Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Blaðsíða 28
28
MIÐVIKUDAGUR' 27. DESEMBER 1989.
Andlát
Grímur M. Helgason andaöist á
Landsspítalánum annan dag jóla.
Krístján S. Guðjónsson, Dvalar-
heimilinu Hlíf, ísafiröi, andaðist á
Landakotsspítala 22. desember.
Jardarfarir
Mona Guðrún Sigurðsson Andersson
veröur jarðsett frá Víðistaðakirkju,
, Hafnarflrði, fimmtudaginn 28. des-
ember kl. 13.30.
Utfór Þorláks Guðmundssonar, Sól-
heimum 25, fer fram frá Fossvogs-
kapellu fimmtudaginn 28. desember
kl. 15.
Guðný Kristjánsdóttir, Norðurbrún
1, sem andaðist í Landspítalanum 20.
desember, verður jarðsungin frá Ás-
kirkju fimmtudaginn 28. desember
kl. 15.
Ragnheiður Jóhannesdóttir, Dal-
braut 27, verður jarösungin frá Foss-
vogskapellu í dag, miðvikudaginn 27.
desember, kl. 15.
Valgarður Kristinn Magnússon mál-
arameistari, Sólheimum 23, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 27.
desember, kl. 13.30.
Pennaviiúr
Boris Ferabontov,
125284 Begovaya,
6-3-210 Moscow,
U.S.S.R.
Hann er 27 ára og óskar eftir að skrifast
á við stúlkur á svipuðum aldri. Áhuga-
mál hans eru klassísk tónlist.
Tilkyimingar
Skólaslit Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slit-
ið 19. desember sl. í Fella- og Hólakirkju.
Athöfnin hófst með því að Guðný Magn-
úsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju,
lék nokkur jólalög. Kristín Amalds
skólameistari gerði grein fyrir starfi og
prófum í dagskóla en Stefán Benedikts-
son aðstoðarskólameistari í kvöldskóla.
í ræðum þeirra kom fram að 1430 nem-
endur hafa stundað nám í dagskóla og
963 í kvöldskóla og kennarar voru 138.1
dagskóla fengu 128 nemendur lokaprófs-
skírteini en í kvöldskóla 35. Bestum ár-
angri á stúdentsprófi náði Hjördís Björg
Gunnarsson, náttúrufræöibraut, en hún
hlaut einkunnina A í 133 einingum. Krist-
ín R. Sigurðardóttir, nýstúdent á tungu-
málabraut, söng einsöng við undirleik
Guðnýjar Magnúsdóttur. Kór Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti söng undir stjóm
Friðriks S. Kristinssonar. Síðast flutti
Kristín Arnalds skólameistari skólaslita-
ræðu, óskaði útskriftarnemendum til
hamingju og öllum viðstöddum gleði-
legra jóla.
Barnið þitt- tímarit
um börn og fleira fólk
Bamið þitt - tímarit um böm og fleira
fólk, er nýjung á tímaritamarkaði hér-
lendis. í fyrsta sinn er nú ráðist í útgáfu
tímarits sem fjallar eingöngu um málefni
barna, umönnun þeirra og uppeldi frá
fæðingu fram á unglingsár. Einnig er
athyglinni beint að hlutverki foreldr-
anna, líðan þeirra og þeim fjölmörgu
spurningum sem þeir stahda fr ammi fyr-
ir daglega í samskiptum við böm sín. Hið
nýja timarit verður gefið út 4-6 sinnum
á ári og er fyrsta tölublað þegar komið á
markaðinn. Útgefandi hins nýja tímarits
er Fijáls markaður hf. sem einnig gefur
út kynlifstímaritið Bleikt og blátt og fleiri
blöð. Ritstjóri er Jóhanna Birgisdóttir.
„Þaðerátæru"
Nú er samkeppninni um nýtt slagorð fyr-
ir Sprite lokið og fyrir valinu var slagorð-
ið „Það er á tæru". Einnig var efnt til
samkeppni hjá verslunum um bestu
framstillinguna á Sprite vömm og var
keppt í 3 flokkum, flokki stórmarkaða,
hverfaverslana og söluturna. Vegleg
verðlaun vom í boði, ferð fyrir 2 til Amst-
erdam. Þær verslanir, sem þóttu hafa
bestu framstillinguna, vom Mikligarður
við Sund, Spesían, Garðabæ, og Skagfirð-
ingabúð á Sauðárkróki.
