Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Frámkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SiMI (1)27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Blóðbað í Búkarest
Þær fréttir bárust seint á jóladag að Ceausesco og
kona hans hefðu verið tekin af lífi. Það var greinilega
ekki verið að tvínóna við hlutina. Hefndin mátti engan
tíma missa. Áfram var að vísu barist í Búkarest og öðr-
um borgum Rúmeníu en Qörutíu ára sögu Kommúnista-
flokksins er lokið þar í landi. Ceausesco kemur aldrei
aftur.
Atburðirnir hafa gerst í hratt í Austur-Evrópu síð-
ustu vikurnar. Ekkert hefur samt haft jafndramatískan
og óvæntan blæ á sér og framvindan í Rúmeníu síðustu
dægrin. Það eru ekki nema nokkrir dagar liðnir frá því
Ceausesco og klíka hans höfðu tögl og hagldir í landinu.
Einvaldurinn leyfði sér meira að segja að fara í opin-
bera heimsókn til íran sem hann hefði áreiðanlega ekki
gert ef hann hefði ekki verið öruggur um sig.
Af mörgu slæmu í Austur-Evrópu var ástandið í
Rúmeníu hvað verst. Þar var þrælahaldið yfirþyrm-
andi, alræði flokksins algjört og tök flokksins á einstakl-
ingunum niðurnjörvuð. Rúmenar höfðu takmarkaðar
fréttir af atburðarásinni annars staðar. Landið var lok-
að og einangrað og hvers konar órói eða mótþrói var
miskunnarlaust kæfður niður með valdi og vopnum.
Þar gat sig enginn hreyft.
Nú er þetta allt saman breytt. Á svipstundu hafa
Rúmenar hrundið ógnarstjórninni af höndum sér og
gengið milli bols og höfuðs á ógnvaldinum sjálfum. Nú
verður ekki aftur snúið jafnvel þótt öryggissveitirnar
vilji fremur falla fyrir byssukúlum heldur en lenda í
höndum múgsins. Dauðinn bíður þeirra hvort sem er.
Rúmenar eru ekki vel upplýst þjóð. Eftir fjörutíu ára
heilaþvott og frelsisskerðingu er fátækt mikil og fábrot-
ið menningarlíf. Tækni og atvinnulíf er frumstætt og
Rúmenar eru vanir ógn og einræði í margra alda sögu
sinni. Þeir eru ekki líklegir til mikillar frelsisbaráttu í
nafni lýðræðis og alþýðu. Unga fólkið í landinu þekkir
ekki annað en harðræði og einræði og hefur verið alið
upp við það frá blautu barnsbeini að Ceausesco sé faðir
þeirra og fyrirmynd, ástmögur þjóðarinnar. Því furðu-
legra er það hugrekki og sú frelsisþrá, sem lýsir sér í
þeirri hetjulund að ganga fram fyrir byssukjaftana og
bjóða valdinu byrginn. Því stórbrotnari eru umskiptin.
Og því ótrúlegri er sú heift og það hatur sem lýsir sér
í aftökunni á Ceauesco og konu hans á sjálfan jóladag.
Allt hefur þetta kraumað undir, hugrekkið og hatrið,
þrátt fyrir allan heilaþvottinn. Hvar í heiminum er
hægt að fá betri sönnun fyrir því að frelsisþráin verður
aldrei kæfð niður hversu lengi sem kúgunin stendur
yfir. Einvaldurinn getur aldrei keypt sér frið, harðstjór-
inn getur aldrei keypt sér ást og trúnað fjöldans, sama
hvað hann messar oft yfir þegnum sínum, sama hversu
langt hann gengur í sjálfsdýrkun og upphefð.
Samkvæmt síðustu fregnum eru enn róstur í Rúmen-
íu. Blóð rennur enn í Búkarest. En Rúmenía hefur fetað
í fótspor nágranna sinna í austri og er að brjóta af sér
hlekki einræðisins. Spilaborg Ceauescos hrundi á einni
nóttu. Einvaldurinn flúði höll sína en hann gat ekki flú-
ið örlög sín. Hann vissi sem var að á þeirri stundu sem
herinn og valdið yfirgaf hann gat hann ekki treyst á
fólkið. Hann vissi sjálfur að allar gjafirnar, áróðurinn
og heilaþvotturinn bjargaði honum ekki frá snörunni.
Það hlýtur að vera óhugnanleg tilhugsun, óbærileg til-
vera, að eiga ekkert skjól í sínu eigin landi. Að eiga
engan vin eftir fjörutíu ára valdatíð.
