Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 4
4 C M U!KÍ ([ - <r rnqw!!/ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989. Fréttir Kaup Landsbanka á Samvinnubanka: Bjartsýni að málinu Ijúki fyrir áramót - segir Sverrir Hermannsson bankastjóri Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, segir aö það væri mikil bjartsýni aö ætla aö búiö verði að ganga frá kaupum Landsbanka á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum fyrir áramót. „Engu að síður tel ég mjög mikil- vægt að niðurstaða um málið fáist fyrir 1. janúar. Það þarf að eyða allri óvissu." Sverrir vildi ekki greina ná- kvæmlega frá þeim viðræðum sem nú ættu sér stað á milli hans og Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, um kaupin. „Menn eru að bera saman bækur sínar og fara yfir einstaka fyrir- vara.“ - Nú er rætt um að þið viljið lækka kaupverðiö nokkuö vegna fyrir- vara, meðal annars um töpuð útlán Samvinnubanka og lífeyrisgreiðsl- ur hans í því samkomulagi sem gert var í haust en á móti séu Sam- bandsmenn mjög harðir á því að lítiö sé hvikað frá þeim 828 milljón- um sem um var samið. Ber mikið á milh í viðræðum ykkar Guðjóns? „Það álít ég ekki.“ Sverrir segir ennfremur að þessir fyrirvarar hafi augljóslega verið settir til að tryggja hag Lands- bankans og að hann kaupi ekki köttinn í sekknum. - Hvað með skýrslu þá sem Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi, er að vinna fyrir ykkur um fjár- hagsstöðu Sambandsins? „Hann er að vinna þessa skýrslu ennþá. Þetta er meira verk en ætlað var og ég efast um að hún verði tilbúin um áramótin." - En hanga ekki kaupin á Sam- vinnubankanum á niðurstöðu út- tektar Ólafs Nilssonar á Samband- inu? „Ég tel hægt að klára Samvinnu- bankamálið þótt skýrsla Ólafs liggi ekki fyrir.“ -JGH Norðurá í Borgarfirði lækkar í verði og þykir mörgum veiðimanninum kom- inn tími til eftir hækkun á hverju ári. En spurningin er, kemur laxinn í rík- ari mæli? eftir því bíða allir. Glímt við lax í Norðurá og haft betur. DV-mynd G.Bender Dýrasti dagurinn í Laxá í Leirársveit kominn í 46 þúsund - hefur hækkað um 220% á tveimur árum „Það er gaman að sjá að Norðurá, mín á, hefur ekki hækkað neitt, frek- ar lækkað. Þetta hefur ekki gerst í mörg ár, líka kominn tími til, verðið á laxinum lækkar kannski eitthvað á sumari komanda, veiðist eitthvað betur í henni en í sumar,“ sagði einn af félagsmönnunum í Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur í gærdag en jóla- glaðningurinn til félagsmanna í ár var nokkuð lægra verö í nokkrum ám félagsins. Við skulum kíkja nánar á þetta. í Elliðaánum verður hálfur dagurinn á 6250, var á 5000 í fyrra. Brynjudalsá verður frá 4500 til 10.900, var dýrust í fyrra 8900. Laxá í Leirársveit er frá 18.500 upp í 46 þúsund dýrast, var dýrust í fyrra 36.000 þúsund. Gljú- furá í Borgarfirði er frá 6300 upp í 12.200, var dýrust í fyrra 11.800. Langá á Mýrum, það sem Stanga- veiðifélagið ræður yfir, er frá 12.000 þúsund upp í 29.500 fyrir landi Ána- brekku. Svo hafa þeir á fjallinu í Langá og kostar það frá 3000 upp í 17.500. Noröurá í Borgarfirði er frá 7000 þúsund upp í 29.000 þúsund, dýrasti tíminn lækkar úr 31.000. Miðá í Dölum verður frá 2500 upp í 10.400, var dýrust í fyrra 8500. Flekkudalsá í Dölum er frá 10.800 upp í 20.800, var dýrust 16.500 í fyrra. Svartá í Húnavatnssýslu er frá 9000 upp í 23.500, var dýrust í fyrra 19.000 þúsund. Breiðdalsá í Breiðdal er frá 1800 í laxinum uppí 6300, var 6000 dýrast í fyrra. Verð á svæðum í Sog- inu er misjafnt frá 3000 ódýrast á Bíldfellssvæði og dýrast 12.400 á Ás- garðssvæðinu, Sogið var dýrast 10.800 í fyrra. Stórá Laxá í Hreppum er frá 6200 upp í 10.000, var dýrust 7200 í fyrra. Vísitöluhækkun virðist hafa ráðið hækkunum í mörgum ár eins og Brynjudalsá, Miðá og Svartá. En hækkun í Stóru Laxá í Hreppum er samt nokkuð mikil miðað við veiði- von í ánni. G.Bender Eftirlýstur sendiherra Skömmu fyrir jólahátíðina gerð- ust