A myndinni tekur Þröstur Ólafsson hjá
Kron við viðurkenningu fyrir hönd
Miklagarðs frá sölustjóra Vifilfells hf.,
Bæring Ólafssyni.
ÖKUMENN
Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna
við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir.
Blindirog sjónskertir.
UMFEROAR ^ Blindrafélagið
______________■ Húsgögn___________
"skápar, sófar,boró og bekkir,
betri kaup þú varla þekkir.
LeitaÖu ei um hæðir og hóla,
heldur skaltu á okkur...........
smAauglýsingar
SÍMI 27022
Fréttir
Fjöldi manna heimsótti kirkjugarða Reykjavíkurborgar fyrir hátiðarnar þrátt fyrir rok og rigningu.
DV-mynd BG
Alþýðuflokksfélag Kópavogs
40ára
Alþýðuflokksfélag Kópavogs verður 40
ára 27. desember nk. I tilefni afmæhsins
hefur félagið opið hús milli kl. 17 og 19 í
Félagsheimili Kópavogs, 1. hæð,þann 27.
des. nk. Allir em velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Samkomur um jóla- og nýárshátíðina.
Miðvikud. 27. des. kl. 15: jólafagnaður
fyrir börn. Kapteinn Daníel Óskarsson
stjórnar. Gott í poka og veitingar. Öll
börn em velkomin, aðgangur ókeypis.
Kl. 20: Jólafagnaður hermanna og sam-
heija. Lautinantshjónin Anna Merethe
Jakobsen og Erlingur Níelsson stjóma
og tala.
Fimmudag 28. des. kl. 15: jólafagnaður
aldraðra. Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, flytur ávarp. Barnagospel-
sönghópurinn syngur og brigader Óskar
Jónsson stjórnar. Veitingar. Allt aldrað
fólk velkomiö.
Föstudag 29. des. kl. 20: norrænn jóla-
fagnaður. Ræöumaður: Sam Daníel Glad,
aðstoðarforstöðumaður Fíladelfíu. Söng-
hópur syngur. Veitingar. Hátíðin fer
fram á skandinavísku.
Sænsk jólamessa
verður í fyTsta sinn haldin í Hailgrims-
kirkju í kvöld, 27. desember, kl. 20.30.
Sænskir jólasálmar verða sungnir. Prest-
ur sr. Karl Sigurbjörnsson.
Hátíðatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða í kvöld í kirkjunni. Þá
verður meðal annars flutt Oratorio de Noél eftir franska tónsláldið Camille
Saint-Saéns og jólalög, flest í búningi enska tónskáldsins David Willcococks.
DV-mynd BG
Fjölmiðlar
Þá þagði glókollur
Berlega hefur komið í ljós í Rume-
níu síðustu daga, hversu miklu
máli fjölmíðlar skipta á örlagatím-
um. Hefðu rúmenskir andófsmenn
ekki náð yfirráðum yfir sjónvarpi
og útvarpi, hefði uppreisn þeirra
líklega strax verið bæld niður. Hér
á Vesturlöndum sátu menn hins
vegar furðu lostnir við skjáinn og
horfðu á borgarastríð í beinni út-
sendingu.
Báðar sjónvarpsstöðvar hafa flutt
fróðlegar fréttir afþessum miklu
atburöum. Sérstakur fengur var aö
gömlum fréttamyndum úr fórum
Sjónvarpsins af Ceauseseu og hyski
hans í heimsókn á íslandi. Á Stöð
tvö voru myndir frá Rúmeníu
sendar beint um gervitungl föstu-
dagskvöldið 22.iiesember, þegar allt
logaði í óeirðum í Búkarest og óvíst
var um afdrif harösfiórans. Þeir
Páll Magnússon og Þórir Guð-
mundsson sýndu þá hina venjulegu
fréftamannssnerpu sína.
En eitt er umhugsunarefni. Þeir
ræddu við Ölaf fjármálaráðherra
Grímsson um atburöina í Rúmeníu,
en þar haföi Ölafur verið fyrir
nokkru. Þeir spurðu hann þó ekki
tveggja mikilvægra spurninga:
Hvað var Ólafur að gera í Rúmeniu?
Var hann þar í boði Ceausescu? Og
hvers vegna þagði glókollur, þegar
heim var komiö, um þá eymd og
kúgun í Rúmeníu, sem hann hefur
núsvomörgorðum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.