Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989. 7 Sandkom Kit-kat Víðbyrjumá einum gömlum oggóðum. Maöurnokkur varafarhrifinn afKit-kat-súkk- ulaði.Hann keyptisércitt slíkt ogakvaö aðfásérkaffi- boliatneð.Það varðúrað hannskelltisér inn á Mokka til að snæða kræsing- arnar. Þar situr töluvert af fólki en við eitt borð var laust pláss. Þar sat tnaður og vinur okkar, Kit-kat-ætan, spurði hvort hann mætti tylla sér. Jú, jú, það mátti hann. Þá sagðist vinurinn aðeins ætla að fá sér kafli og settist að þvi loknu niður. Kit- kattið lá á boröinu og okkar maöur reif upp pakkann og hámaöi í sig fyrstu stöngina. Þá varð maðurinn snöggur til og átaðra stöngina. Vin- inura brá nokkuð en braut þá þriðju og át. Maðurinn hélt uppteknum hætti og kláraði Kit-kattið. Hvur cijö... hugsaöi vinurinnogfannst þetta einkennilegt i meira lagi. Mað- urinn viö borðið stóð aiit í einu upp, gekk að afgreiðsluborðinu og pantaði jólakökusneið. Þá hugsaði vinur vor gott til glóðarinnar. Ura leíð og mað- urinn settist teygði vinurinn sig í kökuna, braut helminginn og át með látum. Nú var andrúmsloftið orðið frekar þrúgandi og óþægilegt svo vin- ur vor ákvað aö yfirgefa staðinn. Hann er kominn að bílnum og ætiar að taka bíliyklana úr vasanum þegar hann finnur eitthvaö hart í vasan- um...Kit-kattið... Maðurákrossi Ogannargam- alloggóður. Konanokkur kominníbóka- búðtilað ltaupa sér kross. Þarhitti húnungaaf- greiðslustuiku. Konanbarupp erindiðog stúlkankomað vörmuspori með nokkra elegant fina krossa. Kon- an var ekki alls kostar ánægð með krossana og spurði hvort hún ætti ekki öðruvísi krossa. „Júú,'‘ sagði stúlkan, „viðeigumnokkrameð svonalitlumkalli...“ Afsakið Það varum fátt annað talað í þmginuum miöjasiðusm ;. viku en afsök- unarkröfu sjídfstæðis- i i.:'; mannagagn- vartGuðrúnu Helgadóttur þingforseta. Komsteigin- lega ekkert annað að og loftið var lævi biandið. Góðkunningi Sand- korns var í þinginu þegarafsökunin lá einhvers staðar í loftinu. Það vita flestír að pláss er ekki mikið í þing- húsinu og oftar en ekki þurfa menn að draga ístruna inn og skáskjóta sér til að komast leiöar sinnar. Einn ónefhdur þingmaður rak sig í annan þegar hann var að skáskjóta sér og eins og manna er siður sagði þing- maurinn „afsakið" við hinn. Það var eins og snara heföi verið nefnd í hengds manns húsi því alla setti hljpða. Sneru þingmenn og starfs- menn sér viö hver af öðrum til að sjá hver hefði sagt afsakið. Það var ekki Guðrún Helga enljóstaf viðbrögðum manna að þetta var ORÐIÐ. Já, afsakið Einnníuára gutti kom ti! pabbasínsþcg- arþingmenn voruíofan- nefndum taugaæsingi. Hannhaföi horftáfréttirn- arenpabbinn ckkiogsástutti ætlaðiaösegja karltuskunni hvað værí að frétta. , .Pabbi, veístu h vað? Það eru allir að rífast á Alþingi af því að konan, sem skrifaði Sitji guðs englar, vóll ekki segja afsakið." Bragð er að þá barnið fmnur. Umsjón: Haukur L. Hauksson ________________Fréttir TíðindalHil jól I Reykjavík Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út á jólanótt vegna elds sem kom upp í sorptunnugeymslu við Hjarðarhaga í Reykjavík. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og tjón varð lítið. Sömu nótt var gerð tilraun til inn- brots á Kleifarvegi 15. Þar var brotin rúða en þegar innbrotsþjófurinn varð var mannaferða lét hann sig hverfa og ekki hefur enn hafst upp á honum. Að öðru leyti var jólahátíðin tíð- indalítil í Reykjavík og fremur rólegt hjá lögreglunni enda ölvun með minnsta móti í borginni. -J.Mar Reykjavík: Tveir árekslrar Tveir árekstrar urðu í Reykjavík á Þorláksmessu. Sá fyrri varð á Miklu- braut á móts viö gatnamót Háaleitis- brautar og Grensásvegar en þar skullu saman tvær fólksbifreiðar. Tvennt var flutt á slysadeild. Síðdegis þann sama dag lentu svo tvær fólksbifreiðar í árekstri á gatna- mótum Hringbrautar og Njarðargötu og var einn fluttur á slysadeild. -J.Mar Borgarlæknir: Ekki orðið varir við flensufaraldur „Við höfum enn ekki orðið varir við að inflúensa hafl borist hingað. Það hefur verið sagt frá inflúensu í Bretlandi og það má reikna með að hún geti farið að berast hingað. Um 37 þúsund manns hafa verið bólu- settir í landinu öllu og í því bóluefni var gert ráð fyrir þessari bresku ílesnu. Bólusetningin ætti þannig að gagnast mörgum og tefja fyrir út- breiðslu flensunnar þegar hún berst hingað,“ sagði Heimir Bjarnason að- stoöarborgarlæknir við DV. Heimir sagði að kvefpestir og veirusóttir ýmsar, sem valda öndun- arfæraeinkennum, væru landlægar allt árið um kring og ekkert nýtt þótt margir hefðu slæmt kvef. -hlh Togarinn Framnes: Strandaði í inn- siglingunni á Patreksfirði Togarinn Framnes frá Þingeyri strandaði í hafnarmynninu á Pat- reksfirði rétt fyrir jól eftir að hafa komiö með slasaðan skipverja til hafnar. Var togarinn að sigla út úr þröngri rennu í innsiglingunni þegar framendi skipsins tók niðri í fiöru- kambinum. Ekki tókst að henda kastlínu upp á bryggju en lögreglu- mönnum tókst að henda belg með línu í átt að skut togarans. Tókst skipverjum að krækja í belginn og koma trossu í land. Var síðan híft með togvindu á skutnum og komst togarinn við það á flot. Togarinn er talinn hafa sloppið án skemmda. Slys á Kópa- vogsbraut Ung kona missti stjórn á bifreið sinni á Kópavogsbraut, skammt norðan við Kópavogsbrúna, á jóladag og skall bifreiðin á ljósastaur. Kalla þurfti til tækjabíl Slökkviliðsins í Reykjavík til að ná konunni úr bíl- flakinu. Konan var flutt á slysadeild en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsh hennar eru. Stórir og kraftmiklir flugeldar á sölustöðum hjálparsveitanna. l'+i FLUGELDAMARKAÐIR 7 M HJÁLPARSVEITA SKÁTA , -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.