Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
27 ■*.
Lífsstm
Salmonella í hundabeinum:
Ekkert eftirlit hérlendis
Áriö 1989 voru flutt til íslands 985
kíló af nagbeinum fyrir hunda. Bein-
in eru framleidd úr nautshúð og
einnig er lítill hluti þeirra steyptur
úr sagi úr nautgripabeinum og mót-
aður eins og bein.
Ekkert er fylgst með þessum inn-
flutningi með tilliti til salmonellu-
sýkingar. í Finnlandi hafa rannsókn-
ir leitt í ljós margar tegundir af salm-
onellu í slíkum beinum, einkum
þeim sem koma frá Thailandi.
Finnsk heilbrigðisyfirvöld hafa af
því miklar áhyggjur að beinin geti
valdið sýkingu í börnum sem leika
sér við hunda.
Meinhluti þeirra beina, sem fluttur
er til íslands, kemur frá Evrópu, þ.e.
Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, en
alls koma tæp 150 kíló frá Taiwan
og Thailandi.
„Mér er ekki kunnugt um að Holl-
ustuverndin hafi rannsakað um-
rædda vöru,“ sagði Halldór Runólfs-
son, deildarstjóri hjá Hollustuvernd
ríkisins, í samtali við DV. „Hitt er
vitað að margar vörur fyrir gæludýr
geta valdið vandræðum.“
Umrædd nagbein munu aldrei hafa
komið til rannsóknar hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins, sem
ætti að annast eftirlit með innflutn-
ingi þeirra, og er ástæöan sú að bein-
in eru ekki í sama tollflokki og gælu-
dýrafóður almennt. Vegna þess að
beinin eru gerð úr nautshúðúm eru
þau tollflokkuð sem leðurvörur og
Nagbein fyrir hunda eru flutt inn til landsins í stórum stil án eftirlits af neinu tagi. Salmonellusýking í slikum bein-
um hefur vakið ótta í nágrannalöndum íslands. Hluti beinanna er fluttur inn i trássi við lög um varnir við gin- og
klaufaveiki. DV-mynd BG
flutt inn án vitundar Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins.
„Vegna fréttarinnar í DV hef ég
haft samband við Finnana og vænti
skýrslu frá þeim um málið. Bein af
þessu tagi hafa ekki komið hér inn á
borð til rannsóknar," sagði Gunnar
Sigurðsson, yflrmaður fóðurefna-
deildar Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins, í samtali við DV. Gunn-
ar sagði að deildin ætti samkvæmt
lögum að hafa eftirlit með innflutn-
ingi á öllu gæludýrafóðri, svo fram-
arlega sem það væri rétt tollflokkað.
„Við höfum unnið þetta þannig að
hverri sendingu á að fylgja vottorð
um uppruna, hráefni, vinnslu og
meðferð og vottorð um að varan sé
ekki sýkt af salmonellu eða miltis-
brandi. Síðan er krafist innflutnings-
vottorðs með hverri sendingu." sagði
Gunnar.
Stofnunin hefur ekki viljað heimila
innflutning á fóðri frá öðrum löndum
en Evrópulöndum, Bretlandi og
Bandaríkjunum. Þetta er gert í
trausti þess að í þessum löndum sé M
heilbrigðiseftirlit virkara en t.d. í
Austurlöndum fjær en þaðan koma
nagbeinin sem sýkingin hefur
greinst í.
Innflutningur á nagbeinum úr
beinasagi mun brjóta í bága við lög
um varnir gegn gin- og klaufaveiki
frá 1928.
„Þessi innflutningur er mjög vafa-
samur,“ sagði Gunnar Sigurðsson.
Ekki náðist í yfirdýralækni vegna
þessa máls.
-Pá
Virðisaukaskattur:
Hækkar bókasendingar frá útlöndum
gjöld fyrir áramót ber nú aukakostn-
að vegna virðisaukaskatts að upp-
hæð kr. 880 krónur. Þetta er hækkun
sem nemur í þessu tilfelli 35,5% af
heildarverðmæti.
Á pósthúsinu í Ármúla fullyrti yflr-
maður tollútreiknings að rætt hefði
verið við flármálaráðuneytiö um nið-
urfellingu virðisaukaskatts af um-
ræddum sendingum þannig að fyrir-
komulagið yrði með líkum hætti og
var í söluskattskerfinu.
„Mér er ekki kunnugt um að slíkt
erindi hafi borist ráðuneytinu,"
Engar undanþágur eru frá virðisaukaskatti á bókasendingum að utan. Það
þýðir allt að 35% hækkun. DV-mynd BG
sagði Rúnar Hannesson, hagfræðing-
ur í fjármálaráðuneytinu, í samtali
við DV. Því eru horfur á að bókaorm-
ar verði áfram að greiða þriðjungi
hærra gjald en áður fyrir sendingar
að utan.
Fyrir áramót gilti söluskattsund-
anþága fyrir gjafasendingar að há-
marki 2.600 krónur. Sú undanþága
helst áfram. Ofan þess verðmætis
þarf að greiða afgreiðslugjald.
