Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989. 27 Lífsstoi Svíþjóð: Óná- kvæmar mælingar á blóð- þrýstingi Taliö er aö um 200 þúsund Svíar neyti að staðaldri blóðþrýstingslyfja að óþörfu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð hefur verið á þeim aðferðum sem beitt er í dag við að mæla blóðþrýsting. „Það er ekkert athugavert við blóð- þrýsting þessa fólks heldur er að- feröin sem beitt er við mælingarnar ónákvæm," er haft eftir Mikael Stolt, sérfræðingi í Stokkhólmi, um þetta mál. Rannsóknin náði til 48 sjúklinga á efri árum. Samkvæmt hefðbundnum mæhngum reyndust 15 þeirra vera með of háan blóðþrýsting. Nákvæm- ar mælingar leiddu hins vegar í ljós að einungis 4 þeirra þurftu að taka inn lyf tii að hamla gegn blóðþrýst- ingnum. Alls neyta um 700 þúsund manns blóðþrýstingslyfja í Svíþjóð í dag. Samkvæmt þessum niðurstöðum gera 200 þúsund þeirra þaö aö óþörfu. -Pá Neytendur Gegn blý- mengun Danska umhverfismálaráðuneytið hefur s'ett á laggirnar mikla herferð gegn blýmengun sem beinist að því að draga úr notkun blýs í umhverf- inu. Reynt verður í auknum mæli að safna saman notuðu blýi og leitað leiða til að nota aðra málma í stað blýs þar sem því verður við komið. 25.000 tonn af blýi eru notuð í Dan- mörku árlega. Bent er á eitt dæmi þar sem nota mætti annan málm í staö blýs en þaö er í innsiglum á vínflöskum. Einnig er unnið að rann- sókn á þvi hvort nota mætti annan málm í högl og byssukúlur. „Blý er heilsuspillandi fyrir fólk og hættulegt umhverfmu. Því verð- um við að útrýma notkun þess með öllum ráðum,“ segir Lone Dybkjær umhverfismálaráðherra. Blý skaðar miðtaugakerfið og getur valdið sjúkdómum í börnum og ófrjó- semi í fullorðnu fólki. -Pá Öllum kemur saman um að græn- meti og ávextir séu nauðsynlegir þættir í fæðunni og að til þess að halda heilsu ætti fólk að borða bæði grænmeti og ávexti með hverri ein- ustu máltíð. í Bandaríkjunum er hrátt salat borið fram með hverri máltíð og jafn- an borðað á undan aðalréttinum en ekki með honum eins og við gerum á íslandi. Salatið þarf ekki alltaf að vera fjölbreytt, t.d. nægir að bera fram tvær tegundir grænmetis, smátt skorið grænt salat og tómat- sneiðar. Þar með er komið salat, hollt og hressandi. Stundum er maöur latur og hrein- lega nennir ekki að verka einhver ósköp af grænmeti í salat. Þá er gott að vita að það er prýöilegt að bera fram fáar tegundir, aðeins ef þær eru ferskar og nýskomar er tilganginum náð. Öfug röð á réttunum Sá siður að borða salatið á undan aöalmáltíðinni er í tengslum viö meltingarkeðjuna. Meltingarfærin melta hráa grænmetið auðveldar og fljótar en kjöt og fisk og því er betra að það sé á undan í gegnum þarm- ana. Sömu sögu er að segja um ávext- ina. Það er betra að borða þá á undan aöalréttinum en ekki á eftir sem ábætisrétt, eins og langalgengast er á íslandi og í öðrum Evrópulöndum. Nema ef hægt er að láta líöa nokkurn tíma á milli aðalréttarins og ávaxta- eftirréttarins. Fyrst þegar ég kynntist þessari, að því er mér fannst, öfugu röð á réttun- um hér kom það mér spánskt fyrir sjónir en eftir að ég heyrði ástæðuna skildi ég þetta. Þrátt fyrir það hef ég þráast við og ekki breytt niðurröðun- inni á réttunum hjá mér. Við borðum því ávextina langoftast sem eftirrétt en þeir eru á borðum hvern einasta dag. Líklega meira úrval á íslandi Þegar þetta er skrifaö er ekki eins mikið úrval af ávöxtum hér í mat- vöruverslunum