Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989.
7
Háttverðá
erleiidum
__U-J_m___
lOTKUOU
Nú era að rætast þeir spádómar,
sem menn vora aö gæla við í vor,
að með haustinu mundi fiskverð
hækka, ekki sist vegna þess að
enskir fiskímenn fengust ekki tii
að draga úr veiðunum og geyraa tU
haustsins hluta af kvótanum.
Að undanfomu hefur verð stund-
um fariö upp úr öllum skörðum,
ef svo má segja.
Bv. Páll ÁR seldi afla sinn í Huli
21. sept. 1989, alls 72 tonn, fyrir 8,1
millj. kr., meðalverð 112,61 kr. kg.
Þorskurinn seldist á 141,19 kr. kg,
ýsa 119,47 kr. kg, koli 77,74 kr. kg
og blandaður flatfiskur 111,85 kr.
kg.
Bv. Otto Wathne seldi afla sinn i
Grimsby 22.9. 1989, alls 55 lestir,
fyrir6,8mi]J3. kr.,meðalverö 125,40.
Þorskur seldist á 130,31 kr. kg, ýsa
á 142,59 kr. kg, grálúða á 108,73 kr.
kg, koli 117,43 kr. kg, karfi 58,71 kr.
kg, ufsi 80,61 kr. kg og blandaður
flatfiskur 137,79 kr. kg.
Bv. StakfeU ÞH seldi afla sinn í
Hull 26.9. 1989, alls 93 lestir, fyrir
12,5 millj. kr. Þorskur seldist á 135
kr. kg, ýsa 143,04 kr. kg, ufsi 70,75
kr. kg, karfi 69,29 kr. kg, koli 113,85
kr. kg og blandaöur flatfiskur
149,53 kr. kg.
Mánudaginn 25. september voru
seldar úr gámum alls 135 lestir og
var meðalverð á þorski 135 kr. kg.
Nokkur kg seldust fyrir mjög hátt
verð eða 200 kr. kg, ýsan seldist á
161,60 en af henni voru aðeins 19
tonn. >
Þýskaland
Bv. Vigri seldi afla sinn í Bremer-
haven 18.-19. sept. 1989, alls 260
lestir. Af heildaraflanum voru 208
tonn af karfa og 39 tonn af ufsa, 6
tonn þorskur og 5 tonn af blöndúö-
um flatfiski. Þorskur seldist á
112,43 kr. kg, ufsi 62,30 kr. kg, karfi
75.26 kr. kg og blandaður flatflskur
75,02 kr. kg. Meöalverð 74,17 kr. kg.
Heildarsala 19,391 millj. kr.
Bv. Bíjörgúifur EA seldi í Bremer-
haven 20.9.1989 alis 182 lestir fyrir
10,244 millj. kr. Þorskur seldist á
95.26 kr. kg og karfi 64,21 kr. kg.
Bv. Ólafur bekkur seldi afla sinn
í Bremerhaven 21.-22. sept. 1989,
alls 163,8 tonn, fyrir 11,1 raillj. kr.,
meðalverö 67,80. Þorskur seldist á
95,41 kr. kg, karfi 70,38 kr. kg, ufsi
69,67 kr. kg og grálúða 90,66 kr. kg.
Bv. Viðey seldi í Bremerhaven
alls 283 tonn fyrir 18,8 miHj. kr.,
meðalverö 66,55 kr. kg. Þorskur fór
á 117,80 kr. kg, ýsa á 80,85 kr. kg,
blandaöur flatfiskur 82,45 kr. kg og
annað á lægra veröi.
Bv. Glófaxi seldi í Bremerhaven
26.9. 1989 alls 59 lestir fyrir 4,380
miUj. kr., meðalverð 73,45 kr. kg.
Þorskur seldist á 102,64 kr. kg, ýsa
86,36 kr. kg, ufsi 69,79 kr. kg, karfi
83,75 kr. kg og blandaður flatfiskur
66,61 kr. kg.
Bv. Hjalteyri EA seldi í Bremer-
haven alls 112,3 tonn fyri 5,7 miflj.
kr. 50 lestir reyndust ósöluhæfar
en verð á þvf sem seldist var að
meðaltali 93 kr. kg.
