Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
25
Sviðsljós
Hjónaband
Tony Danza
á barmi
glötunar
Hver á að ráða er stóra spurningin
í hjónabandi Tony Danza og eigin-
konu hans, Tracy, en Tony er fræg-
astur fyrir leik sinn í sápuóperunni
Who’s the Boss? sem útleggst á ís-
lensku Hver á að ráða?
Hjónabandsdeilur Tony eiga meðal
annars rætur að rekja til hins 17 ára
sonar hans af fyrra hjónabandi en
Tony krefst þess að hann eyði öllum
skólaleyfum sínum hjá honum.
Tracy er lítið hrifin af því og fmnst
sem strákurinn spilh sambandi
hennar, Tony og tveggja ára dóttur
þeirra. Deilurnar um þetta atriði
magnast stöðugt og nú er svo komið
að Tracy hótar skilnaði.
Tony er afar reiður Tracy fyrir að
vilja ekkert með strákinn hafa og
segir að eiginkona sín sé algert fífl.
Vinur Tracy lét nýlega hafa eftir
sér að frúnni fyndist stöðugt að hún
og dóttir hennar yrðu að beijast fyr-
ir ást og athygli Tony sem yfirleitt
væri af skornum skammti. Tony
væri hins vegar ómögulegt að skOja
afstöðu Tracy, honum fyndist eins
og hún væri að spilla sambandi
þeirra feðganna.
Tracy hefur hins vegar komið því
til leiðar að Mac, sonur Tony, heim-
sækir foður sinn ekki lengur. Tony
má heimsækja hann í heimavistar-
skólann þar sem hann býr og skóla-
leyfum sínum eyðir hann hjá bróður
Tony.
Allt þetta vesen hefur gert Tony
alveg óðan enda er hann ítalskrar
ættar og viðhorf hans er það að hann
sé húsbóndi á sínu heimili, hann vill
sem sagt ekki láta eiginkonu sína
segja sér fyrir verkum.
Ymislegt fleira hefur valdið fjaðra-
foki í hjónabandi þeirra Tony og
Tracy. Nýlega dró Tony nokkra vini
sína heim með sér síðla nætur og
heimtaði að frúin útbyggi handa
þeim pastarétt. Tracy spurði í sak-
Tony vill vera Mac syni sínum góður faðir.
leysi sínu hvort Tony þætti ekki
heldur seint að vera að bjóða fólki
heim í mat en hann var fljótur að
skipa henni að gera eins og hann
legði fyrir. Tracy var ekkert of hress
með þetta svar og sagði honum að
hann gæti farið á veitingastað ef
hann væri svangur og með það sama
Tony og eiginkona hans, Tracy, en þau
eru vist frekar ósátt þessa dagana.
yfirgaf hún sviðið.
„Tony elti Tracy inn í næsta her-
bergi og við gátum heyrt þau rífast
hástöfum. Tony kallaði konu sína
ýmsum nöfnum og sagðist svo ekki
þurfa á henni að halda, það væri nóg
af öðrum konum sem vildu ólmar
þjóna honum. Auk þess þyldi hann
ekki konur sem gerðu ekki eins og
þeim væri sagt,“ segir vinur þeirra
hjóna.
Svona gengur þetta víst fyrir sig í
hjónabandi Tony, stöðugt rifrildi og
hávaði, enda búast vinir þeirra hjóna
við að skilnaður sé í uppsiglingu.
Fatafellusýningar eru nú í fyrsta sinn í 21 ár leyfðar í Tékkóslóvakíu. Hin
nýja ríkisstjórn landsins ákvað fyrír skömmu að leyfa þær á nýjan leik en
það var árið 1968 sem þáverandi kommúnistastjórn landsins lagði blátt
bann við slíkum ósóma. Hin 22 ára Blanca Stejskalova sýnir hér listir sínar
á stað sem heitir Memphis Bar og er einhvers staðar i Prag.
Símamynd Reuter
Hinni heimsþekktu óperusöngkonu, Dame Kiri Te Kanawa, var óspart
klappað lof í lófa eftir útikonsert sem hún hélt á Nýja-Sjálandi. Te
Kanawa er ættuð frá Nýja-Sjálandi en býr nú f London. Þetta er f fyrsta
sinn í nokkurn tíma sem hún kemur fram i heimalandi sinu. Á tónleikun-
um söng hún fyrir 140 þúsund áhorfendur og er þetta einn fjölmenn-
asti útikonsert sem haldinn hefur verið.
Charlie vó 625 grömm við fæðingu:
Góðar líkur á
að hún lifi
Julie Stevens klappar litlu dóttur
sinni blíðlega, eina barninu af sjö-
burum sem hún varð ófrísk að og
lifði.
Litla stúlkan heitir Charlie og virð-
ist hún ætla að lifa, þrátt fyrir að
fæðingarþyngd hennar hafi aðeins
verið 625 grömm.
Hin 22 ára Julie, sem varð ðfrísk
eftir að hafa tekið frjósemislyf að
ráði lækna, biður þess nú eins að
dóttirin megi lifa eftir að hafa barist
harðri baráttu fyrir lífi sínu undan-
farnar vikur.
Þegar Julie varð ófrísk varð hún
ófrísk að sjö börnum, fjögur voru
fjarlægð á fyrstu vikum meðgöngu-
tímans til að auka líkumar á því að
hin þrjú myndu geta þroskast eðli-
lega.
Þríburana eignaðist Julie svo
þremur mánuðum fyrir tímann og
hún og eiginmaður hennar, Paul,
máttu horfa upp á tvö barnanna
deyja tveimur dögum eftir fæðingu.
„Ég held það hafi verið vilji guðs
að börnin mín tvö dóu en ég bið til
hans á hveijum degi að Charlie fái
að lifa. í mínum augum er hún lítið
kraftaverk, systur hennar dóu svo
hún gæti hfað, en hún hefur þyngst
hratt að undanfornu og er nú 1400
grömm að þyngd,“ segir Juhe og
þurrkar tárin.
„Þegar þaö varð ljóst að ég var ó-
frísk að sjöburum buðu læknar mér
að fara í fóstureyðingu og reyna svo
að verða ófrísk sem fýrst aftur. En
ég vildi það ekki, mér fannst að fyrst
að ég væri orðin ófrísk ætti ég aö
reyna að eiga börnin. Þá sögðu þeir
mér að það yki lífslíkur barnanna
ef einhver þeirra yrðu fjarlægð og
ég samþykkti að fjórum fóstranna
yrði eytt til að auka líkurnar á því
að þau þrjú sem eftir yrðu myndu
Julie Stevens með littu dóttur sinni,
frisk að og iltði.
lifa.
Starfsfólkið á London’s Kings Col-
lege Hospital hefur reynst mér ákaf-
lega vel og ég efast um að ég hefði
komist í gegnum þessa lífsreynslu ef
umhyggju þess hefði ekki notið við,“
segir Juhe.
Til að sýna þakklæti sitt í verki
hefur Julie og móðir hennar hafið
söfnun til handa vökudeild sjúkra-
hússins og hafa þegar safnað á þriðja
eina barninu al sjö sem hún varð ó-
hundraö þúsund krónum.
Læknar á King’s College Hospital
* eru bjartsýnir á að Charlie muni lifa.
Hún þurfi aö vera á sjúkrahúsinu
næstu mánuðina en það séu hins
vegar allar líkur á að þetta htla
stúlkubarn, sem aðeins vó 625
grömm við fæðingu, muni vaxa og
dafna og síöar meir verða hraust og
eðlilegt bam.