þeir stóratburðir úti í heimi, að Bandaríkj amenn réðust inn í Panama og leituðu uppi Noriega og Rúmenar gerðu gagnbyltingu og hröktu Ceausesco á flótta. Þetta eru auðvitaö heimsviðburðir í hveiju upplýstu landi og helsta umræðu- efiú manna í milli. Hins vegar brá svo við á hinu háa Alþingi, að það var hvorki rætt um Rúmeníu né Panama, hvorki Ceausesco né Noriega, heldur kvöddu mennn sér hljóðs út af þriðja útlendingnum, sem hafði brotiö miklu alvarlegra af sér í augum íslenskra alþingis- manna. Þessi útlendingur var bandaríski sendiherrann, Charles Cobb að nafni, sem hafði lent í því slysi að láta hafa við sig viðhafnar- viðtal í Morgunblaðinu. Þetta við- tal fór svo fyrir brjóstið á sumum alþingismönnum að aðrir atburðir hurfu í skuggann. Cobb sendiherra varð það á að hafa skoöanir. Sendiherrar eru ekki vanir að hafa skoðanir, nema þá helst íslenskir sendiherrar á borð við Hannes Jónsson og Bene- dikt Gröndal. Bensi fékk stöðu- hækkun út á sínar skoðanir en Hannes var rekinn. Ekki er gott að vita hvað verður um Cobb þennan en ljóst er að hann hefur tekið miklu meira upp í sig heldur en bæði Hannes og Benedikt ef marka má uppþotið í þinginu af hans völd- um. Bandaríski sendiherrann talaði aðaliega um að íslenska væri erf- iðari en golfið. Hann talaði líka ögn um veðráttuna og fegurðina og greindina í íslendmgum og ekkert var þetta talið brot á edikettunni, heldur hitt að sendiherrann gat þess í framhjáhlaupi að íslendingar ættu að koma sér upp Varaflug- velli. Þetta mega sendiherrar ekki segja allsgáðir og alls ekki upphátt og allra síst í Morgunblaðinu, sem lesið er af öllum landsmönnum. Nú hafði að vísu heil vika liðið frá því viðtalið birtist og þar til Hjörleifur Guttormsson sá ástæðu til að taka það upp á þingi, svo sá grunur læðist að Dagfara, aö þing- menn séu seinir til lestrar og lesi kannski ekki nærri allir Moggann sem skyldi. Það var nefnilega skoð- un Hjörleifs og raunar forsætisráö- herra sömuleiðis að skoðun sendi- herrans á varaflugvellinum væri gróf afskipti af innanríkismálúm Islendinga og brot á Vínarsamn- ingnum. Charles Cobb er gamall grindar- hlaupari og keppti meðal annars á ólympíuleikunum fyrir Bandaríkin og hefur því haft öðrum hnöppum að hneppa heldur en að lesa Vínar- samninginn. Hann er ekki búinn að vera sendiherra nema í nokkra mánuði og hefur verið upptekinn viö að kynnast íslendingum og hef- ur sjálfsagt haldið að hann væri í fijálsu landi þar sem menn væru sæmilega fijálsir að því að hafa skoðanir. En það er nú heldur bet- ur ekki. Það getur vel verið að fólk- ið í Rúmeníu sé að hrinda ein- valdinum af höndum sér til að fá frelsi til að tala og það getur vel verið að Bandaríkjamenn séu að leita uppi Noriega til að leyfa Pa- namabúum um fijálst höfuð áð stijúka. En öðru máli gegnir um Charles Cobb uppi á íslandi. Hann veit ekki um Vínarsamninginn og hann var ekki búinn að kynnast Hjörleifi Guttormssyni né heldur forsætis- ráðherra sem báðir hafa vökul augu á því hvað menn mega segja og hvað ekki. Þeir líða erlendum sendiherrum ekki að snakka um það í Moggaviðtölum að hér eigi að byggja varaflugvöll eða reisa álverksmiðjur. Útlendingar eiga ekkert með það að bjóða fram að- stoð sína við slík póhtísk viö- kvæmnismál. Þeir Ceausesco og Noriega hafa greinilega ekki vitað um Vínar- samninginn frekar en Cobb. Þá heíðu þeir getað bent löndum sín- um í Rúmeníu og Bandaríkjaher á það, að samkvæmt Vínarsamn- ingnum væri engum leyfilegt að skipta sér af innanríkismálum eða hafa aðrar skoðanir en ráðandi rík- isstjóm. Nú er ekki annað að gera fyrir Hjörleif og Steingrím en að auglýsa opinberlega eftir Cobb. Sendiherrann var nefnilega stung- inn af úr landinu þegar Hjörleifur var búinn að lesa Moggann. Það á að draga þennan eftirlýsta sendi- herra fyrir alþýðusdómstóhnn og hegna honum fyrir að misnota málfrelsið. Ná honum til landsins, dead or alive! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.