Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1989, Side 11
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989.
Útlönd
Deilur ísraela og Palestínumanna:
Sovétmenn bjóða
fram aðstoð sína
Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Moshe Arens, utanrikisráðherra ísraels, ræddu saman í gær
um deilur Israelsmanna og Palestínumanna. Símamynd Reuter
Eduard Sévardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétíríkjanna, tilkynnti
Moshe Arens, utanríkisráðherra
ísraels, í gær að Sovétmenn væru
reiðubúnir til að vera gestgjafar frið-
arviðræðna ísraelsmanna og PLO,
Frelsissamtaka Palestínumanna um
deilur ísraelsmanna og Palestínu-
manna.
Fundur Sévardnadze og Arens í
gær er enn ein viðleitnin til að reyna
að koma á friði milli ísraelsmanna
og Palestínumanna en allar slíkar
ætlanir virðast ætíð renna út í
sandinn. Ein helsta hindrunin er
andstaða ísraels við viðræður við
fulltrúa PLO þrátt fyrir að Banda-
ríkjamenn hafa hafið samningavið-
ræður við samtökin.
Sévardnadze varaði við því að ef
PLO fengi ekki að taka þátt í friöar-
viðræðum yrði ekki um frið að ræða
í Mið-Austurlöndum.
Egyptaland hefur einnig boðist til
að vera gestgjafi viðræðna ísraels-
manna og Palestínumanna. Egyptar
hafa lagt fram tíu liða viðbótaráætl-
un við friðaráætlun Shamirs, forsæt-
isráðherra ísraels, og reyna að fá
deiluaðila að samningaborðinu.
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ræddi við utanríkisráð-
herra Egyptalands og ísraels í gær
um friðarhorfur í Mið-Austurlönd-
um en án þess að samkomulag
næðist. Að loknum viðræðunum
sagði Baker að friðarhorfur milli
ísraelsmanna og Palestínumanna
væru komnar undir niðurstöðum
fyrirhugaðs fundar ríkisstjómar
ísraels sem fram á að fara í næstu
viku.
Ríkisstjóm ísraels mun ræða til-
lögur Egyptalands á fundi sínum í
næstu viku. Shamir forsætisráð-
herra og Likud-ílokkur hans hefur
hafnað þeim en varaforsætisráð-
herra, Shimon Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, er þeim samþykk-
ur.
Tillögur Egyptalands em við kosn-
ingaáætlun Shamirs en hún felur í
sér að Palestínumenn kjósi sér full-
trúa til samningaviðræðna við ísra-
ela um takmarkaða sjálfsstjórn.
Samsteypustjóm ísraels er skipt í
afstöðu sinni til þessa máls og óttast
sumir að til falls stjómarinnar geti
komið. Reuter
Sovétríkin Iiafa lagt tii aö á síð- Oleg Grinevsky, aðalsamninga- tækjuþáttífundinum.Ekkierljóst Sovétríkjanna um leiðtogafund
ari hluta næsta árs veröi haldinn maður Sovétrikjanna í Vínarvið- hvort Kanada og Bandaríkin, sem Evrópuríkja lagði Varsjárbanda-
leiðtogafUndur ríkja Austur- og ræöunum, sagði aö Sévardnadze, sæti eiga i Vínarviðræöunum, lagiö fram tfflögur um þak á fjölda
Vestur-Evrópu til að undirrita utanríkisráöherra Sovétríkjanna, tækju þátt í leiötogafundinum nú. herflugvéla, 4.700 vélar fyrir hvort
samning um tækkun hefðbundins hefði kynnt hugmyndina um leið- Grinevsky sagði að Nato væri að vamarbandalag í staö 5,700 einsog
herafla á meginlandinu. Þessi togafúnd Evrópurlkja á fundi með kynna sér tilboðið en að ekkert Bandaríkin hafa lagt til. Þá lögðu
uppástunrakemur í kjölfar tillögu Baker, hinum bandaríska kollega svar hefði enn borist í tiiboðinu Varsjárbandalagsríkin til háraark
Varsjárbandalagsins um takmörk- sínura, Bandaríkjamenn tóku ekki felst aö utanríkisráðherrar riki- á flölda árásarþyrlna, 1900, en það
un flugvélailota sem var lögð fram alltof vel í svipaöa hugmynd sem anna hittist áður en leiðtogafund- er sama hámark og Nato hefur lagt
á afVopnunarftmdi 28 ríkia í Vin. Varsjárbandalagiö lagði fram i urinnhefsttilaðleysaágreinings- til.
Vinarviðræöumar snúast um fyrra þar sem ekki var gert ráð mál afvopnunarviðræðnanna. Kcuter
fækkun heföbundinna vopna. fyrir að fulltrúar Bandaríkjanna Áður en tilkynnt var um tillögu
Sovétríkin:
Skipt um flokksformann í Úkraínu
Hreinsanir innan sovéska komm-
únistaflokksins héldu áfram í gær en
þá skipti forysta flokksins í lýðveld-
inu Úkraínu um hendur. Mikhail
Gorbatsjov Sovétforseti var við-
staddur þegar miðstjórn flokksins
samþykkti lausnarbeiðni Vladimir
Scherbitsky sem gegnt hefur flokks-
formannsembættinu síðan 1972. Við
starfi hans tók næstráðandi, Vladim-
ir Ivashko.
Fréttaskýrendur segja að það hafi
legið fyrir í síðustu viku að Scherbit-
sky myndi missa embætti sitt. Gor-
batsjov sagði þá á fundi miöstjómar
Hinn nýi formaður úkraínska komm-
únistaflokksins, Vladimir Ivashko.
Simamynd Reuter
kommúnistaflokksins að hann hygð-
ist standa fyrir meiriháttar breyting-
um og endurskoða stefnuskrá hans
fyrir flokksþingið sem á að fara fram
á næsta ári. Hann stóð við orð sín
og hreinsaði til í stjómmálaráðinu
og misstu Scherbitsky og tveir aðrir
þekktir íhaldsmenn sæti sín. Allir
voru taldir andsnúnir umbótastefnu
Sovétforsetans.
Arftaki Scherbitsky, Vladimir Iv-
ashko, er ekki mjög þekktur í sov-
ésku stjómmálalífi en hefur klifrað
hratt upp metorðastigann. Frétta-
skýrendur búast við að hann muni
losa um tak kommúnistaflokksins á
íjölmiðlum í lýðveldinu.
Miklar róstur hafa átt sér stað í
Úkraínu og íbúar þessa næststærsta
lýðveldis Sovétríkjanna hafa farið í
mótmælagöngur til að krefjast auk-
ins sjálfstæðis. í júh fóm kolanámu-
menn í verkfall sem hafði víðtæk
áhrif á vinnumarkaðinn í landinu.
Þá hafa fjöldagöngur verið famar til
að krefjast þess að banni sem sett var
á kaþólsku kirkjuna í Úkraínu árið
1946 verði lyft.
Reuter
MEÐ VONDUÐUM
KARLMANNSFÖTUM.
HRINGDU OG FÁÐU
SENT EINTAK.
IJQQíjljíiöDijlI^
PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUNI 14
PÖNTUNARLÍNA
91-53900
AU KALISTI
Sími685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulínan: 99 1002.
Endurski
í skam