Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990. 13 Lesendur Haust í Moskvu Ragnar skrifar: Ég finn mig knmnn til að setja nokkrar línur á blað og senda ykkur vegna sjónvarpsþáttar sem ég sá í gærkvöldi (11. jan.) í Sjónvarpinu. Þátturinn var gerður af íslenskum sjónvarpsmönnum, sem Bjarni Arnasaon hafði umsjón með, á ferð í Moskvu. Þetta var einn besti þáttur þessarar tegundar sem ég hefi lengi séð. - Ekki fyrir það eitt að hann var frá Moskvu, heldur vegna þess að það var algjört nýnæmi að sjá og kynnast mannlífi og viðhorfum fólks á götum úti í höfuðborg þessa víð- feðma ríkis. Maður hefur oft séð ýmsar myndir og þætti frá þessari borg en það var nýtt að sjá íslenska sjónvarpsmenn ræða við íbúana þama, efdr það sem gerst hefur i Evrópu nýlega, og heyra fólkið tjá sig. Það var heilmargt sem maður hef- ur ekki áður séð þaðan, eins og t.d. hve mikill munur er á aðstöðu þess fólks sem hefur umráð yfir erlendum peningum og getur keypt sér fáséöa hluti í sérverslunum sem selja ein- ungis gegn greiöslu í erlendum gjald- eyri - og svo þeirra sem veröa að búa við hinn mikla skort sem þarna ríkir enn. Einkennilegt var t.d. að sjá og heyra konuna fyrir framan húsið, sem mannfiöldinn þyrptist að til að lesa efni blaðs nokkurs, tala án afláts og lesa samborgurum sínum pistil- inn um mismuninn á lífinu þarna og því sem hún vildi búa við. Fólkið virtist allt vera með á nótunum en vilja rökræða við hana fram og aftur. Einnig að hlusta á mennina tvo sem voru að dreifa einhverju blaði sem boðaði málstaö þeirra. Þessir menn komu mér fyrir sjónir eins og persónur úr öðrum heimi, jafnvel úr leikriti. - Allt eins og þetta væri óraunverulegt en samt var þétta raunverulegt viðtal við íbúa í þessari stóru borg heimsveidisins. í þættinum kom einnig vel fram að þetta stóra og mannmarga ríki á við svo feiknaleg vandamál að stríða að maður gerir sér fyrst einhverja lítils háttar hugmynd um það eftir að hafa séð svona þátt, þótt hann væri ekki lengri en þetta. - Allt var þetta stórfróðlegt og framandi. Mað- ur kemst ekki hjá því að hugsa hvað maður er langt frá svona aðstæðum, sem þó eru í raun alltaf nálægar og geta dunið yfir jafnsnögglega og hendi sé veifað. Einmitt hér á íslandi sem hefur ekkert upp á að hlaupa ef sjávarafli bregst og þar sem fólkið skilur ekki að velmegun fæst ekki með kröfugerð einni saman. Þennan þátt væri þörf á að endur- sýna fljótlega því að ég hefi strax heyrt frá fólki sem missti af þættin- um og sá eftir að hafa ekki séð hann. Annað eins er endursýnt eins og svona fróðlegur og framandi mann- lífslýsing frá þessu umtaiaða landi þessa dagana. Viðhald Þjóðleikhússins: „Fordjarfað“ af ráðherranáð? Haraldur Guðnason skrifar: Nú stendur mikið til í Þjóðleik- húsinu. Bygginganefnd, af náð Svav- ars ráðherra hefur fengið leyfi til þess að ,Jordjarfa“ húsið - en slíkum er oftast ætlað annað hlutverk. Um- rótið kostar nokkur hundruð millj- ónir sem nýmenningarpostulum þykir ekki áhorfsmál. En þetta er nú þjóðleikhús, a.m.k. Reykvíkinga, sem hafa nú fengið til viðbótar stórt og myndarlegt leikhús þótt heldur sé það drungalegt að utan og innan enn sem komið er. Ég hef séö margar leiksýningar í Þjóðleikhúsinu, bæði í sal og á svöl- um. Ég tel sætin ágæt, nema á efri svölum en þau eru raunar