Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
Fólk í fréttum
Þórhallur Sigurðsson - Laddi
Þórhallur Sigurðsson - Laddi, dag-
skrárgerðarmaöur, leikari og tón-
listarmaður er samkvæmt nýjustu
skoðanakönnun DV skemmtilegast-
ur íslendinga.
Laddi er fæddur í Hafnarfirði 20.1.
1947. Hann hóf nám í húsgagnasmíði
og var um tíma fasteignasölumaöur,
afgreiddi í Karnabæ og var sviðs-
maöur hjá Sjónvarpinu. Laddi hefur
verið skemmtikraftur síðustu tutt-
ugu ogfimm árin, fyrst jafnhliða
öðrum störfum en siðan eingöngu
sl.fimmtán ár.
Kona Ladda er Sigurrós Marteiqs-
dóttir, starfsstúlka á dagheimili,f.
7.8.1948. Hún er dóttir Marteins
Böðvars Björgvinssonar, húsgagna-
smiðs í Reykjavík, og Kristínar Guð-
laugsdóttur matráðskonu.
Laddi og Sigurrós eiga þrjá syni.
Þeir eru Marteinn Böðvar, verka-
maður i Reykjavík, f. 21.8.1%6,
ókvæntur; ívar Örn, starfsmaður
Borgarleikhússins, f. 25.8.1969,
ókvæntur, og Þórhallur, f. 24.3.1983.
Alsystkini Ladda eru fjögur. Þau
eru Haraldur, sölustjóri í Jöfri, f.
5.6.1942, kvænturRagnhildi Ólafs-
dóttir og eiga þau tvö böm; Valgarö-
ur, lögfræðingur í Reykjavík, f. 14.5.
1943, kvæntur Elísabetu Kristjáns-
dóttur og eiga þau þrjú börn; Her-
móöur, prentari í Reykjavík, f. 26.9.
1945, kvæntur Önnu Ólafsdóttur og
eigaþautvö böm.
Hálfsystkini Ladda samfeðra eru
Kristján, trésmiður í Keflavík, f.
29.1.1942; Guðjón, trésmiður á
Hellu, f. 7.2.1954; Sigríður Járngerð-
ur, bankamaður í Reykjavík, f..24.9.
1955; Guðbjörg, f. 2.11.1958 og Ágúst,
f. 31.10.1964.
Foreldrar Ladda eru Siguröur
Haraldsson, trésmiður, bóndi og
hestamaður í Kirkjubæ á Rangár-
völlum, f. að Tjömum undir Eyja-
tjöllum 20.4.1919, og fyrsta kona
hans, Una Huld Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. í Hafnarfirði21.3.1918.
Una er dóttir Guðmundar, verka-
manns í Hafnarfirði, bróður Jóns,
afa Jóhanns Þorbergs, föður Val-
gerðar Önnu, fréttamanns á ríkisút-
varpinu. Guðmundur er sonur Jó-
hanns, b. á Saurum í Dýrafirði,
bróður Benedikts, langafa Ragnars
Tómassonar, hrl. ogfasteignasala.
Jóhann var sonur Samsonar, b. og
hreppstjóra á Brekku í Dýrafirði,
bróöur Jósafats á Kirkjufelli, lang-
afa Fríðu Proppé. Samson var sonur
Samsonar, skálds og síðast b. í Hóla-
hólum á Snæfellsnesi, eins af líf-
vörðum Jörundar hundadagakon-
ungs, bróður Jakobs, langafa Sig-
urðar Eggerz ráðherra, og Ragn-
hildar, móður Kristjáns Thorlacius,
fyrrv. formanns BSRB. Jakob var
einnig langafi Búa, föður Ásgerðar
veflista-konu. Samson var sonur
Samsonar, skálds í Klömbru, Sig-
urðssonar, bróöur Jónasar, langafa
Karls, föður Guðlaugs Tryggva hag-
fræðings. Samson í Klömbru var
sonur Sigurðar, b. í Klömbru Jóns-
sonar, í Ósum á Vatnsnesi, Sigurðs-
sonar, b. í Gröf á Vatnsnesi, Jóns-
sonar í Krossnesi, Umboðsmanns
Vatnsdalsjarða Hallgrímssonar,
prests á Hofi á Skagaströnd, Ólafs-
sonar, prests og skálds á Sauðanesi,
Guðmundssonar.
Móðir Samsonar á Hólahólum var
Ingibjörg Halldórsdóttir, systir
Hildar, móður Jóns, langafa Ólafs
Friðrikssonar verkalýðsleiötoga og
Haraldar Níelssonar prófessors,
föður Jónasar Haralz.
