Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
3
Fréttir
Hafskipsmálið í Sakadómi:
Stjórnin var ekki blekkt
- samkvæmt framburði stjómarmanna í vitnastúku
Björgolfur Guðmundsson og Jón Steinar Gunnlaugsson i Sakadómi. Þar
eyða þeir löngum stundum. Yfirheyrslur eru fjóra daga i viku og svo verð-
ur væntanlega næstu vikurnar. DV-mynd GVA
Fjórir af þeim níu mönnum, sem
sátu í síðustu stjórn Hafskips, komu
fyrir Sakadóm í gær. Þeir sögðu allir
að stjómendur fyrirtækisins hefðu
ekki beitt þá blekkingum með milli-
uppgjöri og ársreikningi fyrir árið
1984. Einnig sögðu stjórnarmennirn-
ir fjórir að stjómendur fyrirtækisins
hefðu ekki reynt að halda frá þeim
upplýsingum.
Stjórnarmennirnir, sem voru yfir-
heyrðir í gær, eru Finnbogi Kjeld,
forstjóri Skipafélagsins Víkur, Guð-
laugur Bergmann í Karnabæ, Gunn-
ar Þór Ólafsson í Miðnesi og Jón
Helgi Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Bykó. Á morgun mæta þrír
í dómsalnum
Sigurjón M. Egilsson
fyrrverandi stjómarmenn, Víðir
Finnbogason í Teppalandi, Páll Jóns-
son í Pólaris og Pétur Bjömsson,
framkvæmdastjóri Vífilfells. Þá
mætir einn ákærðu, Halldór Guð-
bjamason, fyrrverandi bankastjóri
Útvegsbankans: Af stjórnarmönnum
eru ótaldir Ólafur B. Ólafsson í Mið-
nesi og Sveinn R. Eyjólfsson, stjórn-
arformaður Frjálsrar fjölmiðlunar,
útgáfufélags DV.
Bókuð áskorun
Jón Magnússon, verjandi Ragnars
Kjartanssonar, gerði bókun þess efn-
is að ákæruvaldið tæki á sig rögg
hvað varðar framlagningu gagna.
Þar var aðallega átt við fundargerð-
arbækur stjórnar Hafskips. Verjend-
unum þótti miður að hafa fundar-
gerðarbækurnar ekki þegar verið
var að yfirheyra stjórnarmennina.
Páll A. Pálsson, fulltrúi sérstaks
saksóknara, beindi þeim tilmælum
til Jóns að hann tæki saman lista
yfir þau gögn sem hann telur að
vanti.
Jón Magnússon lagði fram ný gögn
í gær. Þar er meðal annars að finna
reikning frá fyrirtækinu Consafe
vegna gámaviðskipta við Hafskip. Á
reikningnum kemur fram að Hafskip
hafi staöið til boða að kaupa 98 gáma
á eitt sent hvern gám. Verjendurnir
segja þetta renna stoðum undir þá
fullyrðingu að gámar, sem voru eign-
færðir í efnahagsreikningi, hafi veriö
keyptir á kaupleigu en ekki verið í
notkun samkvæmt venjulegri leigu.
Því hefur verið haldið fram í skýrsl-
um þeirra endurskoðenda sem hafa
fjallaö um reikningsgerð félagsins og
því töldu þeir rangt að eignfæra gám-
ana.
Gögnin týndust
Einn fyrrum starfsmanna Haf-
skips, Þór Steinarsson, sem starfaði
í gámadeild, hefur sent frá sér yfir-
lýsingu. Þar segir að hann hafi látið
Valdimar Guðnason endurskoðanda
hafa reikning þann sem gat um hér
að ofan. Þór segir að síðar hafi hann
þurft að láta einn af bústjórunum fá
reikninginn en þá hafi Valdimar ekki
fundið hann í sínum fórum.
Þá var líka lagt fram í gær bréf frá
Guðmundi Einarssyni, forstjóra Rík-
isskipa. Þar segir að Ríkisskip hafi
sama hátt á og gert var hjá Hafskip,
að tekjufæra ferðir skipa þann dag
sem þau halda í ferðimar. Valdimar
Guðnason endurskoðandi hafði áður
lýst því yfir að þessi aðferð líktist því
að kaupmaður, sem ekki væri
ánægöur með desembersölu, færöi
janúarsölu líka í desember.
Engar athugasemdir
Finnbogi Kjeld, en hann hefur
fengist við kaupskipaútgerð lengi,
sagðist engar athugasemdir hafa gert
við áætlanir um Trans Atlantic-sigl-
ingar Hafskips. Hann sagði að sér
hefði sýnst að þær hefðu átt að geta
gengið og gengið vel.
Þá sagði Finnbogi að mat á verði
skipa væri erfitt. Ekki væri hægt að
fá raunverulegt mat nema við sölu.
Hann sagðist vita að þýskur aðili,
sem keypti Skaftá, sem var eitt af
skipum Hafskips, á nauðungarsölu
erlendis fyrir 500 þúsund dollara
heföi fengið tilboð upp á þrefalt kaup-
verðið einu ári síðar og ekki viljað
selja.
Gunnar Þór Ólafsson sagðist hafa
spurt að því á stjórnarfundi hvort
ekki mætti eignfæra meira en gert
var af upphafskostnaði vegna Trans
Atlantic-siglinga Hafskip. Einn liður
ákærunnar snýst um eignfærslu
upphafskostnaöarins.
Öllum stjórnarmönnunum íjórum
bar saman um að mikið hefði veriö
rætt innan stjórnarinnar um erfiða
stöðu félagsins, fallandi skipaverð og
viðskiptin við Útvegsbankann. í máli
flestra kom fram að stjórnendur fé-
lagsins hefðu komið með mikið af
upplýsingum inn á stjórnarfundi og
þeir hefðu ekki verið með blekking-
ar. Jón Helgi Guðmundsson var sá
eini sem hafði einhvern fyrirvara þar
á. Hann sagðist telja að ekki hefði
verið um vísvitandi blekkingar að
ræða, en síðar hefði komið fram að
milliuppgjöriö hefði reynst rangt.
UTSALANIIYRIAR A RCUN
§§***»
mmm
Sendum í póstkröfu ®
SO-BTÍ %
AFSLATTUR
Nýtt kreditkortatímabil hefst samdægurs.
»hummel
Ármúla, símar 83555, 83655.
Eiðistorgi, sími 611055.