Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
31
Fréttir
Víðidalstungu-
kirkja 100 ára
Július G. Antonsson, DV, V-Húnavatnssýslu:
Hátíöarguðþjónusta var í Víði-
dalstungukirkju sunnudaginn 19.
nóvember en þá voru rétt um 100 ár
liðin frá vígslu kirkjunnar. í upphafi
guðsþjónustunnar flutti Ólafur B.
Óskarsson erindi um sögu kirkjunn-
ar. Kom þar fram að á milli 1950 og
1960 hefði minnstu munað að kirkjan
yrði rifm og ný byggð þar sem ástand
hennar var mjög slæmt. Hins vegar
var í það ráðist að endurnýja kirkj-
una þó að það væri mikið verk. Síðan
var aftur hafist handa við viðhaid
og endurnýjun upp úr 1980 og lauk
því á afmælisárinu. Má fullyrða aö
kirkjan hefur aidrei verið í eins góðu
ástandi og einmitt nú.
Við hátíðarguðsþjónustuna þjón-
uðu fyrir altari Sigurður Guðmunds-
son vígslubiskup, Hólum í Hjaltadal,
Guðni Þór Ólafsson, prestur og pró-
fastur á Melstað í Miðfirði, Ágúst
DV-myndir Júlíus Guðni
Sóknarpresturinn, séra Kristján Björnsson, í predikunarstól,
Kirkjukór Viðidalstungukirkju ásamt Guðmundi St. Sigurðssyni organista.
Sigurðsson, prestur á Prestbakka í
Hrútafirði, og Kristján Bjömsson,
sóknarprestur Víðidalstungukirkju í
Breiðabólsstaðarprestakalh, en hann
flutti einnig predikun. Auk þeirra
var Gísh H. Kolbeins, prestur í
Stykkishólmi, við athöfnina en hann
var áður prestur á Melstað. Aö guðs-
þjónustu lokinni var kaffisamsæti í
Víðihlíð í boði sóknaroefndar. Þar
var sagt frá gjöfum sem bárust, svo
og kveðjum, m.a. frá Róbert Jack sem
lengi þjónaði Víðidaistungusöfnuði.
Ágúst Sigurðsson flutti erindi um
fyrrum ábúanda í Víðidalstungu, Pál
Vídalín, sem bjó þar í lok 17. aldar
og fyrri hluta þeirrar 18. Páll er
þekktastur fyrir jarðabók þeirra
Árna Magnússonar og skáldskap.
Víðidalstunga var í eigu Vídalínsætt-
ar allt frá fornum sið fram á þessa
öld. Undir 1400 lét Jón Hákonarson
rita, á staðnum, Flateyjarbók. Einn
kirkjupresta, sem áður sátu í Víði-
dalstungu, var Þorlákur Hallgríms-
son, faðir Guðbrands Hólabiskups.
Tveir aðrir, auk Guðbrands, þjónuðu
staðnum frá Breiðabólsstað og tóku
síðar biskupsvígslu, Ólafur Rögn-
valdsson og Hálfdán Guðjónsson.
Sóknamefndin gaf út 100 tölusetta
platta með teikningu af Víðidals-
tungukirkju í tilefni afmælisins.
Platti númer 1 er í kirkjunni, Róbert
Jack var sendur platti númer 2 en
Sigurði Guðmundssyni vígslubisk-
upi var afhentur platti númer 3.
Þú getur
næstum allt
á ROSSIGNOL
skíðum!
Byggðin undir Borginni
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
„Ég veit ekki um annað kauptún af
svipaðri stærð og Skagaströnd sem
hefur ráðið sérfræðing til þess að rita
sögu sína,“ sagði Bjarni Guðmarsson
sagnfræöingur á fundi sem haldinn
var tU þess að kynna nýja bók um
Skagaströnd og Höfðahrepp. Bókin
ber heitiö Byggðin undir Borginni.
Hún er 327 síður að stærð og læsilega
skrifuð. í bókinni er fjöldi mynda og
töflur og línurit gefa myndræna inn-
sýn í það sem oft er sett fram sem
þurr fróðleikur.
Það var árið 1986 sem hreppsnefnd
Höfðahrepps ákvað að láta rita sögu
staðarinsog ári síðar var Bjami ráð-
inn til verksins. Honum til halds og
trausts var skipuð ritnefnd. í henni
sátu Ehnborg Jónsdóttir form., Lár-
us Ægir Guðmundsson og Ingibergur
Guðmundsson.
Guðmundur Sigvaldason sveitar-
stjóri telur að kostnaður við útgáf-
una sé vart undir 5 millj. kr. að nú-
virði. Menningarsjóður Kaupfélags
Húnvetninga, Rækjuvinnslan á
Skagaströnd og Skagstrendingur hf.
hafa styrkt útgáfuna.
Sama dag og bókin kom út var
fmmsýnt myndband um Skaga-
strönd. Það var Myndbær hf. sem
gerði þetta 30 mínútna myndband og
er þar brugðið upp mynd af því lífi
sem í dag er á Skagaströnd.
Höfundur ásamt ritnefnd. Frá vinstri Lárus Ægir Guömundsson, Bjarni
Guðmarsson, Elinborg Jónsdóttir og Ingibergur Guðmundsson.
DV-mynd Magnús
á aila ^öimkjfkiumi
Þaðgerasér
ekkiallirgrein
fyrir því, hvað
þaderþýðingar-
mikiðfyrir heils-
unaaðlátasér
ekki verfta kalt.
íslenska ullin er mjög góð og er betri en allt annað, sérstaklega í miklum kulda
og vosbúð. En í dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar í bilum og förum
frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi
kaldar og jafnvel örlagarikar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur
silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega
gælir við hörundið. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram
jafn grönn þótt þið klæðist því sem vöm gegn kulda. Því er haldið fram í
indverskum, kínverskum og fræðum annarra Austurianda að silkið vemdi likamann
í fleiri en einum skilningi.
IM ATTU RU t Æ K N I l\IG ABUÐI N
PÓSTKRÖFUSALA - SMASALA - HEILDSALA. S 10263. LAUGAVEGI 25
Sigursælustu skíðin
í heiminum í dag
SKÍÐAPAKKAR:
* skiði * skiðaskór * stafir * bindingar
BARNAPAKKI:
Skíði, 80-120 cm
Verð Visa/Euro, kr. 12.800,-
Staðgreiðsluverð 12.000,-
UNGLINGAPAKK11
Skíði, 130-170 cm
Verð Visa/Euro, kr. 16.000,-
Staðgreiðsluverð 15.200,-
UNGLINGAPAKKI2
Skiði, 130-170 cm
Verð Visa/Euro, kr. ls.4.200,-
Staðgreiðsluverð 13.500,-
FULLORÐINSPAKKI
Verð Visa/Euro, kr. 19.400,-
Staðgreiðsluverð 18.450,-
GÖNGUSKÍÐA-
Verð Visa/Euro, kr. 13.000,-
Staðgreiðsluverð 12.300,-
Ármúla 40, sími 83555 & 83655
Eiðistorgi 11,2. hæð, s. 611055