Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
33
Sviðsljós
Kveikt á jólatré
í Garðabæ
Þaö voru fleiri en Reykvíkingar afhenti jólatréð. Bæjarstjórinn,
sem kveiktu á jólatré um síöustu Ingimundur Sigurpálsson veitti
helgi. Garöbæingar fengu að gjöf trénu móttöku.
myndarlegt jólatré frá vinabæ Skemmtiatriöi voru fyrir og eftir
Garðabæjar í Noregi, Asker. Berit að kveikt hafði veriö á jólatrénu.
Stensrud frá norska sendiráðinu
Meðal þeirra sem komu fram i Garðabæ þegar kveikt var á jólatrénu
var Blásarasveit Tónlistarskólans i Garöabæ.
Hermann Ragnar Stefánsson danskennari stjórnaði barnahópnum sem sýndi barnadansa í Kringlunni.
DV-myndir GVA
Dansað í Kringlunm
væntanlegum jólaböllum. Það er Hermann Ragnar Stef-
ánsson danskennari sem valdi lögin á plötuna en hann-
er einn af brautryðjendum í danskennslu á íslandi og
hefur einmitt lagt mikla áherslu á að börn læri að dansa.
Angeline Jolie ásamt föður sinum Jon Voight.
Fjórtán ára fyrirsæta
sem á frægan föður
Þau voru ekki öll há í loftinu, börnin sem sýndu dans
en lipurðina og áhugann vantaði ekki.
Fyrst á réttunni svo á röngunni... er einn af fyrstu döns-
unum sem börn læra og er nauðsynlegt að kunna á
jólaböllum.
Jon Voight á hús viö ströndina í
Kaliforníu og þangaö heimsækir
Angeline föður sinn eins oft og hún
getur.
Þótt Angeline Jolie Voight sé að-
eins fjórtán ára hefur hún vakið
mikla athygli í tískuheiminum. Nú
nýlega gerði hún draumasamning
við Elite sem tryggir henni dágóðar
tekjur í nánustu framtíð. Angeline
er ekki óvön því að vera í sviðsljósinu
því faðir hennar er enginn annar en
leikarinn frægi Jon Voight.
„Angeline Jolie þýðir fallegur eng-
ill, en ég ákvaða að nota aðeins fyrstu
tvö nöfn mín sem atvinnunafn. Allar
stúlkur á mínum aldri langar til að
verða sýningarstúlkur og vinkonur
mínar ráðlögðu mér að nota ekki hið
þekkta nafn föður míns, það myndi
aðeins verða fyrir mér.“
Foreldrar Angeline skildu þegar
hún var aðeins sextán mánaða og
hefur hún að mestu búiö með móður
sinni og bróður sínum Jamie sem er
sextán ára og langar til að verða leik-
ari eins og hinn frægi faðir hans.
Angeline segir að þau systkinin
hafi samt aldrei verið föðurlaus því
foreldrar hennar hafi ávallt verið
góðir vinir og hún hafi alltaf snúið
sér til fóður síns þegar eitthvað bját-
aði á.
Þrátt fyrir velgengni sem sýningar-
stúlka segist Angehne vera ósköp
venjulegur táningur sem eigi sína
dagdrauma, reynir að skrifa ljóð og
langar til að verða rithöfundur þegar
hún verður eldri. Hún gengur í skóla
og vinnur við sýningarstörf um helg-
ar. Móðir hennar, Marcheline, sem
er kvikmyndaframleiðandi, sér um
peningamál hennar og passar upp á
að hún vinni ekki of mikið.
STAIDRIÐ
STEKKJARBAKKA2
Opið virka daga kl. 8.00-
1.00 eftir miðnætti.
Nætursala um helgar
ÍS - SHAKE - HAMBORGARAR - PYLSUR - SAMLOKUR
ALLT í FERÐALAGIÐ
Jólakort með þinni eigin mynd.
Verð frá kr. 45. Pantið tímanlega.
EXU
imiiiiiiiiiiMi i'iiTTn.
.JOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 - REYKJAVIK - SIMI 685811 ■
11 ■ ■ ■ rmm 1111» ■ m ■ 11 ■ » ■ ■ i ml
i