Móðir Jóhanns á Saurum var
Margrét Gunnlaugsdóttir. Móðir
Margrétar var Oddný Ólafsdóttir.
Móðir Oddnýjar var Margrét, systir
Björns Olsen, afa Björns Olsen rekt-
ors og langafa Margrétar, móöur
Auðar og sr. Jóns Auðuns. Annar
bróðir Margrétar var Magnús Berg-
mann, ættfaðir Bergmannættarinn-
ar sunnlensku. Systir Margrétar
var Oddný, móðir Guðrúnar, konu
Björns Blöndal, ættmóðir Blöndals-
ættarinnar. Margrét var dóttir Ól-
afs, b. og hreppstjóra á Vindhæli á
Skagaströnd, Guðmundssonar, og
konu hans, Guðrúnar Guðmunds-
dóttur, „Skagakóngs“, b. í Höfnum
á Skaga, Björnssonar. Foreldrar
Sigurðar voru Haraldur Jónsson,
b. á Tjörnum undir Eyjafjöllum, og
kona háns, Sigríður Tómasdóttir.
Föðurbróðir Sigurðar er Ingibergur,
faðir Egils Skúla, verkfræðings og
fyrrv borgarstjóra. Haraldur var
sonur Jóns, b. í Vesturholtum, Jón-
geirssonar, b. í Neðra-Dal undir
Eyjafjöllum, Jónssonar, b. í Hamra-
görðum, Jónssonar, fálkafangara á
Eyvindarmúla, ísléikssonar, langaf-
a Ragnhildar, langömmu Sváfnis
Sveinbjarnarsonar, prófasts á
Breiðabólstað í Fljótshlíð. Móðir
Jóns í Vesturholtum var Gunnvör
Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti, Ól-
afssonar, prests í Eyvindarhólum,
Pálssonar, klausturhaldara í Gufu-
nesi, Jónssonar, ættföður Pálsætt-
arinnar. Móðir Jóns var Helga Jóns-
dóttir, eldprests, Steingrímssonar.
Þórhallur Sigurðsson - Laddi.
Sigríður var dóttir Tómasar, b. í
Svaðbæh undir Eyjaíjöllum, bróður
Þórðar, langafa Stefáns Harðar
Grímssonar skálds, Þórðar Tómas-
sonar, safnvarðar og rithöfundar í
Skógum, og Ólafs Laufdal. Tómas
var sonur Tómasar, b. og smiðs í
Varmahlíð, bróður ívars, langafa
Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds.
Tómas var sonur Þórðar, b. í Mold-
núpi Pálssonar, b. í Langagerði í
Hvolhreppi, Þórðarsonar, prests í
Skarði í Meðallandi, Gíslasonar.
Afmæli
Hjörtur Hjartarson
Hjörtur Hjartarson kaupmaður,
Miðbraut 2, Seltjarnarnesi, varð
sextugur á Þorláksmessu.
Hjörtur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp i foreldrahúsum í húsinu
Reynimel við Bræöraborgarstíg.
Hjörtur stundaði bamaskólanám í
Miðbæjarskólanum og var síðan viö
nám í Héraðsskólanum í Reykholti.
Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík og sveinsprófi í vélvirkj-
un 1950 og vélskólaprófi með raf-
magnsdeild 1953.
Hjörtur hóf störf hjá IBM1956 og
hóf þá í Svíþjóð grundvallarnám í
skýrsluvélafræðum á vegum fyrir-
tækisins. Hann starfaði síðan í átta
ár á Keflavíkurflugvelh á vegum
IBM við skýrsluvéladeild banda-
ríska flughersins. Hjörtur stundaði
1%2 nám á fyrstu véhna sem var
með rafeindastýrt segulkjarna-
minni. Hann hefur síöan stundað
mikinn fjölda námskeiða í tölvu-
tækni á vegum IBM.
Hjörtur var ráðinn stjórnandi
tæknimanna hjá IBM1976 og var
framkvæmdastjóri tæknideildar
IBM1978-81. Hann var deildarstjóri
tæknimanna IBM við Persaflóa með
aðsetur í Duhai í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum 1982-83, sá þá
um uppsetningu á tölvubúnaði fyrir
forritunarnámsmiðstöð IBM í
Dubai en flutti aftur heim til íslands
1983 og hóf þá störf sem umsjónar-
maður með varahlutalager tækni-
deildar IBM. Hann varö lagerstjóri
IBM1988 og sá þá um innflutning,
útflutning og dreifingu alls tölvu-
búnaðar til viðskiptaaðila IBM.
Hjörtur hætti hjá IBM1988 og hefur
síðan rekið eigiö fyrirtæki, Hjá
Hirti.