-Pá
- dæmi um 35% hækkun
Gæludýrafóður:
Innflutningur
margfaldast
Innflutningur á gæludýrafóðri
hefur margfaldast á fáum árum.
Þannig voru flutt inn 185 tonn
árið 1985 en 483 tonn á síðasta
ári. Mestur hluti þessa fóðurs er
fyrir hunda og ketti. Bæði er um
að ræða niðursoðinn dósamat og
mýmargar tegundir af þurrfóðri
í pökkum. Þetta virðist benda til
þess að gæludýraeign fari vax-
andi og að eigendur dýranna
hyggi meira að mataræði þeirra
en áður tíðkaðist. -Pá
- undanþágur felldar niður
Bókasendingar frá útlöndum voru
undanþegnar söluskatti meðan verð-
mætið var innan við 2.600 krónur. Á
þessar sendingar leggst nú fullur
virðisaukaskattur, bæði af tollmeð-
ferðinni og einnig af geymslugjaldi
ef um það er að ræða.
„Þetta hefur valdið mikilh óánægju
og við fáum daglegar kvartanir frá
fólki sem er að leysa út bókasending-
ar,“ sagði afgreiöslustúlka á pósthús-
inu við Ármúla í samtali við DV.
Þessi breyting þýðir að 2.500 króna
bókasending, sem bar engin auka-
Neytendur
Hinar árvissu vetrarútsölur eru hafnar og víða rikulegur afsláttur í boði.
Svona var umhorfs við Japis i Brautarholti snemma á mánudagsmorgun
þegar Ijósmyndara DV bar að. í Japis hófst þennan dag útsala þar sem
hljómtæki, sjónvörp og fleira var falt með miklum afslætti. Svipuð útsaia er
i gangi í Radióbúðinni i Skipholti og þar var einnig biðröð. Þessir þoiin-
móðu viðskiptavinir ætluðu greinilega ekki að láta happ úr hendi sleppa.
DV-mynd BG
Nýjung í símamálum
Virðisaukaskattur
ekki talinn með
í fréttatilkynningu frá Verðlags-
stofhun er athygli þeirra sem fram-
leiða, flytja inn eða kaupa virðis-
aukaskattskylda vöru til endursölu
vakin á því að óheimilt er að telja
skattinn til kostnaðarverös vöru.
Skatturinn skal því ekki teljast
hluti af álagningarstoíhi.
Samkvæmt heimildum DV munu
nokkur dæmi hafa komið upp þar
sem virðisaukaskattur var talinn
leiða af sér verulega veröhækkun.
Mörg þeirra áttu rót sína aö rekja
til misskilnings af þessu tagi.
-Pá
Póstur og sími hóf fyrir tæpum
mánuði starfrækslu nýrrar tegundar
af símaþjónustu, svokallaðrar tal-
hólfaþjónustu. Þjónusta þessi byggir
á boðkerfi sem innbyggt er í dréifi-
kerfi Pósts og síma.
Til þess aö nýta sér þessa þjónustu
þarf fólk að eignast boðtæki. Það er
selt hjá Pósti og síma og kostar 20.000
krónur. Stofngjald að auki er 6.225
krónur. Boðtækinu fylgir lítið són-
tæki sem notandinn ber á sér. Hann
fær úthlutað hjá Pósti og síma 5 stafa
númeri sem byrjar á 8, það er númer
boötækisins. Sá sem þarf að ná sam-
bandi við boðtækiseiganda hringir í
boðtækisnúmer hans og slær inn 984
á undan. Þegar skilaboð hafa verið
lesin inn á boðtækið pípir sóntækið
í vasa notandans. Hann fer þá í næsta
síma eða tekur upp farsímann,
hringir í boðtækið sitt með sérstök-
um fjögurra stafa dulkvóta og fær
að heyra skilaboðin.
Enn sem komið er nær boðkerfi
þetta yfir suðvesturhorn landsins og
Akureyri án þess þó að þessi tvö
svæði séu samtengd en í framtíðinni
er reiknað með að kerfið nái yfir flest
þéttbýlissvæði landsins, að sögn Sæ-
mundar Guðmundssonar í söludeild
Pósts og síma.
Verslanir eins og Radíóbúðin og
ístel selja svipuð tæki sem byggja á
sama boðkerfi. Tækin eru lítið eitt
ódýrari en það sem fæst hjá Pósti og
síma en í grundvallaratriðum eins.
Allir sem nota þessa þjónustu
þurfa að greiða 6.225 krónur í stofn-
gjald og að auki 996 krónur ársíjórð-
ungslega í afnotagjald auk kaupverðs
tækisins. Daglega notkun greiða þeir
sein hringja í boðtækið því hvert
skref kostar 2,40 krónur og varir í
12 sekúndur. Það er því dýrara en
almenn samtöl.
Samkvæmt þessu kostar 25-30.000
krónur að koma sér upp búnaði af
þessu tagi og má reikna með að síma-
reikningurinn hækki um 5-7 þúsund
krónur á ári. -Pá