Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. 3 Fréttir Tekjuskattar einstaklinga 1981 til 1990 á verðlagi 1990 miðað við launavísitölu Tekjuskattur einstaklinga: Tvöfaldast á þremur árum Sá hlutur sem ríkissjóður tekur af launum landsmanna í formi tekju- skatts hefur nær því tvöfaldast á síð- ustu þremur árum. Miðað við launahækkanir voru tekjur ríkissjóös af tekjuskatti um 5,8 milljarðar árið 1987 á verðlagi næsta árs. Samkvæmt tekjuskattsfrum- varpi Ólafs Ragnars Grímssonar er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 11,1 milljarður af tekjuskatti einstakl- inga. Á þremur árum hefur hlutur ríkissjóðs af tekjum landsmanna því vaxið um 5,3 milljarða eða 92 prósent. Tekjuskattar árið 1987, „skattlausa árið“, voru ívið lægri en árin á und- an. Ef tekið er meðaltal tekjuskatts á árunum 1981 til 1987 verður hækk- un tekjuskatts undanfarin ár eihtið minni eða um 76 prósent. -gse íslenskt iðnverkafólk: Vinnur meira fyrir minna Kostnaður íslenskra fyrirtækja af hverri vinnustund í iðnfyrirtækjum er mun lægri en í flestum nágranna- löndum okkur. Aðeins í Bretlandi er kostnaðurinn minni. Hins vegar vinnur íslenskt iðnverkafólk mun meira en nágrannar okkar og þarf að fara alla leið til Japan til að finna meiri vinnu. íslenskt iðnverkafólk vinnur þannig um 9 tímum meira á viku en sænsk starfssystkin. Það jafngildir um 30 prósent meiri vinnu á íslandi. Þrátt fyrir fleiri stundir á íslandi tekst íslensku iðnverkafólki ekki að ná jafnmiklum launum á ári og Svíar. Launamismunurinn er ein- faldlega meiri en það. Þessar upplýsingar má lesa úr skýrslu sænska vinnuveitendasam- bandsins um samanburð á launa- kostnaði og vinnutíma milli landa. Nýverið birti danska blaðið Pohtiken þennan samanburð. Rétt er að geta þess að vinnutími íslensks iðnverkafólks getur verið ofmetinn í þessum samanburði þar sem upplýsingar hans eru byggðar á útreikningum kjararannsóknar- nefndar. Þar er fólk sem vinnur hluta úr degi hækkað upp til jafns við þá sem eru í fullu starfi. Eins eru upp- lýsingar frá öðrum löndum yfirleitt mun nákvæmari. Til dæmis draga Svíar námskeið trúnaðarmanna, jarðarfararfrí og fleira frá í sínum tölum. Annað sem hefur áhrif á þennan samanburð er að í tölurnar yfir launakostnaðinn á íslandi vantar alla stóriðju en starfsfólk í þeirri grein er yfirleitt betur launað en fólk í almennum iðnaði. Einhverra hluta vegna hefur starfsfólk í stóriðju aldr- ei verið tekið inn í kannanir kjara- rannsóknamefndar. Ólíklegt er að það verði gert þar sem þá kæmi fram mikið launaskrið í fýrstu könmm kjararannsóknamefndar effir þá breytingu þar sem há laun stóriðju- fólksins myndu hífa upp öU meðaltöl. -gse Árlegur vínnutími iðnverkamanns Launakostnaður á hverja vinnustund í rakrónum 1988 JAPAN 2100 tímar ISLAND 1959 timar ENGLAIMD 673 jélatilboð ! HQ (High Quality), þráölaus fjarstýring, barnalæsing, 365 daga/8 atriða v upptökuminni og margt, margt fleira er á þessu geysigóða myndbandstæki Jólatilboð aðeins: 36.9S0,-. Þetta fagurlega hannaða 20" sjónvarpstæki er með þráðl. fjarstýringu, 40 stöðva minni, skarpri mynd, skýrum litum, sýnir stillingar á skjá og er sérlega auðvelt í notkun. Jólatilboð aðeins: 44.800,- NORDMENDE Samliort allt að 12mán. /lílt á eUtusn dtaxt / SKIPHOLT11 SIMI 29800 *■' .v, \' /% '• fVv '•Ý'íy' 'v^ X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.