og fyrr í sumar. Mér er ekki grunlaust um að meira úrval sé í ávaxtaborðinu í íslenskum versl- unum heldur en hér í St. Cloud. En við höfum örugglega vinninginn ef farið væri í samkeppni um lægsta verðið. Þessa dagana ber mest á alls kyns eplategundum, perum, plómum, an- anas og vínberjum. Nú eru tii hér mjög falleg blá vínber sem ég hélt fyrst að væru risastór bláber. Þetta reyndist þá vínberjategund sem heit- ir Concord og féll mér bragðið alls ekki í geð. Bragðið minnti einna helst á ilmvatn. Enn er til gott úrval af melónum, bæði cantalópum, hunangsdaggar- melónum og vatnsmelónum. Hind- berin eru ókaupandi vegna verðsins og einnig eru þau oft skemmd í körf- unni (lítil karfa kostar 3 dollara). Jaröarberin (innflutt frá Kaliforníu) eru ekki góð lengur þótt verðið sé sæmilegt eða um 1,99 dollarar. Appelsinu- og greiptré í garð- inum Appelsínu og greipuppskeran er alveg á næsta leiti. Við eigum appel- sínutré í garðinum og greinarnar svigna undan uppskerunni en þær eru enn nærri grænar á litinn. Við erum líka með gríðarlega stórt greip- tré og sýnist mér að uppskera af því verði góð. Ejkki vildi ég nú samt hafa það sem atvinnu að rækta greip. Þeg- ar háuppskerutíminn er, eftir ára- mótin, má fá tíu stykki fyrir einn dollar. Raunar er ein nýtínd appelsínuteg- und komin á markaöinn nú þegar. Auðvitað eru til hér appelsínur allt árið um kring en þær eru fluttar hingað frá Kaliforníu. En sem sann- kallaðir Floridabúar viljum við held- ur okkar eigin appelsínur. Til allrar hamingju er hér alltaf til kíwí, þessi skemmtilegi ávöxtur, sem gefur hvaða salatskál sem er bæði lit og bragð, en viö lærðum að borða og meta kíwí á íslandi. Ekki veit ég hvenær aöaluppskerutími kíwís er en núna eru 6 stykki seld fyrir 1,90 dollara. Daglegt ávaxtasalat hjá okkur þessa dagana samanstendur því af cantalópu, eplum, vínberjum, banön- um og kíwí. Stundum látum við an- anas saman við (ýmist ferskan eöa niðursoðinn). Döðlur og hnetur eru ákaflega góð viðbót við salatskálina og fyrir kemur að við bætum fáein- um niðursoðnum kirsuberjum út í, rétt aðeins til þess að fá rauðan lit á skálina. Maður fær aldrei leiða á græn- metis- og ávaxtasalati og þaö kemur fyrir að það er öll máltíðin hjá okk- ur. Við sleppum þá fiski og kjöti og okkur líður afar vel eftir slíka mál- tíð. En þess á milli fáum við okkur kjöt eða fisk eins og hverjir aðrir sársvangir íslendingar. Anna Bjarnason St. Cloud, Florida FLUGELDASALA FJÖLSKYLDUPOKAR - 4 GERÐIR BLYS - ORGEL - GOS ALLAR STÆRÐIR FLUGELDA VERÐ OG GÆÐI VIÐ ALLRA HÆFI FRAMHEIMILIÐ VIÐ SAFAMÝRi SÍMAR 680342/680343 SKIPHOLT 21 (HORNI NÓATÚNS) Miðvikudagur27. des.......................kl. 13-20 Fimmtudagur28. des........................kl. 10-22 Föstudagur 29. des........................kl. 10-22 Laugardagur 30. des.......................kl. 10-22 og að sjálfsögðu gamlársdagur, sunnudagurinn 31. des.....................kl. 10-16 KRINGLAN í NÝJA MIÐBÆNUM Fimmtudagur 28. des.......................kl. 10-19 Föstudagur 29. des........................kl. 10-19 Laugardagur 30. des.......................kl. 10-16 VEIÐIVON, LANGHOLTSVEGI 113 Miðvikudagur 27. des......................kl. 14-19 Fimmtudagur 28. des.......................kl.10-19 Föstudagur 29. des. kl. 10-19 Laugardagur 30. des........................kl. 10-16 VISA/EURO ÁVÍSANIR GEYMDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.