Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
25
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Amold
Schwarzenegger
hefur unniö mál gegn breska
blaðinu News of the World. Var
blaðið dæmt til að greiða honum
fjárupphæð sem enn hefur ekki
verið ákveðin, borga allan máls-
kostnað og birta leiðréttingu á
fréft í blaöinu sem fjallaði um að
Schwarzenegger væri laumu-
nasisti og leynilegur aðdáandi
Adolfs Hitlers. Var fyrirsögnin á
greininni. Nasistaleyndarmál
Hollywoodstjörnu. Schwarzen-
egger, sem er austurrískur og
fyrrverandi heimsmeistari í vaxt-
arrækt, er eins og fleiri af hans
kynslóð sem ólust upp í þýsku-
mælandi löndum viðkvæmur fyr-
ir ásökunum sem viðkemur nas-
istum.
Eddie Murphy
hefur veriö sakaður um ritstuld.
í kvikmyndinni Coming to Amer-
ica er Murphy sagður hafa átt
hugmyndina af handritinu. Stað-
reyndin er sú að hann stal henni
upp úr grein sem húmoristinn
Art Buchwald skrifaði en hafði
ekkert fyrir því 'að fá samþykki
dálkahöfundarins. Lögfræðingur
Buchwald hefur farið fram á
fimm milljón dollara í skaðabæt-
ur frá Paramount-fyrirtækinu.
Segir lögfræðingurinn að para-
mount hafi vitað að hér var um
ritstuld að ræða en ekki þorað
að mótmæla eða gera samning
við Buchwald af ótta við að
móðga Eddie Murphy. Greinin
sem Buchwald skrifaði hét King
for a Day og var skrifuð 1983.
Zsa Zsa Gabor
er iðin við að koma sér í fjöl-
miðlana. Að undanfórnu hefur
hún verið í fréttum út af málaferl-
um vegna þess að hún kýldi blá-
saklausa löggu sem var að sinna
skyldustörfum. Málaferh þessi
vöktu mikla athygh og fékk hún
tilboð um að leika í kvikmynd
vegna ahs umtalsins. Hún var þó
ekki lengi í starönu því að hún
var rekin samdægurs. Framleið-
andinn, sem er arabaprins, lét
undan kröfum hennar um að hár-
greiðslumeistari hennar yrði á
launaskrá en þegar hann frétti
af því að hún hefði sagt að hann
væri óáreiðanlegur og stæði ekki
við orð sín varð honum nóg boöið
og rak hana.
Fimmtugsafmæli
sendiherrans
Kjartan Jóhannsson, sendiherra í Genf, varð fimmtugur síöastliðinn þriðju-
dag. Kjartan, sem er fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og formaður Al-
þýðuílokksins, var í Genf við skyldustörf á afmælisdaginn sinn en kom heim
í síðustu viku og hélt afmælishóf í Gatlinum í Hafnarfirði. Þar tóku hann
og eiginkona hans, Irma Karlsdóttir, á móti gestum sem fjölmenntu í veisluna.
Ljósmyndari DV tók meðfylgjandi myndir í afmæhsveislunni.
Matthias Á. Mathiesen alþingismaður óskar Kjartani Jóhannssyni til ham-
ingju með afmælið. Matthías er þingmaður Reykjaneskjördæmis en það
er sama kjördæmi og Kjartan var þingmaður fyrir í ellefu ár.
Hér ræðast þeir við, Leifur Blumenstein byggingarverkfræðingur, Guðmund
ur G. Þórarinsson alþingismaður, Þorsteinn Ólafsson hagfræðingur og Ólaf-
ur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekanda.
Fyrir miðju er Stefán Jónsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnar-
firði. Að baki hans er Herdis Þorvaldsdóttir leikkona og til hliðar við þau
eru Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu og Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður.
Tveir fyrrverandi alþingismenn takast í hendur, Kristín Halldórsdóttir og
Kjartan Jóhannsson. DV-myndir KAE
STXMFLAR
^^BamKvæmT óeióm logmanns gero;
MLeiöanda heimilar fógeti vörslusvip
gmaður ger
SAMTÖK ALÞJÓÐLEGU
FLUTNINGAFÉLAGANNA
Páll Pétursson
M ,
nty 4913
Eigendur fyrirtækja athugið.
Tími VSK rennur nú
senn upp!
Þá vantar þig stimpil
með VSK.-númerinu.
Búum til stimpla meö hraöi.
STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNAR HF.
SÍMI: 91-11640 — FAX: 91-29520