Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. Fréttir Heimsmeistarakeppnin 1 handknattleik 1995: Hugsanlegt að hætta við að halda keppnina hér - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra „Ef Alþjóðahandknattleikssam- bandið getur ekki sætt sig við það sem við getum boðið upp á þá getur farið svo að menn verði bara að leggja spilin á borðiö og hætta við keppnina af því að þaö eru ekki til peningar til þess,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra en nú er ljóst að mikil óvissa ríkir um það hvort heimsmeistarakeppnin í handknattleik 1995 verður haldin hér á landi eins og var þó fyrirhugað. Til þess að unnt sé að halda keppn- ina hér á landi þarf að vera til íþróttahús sem tekur 8.000 manns í sæti. Menntamálaráðherra sagði að það væri af og frá að fara aðbyggja slíkt hús fyrir einn milljarð króna í slíku árferði sem nú. „Því miður gerði fráfarandi ríkis- stjórn engar flárhagslegar ráðstafan- ir til að tryggja þetta. Loforðið var upp í ermina á ráðherrunum og því miður sitjum við uppi með þetta fyr- irheit. Það er ekkert annað að gera en að horfast í augu við það. Ef það kemur í ljós að það sé ekki hægt að reisa þetta hús nema fyrir 800 til 1.000 milljónir króna, já, þó ekki væri nema 600 milljónir, þá stöndum við frammi fyrir því hvort við verðum ekki að hætta við þetta. Það er mál sem verður aö afgreiða strax á fyrri hluta næsta árs,“ sagði Svavar. Menntamálaráðherra sagði að ver- ið væri að kanna hvort einhverjar aðrar leiðir væru til eins og til dæm- is það hvort Reykjavíkurborg geti koihið inn í framkvæmdina. Svavar sagði að borgin hefði verið aðih að loforði fyrrverandi stjórnar og því væri ekki óeðlilegt að hún kæmi þar til að einhverju leyti. -SMJ Hætt viö HM: Myndi skaða okkur mikið - segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaöur HSÍ „Ef slíkar hugmyndir eru uppi þá tel ég aö það myndi skaða mál- stað íþróttahreyfingarinnar veru- lega að hætta við keppnina. Það er ekki auðvelt að fá hingað til lands svona stórviðburði sem sjónvarpað er um allan heim,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssambands íslands, þegar borin var undir hann hug- mynd menntamálaráðherra um að hætta við heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1995. Jón sagði að tvær síðustu ríkis- sflómir hefðu gefið loforð um aö keppnin yrði haldin og í samtölum við ráðherra þessarar sflómar hefðu þau loforð verið endurtekin. Jón sagðist telja það mikla skammsýni í ferðamálum að hætta við keppnina því að ljóst væri að hún væri einstakt tækifæri til kynningar á landinu. Þá sagðist Jón telja að fyrir keppnina þyrfti aöeins að flárfesta fyrir um 500 milljónir króna og hlytu hags- munaaðilar að geta ráðiö fram úr því. -SMJ Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar í síðustu viku 1. Dauðalestin Alistair MacNeill/Alistair MacLean 2. Ég og lífið Inga Huld Hákonardóttir 3. Sagan sem ekki mátti segja 4.-5. Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón 4.-5. Sendiherrafrúin segirfrá Björn SV. Björnsson Vigdís Grímsdóttir Heba Jóndóttir 6. Lata stelpan Ludvik/Miller 7. Kjölfarkríunnar 8. Lifsgleði á tréfæti Unnur Jökulsd./Þorbjörn Magnússon Stefán Jónsson 9. Meðfiðringitánum Þorgrímur Þráinsson 10. Fransi biskví Elín Pálmadóttir Bókalisti DV: Alistair MacLean heldur toppsætinu Dauðalestin eftír þá Alistair Mac- Lean og Alistair MacNeill er enn í efsta sæti á lista DV yfir söluhæstu bækumar í síðustu viku eins og vik- una á undan. Bóksalar spáðu því þá aö Dauðalestin héldi sætinu ekki lengi en það fór á annan veg. MacLean er nú látinn fyrir nokkr- um árum og er ekki nema að hluta höfundur þessara bókar. Þegar hann lést lét hann eftir sig hugmyndir að söguþræði fyrir nokkrar kvikmyndir og úr þeim er nú verið að vinna bækur. Á síðasta ári seldist bók meö nafni hans vel en þá skrifaði John Denis söguna. Nú 'er það Alistair MacNeill sem skrifar. Höfúndarrétturinn að bókinni, sem og öðrum bókum kenndum við Mac- Lean, er í eigu hlutafélags að nafni Devoran Tmstees. Á ensku heitir Dauðalestin fúUu nafni „Alistair MacLean’s Death Train.