Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 28
^28
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Jarðarfarir
Jóna M. Árnadóttir lést 6. janúar.
jh Hún fæddist 1. mars 1913 aö Breiðu-
mýri í Selárdal, Vopnafiröi, dóttir
hjónanna Hólmfríðar Jóhannsdóttur
og Áma Ámasonar. Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Hinrik Ragnars-
son. Þau hjónin eignuðust tvö böm.
Útför Jónu verður gerð frá Áskirkju
í dag kl. 15.
Magnús Bjömsson lést 7. janúar.
Hann fæddist á Vopnafirði 3. mai
1923, sonur hjónanna Bjöms Jó-
hannssonar og Önnu Magnúsdóttur.
Maghús lauk sveinsprófi í trésmíði
og starfaði mestan hiuta starfsævi
sinnar hjá Trésmíðaverkstæði
Reykjavíkurborgar. Eftirlifandi eig-
^inkona hans er Hildur Einarsdóttir.
Þau hjónin eignuðust sex börn. Útför
Magnúsar verður gerð frá Kópavogs-
kirkju í dag kl. 13.30.
Jóhannes Björnsson veggfóðrara-
meistari lést 4. janúar. Hann fæddist
14. júní 1905. Foreldrar hans vom
hjónin Jónína Jensdóttir og Björn
Bjömsson. Jóhannes giftist Guð-
björgu Lilju Ámadóttur en hún lést
árið 1987. Þau hjónin eignuðust einn
son. Útför Jóhannesar verður gerð
frá Frikirkjunni í Reykjavík í dag kl.
13.30.
Minningarathöfn um Elínu Odds-
dóttur fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 18. janúar kl. 15. Ut-
förin fer fram laugardaginn 20. jan-
úar kl. 14 frá Ingjaldshólskirkju.
Tómas Guðmundsson fyrrverandi
veitingamaður, Skipholti 21, áöur til
heimilis á Háaleitisbraut 43, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni mið-
vikudaginn 17. janúar kl. 15.
Esther Jóhannesdóttir, vistheimil-
inu Garðvangi, Garði, verður jarö-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju miö-
vikudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Jóhanna Jóhannesdóttir, Langholts-
vegi 122, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 17. janúar
kl. 13.30.'
Guðmundur Elías Bjarnason jám-
smiður, frá Túni, Bólstaðarhlíð 68,
sem lést 4. janúar, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 18. janúar kl. 13.30.
Minningarathöfn um Júlíönu Krist-
mannsdóttur, Bólstaðarhlið 64, fer
fram í nýju Fossv^gkawíllunni mið-
vikudaginn 17:-jjaiáffligS^Í^Jarðsett
verður frá Las&ÉÍS®£}íi í Vest-
mannaeyjum 20. janúar kl. 14.
Memming
Að vera öðruvísi
Leikfélag Akureyrar sýnir:
Eyrnalangir og annað fólk
Höfundar: Iðunn og Kristin Steinsdætur
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson
Leikmynd: Hallmundur Kristinsson
Búningar og gervi: Rósberg Snædal
Lýsing: Ingvar Björnsson
Hreytingar: Lára Stefánsdóttir
Á undanfömum vikum hefur sú dapurlega
staðreynd fléttast inn í umræður um leikhús-
byggingar og -breytingar aö leikhúsuppeldi ís-
lenskra bama og unglinga er illilega ábótavant.
Það er til dæmis áhyggjuefni að skipulagðar
leikhúsferðir, sem áður fyrr voru fastur liður í
skólastarfinu, hafa að miklu leyti lagst af. í þess-
um ferðum kynntust stálpaðir krakkar og ungl-
ingar leikhúsinu, sáu sýningar í hópi kennara
sinna og félaga og fjölluðu um þær í ýmsum
verkefnum.
Þannig fengu þau nasasjón af því sem fram
fer á fjölunum og höfðu, um það bil er skóla-
göngu lauk, öðlast nokkra yfirsýn og reynslu
af því sem leikhúsið hefur að bjóða. Það ætti
ekki einu sinni að þurfa að ræða það hversu
mikilvægt er einmitt í dag að andæfa gegn skjá-
menningu og holskeflu eriends myndefnis með
því að stunda markvissa kynningu á heimi leik-
hússins og gera börn og unglinga handgengin
honum.
Það veganesti endist þeim alla ævi.
Ný íslensk bamaleikrit era alltaf áhugaverð
og ennþá að minnsta kosti eru slík verk nokkuð
örugg um góða aðsókn. Þær Iðunn og Kristín
Steinsdætur hafa nýlega skrifað verkiö, Eyrna-
langir og annað fólk, sem framsýnt var hjá Leik-
félagi Akureyrar um jólin. Eftir hátíðamar var
sýningarhlé en þráðurinn var síðan tekinn aftur
upp um síðustu helgi.
Leikritið um eymastóra fjölskylduna, sem
kemur til íslands frá fiarlægri ævintýraeyju,
gerir nokkrar kröfur til áhorfendanna. Þetta er
sem sagt ekki leikrit fyrir allra yngstu börnin
en frá fiögurra til fimm ára aldri fylgjast þau
vel með. Engu að síður hefði mátt fara yfir text-
ann og gera hann bæði styttri og hnitmiðaðri
þar sem orðalengingar ganga úr hófi.
Kynning efnis og aðstæðna í upphafi fer fram
í samtölum og þar reynir dálitið á þolinmæði
ungra áhorfenda. En þegar á líður færist meira
fiör í leikinn. Þá má meðal annars sjá heilmikla
skrautsýningu frá ævintýralandinu Zebrakabra
þar sem búningahönnuður og ljósameistari fara
Úr sýningunni Eyrnalangir og annað fólk.
Leiklist
Auður Eydal
á kostum.
Undir lokin birtast hinir ómissandi skúrkar,
hlægilegir og hættulegir í senn. Allir geta sam-
einast um að koma þeim bak við lás og slá og
fordómar hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar
eyrnalanga fólkið gengur hvað vasklegast fram
við að koma þeim í hendur réttvísinnar.
Skúrkamir era feit stelpa, sem heitir Bína,
og mjór strákur, Bósi. Þau stunda þá þokkalegu
iðju að brjótast inn hjá alsaklausu fólki og stela
öllu steini léttara. Sóley Elíasdóttir og Árni
Valur Ámason gerðu mikla lukku hjá áhorfend-
um í þessum hlutverkum.
Sýningin, sem ég sá á sunnudaginn, var frem-
ur dræm framan af og má þar sjálfsagt kenna
um hléinu sem gert var á sýningum frá áramót-
um. Leikarar voru eitthvað hikandi og þungir
en þó var Steinunn Ólafsdóttir í hlutverki
mömmunnar þar undantekning. Hún var frá
upphafi örugg og gerði persónuna trúverðuga.
Framganga hennar nægði þó ekki til að lyfta
sýningunni til að byrja með.
Pabbinn á heimilinu, sem heldur hvað lengst
í fordómana, var heldur dauflegur og litlaus,
leikinn af Gesti Einari Jónassyni. Krakkana
leika þau Jóhanna Sara Kristjánsdóttir og Guö-
mundur Ingi Gunnarsson. Jóhanna leikur lykil-
hlutverk, ódælu stelpuna, sem vill ekki ganga í
blúndukjólum heldur lufsast áfram í rifnum
gcdlabuxum og brúkar munn við fullorðið fólk,
sem er náttúrlega alveg forkastanlegt. En hún
hefur gott hjartalag og sér strax að litarháttur
eða stór rauð eyra gera engan mun því að alls
staðar gildir að „hjörtum mannanna svipar
saman...“
Jóhanna sótti í sig veðrið og túlkaði þessa
prakkaralegu stelpu ágætlega. Nokkrir fleiri
krakkar koma við sögu og komust leikararnir
ungu eins og til stóð frá leiknum.
Guðrún Þ. Stephensen leikur Elínóra, ómiss-
andi persónu í svona verki, hvassyrta, ef því er
að skipta, en hjartahlýja kerlingu sem allir eiga
athvaif hjá.
Höfundamir prédika ekki tiltakanlega heldur
sýna áhorfendum fram á það með breytni per-
sónanna að eitt er að tala fagurlega um umburð-
arlyndi og bræðraþel en annað vill oft verða
þegar á hólminn er komið. Viðbrögð hinna
dæmigerðu íslendinga í verkinu eru misjöfn.
Sumir taka þessum skrýtnu gestum vel strax
við fyrstu kynni en aðrir þurfa lengri tíma og
ungir áhorfendur þurfa ekki um það er lýkur
að fara í neinar grafgötur með hvað er „rétt“.
Mér fannst það hins vegar skjóta dálítið
skökku við að eyrnalanga fólkið var gert óþarf-
lega kjánalegt í uppsetningunni og allt fas þeirra
ýkt og afkáralegt langt umfram það sem texti
verksins gaf tilefni til. Þama gætti ákveðinna
fordóma, eða hvað?
Andrés Sigurvinsson er leikstjóri, Hallmund-
ur Kristinsson gerir þokkalega leikmynd og
Rósberg Snædal ágæta búninga og gervi. Nokk-
ur lög eftir Ragnhildi Gísladóttur lífga upp á
sýninguna.
-AE
Margrét Jakobsdóttir, Skarðshlíð 15
F, Akureyri, andaðist í Fjórðungs-
sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn
9. janúar. Jarðsett verður frá Sval-
barðskirkju í Þistilfirði föstudaginn
19. janúar kl. 14.
Jórunn Karlsson, Blomstergatan 7,
Kungshamn, Svíðþjóð, lést á heimili
sínu 13. janúar sl. Jarðarförin fer
fram í Kungshamn föstudaginn 26.
janúar.
Minningarathöfn um John Joseph
Tobin verður í Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Andlát
Anthony Zuk lést í New York 13. jan-
úar.
Valdimar Jónsson, fyrram bóndi,
Kolþemumýrí, Vestur-Hópi, andað-
ist föstudaginn 12. janúar í sjúkra-
húsinu Hvammstanga.
Sigurður Hermann Magnússon lést í
Hrafnistu í Reykjavík 12. janúar.
Soffía Kristinsdóttir, Flókagötu 16a,
Reykjavík, lést í Landspítalanum
sunnudaejnn 14. janúar.
Ágústa Ólafsdóttir frá Jörva lést í
Landspítalanum að morgni 15. jan-
úar.
Sigfús B. Sigmundsson kennari,
Blönduhlíð 31, Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum 15. janúar.
Tilkyrmingar
Þjónustumiðstöð aldraðra,
Vesturgötu 7
Á morgun, 17. janúar, kl. 13.30 lesa þau
Helgi Skúlason og Helga Bachmann leik-
arar upp úr Fjallkirkjurmi eftir Gunnar
Gunnarsson. Allir eldri borgarar vel-
komnir. Góðar veitingar á eftir.
Til farþega SVR
Morgunferðir leiðar 18 verða frá Breið-
holtskjöri kl. 6.55 og 7.25 til 1. júní. Ekið
eins og áður.
Lágraddir
Þeir Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og
Sigurður Sveinn Þorbergsson básúnuleikari héldu
tónleika ásamt píanóleikuranum Brynju Guttorms-
dóttur og Clare Toomer í Tónskólasalnum, Hraun-
bergi 2, síðastliðinn laugardag.
Tónleikamir hófust á Konsertino nr. 2 í D-dúr fyrir
kontrabassa eftir Frans A. Hoffmeister. Hávarður lék
verkið af öryggi og sterkri formrænni tilfinningu, en
píanóleik Brynju skorti þann fínleik í útfærslu sem
nauðsynlegur er svo þessi músík fái fyllilega notið sín.
Sigurður Sveinn lék næst Ballöðu Franks Martins
fyrir básúnu og píanó frá árinu 1940, en meðleikari
hans var breski píanóleikarinn Clare Toomer. Sigurð-
ur lék verkið fallega en tæplega af nægjanlegum krafti.
Píanóleikurinn bjó hins vegar yfir bæði miklum krafti
og spennu og var einkar vel útfærður þar sem áhersla
var lögð á andstæður. Bomanza Carls María von We-
bers var síðasta verk fyrir hlé á tónleikunum og lék
Sigurður hana einkar fallega þótt undir lokin hefði
hann tapað einbeitni sinni andartak.
Samstiga
Næsta verk á efnisskránni var Sónata eftir Nicholas
Sackman, frá árinu 1986. Þetta verk er í þremur sam-
tengdum þáttum og í öðram þættinum, sem er hægur,
erú notaðir ýmsir demparar á básúnuna (cup, bucket
og wha-wha (harmon)). Hér skiluðu þau Sigurður og
Clare bæði góðum leik og vora vel samstiga í túlkun
sinni og sama má segja um flutning þeirra á Sónötu
Stjepan Suleks, sem var síðasta verkið sem þau léku
á þessum tónleikum.
Einleikskadensa Teppo Hauta-aho fyrir kontrabassa
var næst á efnisskrá. Verk þetta er fremur ómerkileg-
ur samsetningur, en krefiandi fyrir hljóðfæraleikar-
ann. Hávarður lék verkið á vandaöan hátt, en þó án
þeirrar tæknilegú snerpu sem tónskáldið virðist aug-
fióslega vifia kalla fram.
Hávarður Tryggvason og Brynja Guttormsdóttir.
Tónlist
Áskell Másson
Falleg tónmynd
Tarantella Giovanni Bottesinis var síðasta verk tón-
leikanna. Þessi tæknisýning var létt og skemmtilega
leikin af Hávarði. Tónmyndun hans er falleg og hann
hefur nú þegar náð nokkrum syngjanda í tóninn. Þetta
á reyndar einnig við um tón Sigurðar á básúnuna.
Vonandi tekst þessum efnilegu hljóðfæraleikuram að
þróa tón sinn og tækni enn frekar í átt til fullkomnun-
ar, en þess má að lokum geta til gamans að Hávarður
starfar nú með flæmsku óperuhfiómsveitinni í Belgíu
og Sigurður kom nýverið fram á tónleikum í Purcell
Room-salnum í London, en hann starfar meö Sinfóníu-
hljómsveit íslands.