Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
15
Vextir og verðbólga
uppi með handafli
Seðlabanki íslands, sem er banki
bankanna, hefir frá byijun haft
vald til þess að ákveða hámark og
lágmark vaxta sem innlánastofn-
anir mega taka (sbr. 13. gr. laga nr.
10/1961). Breytingar á vöxtum eru
það tæki sem bankinn hefir lengst-
um notað til að hafa áhrif á pen-
ingaframboð og þar með verðlags-
þróun. Reyndar eina tæki hans til
þeirrá hluta því að lítið hefxr farið
fyrir öðrum hefðbundnum aðferð-
um peningastjórnar.
Seðlabankinn úr leik
Með nýjum seðlabankalögum nr.
5/1986,9. gr., er þetta vald bankans
skert mjög. Samkvæmt þeim getur
Seðlabankinn, að fengnu samþykki
ráðherra, bundið vaxtaákvarðanir
innlánsstofnana takmörkunum til
að tryggja að raunvextir útlána
innlánsstofnana verði (hóflegir og)
eigi hærri en þeir eru að jafnaði í
helstu viðskiptalöndum íslands.
(Orðin, sem standa í sviga, voru
sett inn í lesmálið með seinni laga-
breytingu en breyta að sjálfsögðu
engu.)
í raun táknar þetta að Seðlabank-
inn er úr leik varðandi vaxtaá-
kvarðanir og því eftir lagabók-
stafnum valdalaus stofnun með
sína hátt í 200 blýantsnagara, svo
notuð séu orð Jóns Baldvins. Bank-
inn verður að láta sér lynda, þegj-
KjáUarinn
Eggert Haukdal
alþingismaður
andi og hljóðalaust - og líkar
kannski vel, að vextir í landinu elti
verðbólguna eins og hún mælist
hverju sinni af lánskjaravísitölu.
Og hann getur ekki aðhafst neitt
meðan raunvextir, þ.e. vextir um-
fram verðbólgu, eru ekki hærri en
erlendis.
Skilyrðislaus réttur?
En eru raunvextir af peningum í
óðaverðbólgu skilyrðislaus réttur
einhvers? Hvergi hefi ég heyrt því
haldið fram. Sumir telja að verð-
trygging peninga ein sér sé mikil
fórn af samfélagsins hálfu á verð-
bólguskeiði þegar jafnvel kaup-
gjald, lífsbjörg lágtekjufólk, er ekki
verðtryggt.
Launþegasamtökin létu sér
nægja kaupgjaldsvísitölu meðan
hún gilti. Þau kröfuust ekki að fá
árlegan bónus í formi rauntekna
ofan á vísitöluna. Eru eigendur
peninga rétthærri en þeir sem eiga
vinnuafl sitt og annað ekki?
Þannig hafa bankar í öðrum lönd-
um gert sér far um að ávöxtun
sparifjár á bókum sé ekki undir
verðbólgumörkum. Þeir borga nei-
kvæðan mismun í árslok inn á
bækurnar en fara ekki lengra.
Lánskjaravísitala hefir á þessum
áratug, allt frá upphafi hennar,
hækkað árlega á bilinu 18-80%.
Hún hækkaði 24% á síðastliðnu
ári. Með 6% raunvöxtum, sem al-
gengir eru utanlands (en eru mun
hærri hér), verða nafnvextir 30% á
ári.
Nafnvextir í flestum löndum V-
Evrópu eru undir 10%, nema í
Bretlandi um stund 15%. Vextir,
sem útflutnings- og samkeppnis-
greinamar verða að greiða á ís-
landi, em því tvisvar og þó oftar
þrisvar sinnum hærri en í við-
skiptalöndum okkar. Einmitt þetta
er rót erfiðleika okkar, gjaldþrota
og greiðslustöðvana, sem nú slá öll
met íslandssögunnar.
Geta farið í 41 %
Nú hefir verið upplýst að vextir á
skammtíma ríkisvíxlum skili 17%
raunvöxtum. Veröbótaþáttur vaxta
er í ár orðinn 20% en var síðastliðið
ár 24%. Það táknar að nafnvextir
af þessum pappírum em minnst
37% og geta farið í 41%. Gefur það
til kynna hvaða affóll þurfa að vera
af svonefndum húsbréfum ef þau
eiga að hafa sömu ávöxtunarpró-
sentu á markaðinum. Ólíklegt má
telja að nokkur vilji kaupa þau á
lakari kjörum en aðra ríkispappíra
þegar fram í sækir.
