Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990. Spumingin Lesendur Hvað borðar þú í morgunmat? Ingigerður Sigurgeirsdóttir rann- sóknarmaður: Eg borða engan morg- unmat, ég læt duga að fá mér qitt vatnsglas. Það er alveg nóg. Þorsteinn Árnason sölumaður: Égfæ mér fleytifullan disk af Cheerios eða einhverju svipuðu korni. Það er besti morgunmaturinn. Cheo Cruz listamaður: Ég læt kaffi og ristaða brauðsneið duga sem morgunmat á virkum dögum en held veislu á morgnana á sunnudögum. Sigurður H. Einarsson vélskólanemi: Ég fæ mér komflögur, mjólk og ban- ana. Það er áríðandi að borða hollan og staðgóðan morgunmat. Jóhannes Björgvinsson ríkisstarfs- maður: Ég fæ mér ávexti og kaffi- bolla. Ég reyni alltaf að borða hollan morgunmat síðan ég sleppti sígarett- unum. Aðalgeir Kristjánsson ó eftirlaunum: Ég fæ mér lýsi, trópíkana, mjólk, kaffi, rúgbrauðssneið og kexköku. Verðhækkun á brauðum Dóra hringdi: Nú er allt að fara úr böndunum eina ferðina enn í verðlagsmálunum. Það er eins og við manninn mælt, að þegar sérstaklega er talað um og lofað að nú eigi að framkvæma sérs- takt aðhald í verðlagsmálum þá keyrir fyrst um þverbak. Og Verðlagsstofnun segir blákalt að hún hafi ekki gert neinar athuga- semdir við þaö að t.d. bakaríin hafa hækkað verð á brauðum, jafnvel þótt það sé allt að 10%! Það er ekki nóg að gera kannanir og birta þær opin- berlega. Við neytendur erum alveg jafnnær. - Ef verð á ekki að hækka þá á það ekki að hækka. Svona ein- falt er það. Engar kauphækkanir hafa oröið hjá launþegum nýlega og því geta ekki átt að eiga sér stað verðhækkan- ir heldur. í frétt, einmitt um hækkan- ir á brauðum, kemur fram að-Verð- lagsstofnun hafi borist nokkuð af athugasemdum frá almenningi vegna verðhækkana af ýmsu tagi sem áttu sér stað um áramótin. - En stofnunin hefur ekki séð óstæðu til að gera athugasemdir vegna þeirra hækkana! Er þá ekki öldungis ástæðulaust fyrir almenning að vera að gera at- hugasemdir yfirleitt? En hver var að biðja um athugsemdir? Ráöamenn þjóðarinnar sjálfir. Þeir voru að hvetja fólk til að fylgjast með verð- hækkunum í verslunum. - Er bara ekki allt orðið marklaust sem tii okk- ar er beint frá yfirvöldum? Ég get ekki fundiö annað. Eitt er það þó sem fólk GETUR GERT. Það er að taka sig saman og spara - kaupa ekki nema það allra nauðsynlegasta, segjum í einn mán- uð, allra minnsta skammt af hverju og einu, matvælum, bensíni, hætta að fara á veitingahús, o.s.frv. - Skyldi ekki kveða við annan tón þegar ríkis- kassinn fær ekki inn „vaskinn“ sinn og öll aukagjöldin! Jólin mín að Hrauni Fangi ’89 skrifar: Desember hófst og síðan leið og beið. Jólin runnu hægt af stað úr viðtækinu sem stendur í glugganum í litla klefanum mínum. Sjónvarpið sýndi mér skrautbúna borgina. - Stígandin jókst dag frá degi og hugur minn leitar aftur í tímann og stað- næmdist við stöku jól í fortíöinni. Desemberdagarnir liðu einn af öðr- um, sums staðar glumdu jólalög, en hjá öðrum réð rokkiö ríkjum. Húsið var þrifið eins og vera ber og dansk- ur maður sá um skreytinguna. Mennirnir í bláu fótunum voru bros- mildari - og skatan var fín. Á eftir skötunni fékk ég svo gesti í heimsókn og við héldum hér litlu jólin saman, móðir mín og ég. Síðan rann upp aðfangadagur jóla og jólagjöfum var úthlutað til allra frá ýmsum félögum og einstakling- um svo sem þeim Jóhanni og Láru (en þau góðu hjón koma hér oft og veita mér og vonandi fleirum kær- leiksstund). Hafi þau guðsþökk fyrir. Ég bið oft fyrir þeim. - Einnig gjafir frá