Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUÐAGUR 27. DESEMBER 1989. Utlönd Páfi biður fyrir Rúmenum I jólamessu sinni í Páfagarði í gær bað Jóhannes Páll páfi II. sérstak- lega fyrir Rúmenum sem fögnuðu nú jólunum þrátt fyrir mikið mann- fall síðustu daga. Sfmamynd Reuter Jóhannes Páll páíi II. baö sérstaklega fyrir Rúmenum er hann flutti jólamessu sínaí Páfagaröi ájóladag. Á Péturstorginu höföu safhast sam- an þúsundir manna sem-hlýddu á ávarp páfa en hann flytur þar ávarp tvisvar á ári. Jólaræðu páfa var sjónvarpað eða útvarpað til rúmlega fimmtíu landa, þar á meðal í fyrsta sinn til Austur-Þýskalands. í ræðu sinni óskaði páfi Rúmenum gleðilegrar hátíþar á þeirra eigin tungumáli. í ár fögnuðu Rúmenar jólunum án íhlutunar yfiryalda í fyrsta sinn í 45 ár. Hið sama má segja um fleiri austantjaldsríki. { Þýskalandi fögnuðu íbúar beggja hluta Berlínarborgar jólunum með því að flykkjast yör landamærin í þúsundatali. Hvetur til fyrirgefningar Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, hvatti gyðinga um heim all- an til að fyrirgefa naistum ógnarverk þeirra í síðari heimsstyrjöldinni en þá voru sex milljónir gyðinga myrtar. Jafnframt því hélt biskupinn áfram gagnrýni sinni á hernám ísraela á vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Biskupinn, sem var í heimsókn í ísrael um jólin, kvaðst mundu halda gagnrýni sirrni á stjórnvöld í ísrael áfram jafnvel þó það þýddi að hann þyrfti að þola svívirðingar. Tutu, sem hlaut friöarverðlaun Nóbels árið 1984, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við baráttu Palestínumanna gegn ísraelum á herteknu svæðunum en uppreisnin þar hefur nú staðið Á þessari loftmynd af Chorillo hverfi í miöborg Panama sést hvernig umhorfs er eftir vikulanga bardaga milli stuðningsmanna Noriegas, fyrrum leiðtoga, og bandarískra hermanna. Hverfið fór illa ut úr bardögum en höfuð- stöðvar Noriegas eru einmitt í þessu hverfi. Símamynd Reuter Sleppur Noriega við framsal? á annað ár. - bandarískir embættismenn segja samkomulag líklegt Kuldaboii ógnar ávöxtunum Baendur t Flórída i Bandaríkjunum óttast nú um appelsinuuppskeru sina í kjölfar mikilla kulda i fylkinu. Slmamynd Reuter Verð á frosnum appdfsínusafa rauk upp úr Öllu valdi í gær í kjölfar mikilla kulda i Flóridafylki í Bandaríkjunum síðustu daga. Næturfrost í þessu fyJki ávaxtanna getur leitt til þess aö sumir ávaxtabændur missi eina af hverjum flmm appelsínum. Bændur í Flórida framleiða áttatíu prósent allrar uppskeru sitrusávaxta í Bandaríkjunum. { gær sagði Doyle Conner, landbúnaðarráðunautur Flórída, að aðeins einn íimmti hluti allrar appelsínuuupskeru ársins heföi verið unninn. Appelsínubændur hafa unniö dag og nótt vlð að bjarga appelsínunum frá næturfrostinu. Samuel Becketf látinn írski leikrita- skáldsagnahöfund- urinn Samuel Beckett lést á sjúkra- húsi í París á föstudag og var bor- inn til grafar í gær. Beckett, einn helsti fjarstæöustefnumaður sam- tímabókmenntanna, lést úr öld- runar- og öndunarsjúkdómum. Þekktasta vek Becketts, „Waiting for Godot“ - sem hann hóf að skrifa árið 1948 - hafði mikil áhrif á verk heillar kynslóðar höfunda sam- tímans, s.s. Harold Pinter og Tom Stoppard. Fyrsta uppfærsla á „Wa- iting for Godot" var árið 1953 og voru gagnrýndendur ekki á einu máll um ágæti þess. En þetta verk gerði hann heimsfrægan og færði honum tókmenntaverðlaun Nób- els árið 1969. Beckett lifði alla ævi {jarri skark- ala heimsins. Hann fæddist í Dubl- in áriö 1906 en flutti til Parísar árið 1938 þar sem hann kynntist konu sinni, Suzanne. Hún lést fyrr á árinu. Becett forðaðist ætíð þá athygli sem fylgir heimsfrægð og veitti til dærnis aldrei blaðaviðtöl né tók á móti nóbelsverðlaununum. Tilkynningin um lát hans kom eftir að útförin haíðífariðfram. Keuter írska leikritaskóldlð og nóbels- verólaunahafínn Samuel Beckett lést á föstudag, 83 ára aö aldri. Sfmamynd Reuter Hin nýja forysta Panama. Frá vinstri: Ricardo Arias Calderon, einn varafor- seta, Guillermo Endara forseti og Guillermo Ford, einn varaforseta. Simamynd Reuter Bandarísk stjórnvöld þrýsta nú á ráðamenn í Páfagarði aö neita bón Manuels Antonio Noriega, fyrrum leiötoga Panama, um pólitískt hæli. Noriega leitaði hæhs í bústað fufltrúa