“ í öðm sætí á listanum nú er bók Ingu Huldar Hákonardóttur um Guðrúnu Ásmundsdóttur og færist upp um eitt sæti. Sagan sem ekki mátti segja, bók Nönnu Rögnvalds- dóttur um Bjöm Sv. Bjömsson, er í þriðja sæti en var í fimmta. Náttvíg Thors Vilhjálmssonar falla út af listanum. Skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur, Ég heití ísbjörg, ég er ljón, færist úr tíunda sæti í flórða og deilir því með endurmiimingum Hebu Jónsdóttur, Sendiherrafrúin segir frá. Þá koma bækumar Kjölfar kríunnar, Með fiðring í tánum og Fransí biskví nýjar inn á Ustann. -GK Frá fundi samstarfshóps lögreglunnar meö borgarfulltrúunum Júlíusi Hafstein og Sigrúnu Magnúsdóttur ásamt Gunnari Eydal skrifstofustjóra á borgarskrifstofum. Frá vinstri: Böðvar Bragason lögreglustjóri, Arnþór Ingólfsson aðstoöaryfirlögregluþjónn og Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn. DV-mynd GVA Fundur samstarfshóps lögreglu og borgarfulltrúa: Lögreglan ein mun ekki leysa vandamálin í miðborginni „Meginniðurstaða fundar fuUtrúa lögreglu og borgaryfirvalda í gær var að löggæsla í miðbænum yröi áfram efld og að áfram yrði unnið að sam- eiginlegri lausn á ástandi miðborgar- innar af báðum aðfium. Einnig verða aðUar, sem hlut eiga að málefnum unglinga, kallaðir tU vegna langtíma- lausna. FuUtrúar lögreglunnar und- irstrika að lögreglan ein muni ekki leysa núverandi ástand í miöborg- inni,“ sagði Ómar Smári Ármanns- son hjá ForvamadeUd lögreglunnar í samtah við DV eftir fundinn. Borgarfulltrúamir JúUus Hafstein og Sigrún Magnúsdóttir, sem sátu fundinn af hálfu borgarráðs ásamt Gunnari Eydal skrifstofustjóra, munu kynna tiUögur samstarfshóps lögreglunnar fyrir borgarráði í dag. Að sögn Sigrúnar hefur ekki enn verið komið á fundi við lögreglu- og domsmálayfirvöld um tafarlausar úrbætur í löggæslumálum borgar- innar. Borgarráð samþykkti tíllögu um slíkt í siðustu viku. Eins og fram kom í DV í gær hefur lögreglan lagt fram margvíslegar tU- lögur tíl að bæta ástandið í mið- borginni að næturlagi um helgar. Bent hefur verið á að nætursöluleyfi verði takmörkuð, löggæsla efld, t.d. með aðstoö þjálfaöra hunda, mið- borgin og aðrir borgarhlutar verði sniðnir frekar að þörfum unghnga, salemisaðstöðu verði komið upp og sjónvarpsupptökutækjum komiö fyrir til öryggis fyrir lögreglu. Einnig hefur verið lagt tU að skemmtistöð- um verði ekki öUum lokað á sama tíma og að leyfi Tunglsins við Lækj- argötu verði endurskoðað. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi sagöi í samtali við DV að skiptar skoðanir hefðu verið um afgreiðslu- tíma nætursölustaða. í tUlögum lög- reglu kemur fram að manngrúi safn- ast gjarnan saman í miðborginni samhliða löngum afgreiðslutíma slíkra staða. „FóUtí hefur fundist gott að geta fengið sér eitthvað að borða þegar það kemur út af skemmtistööum. En við teljum vænlegast að ýmsir aðilar vinni saman að lausn þessara mála eins og fram kemur í tiUögum lög- reglunnar. Salemisaðstööu þarf víða að bæta í miðbænum. Það gæti kom- iö til álita að setja upp útisalerni eins og eru t.d. i Frakklandi. Hins vegar hefur aðstaða vegna salerna verið leyst að hluta tU með tilkomu al- mennnigssalernis að Vesturgötu 3,“ sagði Sigrún. -ÓTT Fjárlagahalli næsta árs eykst enn: nú í 4,2 milljarða Stefnir Eftir fyrstu afgreiöslu flárveitinga- nefndar Alþingis á flárlagafrum- varpinu fyrir árið 1990 er ljóst að flár- lagahalli næsta árs stefnir í 4,2 miUj- arða króna. Hækkun flárveitinga- nefndar nemur 1.182,2 miUjónum króna. Það er 1,3% hækkun á flár- lagafrumvarpinu og er um óvenju- mikla hækkun að ræða hjá nefnd- inni. 572 mUljónir eru tilkomnar vegna hækkunar rekstrargjalda sem flár- veitinganefndarmenn sögðu að væri vegna þess að ljóst hefði veriö að rekstraráætlanir ráðuneytanna stóðust ekki. Höíðu þeir í því sam- bandi hUðsj ón af fláraukalögum fyrir 1989. Auk þess lækkaði nefndin sér- tekjur upp á 259,7 mUljónir. Þá hækk- aði nefndin viðhaldsUð um 8 mUljón- ir og stofnkostnað um 342 miUjónir. AUs fékk flárveitinganefnd 530 er- indi þar sem sótt var um afgreiðslu á 1403 viðfangsefnum og voru saman- lagðar beiðnir um flárveitingar um- fram það sem gert var ráö fyrir í flár- lagafrumvarpinu 10 mUljarðar og 293 mUljónir. Margir stórir Uðir bíða enn af- greiðslu fyrir 3. umræðu og einnig eru nokkur mál sem bíöa endanlegra tillagna flárveitinganefndar. Auk þess bíður endurskoðuð tekjuspá 3. umræöu. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.