Vemd, Samhjálp og fleirum. Aftansöngur var haldihn í setu- stofu með hugljúfum orgelleik og messu fangaprestsins. Voru þar mættir 25 vistmenn, sem hlýtur að teljast heimsmet, miðað viö höfða- tölu. - Nema þeir geri betur í Vatík- aninu en þá er ekki leiðum að líkjast. Borðaö var kl. 17. Kokkurinn var með fína húfu og góðan mat. Stúlk- umar í eldhúsinu búnar að skreyta matsalinn með jóladúkum og lifandi ljósum og allir fengu maltöl eins og þeir gátu í sig látiö. Fór ég síðari upp í klefa eftir mat en þar var ég búinn að setja upp litla grenihríslu og raða gjöfunum við hana. Kerti logaði og hátíðarmessa hljómaði úr viötækinu. í pökkunum leyndist ýmislegt, svo sem falleg ljóðabók um ástina, lítill kross sem fékk stað uppi á sjón- varpinu, og kristileg hljómplata meö mynd af Jesú sem ég stillti upp við inniloftnetið. - Þannig hef ég nú lítið altari í sjónvarpsstað. Ég lét þijú lít- il kerti loga þar og lýsa jólin til mín. - Ég átó gleðileg jól með Kristi. Ég sendi þakklæti til ykkar sem senduð mér veraldlegar gjafir og líka til þeirra sem sendu hugskeyti mér og okkur til handa. Það skilaði sér til mín og það sama vona ég fyrir hönd samfanga minna. - Bestu nýársóskir. Já, þau komu líka á Litla-Hraun, jólin. Bankaráöskosningin: Skora á Kvenna- listann Magnús hringdi: Mér finnst þeir fara illa að ráði sínu sem eru að tala um að nýkosinn full- trúi Kvennalistans í bankaráð Landsbankans þurfi að víkja vegna þess aö konan sem kosin var sé starf- andi hjá verðbréfafyrirtæki. - Hvar starfa hinir aðilarnir sem eru í bankaráðunum? Eru þeir ekki vítt og breitt um þjóöfélagið? Einn í ferðabransanum, annar með endur- skoðun og svo mætti lengi telja. Ég sé ekki neitt að þessu. Er þá bankaráðsmönnum ekki bet- ur treystandi en svo að þeim sé ætl- andi að bera vitneskju á milli fyrir- tækja ef þeir eru starfandi við fjár- mála- eða viðskiptalega umsýslu ein- hvers staðar í landinu? - Mér þykir þetta eindæma héraháttur og skrípa- leikur að biðja um álitsgerðir héðan og þaðan til að „sannreyna" eins og það er kallað hvort fulltrúa Kvenna- listans sé sætt í einu bankaráði? Ég skora á Kvennalistann að láta ekki deigan síga fyrir forsetum Al- þingis, skrifstofustjóra þess og laga- prófessor í Háskólanum. Allir þessir aðilar eru hugsanlega fyrirfram til- búnir aö dæma kosningu kvenna- listafulltrúans í bankaráð ógilda. Það er a.m.k. mitt mat. - Þetta á ekki að vera og er ekki það stórmál sem sum- ir vilja vera láta og horfa svo fram hjá öðrum stærri málum innan ríkis- bankanna eins og ekkert sé. Um póst- þjónustu í Kópavogi Kópavogsbúi skrifar: Mér finnst póstþjónustu hér í Kópavogi hafa hrakað mjög. Nú var t.d. enginn póstur borinn út frá föstu- deginum 5. jan. til a.m.k. 10. jan. sl. Ástæðan er sögð aö veður hafi verið svo vont., - Þó var mjög skaplegt veð- ur á þriðjudeginum enda póstur bor- inn út annars staðar á höfuðborgar- svæðinu. Póstur var heldur ekki flokkaður á pósthúsinu þannig að fólk gæti þá sjálft nálgast hann þar. Almennt er útburður á pósti mjög lélegur og er mjög algengt aö póstur berist ekki fyrr en eftir kl. 16, þ.e. eftir lokun allra banka og opinberra skrifstofa og er það oft bagalegt. - Ég vil taka fram að áður hafa birst blaðaskrif um slæman póstútburð í Kópavogi svo að ég er ekki einn um þessa skoðun. Hringid í síma eða skrifið ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum. áskilur sér rétt til aö stytta bréf og símtöl sembirtastáles- endasíðum blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.