Hjörtur hefur verið framkvæmda-
stjóri Útvarpsfélags Seltjarnamess
hf. sem er aö kapalvæða Seltjamar-
nesið. Hann er formaður Siglingafé-
lagsins Sigurfara, situr í stjórn Sjálf-
stæðisfélags Seltirninga og er í um-
hverfismálanefnd Seltjarnarness.
Hjörtur kvæntist 29.12.1956 Jens-
ínu Guðmundsdóttur, f. 9.9.1928,
verslunarstjóra en foreldrar hennar
vora Guðmundur Guðmundsson, b.
á Sæbóli á Ingjaldssandi við Ön-
undafjörð, og kona hans, Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Hjörtur og Jensína eiga sex börn
en tvær dætur þeirra eru kjördætur
Hjartar. Börn þeirra era Drífa
Hjartardóttir, f. 1.2.1950, bóndakona
að Keldum á Rangárvöllum, gift
Skúla Lýðssyni bónda þar og eiga
þau þrjá syni, Lýð, Hjört og Skúla;
Ingibjörg Hjartardóttir, f. 22.6.1951,
húsmóðir á Seltjamamesi, gift Sig-
urði Ólafssyni vélstjóra og eiga þau
þrjár dætur, Jennýju Klöra, Þuríði
Drífu og Ólöfu Kolbrúnu; Hjörtur
Hjartarson, f. 13.11.1957, fram-
kvæmdastjóri fyrir Safco hf. í
Reykjavík, var kvæntur Birgittu
Matthíasdóttur og eiga þau tvo syni,
Hjört og Matthías; Anna Ásta Hjart-
ardóttir, f. 25.7.1959, afgreiðslustjóri
hjá SPRON, gift Hrafni Muhammed
Alludin Khan verslunarmanni og
eiga þau einn son, Grétar Ali; Björn
Grétar Hjartarson, f. 22.2.1967,
stundar innrömmun við verslun
foreldra sinna, og Guðmundur Ingi,
f. 29.6.1968, tölvuður.
Hjörtur á fjögur systkini. Þau eru
Björn, útibússtjóri hjá Útvegsbank-
anum á Hlemmi, kvæntur Sigríði
Ármann danskennara; Anna, skóla-
stjóri Vélritunarskólans, gift Aðal-
steini Kristjánssyni borgarstarfs-
manni, og Grétar, forstjóri Kvik-
myndahúss D AS, var kvæntur Guð-
laugu Pálsdóttur húsmóður, sem
lést 1982, en sambýhskona hans er
Ólöf Konráðsdóttir. Uppeldissystir
Hjartar er Anna Þórunn Unnur Ott-
esen húsmóðir, gift Jóni Bjömssyni,
lyfsalaáAkranesi.
Foreldrar Hjartar: Hjörtur Hjart-
arson, f. 31.10.1902, d. 15.2.1985,
kaupmaður í Reykjavík, og eftirlif-
andi kona hans, Ásta Laufey Björns-
dóttir, f. 24.11.1908, húsmóðir.
Meðal föðurbræðra Hjartar má
nefna Svein, bakara á Bræðraborg-
arstígnum, og Jón, forstjóra Skipa-
verslunar Jes Zimsen.
Hjörtur kaupmaður var sonur
Hjartar, steinsmiðs og sjómanns á
Reynimel í Reykjavík, Jónssonar,
sjómanns í Steinum í Reykjavík,
Eyjólfssonar. Móðir Hjartar stein-
smiðs var Sigríður Oddsdóttir. Móö-
ir Hjartar kaupmanns var Margrét
Sveinsdóttir, b. í Ártúni á Kjalar-
nesi, Sveinssonar. Móðir Margrétar
var Margrét Þorláksdóttir.
Meðal móðursystkina Hjartar má
nefna Sigríöi, konu Bjama Bene-
diktssonar forsætisráðherra og
móður Björns ritstjóra, og Anton,
föður Markúsar Amar útvarps-
stjóra.
Foreldrar Ástu voru Bjöm Jóns-
son, skipstjóri íÁnanaustum í Rvík,
og kona hans, Anna Pálsdóttir.
Bjöm var sonur Jóns, útvegsbónda
í Ánanaustum, Björnssonar, b. á
Eiði, Bjarnasonar. Móðir Björns var
Kristín Sigurðardóttir, b. á Esju-
bergi, Örnólfssonar, bróður Jóns,
langafa Einars Benediktssonar
skálds. Móðir Bjöms Jónssonar var
Hildur, systir Jóns, afa Guðmundar
Böðvarssonar skálds og Stefáns
Jónssonar rithöfundar. Hildur var
dóttir Jóns, b. í Fljótstungu í Hvítár-
síðu, Böðvarssonar, og konu hans,
Margrétar Þorláksdóttur,
langömmu Halldórs Laxness.