Bætist þetta ofan á beinar vaxta-
hækkanir húsnæðislána sem
ákveðnar hafa verið, einnig með
handafli. Ber allt að sama brunni
í aðgerðum stjórnvalda. Vöxtum
og verðbólgu er haldið uppi með
handafli. Blæs því t.d. ekki byrlega
fyrir irngu fólki sem nú ætlar að
stofna heimili og byggja yfir sig.
Þess vegna virðist því miður al-
gert hrun blasa viö. Hvorki Seðla-
banki né ríkisstjórn fá við nokkuð
ráðið. Þannig hefur verið búið um
hnútana. Þjóðarnauðsyn krefst af-
náms lánskjaravísitölunnar og
hinna sjálfvirku skrúfuhækkana
verðlags sem hún veldur. Við verð-
bólgu verður þá fyrst ráðið þegar
þetta skref hefir verið tekið.
En þrátt fyrir þessa staðreynd
virðast valdamenn ekki skilja sam-
hengi hlutanna. Þeir segja: „Fyrst
verður verðbólgan að fara niður
og svo vextirnir“ en vinna svo sam-
kvæmt því lögmáli að halda hvoru
tveggja uppi með handafli. Á með-
an svo er er ekki von á góðu.
Loks er því enn við að bæta að
virðisaukaskattur mun valda veru-.
legri hækkun á byggingarvísitölu
og þar með lánskjaravísitölu. Að
öllu samanlögðu kann byggingar-
kostnaður að stórhækka á næstu
2-3 árum, shkt er vaxtaöngþveitið
orðið.
Eggert Haukdal
„Þess vegna virðist því miður algjört
hrun blasa við. Hvorki Seðlabanki né
ríkisstjórn fá við nokkuð ráðið. Þannig
hefur verið búið um hnútana.“
Breytt skipan gengismála
Gengisskráning hefur verið stöð-
ugt viðfangsefni íslenskra ríkis-
stjórna. Á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins var tekin tíma-
mótaákvörðun í stefnumörkun
flokksins aö því er varðar skipan
gengismála. í samþykkt miðstjórn-
ar segir:
„Róttækar breytingar verði gerð-
ar á skipan gjaldeyris- og-peninga-
mála.
Undirbúin verði ný framkvæmd
gengisskráningar sem feli í sér að
Seðlabanki íslands skrái grunn-
gengi krónunnar miðað við eðlilega
stöðu útflutnings- og samkeppnis-
greina og betra jafnvægi ríki í
framboði og eftirspurn erlendra
gjaldmiðla...“
Jafnframt var ákveðið að auka
frelsi í gjaldeyrisviöskiptum í
áföngum.
Samþykkt miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins þýðir raunar að
flokkurinn vill að gengi íslensku
krónunnar verði aðlagað markaðs-
aðstæðum.
Hér er um grundvallarbreytingu
að ræða í íslenskum efnahagsmál-
Skipan gengismála
í lögum nr. 36/1986, um Seðla-
banka íslands, segir: „Seðlabank-
inn ákveöur að fengnu samþykki
ríkisstjórnarinnar verðgildi ís-
lensku krónunnar gagnvart er-
lendum gjaldeyri."
Jafnframt er í lögunum kveðið á
um af hverju skuh taka mið við
gengisákvarðanir. Þar segir:
„Ákvarðanir um gengi íslensku
krónunnar skulu miðast við að
halda sem stöðugustu gengi og ná
jöfnuði í viðskiptum við útlönd en
tryggja jafnframt rekstrargrund-
völl útflutningsatvinnuvega og
samkeppnisgreina. ‘ ‘
Framkvæmdin er í reynd sú að
ríkisstjómin tekur ákvörðun um
gengisskráninguna.
Gengisákvarðanir ríkisstjórna
hafa í höfuðatriðum tekið mið af
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
halla í viðskiptum við útlönd er
geigvænlegt.
Reynslan af þessari skipan geng-
ismála er slík að eigi verður við
unað. Breyting er nauðsynleg.
Gengisákvörðun
Við aðlögun að markaðsástæðum
koma í meginatriðum þrjár leiðir
til greina:
1) Kveða skýrar að orði í lögum
um Seðlabanka þar sem tekið
er fram af hverju skuli taka mið
við gengisákvörðun og freista
þess að setja í lögin ákvæði er
beini skráningunni að markaðs-
gengi.
2) Losa um hömlur á gjaldeyrisvið-
skiptum þannig að þau verði
sem frjálsust en gengi áfram
skráð af Seðlabanka.