Ellert B. Schram
Húsbréfakerfið:
Gömlu hús-
næðislánin
markaðsvara?
„Gengi“ fasteignaveðlána, 100 þús. kr. skuldabréf.
Lán Vextir % Gengi þús. kr. Afföll þús. kr.
Byggingarsjóðslán, lánstími 40 ár 3,5 71,0 29,0
Byggingarsjóðslán, lánstími 40 ár 4,5 77,0 23,0
Byggingarsjóðslán, lánstlmi 10 ár 2,25 89,0 11,0
Húsbréf 5,75 92,5 7,5
Kaupendur greiða nú markaðs-
vexti af húsnæðislánum, einnig
yfirteknum lánum sem hvíla á
seldum eignum. Ef lán bera lága
vexti eru reiknuð afíoll sem eru
fyrirframgreiddir vextir. Seljendur
framselja kaupendum lán og hagn-
ast á afíollunum. Söluverð íbúða,
sem hagstæð lán hvíla á, hækkar.
Greiðslubyrði húsbréfalána er
miklu þyngri en Byggingarsjóðs-
lána. Því er hagstæðara að yfirtaka
þau en fá ný húsbréfalán. Áhvíl-
andi lán öðlast verðmæti við sölu
íbúðar. Þau verða verslunarvara á
fasteignamarkaði. Það á einkum
við um nýleg Byggingarsjóðslán
með lágum vöxtum.
Breytileg
greiðslukjör
Eftir tilkomu húsbréfakerfisins
mun íbúðarhúsnæði seljast á
breytilegum kjörum. Kaupendur,
sem fá lán úr Byggingarsjóði ríkis-
ins, hafa mikið fé handbært og
greiða háa útborgun. Á þann hátt
lækka þeir söluverðiö. Kaupendur
í húsbréfakerfmu greiða hins vegar
lága útborgun og fá mikinn hluta
kaupverðsins lánaðan af seljend-
um. Slík greiðslukjör valda því að
kaupverð hækkar.
Þess vegna er líklegt að ólík kjör
verði á fasteignamarkaði. Söluverð
verður breytilegt eftir því hvaða
lán kaupendur nota til kaupanna.
íbúöir fjármagnaðar með húsbréf-
um verða sennilega 5%-10% dýrari
en þær sem keyptar eru með Bygg-
ingarsjóðslánunum. Það má skýra
með dæmi: íbúð er boðin til sölu á
6,0 milljón krónur, miðað við svip-
uð kjör og tíðkast hafa undanfarin
ár. Seljandi er þó reiðubúinn að
selja á kjörum húsbréfakerfisins
en fer þá fram á 6,3 milljónir.
Húsnæðislán
Við húsnæðiskaup koma við sögu
ólík lán. Kaupendur afla sér oftast
sjálfir einhverra lána. Þeir fá lán
frá Byggingarsjóði ríkisins, lífeyr-
issjóðum eða bönkum og lán frá
seljendum. í húsbréfakerfinu lána
seljendur allt að 65% kaupverðs.
Auk þess njóta kaupendur góðs af
hagstæöum fasteignaveðlánum
sem hvíla á húsnæði þegar kaup
eru gerð. Það eru lán sem fyrri eig-
endur hafa tekiö og fylgja hús-
næðinu óháö því hver er skráður
eigandi.
Algengt er að kaupendur yfirtaki
veðdeildarlán, lífeyrissjóöslán og
eftirstöövalán frá fyrri kaupum.
Segja má að seljendur framselji
kaupendum lánin. Því má að vissu
leyti líkja við lánveitingu. Yfir-
teknu lánin eru oft drjúgur hluti
af lánum kaupenda. Undanfarna
mánuði hefur verið sóst eftir íbúö-
um sem ný eða nýleg lán frá Bygg-
ingarsjóði ríkisins hvíla á. Fólk,
sem ekki á kost á opinberu hús-
næðisláni, nýtur góðs af háum lán-
um sem hvíla á íbúðum.
Frá sjónarhóli kaupenda skiptir
ekki máli hvort þeir fá persónulega
lán úr Byggingarsjóöi eða þau hvíla
fyrir á seldum eignum. Yfirtekin
opinber húsnæðislán eru hin hag-
stæðustu sem völ er á. Kaupendur
eru reiðubúnir að greiða hærra
verð fyrir íbúðir sem þau hvíla á
en aðrar jafngóðar. Talið er að
KjaHariiin
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
söluverð ibúða með áhvílandi lán-
um frá Byggingarsjóði ríkisins
hækki um 10%-15% af fjárhæð lán-
anna.
