn er sá að þeir em búnir að afskrifa þetta mál. Eftir að þessar 6,5 milljónir króna vom greiddar hefur málið bara verið látið falla niður," sagði Kristinn. Peningarnir notaðir í annað „Heilbrigðisnefnd bæjarins, sem var þeirrar skoðunar í upphafi að malbika þyrfti veginn og hótaði m.a. lokunaraðgerðum máh sínu til stuðnings, hefur ekki einu sinni haldið fund um málið. Það er fariö að nota þessa peninga í önnur verk- efni.“ - Hvaða verkefni em þaö? „Þeir hafa meðal axmars verið notaðir í að greiða niður lýsingu á Stigahlíðinni sem sett var upp í fyrra. Svo á að nota hluta af þeim til lýsingar á veginum inn í bæinn. Þannig fara þessir peningar þá í raun í .allt annað en að draga úr mengun í vatnsbólum bæjarins," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri 1 Bolungarvík: „Vid ráðum alveg hvað við gerum“ Siguijón J. Sgurösson, DV, ísafiröi: DV spurði Ólaf Kristjánsson, bæj- arstjóra í Bolungarvík, að því hvort hætt væri við fyrirætlanir um að leggja slitlag á veginn að ratsjár- stöðinni á Bolafjalli - eins og aðal- krafa bæjarstjómar var í sumar. „Um leið og við gerðum fyrsta samninginn um þessa ratsjárstöð á Bolafjalli settum við fram þessa kröfu um að vegurinn yrði lagður varanlegu slitlagi. Það var aldrei samþykkt af hálfu varnarmála- deildar." - En nú fenguð þið 6,5 milljónir króna m.a. til þessa verks? „Þaö var ekki eingöngu til þess- ara hluta - þaö var til þess að ganga frá ýmsum þáttum sem við töldum að væm ófrágengnir. Þar má nefna í fyrsta lagi hluta af Skálavíkurvegi sem við vildum gera betur. Svo á að rykbinda veginn við vatnsbóhð og ganga frá tengingu á Stigahlíð- arvegi við Völusteinsstræti og Að- alstræti. Við ráöum alveg hvað við geram. En við vildum láta vinna hlutina betur og öðravísi." Ólafur sagði í viötali 12. júlí: „Bæjarstjómin er einhuga um þetta mál. Hlíðardalur er allur eitt vatnsöflunarsvæði fyrir Bolvík- inga og við verðum auðvitað að setja fram mjög stífar kröfur um vemdun þess.“ - Hvaö hefur breyst? „Það er rétt, ég sagði þetta. En nú er það bæjarstjómin sem tekur ákvörðun um það hvemig hún ver þessum peningum og sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin. Það verður ekki gert fyrr en á íjár- hagsáætlun næsta árs.“ Aðspurður um ummæh Kristins H. Gunnarssonar bæjarfulltrúa - um að þessum peningum hafi nú þegar verið varið til annarra hluta, m.a. til að borga niður lýsingu á Stigahlið, sem sett var upp í fyrra, og til lýsingar á veginum inn í bæinn, sagði Ólafur. „Ég get ekki sagt til um hvernig aðrir túlka þetta en það breytir þvi ekki að við munum reyna að vemd- a vatnsbólið eins og við getum.“ - Er þá hætt við þessar fram- kvæmdir? „Það er alveg sama hvort við hefðum gert þetta eða þeir. Það var alveg vitað mál að það er hvergi til efni í dag og það er orðið alltof seint að gera þessa hluti í haust. En hvemig bæjarstjómin mun verja þessum peningum þori ég ekki að segja til um. Það kemur bara í ljós þegar farið verður að vinna aö framkvæmdum næsta sumars.“ skrílslæti á ísafirði Siguijón J. Siguiðsaan, DV, Lafirðfc Mikil skrílslæti vora í miðbæ ísa- fjarðar aðfaranótt föstudagsins. Mik- ill íjöldi unglinga hafði safnast sam- an og lét ófriðlega. Ökumenn, sem áttu leið um miðbæinn, áttu í vand- ræðum með að komast leiðar sinnar vegna óláta á götimum. Þá vom brotnir mslakassar á mörgum ljósa- staurum í miðbænum og var hann á að líta eins og eftir sprengjuárás. Mikil ölvim var samfara þessum ó- látum. Aðfaranótt fóstudagsins var brotist inn í gömlu lögreglustöðina en þar hefur slökkvihð ísafjarðar aðstöðu. Þar var brotin rúða og meðal þess sem stohð var vom diskettur fyrir tölvu sem er í einkaeign slökkvihðs- stjórans. Þeim tilmælum er hér með vinsamlega komiö á framfæri til þeirra sem málið þekkja að þeir skih a.m.k. þessum diskettum. Reyndar var aflur brotist inn á gömlu lög- reglustöðina aðfaranótt mánudags- ins en þá var engu stolið. Aðfaranótt sunnudags var einn tekinn grunaður um ölvun við akst- irn. Þar var um að ræða unglingspilt sem ekki hafði náð aldri til að aka bíl. Hann ók um á stolinni bifreiö. Sömu nótt var ölvaður ökumaður stöðvaður í Súðavík. Maðurinn átti í einhveijum erfiðleikum með að finna veginn því hann rambaði á milli kanta, upp á gangstéttir o.s.frv. Hann var mjög ölvaður en olli ekki tjóni því fijótlega náðist til hans. Þá var brotist inn í sundhöllina á ísafirði aðfaranótt laugardags. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir vom unnar við innbrotið en 16.000 krónum var stolið ásamt handklæð- um og fleirn. Á sunnudag var svo einn ökumaður kæröur fyrir að aka á bíl sínum á án skráningamúmera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.