Ingólfur Stefánsson
Þama sýnist mér að mismunur á
þvi að allur aflinn seldist og væri
i fyrsta flokks lagi gæti verið á
milli 4 og 5 miOj. kr. Þetta er óskilj-
anlegt að koma með svo mikinn
hluta aflans ónýtan að landi.
Samvinna Sovétríkjanna og
Vestur-Þýskalands
Bremerhaven hefur aukiö hlut-
deild sína í lönduðum afla í Vest-
ur-Þýskalandi í 68,2% á fyrri hluta
þessa árs, þrátt fyrir að löndunum
hafa fækkað.
Á fyrri hluta árs 1988 var landaö-
ur afli alls 23.912 tonn en var aðeins
22.913 tonn fyrri hluta þessa árs,
eða um 1000 tonnum minni Hlutur
erlendra skipa jókst úr 14.667 tonn-
um í 15.828 tonn, þar af er hlutur
íslendinga 65% í afla af skipum og
úr gámum (úr gámum 3.364 tonn).
Afli þýskra skipa minnkar árlega
og var afli þeirra 7.086 tonn fyrri
hluta ársins, sem er 31% af lönduö-
um afla í ár, en var 40% á síöasta
ári (9400 tonn), 1988.
í Cuxhaven var landaö af heima-
skipum alls 5.936 tonnum en 3,361
tonni árið 1988. Landanir f öllum
þýskum höfhum jukust fýrri hluta
þessa árs um ll % og var 98.091 tonn
á móti 80.415 árið 1988.
Sérstaka athygli vekur hin mikla
aukning á neyslu frystra afurða.
Áriö 1988 var innflutningur 13.188
tonn fyrri hluta ársins en var í ár
á sama tíma 31.416 tonn. í Bremer-
haven jókst innflutningur á frosn*
um flskl úr 5.506 tonnum í 17.973
lestir. Svo virðist sem stórbygging-
in, sem verið er að reisa í Bremer-
haven, hafl haft mikil áhrif á land-
anir og vinnslu flsks í „Tufhullz-
sentrum". í Cuxhaven er aukning
á sama tíma úr 7.668 tonnum í
13.479 tonn. Um mitt næsta ár verö-
ur hin mikla fiskmiðstöð fullbúin
og verður hún stærsta birgðastöð
fyrir frosnar afurðir í Evrópu. SLH
hefur aðsetur þama og EMF sam-
steypan einnig.
EMF samsteypan hefur gert sam-
komulag um samvinnu í flskrétta-
framleiðslu viö Rússa og ætiar hún
sér stóran hlut á sambandi við þá.
Stytt og endursagt.
Úr Fiskaren 15. sept. 1989.
Sjálfstæðismenn:
Vilja endurreisa
sjúkrasamlögin
í drögum aö ályktun landsfundar
Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðis-
mál er gert ráð fyrir að sjúkrasam-
lagakerfið verði endurvakið. Fólk
greiddi þá í sjúkrasamlög og fengi
með því rétt á heilbrigðisþjónustu.
Það fengi síðan reikninga með raun-
virði þjónustunar í hendurnar en
fengi hluta af reikningunum endur-
greidda í sjúkrasamlaginu.
í drögunum er gert ráð fyrir að
greiðslur einstaklinga til almanna-
trygginga verði að hluta til lágt
grunngjald en að hluta til tekjutengt
gjald sem gæti komið í stað núgild-
andi tekjuskatts. Hlutur sjúklinga í
greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu
yrði síöan ákveðinn eftir aðstæðum
viðkomandi. Þannig fengju aldraðir,
öryrkjar og böm hærri hluta kostn-
aðarins endurgreiddan, en þó alltaf
þannig að sjúklingamir geti áttað sig
á heildarkostnaðinum.