Húsbréf og
yfirtekin lán
Greiðslubyrði af húsbréfalánum
er 63% þyngri en lána úr Bygging-
arsjóði. Augljóslega er hagstæðara
aö yfirtaka Byggingarsjóðslánin en
fá ný húsbréfalán. í fasteignavið-
skiptum eru kaupendur því fúsir
að greiða hærra verð fyrir íbúðir
sem myndarleg Byggingarsjóðslán
hvíla á en aörar sem greiða þarf
með húsbréfum. Seljendur hagnast
á þessum samanburði.
Til að skýra það má taka dæmi
af fjölskyldu sem keypt hefur
skuldlausa íbúð fyrir 6,0 milljón
krónur. Til kaupanna notaði hún
2,8 milljón króna Byggingarsjóðs-
lán. Nú selur fjölskyldan íbúöina
aftur með því áhvílandi. Sökum
hins hagstæða láns fæst við endur-
söluna 400 þúsund krónum hærra
söluverð. Þá fjárhæð fær fjölskyld-
an fyrir það eitt að hafa framselt
kaupandanum lánið. Húsbréfm eru
seld á verðbréfamarkaði með gengi
nálægt 92,5. Það jafngildir því að
92,5 þúsund krónur fást fyrir 100
þúsund króna bréf. Seljendur hafa
gengið í huga við verðlagningu
íbúða sinna. Þeir reyna aö bæta sér
upp afföllin með því að hækka sölu-
verðið. Áhvílandi húsnæðislán 'eru
einnig markaðsvara þó þau séu
ekki seld á verðbréfamarkaði.
Kaupendum er ljóst að þau koma
í stað húsbréfa sem annars hefði
þurft að gefa út.
Greiðslubyrði Byggingarsjóðs-
lána er mun léttari en húsbréfanna
svo kaupendur sjá sér hag i að
hækka verðið og yfirtaka þau.
Verðbréfasalar munu reikna út
gengi og afföll yflrtekinna fast-
eignaveðlána. Seljendur taka tillit
til þess og hækka söluverðið. í
meðfylgjandi töflu er áætlað gengi
og afföll nokkurra lána eftir for-
sendum húsbréfakerfisins.
Verslunarvara
Með húsbréfakerfinu færast for-
sendur verðbréfamarkaðarins á
húsnæðismarkaðinn. Kaupendur
verða að greiða markaðsvexti fyrir
öll húsnæðislán. Húsbréfin bera að
nafninu til.5,75% vexti. Sölugengi
þeirra er þó 92,5 sem jafngildir því
að vextirnir séu raunverulega
6,6%. Mismunurinn er jafnaður
með 7,5% afföllum.
Sama gerist með yfirteknu lánin.
Kaupendum verður ætlað að greiða
af þeim markaðsvexti eins og hús-
bréfunum. Byggingarsjóðslán bera
almennt 3,5% vexti. Það sem vant- -
ar upp á markaðsvexti er jafnað
með því að reikna afföll.
Seljendur reikna þau sem fyrir-
framgreidda vexti. Ekki skiptir
máli þó þpir hafi sjálfir fengið lánin
úr Byggingarsjóði. Seljendur gera
sér fé úr þeim með því að framselja
þau til kaupenda með miklum af-
föllum. Þaö sem hér er lýst tíökast
víöa í löndum þar sem aðstæður á
verðbréfamarkaði ráða vöxtum á
húsnæðislánum.
Margir íslendingar, sem keypt
hafa íbúð í Danmörku, kannast við
aöferöirnar. Fasteignamarkaður
Fjárfestingarfélagsins hafði fyrir
nokkrum árum milligöngu um sölu
íbúða með lágri útborgun á nefnd-
um forsendum. Ekki voru þá allir
á eitt sáttir um ágæti aðferðanna.
Hingað til hefur ekki mátt yfirfæra
forsendur verðbréfamarkaöarins á
almennan húsnæðismarkað. Hús-
bréfakerfið mun breyta.því. Afleið-
ingin verður meðal annars „frjáls
verslun" með hagstæð húsnæðis-
lán sem hvíla á íbúðum.
Stefán Ingólfsson
„Greiöslubyröi húsbréfalána er miklu
þyngri en Byggingarsjóðslána. Því er
hagstæðara að yfirtaka þau en fá ný
húsbréfalán. Áhvílandi lán öðlast verð-
mæti við sölu íbúðar.“