Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 32
Veðrið á morgun:
Litlar
breytingar
Á morgun verður fremur hæg
austan- og norðaustanátt og él við
strendur norðan- og austanlands
en sunnan- og suðaustangola og
skúrir eða slydduél sunnan- og
suðvestanlands. Hiti nálægt
frostmarki sunnanlands en 2-6
stiga frost fyrir norðan.
LOKI
Þetta er ekki svört skýrsla
heldur rauðl.
OXI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1990.
Réttarhálsbruninn:
Sex sinnum
meira tjón en
í öllum öðrum
eldsvoðum
„Okkar skilmálar eru þannig að ég
tel hæpið að við getum endurkrafið
þá um þetta,“ sagði Kristinn Ó. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Húsa-
trygginga Reykjavíkur, þegar hann
var spurður hvort niðurstaða Bruna-
málastofnunar vegna brunans í
Gúmmívinnustofunni breytti ein-
hverju um tjónaskyldu Húsatrygg-
inga Reykjavíkur.
Kristinn sagði að eigendum fyrir-
tækisins hefðu verið greiddar 190
milljónir króna vegna brunans. Þar
af greiddi erlent endurtryggingafélag
f 150 milljónir. Húsatryggingar
Reykjavíkur greiddu samtals 220
milljónir vegna tjóna á síðasta ári.
Tjónið í Réttarhálsbrunanum er því
sex sinnum meira en öll önnur tjón
í Reykjavík samanlagt.
- Hefur þetta mikla tjón áhrif á ið-
gjöld húsatrygginga í Reykjavík?
„Nei það gerir þaö ekki. Auðvitað
borga Reykvíkingar þetta þegar upp
er staðið en tjónið hefur ekki áhrif á
iðgjöldin."
Viðar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Gúmmívinnustofunnar, sagð-
ist ekki hafa séð skýrslu Brunamála-
stofnunar. Hann sagðist því ekki geta
sagt um þá niðurstöðu að eigendum
fyrirtækisins væri að stórum hluta
kennt um hversVi illa fór í stórbrun-
anumíRéttarhálsi. -sme
sjá einnig bls. 23
Misþyrming:
Eiginmaður-
inn í gæslu-
varðhald
Tíu þúsund kjúklingar teknir úr verslunum vegna salmoneilu:
Tvo kjuklmga
w w ■■■ ■
du i soiuDanm
Tíu þúsund kjúklingar, eða um
tíu tonn, voru fjarlægðir úr mat-
vöruverslunum fyrir jólin vegna
salmoneliu. i desember fram-
kvæmdi Hollustuvemd ríkisins í
samvinnu við heilbrigðisyfirvöld
sérstaka rannsókn vegna salmon-
ellusýkingar í kjúkiingum og voru
um 100 kjúklingar teknir í sérstaka
skoðun. í kjúklingum frá tveim
búum greindist hættulega mikið
magn salmonellusýkla. Búin eru í
sölubanni þar til nauðsynlegar úr-
bætur hafa verið gerðar.
„Það er reynt að framkvæma
rannsókn af þessu tagi einu sinni
á ári og lögð áhersla á að ná til alira
framleiöenda. Það hafa engin
matareítranartiifeili greinst vegna
þessa og sala frá búunum verður
leyfð á ný þegar nauðsynlegar úr-
bætur ha'fa verið geröar. Það grein-
ist af og til mengun af þessu tagi i
kjúklingum, en fari hún yfir ákveð-
in mörk er sala stöðvuð," sagði
Haildór Runólfsson, deildarsijóri
hjá Hollustuvernd ríkisins, i sam-
tali við DV.
Það er siðan héraðsdýralæknir
viðkomandi héraðs i samráðí við
yfírdýralækni sem fýlgir því eftir
að úrbætur séu fullnægjandi.
Eiríkur Eiríksson, kjúklinga-
bóndi í Sandiækjarkoti, staðfesti í
samtali við DV að umræddir kjúkl-
ingar heföu komið frá sláturhúsi
Kiettakjúklinga í Árnesi í Gnúp-
verjahreppi og saia hefði verið
stöðvuð frá tveimur búum. Hann
vildi ekki gefa upp hvaða bú væra
í sölubanni.
Sláturhús þetta er sameign kjúkl-
ingabændanna á Klettum, Sand-
lækjarkotí og Þrándarlundi í
Gnúpvetjahreppi en sláturhúsið
tekur einnig við kjúkhngum frá
öðrum bændum. Þeir kjúklingar,
sem þar er slátrað, era seldir undir
merki Kiettakjúkiinga.
