Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. Sviðsljós Ben og Sharan. Ben Murphy: Getur ekki lifað án kvenna Það er kona sem hefur stutt við bakiö á öllum stórmennum sög- unnar, segir leikarinn Ben Murp- hy. Og bætir svo við: „Það eru margar konur sem hafa stutt við bakið á mér.“ Kvennafar hefur verið helsta vandamál þessa manris en hann á að baki fleiri ástarsambönd en margir aðrir. Sumir leikarar verða alkóhólist- ar, aðrir eiturlyíjasjúklingar en Ben varð ástsjúkur, segir einn af vinum hans. Og Ben tekur undir þetta og segir „Þegar ég var upp á mitt besta var ég með fimm konum í þremur borgum á einum og sama deginum." Nú er Ben hins vegar einnar konu maður og heitir sú lukku- lega Sharan. Hann segir að sam- bandið við hana hafi ekki alltaf verið dans á rósum en hún hafi hins vegar náð að róa hann mikið niður. „Ég gæti ekki hugsað mér lífið án Sharan." framhaldsmyndaflokknum Stríðsvindar lék Ben Warren Henry og þótti standa sig með sóma. Stan og Linda þegar þau giftu sig árið 1976. Linda Evans gift- ist aftur? Nú fullyrða slúðurdálkaskrifarar að Linda Evans giftist aftur fyrrum eiginmanni sínum, Stan Herman. Þau hafa allar götur síðan þau skildu fyrir átta árum verið mjög góðir vin- ir og hann hefur oft verið fylgdar- sveinn Lindu við ýmis tækifæri. Linda og Stan giftust árið 1976 og skildu árið 1981 og fór skiinaðurinn fram í miklu bróðemi. Ekki alls fyrir löngu fékk Stan kransæðastíflu og þann tíma sem hann lá á sjúkrahúsi að bíða eftir því að vera skorinn upp vék Linda ekki frá sjúkrabeði hans. Hún beið á með- an hann var í aögerðinni og þegar hann vaknaði var hún enn við rúm hans. Þegar Stan hafði fengið heilsuna á nýjan leik fóru þau saman til Frakk- lands og þar bað Stan Lindu og hún sagði já, honum til mikillar gleði. Ekki hefur enn verið tilkynnt hve- nær brúðkaup þeirra fer fram en ekki er að efa að það verður glæsi- legt. Larry Hagman og mamma Larry Hagman var fylgdarsveinn móður sinnar, leikkonunnar Mary Martin, á mikilli leiklistarhátið sem haldin var í John F. Kennedy menn- ingarmiðstöðinni i Washington fyrir skömmu. Þar var Mary heiðruð sérstaklega, ásamt nokkrum öðrum leikurum, fyrir framlag sitt til leiklist- Elizabeth Taylor: Ekki af baki dottin Linda Evans hyggur á giftingu á nýjan leik. Elizabeth Taylor hefúr ferðast vítt og breitt um Evrópu til að kyirna ilm- vatn það er hún framleiðir. Á kynn- BOKAHANDBOK ÁMORGUM 24 síðna bókahandbók um þær hátt í 500 bækur, sem koma út á þessu hausti og fyr- irjólin, með myndum af bókum og upplýs- ingum um innihald þeirra og verð ámorgun ingarfundum í verslunarmiðstöðv- um hefur hún oft svarað ýmsum spumingum vegfarenda. í London söfnuðust ekki alls fyrir löngu um 3000 manns í kringum leikkonuna þegar hún var að kynna ilmvatnið. Þar var hún meðaj annars spurð hver væri hennar helsta fyrirmynd. Liz svaraði af bragði að það væri Liz Taylor svarar spurningum al- mennings um ýmis mál. Vivien Leigh. Þá var hún spurð hvemig hún færi að því að líta svo unglega út. „Ég þvæ mér með vatni og sápu,“ svaraði leikkonan. Loks fékk hún spuminguna með hvaða eiginmanni hennar hefði þótt best að búa. „Þeir voru allir jafnslæmir í sambúð,“ var svarið. Því er svo við að bæta að ilmvatnið hennar Elisabeth heitir Passion og hefur selst fyrir tugi milijóna í Eng- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.