-gse
_______________________________________________Fréttir
Kapphlaup um sameiginlegt framboð 1 Reykjavik:
Birting er að
troða sér fram
- segir Siguijón Pétursson borgarfulltrúi
„Fulltrúar þessara flokka hafa ver-
ið í góðu samstarfi og þar hefur þetta
nýja félag hvergi komið nálægt. Þetta
ber frekar keim af því að þeir séu
að troða sér inn í mál sem þeir halda
að sé gott og er í hinu besta lagi,“
sagði Sigurjón Pétursson, borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, en nú virð-
ist vera hafið mikið kapphlaup á
milli Birtingar og Alþýðubandalags-
félags Reykjavíkur um frumkvæðið
í sameiningarmálum minnihluta-
flokkanna fyrir sveitarstjómarkosn-
ingar.
Birtingarmenn hafa tekið frum-
kvæði í viðræðum og þegar haldið
fund með borgarmálaráði Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokksins. Á
þriðjudaginn í næstu viku er síðan
ætlunin að ræða við Kvennalistann.
Fundurinn við Alþýðuflokkinn mun
hafa verið árangursríkur og eins og
einn fundarmanna kallaði það þá
„.. fór fundurinn fram úr björtustu
vonum“.
Alþýöubandalagsfélag Reykjavík-
ur er þó ekki af baki dottið því að á
miðvikudaginn eftir viku er ætlunin
að halda opinn fund þar sem fulltrú-
ar allra flokka hittast.
En hvað gerist ef Birtingarmenn
verða komnir með samkomulag áð-
ur? „Ef Birtingarfólkið kemur með
viðunandi samkomulag verður því
að sjálfsögðu vel tekið,“ sagði Stef-
anía Traustadóttir, formaöur Al-
þýðubandalagsfélags Reykjavíkur.
Sigurjón Pétursson var hins vegar
heldur óhressari með aðgerðir Birt-
ingarmanna, eins og að framan
greinir, en Sigurjón taldi þær fremur
tilgangslausar. „Ég fæ nú ekki séð
hvað þeir eiga að geta gert en sam-
starf minnihlutaflokkanna hefur
verið gott á þessu kjörtímáhili."
Sigurjón sagöi aö niðurstaða yröi
aö fást í þessum framboösmálum
innan skamms en fljótlega munu
flokkarnir fara aö raða inn á fram-
boðslista sína.
-SMJ
binbrot í Grundarfirði:
milljónir
var um viðskiptanótur vegna olíu-
sölu. Ragnar Kristjánsson, umboðs-
maður Olíufélagsins, telur góðar lík-
ur á að honum takist að innheimta
mest af skuldunum þrátt fyrir þjófn-
aðinn. Sumar nóturnar voru til í tví-
riti og eins hafa skuldarar gert upp
við Ragnar þrátt fyrir að nóturnar
séu á bak og burt. Um 150 þúsund
krónur í peningum vora í skápnum,
auk tékka og greiðslukortanóta.
Það var aöfaranótt mánudagsins í
síðustu viku sem brotist var inn. Auk
þess að taka peningaskápinn var
sígarettum, skiptimynt og fleiri verð-
mætum stolið.
Ragnar Kristjánsson sagði að að-
koman hafi verið ljót morguninn eft-
ir innbrotið. Hurðir og fleira var
skemmt og búið aö róta í vamingi
verslunarinnar.
„Ég hef verið mjög passasamur og
hef reynt að forðast að geyma verð-
mæti í versluninni - en svona getur
farið,“ sagði Ragnar Kristjánsson.
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur
að rannsókn málsins.
-sme
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTBNA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 kr. 1.853,12
1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68
1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49
1987-2.fl.D2ár 10.10.89 kr. 180,54
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, september 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
Verðmæti þýfisins
Brotist var inn í bensínafgreiðsl-
una í Grundarfirði og meðal annars
var þungum peningaskáp stolið. í
skápnum voru mikil verðmæti. Mest
Bensínafgreiðslan í Grundarfirði, þar sem milljóna verðmætum var stolið.
Húsið, sem sést til hægri á myndinni, er lögreglustöðin. Nálægðin viö lög-
reglustööina virðist ekki hafa dregið kjark úr þeim sem brutust inn.
DV-mynd S