Ásgeir Eiríksson á Klettum,
framkvæmdastjóri Klettakjúkl-
inga, viidi í samtaii við DV ekkert
tjá sig um þetta mál. „Um þetta
einstaka mái segi ég á þessu stigi
ekki neitt.“
-Pá
45 ára maður, sem varð valdur að
fótbroti og verulegum líkamsáverk-
um á kónu sinni aðfaranótt síðasthð-
ins laugardags, var úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 18. janúar. Úr-
skurðurinn var kveðinn upp í Saka-
dómi í gær.
Rannsókn málsins er í höndum
Rannsóknarlögreglu ríkisins og
verður henni hraðað þar sem hér var
um mjög alvarlega líkamsárás að
ræða. Málið verður síðan sent til rík-
issaksóknara sem tekur afstöðu til
málsins vegna ákæru á hendur
manninum.
Sá maður sem hér um ræðir á lang-
an afbrotaferil að baki vegna ýmissa
brota svo sem þjófnaða, innbrota og
fleiri mála.
-ÓTT
„Voru að
snapa
árekstur“
„Þeir voru að snapa árekstur. Rétt-
ur þeirra er sjálfsagt einver en hver
er réttur minn þegar ekið er fyrir
svona stóran bíl á ferð,“ sagði Georg
Magnússon, bílstjóri hjá Vestfjarða-
leið, í samtali við DV í morgun.
Verkfallsverðir frá Sleipni reyndu
að stöðva hann í morgun á Bústaða-
vegi þar sem hann var á leið með
starfsmenn í Álverið í Staumsvík.
Leikurinn barst þaðan og suður á
Amarneshæð þar sem á endanum
tókst að stöðva rútuna.
„Það er ekki rétt að við höfum ekið
fyrir rútuna á ferð. Hún var kyrr-
stæð þegar við lögðum fyrir framan
hana en rútubílstjórinn ýtti okkar
bíl frá og stórskemmdi hliðina á hon-
um. Hann gat þó ekki vitað hvort um
var að ræða verkfallsverði eða
venjulega farþega,“ sagði Ragnar
Höskuldsson, einn verkfallsvarða
Sleipnis, sem var á Bústaðaveginum.
Þrátt fyrir þetta gekk akstur með
starfsmenn í Álverið að mestu
óhappalaust fyrir sig og að sögn
manna Vestfjarðaleiðar gátu þeir
flutt alla þá farþegar sem þeir áttu
aö flytja.
„Við eram mjög ósáttir viö aö vera
sakaðir um dólgshátt og ofbeldi þeg-
ar við erum í fuhum rétti,“ sagði
Guðmundur Gunnarsson, einn
Sleipnismanna. -GK
Stokkseyri:
61 aðili hefur
tilkynnt tjón
Geymslu- og vinnuhús útgerðarinnar Hásteins á Stokkseyri er mjög illa farið eftir óveðrið í síðustu viku. Húsið
stendur fremst á fjörukambinum þar sem öskrandi brimið lamdi á því. Er ekkert heilt nema stálgrindin og þakið.
Allir veggir eru ónýtir eða gengnir til og því verður nánast að endurbyggja húsið. DV-mynd KAE
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
„Það hefur 61 aðili tilkynnt tjón á
fasteignum á skrifstofu hreppsins.
Þessar skemmdir eru allt frá smá-
skemmdum og til algerrar eyðilegg-
ingar. Það er mjög mikið um
skemmdir á lóðum og íbúðarhúsum
en fimm hús eru sérstaklega illa far-
in. Það er mikið verk óunnið enn
eftir fárviðrið og menn leggja ekki í
að fara með neinar tölur um tjón
ennþá,“ sagði Grétar Zóphaníasson,
sveitarstjóri á Stokkseyri, við DV.
Á Stokkseyri eru menn í óðaönn
aö lagfæra og taka til eftir óveðrið
sem gekk yfir landið í síðustu viku.
Stokkseyri varð sérlega illa úti í
þessu veðri og talið að tjónið skipti
þar hundruðum milljóna. Stórar
vinnuvélar hafa verið sendar í þá
húsagarða sem verst eru farnir og
efsta jarölaginu ýtt upp í sjóvarna-
garðana. Þeir eru meira og minna
eyðilagðir og tahð að það kosti ekki
minna en 60 milljónir að lagfæra þá.
Þá er holræsakerfið meira og minna
stíflað vegna sands og drullu og götur
þvíáflotiþegarrignir. -hlh
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
— lyóðar —
SALIN
býr í Rás 2.
Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp
Kl. 18: Þjóðarsálin, simi 38500
FM 90,1 - útvarp með sál.