Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
29
Skák
Jón L. Arnason
Hér er dæmi um hrikalega yfirsjón frá
opna mótinu á Mallorca fyrr í mánuðin-
um. Staðan kom upp í skák sovésku stór-
meistaranna Dorfmans og Sveshnikovs,
sem hafði svart og átti leik er hér er kom-
ið sögu:
Svartur á sterka stöðu en nú varð hon-
um illilega á í messunni: 31. - Rb8?? og
hvítur svaraði að sjálfsögðu með 32. Bxa8
og fór þar biskup fyrir lítið. Skákin tefld-
ist áfram 32. - Rdc6 33. Bxc6 Hxd2 34.
Be4 Hxa2 35. Bc2og hvítur ætti að vinna.
Sveshnikov var hins vegar ekki af baki
dottinn og tókst að lokum að snúa á Dorf-
man og vinna skákina þrátt fyrir afléik-
inn! Þaö varð með þeim hætti að eftir
mikii mannakaup réðu drottning hvíts
og biskup ekki við drottningu svarts og
frelsingjann framsækna á a-línunni.
Bridge
Lítil vandamál virðast blasa við suðri
í fjórum hjörtum, en Norður og Suður
ná hjartageiminu á aðeins helming punk-
tanna. En gæta verður að við úrspihð,
enda gefa sagnir andstæðinganna nokkra
vísbendingu. Sagnir gengu þannig, vest-
ur gaf, enginn á hættu:
* G7
V D5
♦ G10942
+ ÁDG5
* Á98652
¥ --
♦ ÁK3
+ 10863
N
* K3
V Á862
♦ D8765
+ 94
* D104
V KG109743
♦ -
+ K72
Vestur Norður Austur Suður
1* Pass 2* 2»
24 S* Pass 4»
Pass Pass Dobl P/h
Útspil vesturs er tígulás sem sagnhafi
trompar. Þaö virðist við fyrstu sýn sem
aðeins séu þrír gjafaslagir í spilinu, en
málin eru ekki alveg svo einfóld. Vestur
á líklega 6 spaða, og austur má þvi ekki
fá spaðatrompun. Besta leiðin til aö forða
því er að spila sjálfur spaða á meðan
lijartadrottning er enn í blindum. Austur
á líklega hjartaásinn úr þvi hann doblaði.
Besta vömin hjá austri er að drepa á
spaðakóng og spila lágum tígli til baka.
Aftur trompar sagnhafi, og nú er nokkur
hætta í spilinu ef austur á öll trompin sem
úti em. Sagnhafi getur skoðað það með
því að spila hjartaníu. Austur verður að
gefa þann slag. Þá spUar þú enn spaða
og vestur gerir best í því að drepa og
spúa tígli, sennilega hinum hámanni sín-
um. Sagnhafi trompar, hefur ekki efni á
að taka trompin og verður því að spUa
laufi á gosa og trompsvina tígli (og henda
laufi). Síðan kemur lauf á kóng og spaða
trompaður með hjartadrottningu og
þannig nást tiu slagir. Ef tigullinn liggur
4-4, fást aUtaf 3 slagir á lauf.
Krossgáta
Lárétt: 1 dys, 5 blunda, 8 birta, 9 fljót-
um, 10 brask, 11 ilmefni, 13 tvíhljóði,
14 eyða, 15 saur, 17 kyrrð, 18 vargur,
21 drabb, 22 róta.
Lóðrétt: 1 draugur, 2 pláss, 3 tré, 4
fjarstæða, 5 snáfa, 6 espa, 7 kurteis,
12 blóma, 14 hnöttur, 16 ílát, 19
íþróttafélag, 20 leit.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 kák, 4 ugga, 8 írar, 9 rás,
10 fá, 11 fróma, 13 ætlaði, 15 stigi, 17
st, 18 tal, 20 ansa, 21 alls, 22 nam.