3) Koma á markaði með gjaldeyri
„Gengisákvarðanir ríkisstjórna hafa í
höfuðatriðum tekið mið af „núllstefn-
unni“ svonefndu, að halda afkomu út-
flutningsgreina sem næst núlli.“
„núllstefnunni" svonefndu, að
halda afkomu útflutningsgreina
sem næst núUi.
Til þess að fresta óhjákvæmileg-
um gengisbreytingum hefur síðan
sí og æ verið gripið til „efnahagsað-
geröa“ eða millifærslna. Þar má
nefna greiðslur úr verðjöfnunar-
sjóðum, skuldbreytingar, vaxta-
lSekkanir o.s.frv.
Aíleiðing slíkrar stefnu er nú
komin fram með hrikalegum hætti
í íslensku þjóðlífi, skýrast á árun-
um 1987-88, á tímum fastgengis-
stefnunnar.
a) Eigið fé útílutnings- og sam-
keppnisgreina hefur brunnið upp
og atvinnulíf byggðanna hrynur.
b) Fjárstreymi út úr landinu í formi
þar sem framboð og eftirspurn
ræður verðlagi.
En rétt er aö benda á að í umræð-
um hefur íjórða leiðin komið tals-
vert við sögu: Að binda gengið við
myntkörfu.
Erfitt mun reynast að finna orða-
lag sem heldur í lögum og túlkun
orðalags mun ætíð gefa færi á að
taka tillit til annarra sjónarmiða
en markaðsgendis íslensku krón-
unnar. í reynd myndi ríkisstjórnin
ákveða gengið sem líklega þekkist
ekki í neinu öðru landi með svipað
þróað hagkerfi.
íslenska efnahagskerfið er tæp-
lega undir það búið að fara þriðju
leiðina sem gildir um stóru gjald-
miðlana, Bandaríkjadal, þýska
„Fjárstreymi út úr landinu í formi
vænlegt".
markið og japanska jenið, m.a.
vegna verðbólgu. Hún gæti hins
vegar verið fær síðar.
Fjórða leiöin er tæplega fær mið-
að við hærri verðbólgusvið hér en
í helstu viðskiptalöndum.
Að öllu samanlögðu taldi mið-
stjórn æskilegast að velja leið nr. 2.
Gengisskráning taki mið
af frjálsum viðskiptum
með gjaldeyri
Lagt er því til að-íslendingar fari
svipaða leið og Norðurlöndin hafa
valið.
Ákvæði seðlabankalaga ásamt
ströngum hömlum á gjaldeyrisvið-
skipti gera það að verkum að áhrifa
markaðarins gætir ekki nú við
gengisskráningu.
Frelsi til að kaupa og selja gjald-
eyri breytir þessu og neyðir stjórn-
völd til aö taka tillit til nýs áhrifa-
valds við gengisákvörðun. Mikil
kaup á erlendum gjaldeyri hljóta
að þýða skakkt gengi.
Seðlabankinn hafi áfram með
höndum gengisskráningu en verð-
ur við hana að taka mið af frjálsum
viðskiptum með gjaldeyri.
Myntkarfa EB
Skömmu eftir að þingmanna-
nefnd þingílokks Framsóknar-
flokksins lagði fram áht sitt um að
miða gengi íslensku krónunnar við
halla í viðskiptum við útlönd er geig-
jafnvægi í frjálsum viðskiptum
með gjaldeyri heyrist bæði frá ein-
um seðlabankastjóra og viðskipta-
ráðherra að þeir teldu vænlegt að
stefna að því að ísland tengdist
myntkörfu EB.
Framsóknarmenn eru því and-
vígir vegna þess að verðbólga hér
er talsvert meiri og þrálátari en í
nágrannalöndunum.
í raun mundi slík fastgengis-
stefna vera framhald á mistökun-
um 1987-88.
Efnahagslega er rangt að reyna
að ráða niðurlögum verðbólgunnar
með fastgengi. Slík ráðstöfun kem-
ur aðeins niður, eða fyrst og fremst,
á útflutnings- og samkeppnisgrein-
um. Þannig er allt efnahagslífið
skekkt.
Við verðbólgu verður að berjast
með almennum aðgerðum sem
koma jafnt yfir allt efnahagslífið.
Mismunandi verðbólga í EB-
löndunum sýnir nú þegar vanda-
mál sem við íslendingar þekkjum.
Viðskiptaafgangur safnast upp í
Þýskalandi en hin löndin, svo sem
t.d. Danmörk, þurfa að taka mikil
erlend lán til þess að halda genginu
föstu, þar er mikill hajli í viðskipt-
um við útlönd og erfiðleikar út-
flutningsgreinanna.
Skyldu íslendingar þekkja ein-
kennin?
Guðmundur G. Þórarinsson