Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 26
30
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Óvönduð bók,
en fróðleg
Á kápu hinnar nýju bókar Hannesar Jóns-
sonar um utanríkismál segir, að hún sé stór-
fróðleg og vönduð. Þetta er að hálfu leyti
rétt. Höfundur hefur dregið saman mikinn
fróðleik um íslensk utanríkismál frá land-
námi til okkar daga, og hann ritar aðgengi-
legt mál; þótt ekki sé það laust við dönsku-
og enskuslettur. Margt er því bitastætt í bók-
inni. En þetta er ekki vandað vísindarit.
Hannes vitnar ekki á réttan, fræðilegan hátt
til heimilda, og hann styðst um of við verk
annarra: Þetta er samantekt frekar en rann-
sókn. Nafnaskrá vantar, en hún er ómiss-
andi í riti sem þessu. Höfundur kemur mér
fyrir sjónir sem dugnaðarforkur með góða
greind, en litla dómgreind. Að hætti slíkra
manna skilgreinir hann viðfangsefni sitt
ekki nægilega skýrt og heldur sig ekki við
einn efnisþráð.
Af Henry keisara
Hannes Jónsson vinnur ekki eftir þeirri
reglu, að betur sjá augu en auga. Bókin ber
þess merki, að ekki hafa margir lesið handri-
tið yfir, hvorki kunnáttumenn í utanríkis-
málum né meðferð íslenskrar tungu. Á 57.
bls. segir til dæmis frá deilu keisara og páfa
um forræði í Norðurálfunni. Hannes kallar
keisara Henry og páfa Gregory! Hér er hann
of háður enskum heimildum. Keisari var
þýskur og óeðlilegt að kalla hann hinni
ensku útgáfu nafnsins Hinrik eða Heinrek-
ur. Og páfi bar vitaskuld að íslenskri venju
nafnið Gregoríus. Þá ber eftirfarandi setning
á þessri bls. mjög vitni enskum áhrifum:
„Lofaði hann yfirbót standandi berfættur í
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
snjónum í þrjá daga í biö eftir að heyra svar
páfa, sem fyrirgaf honum.“ Á 95. bls. er Karl
hertogi hinn sænski, síðar konungur, kallað-
ur Charles, vafalaust líka eftir enskum heim-
ildum. Forveri hans í konungsstól er nefnd-
um þreimur nöfnum á sömu síðu, Gustavus
Adolphus, Gustaf Adolf og Gústaf Adolf!
Marga fleiri hnökra mætti telja.
Hæpin samrunakenning
í meginatriðum aðhyllist höfundur þá ut-
anríkisstefnu, sem við höfum fylgt og Bjarni
Benediktsson markaði. Hann virðist þó ekki
vera nægilega raunsær um samskiptin við
Kremlverja, og er það því furðulegra sem
hann var lengi sendiherra íslands í Moskvu.
(Að vísu ber að geta þess, að bandarískur
sendiherra í Moskvu á stríðsárunum skrifaöi
einmitt eina fáránlegustu bókina um Ráð-
stjómarríkin, og gáfu sameignarmenn hana
auðvitað út á íslensku.) Höfundur gerir sér
vonir um að hagkerfi Vesturlanda og sósíal-
istaríkjanna færist nær hvort öðm. Þessi
samrunakenning, sem svo er nefnd, er hæp-
in. Vesturlönd eru með Breta og Bandaríkja-
menn í broddi fylkingar að færast nær því
hagkerfi atvinnufrelsis og einkaframtaks,
sem reis á átjándu og nítjándu öld, en beið
Hannes Jónsson.
nokkum hnekki í fyrra stríði og heimskrepp-
unni. Sósíalisminn er hins vegar að hrynja,
eins og við sjáum á hverju kvöldi á sjóvarps-
skjánum, þótt vissulega geti vel verið, að hin
nýja stétt sósíalistaríkjanna reyni með of-
beldi að endurheimta völd sín.
Grilluveiðari
Stundum er Hannes eins og hreinn grillu-
veiðari. Hann telur til dæmis, að varnar-
samningurinn við Bandaríkin hafi verið
gerður vegna Kóreustríðsins og hafi þess
vegna átt að falla úr gildi, er því lauk. Þetta
er grilla. Þótt Kóreustríðið hafi ef til vill ver-
ið tilefni til samningsins, var meginástæðan
til hans sú, að Atlantshafsbandalagið varð
að treysta varnir sínar gegn ógninni úr
austri. Raunar er ósjaldan meiri nauðsyn á
festu í varnarmálum en á þeim óvissutímum,
sem við lifum nú. í viðskiptum við Kreml-
verja megum við ekki aðeins hlusta á það,
sem þeir segja, heldur horfa líka á það, sem
þeir gera. Og því miður hafa þeir ekki af-
vopnast þrátt fyrir öll sín fögru orð. Höfund-
ur er líka oft fljótfær og ósanngjarn í dóm-
um. Ég er til dæmis (eins og hann) ósam-
mála lögskilnaðarmönnum, sem risu hér upp
í síðara stríði, en sjónarmið þeirra voru
miklu skiljanlegri og eðlilegri en nafni minn
vill vera láta.
Hannes Jónsson:
íslensk sjálfstæöis- og utanríkismál
Félagsmálastofnunin, Reykjavik 1989
Jólagetraun DV - 7. hluti:
í 7.-9. vinning jóiagetraunar DV eru Yoko ER6 útvarps-
tæki frá Radíóbúðinni að verðmæti 7.770 krónur hvert.
□ Noregur □ Austurríki □ Ungverjaland
Nafn.......................................
Heimilisfang...............................
Póstnr...............Staður................
Hvað heitir landið?
„Jájá. Ég er hér með lím sem ætti að duga á þessa
gemlinga og halda hverri einustu fjölflokka ríkisstjóm
saman. Ég veit ekki hvað hún Gróa segði ef hún sæi til
ykkar,“ segir Sveinki við þennan mynduga herra.
Sveinki áttar sig bara ekki almennilega á því hvar hann
er staddur og ákveður því aðð segja ekki meira fyrr en
þið hafið hjálpað honum.
Hvað heitir landið sem Sveinki er staddur í?
Krossið við það svar sem þið teljið rétt, merkið svar-
seðilinn og geymið ásamt hinum svarseðlunum. Síðasti
hluti jólagetraunar DV mun birtast á fóstudaginn og
fyrst þá megið þið senda okkur svörin. Geymið seðlana
vel og þá munuð þið eiga möguleika á að vinna ein-
hvern hinna glæsfiegu vinninga sem í boði em. Þar á
meðal eru myndbandstökuvél, 14 tomma sjónvarp og
örbylgjuofn frá Japis og útvarps/kassettutæki, útvarps-
vekjarar, útvörp, æfingatæki, útvarpshúfur og lottóvél-
ar frá Radíóbúðinni. Verðmæti vinninga er alls um 200
þúsund krónur.