Páfagarðs í Panama, Juan Sebastian Laboa, á aðfangadag eftir að hafa fariö huldu höfði í fimm daga. Leið- toginn fyrrverandi lagði á flótta fljót- lega eftir að Bandaríkjaher gerði innrás í landið fyrir réttri viku. Bandarískir hermenn hafa nú slegið hring um sendiráð Páfagarðs til að koma í veg fyrir að Noriega reyni að laumast burt, að því er talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins skýrði frá í gær. í fréttum bandarisku sjónvarps- stöövarinnar CBS í gærkvöldi sagði aö Noriega væri ekki einn síns hðs í sendiráðinu heldur væru um tuttugu stuðningsmanna hans með honum, þar á meðal tíu er vel gætu veriö vopnum búnir. Lögfræðingur Nori- egas í Bandaríkjunum sagði aftur á móti að 38 stuðningsmenn Noriegas væru með honum í sendiráðinu en enginn þeirra væri vopnaður. Framsai ólíklegt Bandarískir embættismenn eiga í viðræðum við fulltrúa Páfagarðs um þá kröfu Bandaríkjastjómar að Nori- ega verði framseldur til Bandaríkj- anna. Þar er hann eftirlýstur fyrir aðild að eiturlyfjasölu og hafa ákær- ur á hendur honum verið lagöar fram í bandarískum dómstólum í Floridafylki. Þó Páfagarður hafi ekki gert framsalssáttmála við erlend ríki hafa sendiráð Páfagarðs veitt ein- staklingum, er segjast hafa sætt póli- tískum eða trúarlegum ofsóknum, hæli, að minnsta kosti til bráða- birgða. En Bandaríkjamenn fara fram á að beiðni Noriegas um póh- tískt hæh verði hafnað því að hæli skuli einungis veita þeim er sætt hafa pólitískri undirokun eða trúar- legum ofsóknum. Einn talsmanna Páfagarðs sagði í gær að viðræður um framtíð Norieg- as héldu áfram en vildi að öðru leyti ekki ijá sig um málið. Á mánudag sagði helsti talsmaður Páfagarðs að Noriega hefði ekki verið veitt hæli en bætti jafnframt við að hann bygg- ist ekki við að hinn fallni leið- togi yrði framseldur til Bandaríkj- anna. Sleppur Noriega? Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði í gær að markmið Bandaríkja- stjórnar væri að tryggja að Noriega yrðu dreginn fyrir rétt. En í fréttum CBS í gærkvöldi sögðu embættis- menn Bush-stjómarinnar að þeir byggjust við að samningar næðust milli Noriega og Bandaríkjastjórnar - jafnvel í dag - og myndu þeir samn- ingar heimila Noriega að fara úr landi og leita hælis einvers staðar annars staðar. Slíkt myndi þýöa að leiðtoginn fyrrverandi þyrfti ekki að koma fyrir rétt, hvorki í Bandaríkj- unum né Panama. í fréttinni var sagt að bandarískir embættismenn óttuð- ust að réttarhöld yflr Noriega myndu leiöa í ljós eitthvað miður þægilegt fyrir bandarísku leyniþjónustuna en Noriega var eitt sinn starfsmaður hennar. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði á fundi með blaðamönnum í gær aö markmiðum innrásarinnar í Panama - að handtöku Noriegas tmdanskilinni - hefði verið náð. Hann vildi þó ekki tjá sig um hversu lengi þeir tólf þúsund bandarísku hermenn, sem sendir voru til lands- ins í síðustu viku, yrðu í Panama. Svo virðist sem barátta stuðnings- manna Noriegas hafl verið brotin á bak aftur eftir vikulanga harða bar- daga en hemaðaríhlutun Banda- ríkjahers, þeirrar viðamestu af hálfu ' Bandaríkjanna síðan í Víetnamstríð- inu, hófst aðfaranótt síðasliðins miö- vikudags, 20. desember. Rúmlega þrjú hundruð týndu lífi í þessum bardögum, þar af tæplega tvö hundr- uð panamískir hermenn. Bandaríkjamenn hyggjast frysta flármuni þá sem Noriega á í bönkum víðs vegar í heiminum, aðallega þó í Evrópu, til að koma í veg fyrir að hann geti nálgast þá, Segja Banda- ríkjamenn að hann eigi um tíu millj- ónir dollara á reikningum víða um heim, peningar sem hann hefur sankað að sér með eiturlyflabraski. Lífið í eðlilegt horf Líf er nú sem óðast að færast í eðli- legt horf í Panama eftir vikulanga, harða bardaga. íbúar Panamaborgar sneru tfl vinnu á nýjan leik í gær. Landið lýtur nú stjórn Guillermo Endara, fyrrum forsetaframbjóð- anda, en hann sór embættiseið fyrir viku. Að mati fréttaskýrenda er stóra spumingin nú hvort Endara geti staðið á eigin fótum án hemaöarað- stoðar Bandaríkjanna. Þeir segja að í kjölfar innrásar Bandaríkjahers þurfl Endara að kljást við vaxandi efnahags- og félagsleg vandamál. Framundan bíður hans erfitt verk, að tryggja sig í sessi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.