Móðursystir Ástu var Stefanía,
amma Þórðar Arnar Sigurðssonar
dósents, föður prestanna Döhu og
Y rsu. Anna var dóttir Páls, b. í
Neðradal í Biskupstungum, Stefáns-
sonar, b. í Neðradal, Þorlákssonar,
b. í Neöradal, bróður Þorsteins lang-
afa Sigurðar, fööur Eggerts Hauk-
dal. Þorlákur var sonur Stefáns, b.
í Neðradal, Þorsteinssonar. Móðir
Stefáns var Guöríður Guðmunds-
dóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinsson-
ar, forföður Kópsvatnsættarinnar,
Hjörtur Hjartarson.
langafa Magnúsar Andréssonar al-
þingismanns, langafaÁsmundar
Guðmundssonar biskups og Sigríð-
ar, móður Ólafs Skúlasonar vígslu-
biskups. Móðir Þorláks var Vigdís
Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var
Guðrún Högnadóttir „prestaföður",
Sigurðssonar, langafa Þuríðar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Móðir Páls var Vigdís, systir
Egils, afa Egils Thorarensen kaup-
félagsstjóra. Vigdís var dóttir Páls,
b. í Múla, Stefánssonar, bróður Þor-
láks í Neðradal. Móðir Önnu var
Auðbjörg Runólfsdóttir, b. í Miö-
húsum í Biskupstungum, Þóröar-
sonar og konu hans, Önnu Guðna-
dóttur, b. í Brattholti, Runólfssqnar,
bróður Þorgerðar, langömmu Ólafs
Friðrikssonar, og Haraldar Níels-
sonar prófessors, fööur Jónasar
Haralz.
Guðrún
Sveinsdóttir
Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir,
Njálsgötu 13B, Reykjavík, er áttatíu
áraídag.
Guðrún er fædd í Meðalheimi í
Ásum í Húnavatnssýslu og alin upp
á Blönduósi. Hún bjó á Miðsetju í
Blönduhhð í Skagafirði en frá 1974
hefur hún búiö í Reykjavík.
Eiginmaður Guðrúnar var Krist-
ján Guðbrandsson verkamaður, f.
23.4.1903, d. 13.6.1943.
Börn Guðrúnar og Kristjáns: Fjóla
Heiðdal, f. 27.7.1933, d. 23.3.1969;
Gunnlaug Heiðdal, f. 7.10.1936, hús-
móðir á Akureyri; Ingimar Worm,
f. 10.6.1939, d. 18.8.1989, sjómaöur
og kaupmaður; og Lilja Þuríður, f.
31.7.1943, kaupmaður í Reykjavík.
Foreldrar Guðrúnar vora Sveinn
Benjamínsson og Lilja Lárusdóttir.
Guðrún veröur að heiman í dag.
Til hamingju með afmæliö, 27. desember
Málfríður Jónedóttir,
Birkimel 6A, Reykjavík.
Kagnheiður B. Másdóttir,
Hagamel 35, Reykjavík.
90 ára 70 ára
Sigfús B. Jóhannsson,
Hátúni 10A, Reykjavík.
85 ára
A\l4 Ólufsson,
Ásvallagötu 9, Reykjavík.
Konráð Konráðsson,
Hafnargötu 18, Siglufiröi.
80 ára
Guðleif Helgadóttlr,
Byggðarholti 29, Mosfelisbæ.
Ólöf Markúsdóttir,
Hátúni 8, Reykjavík.
Aðalbjörg Bergmundsdóttir,
Vestmannabraut 35, Vestmannaeyjum.
Sigurður Guðbrandsson,
Eskihlíð 18A, Reykjavik.
Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir,
Ársæll Guðsteinsson, Syðra-Skörðugih.
Eyjabakka 26, Reykjavik. Birna Sólveig Lúkasdóttir,
Helgi Ingimundarson, Hlíöarbraut 8, Blönduósí.
Kópanesbraut 4, Hóknavik, Ftnnur Guðmundsson,
Sveinn Þórir Þorsteinsson, Garðabraut 22, Akranesi.
Bragagötu 32, Reykjavík. Jón Þ. Ragnarsson,
Dísarási 4. Reykjavík.
Kirstcn B. Kristjánsson,
Baldursgaröi 4, Keflavík.
Valur Sigurðsson,
Lynghrauni 1, Mývatnssveit.
50 ára
Ásgrímur Jónasson,
Lerkihlíð 15, Reykjavík.
60 ára
40 ára