Lóðrétt: 1 kíf, 2 árátta, 3 kafli, 4 urra,
5 gróðinn, 6 gá, 7 asa, 12 missa, 13
æsta, 14 stam, 16 gas, 19 11.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnaríjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvUið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan simi
11666, slökkviUð 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: SlökkvUið simi 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreiö 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 22. desember-28. desemb-
er 1989 er í Háaleitisapóteki og Vesturbæj-
arapóteki.
Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Simi 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og tU skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
■Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin ér opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu tU kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 tU 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráöleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsmgar um lækna og
lyfjaþjónustu em gefnar i símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimUislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeUd) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, simi 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliöinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heiinsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartimi
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtah og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsinsr Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifilsstaðaspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Vísir fyrir 50árum
Miðvikudagur 27. desember.
Finnar sækja fram til Murmansk
járnbrautarinnar.
Rússar skelkaðir. Yfirherráðið kvatt saman í skyndi.
Spakmæli
Hógværð er eina agnið sem dugar ef
þú leitar eftir hrósi.
Philip Chesterfield.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar-
tími safnsms er á þriðjud., fimmtud.,
laugard. og sunnud. frá kl. 14—17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi.
Uppl. í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðaisafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Allar deildir eru lokaðar á laugard. frá
1.5.—31.8.
Listasafh Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í Igallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-18 og eftir
nánara samkomulagi í síma 52502.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiöjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud.,
fimmtud., laugardaga og sunnudaga, kl.
11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfiörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
fiamames, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533.
Hafnarfiörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Líflínan. Ef þú hefur áhyggjur eða
vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma
62-37-00. Líflínan allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 28. desember
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú lendir i einhverju spennandi verkefni í dag. Gerðu nán-
ast hvað sem er til að veijast því aö flækjast inn í deilumál
annarra.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Njóttu heppni þinnar á meðan tími gefst. Það er ekki vist
að þaö standi svo lengi. Einbeittu þér að því að gleðja fiöl-
skylduna.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú ættir að leggja aðaláherslu á fiölskyldu og vini í dag.
Reyndu að vera á ljúfu nótunum. Happatölur eru 11,17 og31.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Þú verður að sætta þig við að vera til reynslu í einhveiju.
Gerðu þitt besta og þú færð hól fyrir. Bíddu ekki með ákvörð-
un sem þarf að taka.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú fréttir af tækifæri til að heimsækja stað sem þig langar
að koma til. íhugaðu málið áður en þú tekur endanlega
ákvörðun.
Krabbinn (22. júní-22. júli):
Það verður mikið að gera hjá þér í dag og þú ert ekki alveg
öruggur með það sem þú ert að gera. Það er góð hugmynd
að fara snemma í rúmið.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú ert mjög viðkvæmur í dag og sérstaklega vamarlaus ef
þú lendir í tilgangslausu rifrildi. Haltu sambandi við gamla
vini.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú lendir í smáklípu í umræðum, sennilega varðandi ákvörð-
un sem þú þarft að taka með öðrum. Þú þarft að skipuleggja
viðskipti fram í tímann. Happatölur eru 7, 15 og 35.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Allt bendir til þess að þú ert mjög léttur gagnvart peningum.
Varastu að eyða um efni fram. Þú gætir lent í vandræðum
þegar að skuldadögum kemur.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Einhveijar breytingar heimafyrir gætu leitt til þess að þú
hafir meiri tíma fyrir sjálfan þig. Varastu að ýkja eitthvað,
því einhver veit lengra en nef hans nær.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú verður aö vera þolinmóður gagnvart einhveijum sem
hefur verið erfitt að eiga við. Aðstæðumar geta þrýst á skjót-
ar ákvarðanir.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú ættir ekki að taka alvarlegar ákvarðanir fýrr en seinni
partinn þegar um fer aö hæjast hjá þér. Gefðu fiölskyldumál-
unum sinn tíma.