Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
lí
Lesendur
'1 ’
Taðreykt eða birkireykt? Hangikjötið jafn gott og gilt í mínum huga, segir hér.
Birkireykt hangikjöt:
Lofar góðu
Þórður Sig. hringdi:
Undanfarin ár hefur mátt heyra og
sjá auglýst „taðreykt hangikjöt".
Þetta virtist fara í taugarnar á sum-
um. Ég man eftir því aö í fyrra las
ég bréf í blaði ykkar, DV, um að það
væri forkastanlegt að auglýsa „tað-
reykt“ kjöt því það þýddi það aö hér
væri notast við hreint sauðatað, og
þaö væri svo sem ekki til að hæla sér
af að undirbúa matvæli með því sem
niður gengur af skepnum.
Ég hafði aldrei lagt þetta niður fyr-
ir mér þannig að verið væri að nota
dýraúrgang til reykingar enda held
ég að það hafi tíðkast hér frá upp-
hafi reykingar á kjöti.
Einhver hefur Úklega bent á að
þetta orð „taðreykt" væri samt ekki
vænlegt til auglýsinga á þessari vin-
sælu kjöttegund því nú er farið að
auglýsa „birkireykt" hangikjöt og
hef ég ekki heyrt það auglýst fyrr en
nú, að SS gerir það. Ég tel þetta vera
rétt viðbrögö hvað sem líður
reykingunni sjálfri og því sem notað
er í eldiviðinn. - Hins vegar held ég
að hvort tveggja sé notað jöfnum
höndum, birki og tað og jafnvel eitt-
hvað enn annað. Hangikjötið er engu
að síður jafn gott og gilt í mínum
huga. Auglýsingamátinn lofar samt
góðu.
Lesendasíða DV hafði samband við
Sláturfélag Suðurlands til að fá úr
því skorið hvaö þar væri notað til
reykingar á kjöti þeirra. - Þar feng-
ust þær upplýsingar að jöfnum hönd-
um væri notað tað, birki og sag en
birkið í meiri mæli en áður var og
því legðu þeir áherslu á að kjötið
væri ekki einungis taðreykt.
Ábendingar um fíkniefnamál:
Er ekki hægt að
treysta nafnleynd?
M.E. hringdi:
Þannig er mál með vexti að maður-
inn minn vann hjá fiskvinnslufyrir-
tæki og starfaði þar sem yfirmaður.
Hann fékk ábendingu um fikniefna-
notkun hjá nokkrum starfsmönnum
fyrirtækisins en án staðfestingar.
Hann ákvað að bíða átekta og fá
sannanir fyrir þessu áður en hann
gerði eitthvað frekar í málinu og
þagði því. Þetta var sl. sumar. í byij-
un desember sl. fékk hann aðra
ábendingu og ákvað þá að láta lög-
regluna vita.
Hann hringdi í fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Keflavík, þar sem um-
rætt mál kom til hennar kasta, og
kærði - en bað um nafnleynd þar sem
þetta var viðkvæmt og ljótt mál.
Lögreglan fór af stað með rannsókn
og viti menn — hún sagði frá því hver
hefði kært! þar með gekk hún á bak
orða sinna varöandi það sem hún
hefur verið að bjóða fólki í svona
málum - nefnilega nafnleynd.
Mál þetta fór svo að maðurinn
minn var rekinn úr vinnu fyrirvara-
laust. En þeir sem kærðir voru eru
enn starfandi.
Mig langar að þakka lögreglunni
fyrir að hafa orðið þess valdandi að
maðurinn minn missti vinnuna og
mannorð sitt sem yfírmaður og tel
rétt að beina þeim tilmælum til fólks
sem ekki hefur áður bent yfirvaldinu
á svona nokkuð að segja ekki til
nafns síns eða hreinlega að nota dul-
nefni svo að það eigi ekki það sama
á hættu. Ég get ekki séð aö hægt sé
aö treysta lögreglunni fyrir nafn-
leynd í svona málum.
Mórall af umframeyðslu
Hörður Andrésson skrifar:
Þaö er hreint hroðalegt, þegar hátíö
ljóss og friðar gengur í garð, aö hún
skuh þurfa að kollsteypa þjóðinni.
Fólk kaupir sér aðventuljós og velur
sér (mest fyrir tilviljun) eina
ákveðna tegund, sjö arma ljósastiku.
Á nokkrum dögum logar borgin með
sams konar ljósum, rétt eins og hér
sé skyndilega komið á fót gyðinga-
samfélag. - Og þannig hefur þaö ver-
ið undanfarin ár.
Eins og alþjóð veit er enginn maður
með mönnum, nema hann geti eytt
tugum þúsunda í jóla- og nýárstil-
stand. Fólk leitar sérstaklega á náöir
félagsstofnana einmitt á þessum árs-
Hringið í síma
ATH. Nafn og sími verður
að fylgja bréfum.
tíma til að geta tekið þátt í kapp-
hlaupinu. Þess verður áreiöanlega
ekki langt að bíða að kosinn verði
„eyðslukóngur" hátíöarinnar!
Svo þegar þjóðarsálin má loks vera
að því að setjast niður bölvar hún
ráðamönnum lands og þjóðar í sand
og ösku. Þeir eru ábyrgir fyrir því
aö mjólkurlítrinn er kominn yfir 70
krónur og tæpast hægt að eiga fyrir
salti í grautinn.
Þessi þjóð ætti sem minnst að tala
um þjóðargjaldþrot, eöa að það megi
rekja til „skríplanna" á Alþingi, eins
og sumir taka til orða. Þjóðin kaus
þá. Svo einfalt er það.
Það hlýtur að vera hægt að minn-
ast frelsarans og fagna nýju ári án
þess að tæma heilu verslanirnar,
hvort sem þær heita Kringlan eða
ÁTVR. - Og brjóta svo allt lauslegt í
kringum sig og bramla á áramóta-
fagnaði út af móral vegna umfram-
eyöslunnar!
ÍS - SHAKE - HAMBORGARAR - PYLSUR - SAMLOKUR
ALLT í FERÐALAGIÐ
HkAUPSTAMJR
A1IKLIG4RDUR
ÍMJÓDDOG EDDUFELLI MARKAÐUR VIÐSUND ■ VESTURÍBÆ
ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI