Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Shirley MacLaine
var eitt sinn fræg barnastjarna
en þegar hún eltist hneig frægð-
arsól hennar til viðar. Þá sneri
hún sér að pólitík og andatrú.
Shirley hefur nú snúið sér að
kvikmyndaleik á nýjan leik og
nýjasta mynd hennar, þar sem
hún leikur á móti Dolly Parton,
heitir Steel Magnolias. Frúin hef-
ur oft verið sökuð um að vera
hinn mesti fýlupúki. Á blaða-
mannafundi, sem haldinn var
nýlega, lýsti Shirley því hins veg-
ar yfir að hún væri enginn fýlu-
púki heldur hefði hún bara verið
í slæmu skapi síðastliöin 40 ár.
Kannski ekki nema von þar sem
aðalviöfangsefniö í langan tíma
hefur veriö andatrú og pólitík,
lítið fjör í því, eða hvað?
Krókódíla-Dundee
er enginn smákarl, eins og flestir
vita. Hann skildi nýlega við sína
ektafrú og daginn sem hann fékk
skilnaðarpappírana gaf hann
nýrri unnustu sinni, Lindu
Kozlowski, dýrindisgiafir. Hún
fékk trúlofunarhring með risa-
stórum demanti og ákveðið var
að þau myndu gifta sig í apríl í
Ástralíu. En fyrst Dundee var nú
byrjaöur að eyða peningum í
Lindu gaf hann henni einnig hús
sem kostaði 5 milljón dollara og
stendur rétt fyrir utan Sidney og
annað sem kostaði bara miUjón
dollara og er í Hollywood. Þaö
væri nú gott ef svona menn yxu
á tijánum, eða hvað finnst ykkur,
stelpur.
Bill Wyman
er kominn á sextugsaldurinn en
hann giftist, eins og fólk ætti að
muna, hinni 19 ára Mandy Smith
á síðasta ári. Mandy þjáist af ill-
kypja sjúkdómi og þá sjö mánuði
sem hjónabandið hefur varað
hafa þau aðeins eytt 43 dögum
saman. Mandy er í London en
Bill heldur sig löngum í New
York. Það tók því að vera að gifta
sig upp á þessi býti!
Það fer vel á með afmælisbarninu Konráði Bjarnasyni og ögmundi Sigurðs-
syni, fyrrum starfsmanni hjá Eimskipafélagi íslands.
Konráð
Bjamason
fimmtugur
Konráð Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Félagsprentsmiðjunnar og for-
seti Golfsambands Islands, varð
fimmtugur í síðustu viku. Konráð
hefur verið forseti GSÍ frá 1981. Hann
hefur einnig tekið að sér ýmis störf
fyrir íslenska prentiðnaöinn. Konráð
hélt upp á afmæli sitt í sal Félags
íslenska prentiðnaðarins og mættu
þar fjölmargir ættingjar og vinir. Var
Konráð heiðraður á margan máta.
Meðal annars fékk hann æðsta heið-
ursmerki ÍSÍ. Gullhorn GSÍ og gull-
merki Golfklúbbs Reykjavíkur fékk
hann einnig en hann er fyrrverandi
stjómarmaður í þeim klúbb. Mynd-
irnar hér á síðunni voru teknar í
afmælishófinu.
Hér ræðast þeir við Eiríkur Smith, listmálari og mikill
aðdáandi golfíþróttarinnar, og Sigurður Jónsson, stjórn-
armaður í Golfklúbbi Suðurnesja. Bak við þá sést í
Steindór Hálfdánarson, prentsmiðjustjóra í Steindórs-
prenti, og Ólaf Eyjólfsson, skrifstofustjóra Frjálsrar fjöl-
miðlunar.
Konráð Bjarnason er hér á milli yfirmanna Pósts og
síma. Honum á hægri hönd er Ólafur Tómasson póst-
og simamálastjóri og vinstra megin er Guðmundur
Björnsson vara póst- og símamálastjóri en hann er einn-
ig formaður Golfklúbbs Reykjavíkur.
DV-myndir GVA
Stefán Jónsson og Elva Ósk Ólafs-
dóttir i hlutverkum sínum i Kjöti eftir
Ólaf Hauk Símonarson.
Kjöt
í Borgar-
leikhúsinu
Nýtt íslenskt leikrit, Kjöt, verður
frumsýnt í Borgarleikhúsinu á veg-
um Leikfélags Reykjavíkur nú síðast
í janúar. Kjöt er eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson og gerist bakatil í kjötbúð á
árunum eftir 1960. Leikstjóri er Sigr-
ún Valbergsdóttir. í helstu hlutverk-
um eru Hanna María Karlsdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson og Ragn-
heiður Elfa Arnardóttir. Myndin,
sem hér birtist, var tekin á æfingu.
DV-mynd S
Löggan og
trúðurinn
Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari DV á mótum Sundlaugavegar
og Laugalækjar en þar var verið að kvikmynda fræðslumynd fyrir Umferðar-
ráð og er ekki annað að sjá en að vel fari á með laganna verði og grínaranum.
Lesendur Melody Maker:
Björk
í hópi bestu
söngkvenna og
Einar
í hópi rugludalla
Melody Maker er það breskt
poppblað sem haldið hefur nafni
Sykurmolanna hæst á lofti. Það var
með það blað eins og önnur að ekki
fannst poppskríbentum þess nýja
plata Sykurmolanna nógu góð og
er það einnig álit lesenda blaðsins.
í síðustu viku birti Melody maker
úrslit úr lesendakönnun. Þar kom-
ast Sykurmolarnir ekki á blað en
Björk .Guðmundsdóttir er aftur á
móti í miklu áliti hjá lesendum
blaðsins því að þeir velja hana
næstbestu söngkonu ársins. Það er
aðeins Kate Bush sem lesendur
telja betri. Fyrir aftan hana eru
stórstjörnur á borð við Annie
Lennox og Deborah Harry svo að
einhverjar séu nefndar.
Flestir eru sammála um að Einar
Benediktsson hafi sérstaka sviðs-
framkomu. Lesendur Melody Ma-
ker eru einnig greinilega þeirrar
skoðunar þótt spurning sé hvort
það sé hrós eða nið að vera á lista
yfir rugludalla ársins.
Lesendur Meiody Maker hafa mik-
ið álit á Björk Guðmundsdóttur.
Hún er í öðru sæti á lista yfir söng-
konu ársins og i tólfta sæti á lista
yfir konur áratugarins.
Einar Benediktsson kemst einnig
á blað þótt það sé ekki vegna tón-
listarhæfileika. í flokknum
Rugludallur ársins (Nutter of The
Year) lendir Einar í þriðja sæti. í
fyrsta sæti í þessum flokki er engin
önnur en Margaret Thatcher. í
öðru sæti er Gibby Haynes, sem
umsjónarmaöur Sviðsljóss kann
engin deili á. Fyrir neðan Einar
má sjá sjórnmálamennina Neil
Kinnock og Nigel Lawson (Lawson
var einnig kosinn maður ársins)
og þungarokkssöngvarann Axel
Rose.
Þá velja lesendur einnig menn og
lög áratugarins og geta Sykurmol-
arnir vel við unað. Birthday er til
dæmis talið fjórða besta lag áratug-
arins. Sykurmolamir eru í sext-
ánda sæti yfir von tíunda áratugar-
ins og er þá ekki eingöngu verið
að tala um tónlist, því aö aðeins
tvær hljómsveitir eru fyrir ofan þá.
Björk er einnig í þessari kosningu
lesendum hugleikin því að hún er
í tólfta sæti yfir konur áratugarins.