tæpast boðleg. En það er einmitt sá staður sem virðist vera bygginganefnd þóknanlegur! Þjóðleikhúsið þarf viðhald og end- urbætur sem önnur hús. Byggingar í eigu ríkisins og á þess ábyrgð hafa drabbast niður, svo sem Bessastaðir, Þjóðminjascifn og Þjóðleikhús. Loks „Efri svalir Þjóðleikhússins, einmitt sá staður sem er bygginganefnd þókn- anlegur," segir m.a. í bréfinu. þegar farið er að gera átak í þessum svo sem um hættur af timbri - auk málum, en allt of seint, koma til þess rándýrar og allt að því fáránleg- „fræðingar" með sínar „fiks-ideur“, ar. Enn heimtað til íþróttamála Bjarni Ólafsson skrifar: íþrótta- og tómstundaráð hefur nú lagt til að borgarráð samþykki að húsaleiga íþróttafélaga hér í Reykja- vík verði greidd að fullu. Og nú þykj- ast allir pólitíkusar vera samþykkir! Til þessa hefur helmingur leigu verið greiddur. Verði þessi beiðni sam- þykkt er talið aö heildarstyrkur borgarinnar verði um 80 milljónir króna. Formaður íþróttaráðsins, sem er einnig einn af borgarfulltrúunum, segir að verði þessi beiðni samþykkt sé hún „mesta framfaraspor í ára- tugi“ fyrir íþróttamál borgarinnar. Ég get vel trúað því! - En er það fram- faraspor fyrir skattborgarana? Borg- arfulltrúinn ætti að íhuga það. Mér finnst þetta dekur við íþrótta- hreyfinguna og svokölluð æskulýðs- mál vera eitt mesta bruölið sem hér viðgengst. Hvers vegna er alltaf verið1 að mylja undir æskuna? Væri ekki þarfara að henni yrðu lagðar ein- hverjar skyldur á herðar líkt og ann- ars staðar? Hér eru mörg fyrirtæki sem selja fólki aðgang aö líkamsrækt 1 húsa- kynnum sínum. Það eru hundruð karla og kvenna á öllum aldri sem stunda þessa starfssemi sér til ánægju og heilsubótar. Fá þessi fyr- irtæki eða viðskiptavinir þeirra ein- hvem styrk? Aldeilis ekki, og heldur engin ástæða til. Fólk greiðir ein- faldlega aðgang, kaupir í mesta lagi mánaðarkort með afslætti og lætur það nægja. I likamsræktarstöðvunum eru hundruð viðskiptavina. - Greiða einfaldlega aðgang. Enginn styrkur, i mesta lagi afsiáttur og það látið nægja. Hvers vegna ættu íþróttafélög að fá styrk frá skattgreiðendunum? Þetta er að ganga út í svo miklar öfg- ar með styrk og hlunnindi til íþrótta- félaga, auk þess sem þau hafa hlunn- indi af happdrættum og annarri starfsemi sem engin önnur fyrirtæki fá, að nú verður að stöðva þá ölmusu- starfsemi - og það strax. Þessi tillaga til borgarráðs, ef sam- þykkt verður, er ekki til atkvæða- fylgis hins venjulega borgara í næstu kosningum, svo mikið er víst. Námskeið Reykjavik20.og21.jan. Akureyri 27. og 28. jan. Hugrækt Heilun Líföndun Á Aknreyri þann 27. og 28. janúar n.k. Námskeiðið er samtals 20 timar að lengd. Verð er aðeins kr. 6.500 og er hœgt að greiða með Euro eða Visa. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Friðrik Páll Ágústsson og er hægt að fá nánari uppl. hjá honum í sima: 91-622273. Vegna mikillar sölu vantar bíla á staðinn 0 BÍLAKAUP Borgartúni 1 Símar 686010 & 686030 2. leikvika - 13.desember 1990 Vinningsrööin: 212-11X-X12-XX1 HVER VANN ? 1.736.402- kr. 1 var með 12 rétta - og fær: 1.390.045- kr. á röð 17 voru með 11 rétta - og fær hver: 20.373- kr. á röð SPRENGIPOTTUR - um næstu helgi!! Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langhottsvegi 160, sími 68-77-02. S3 E ——I ko«ocAoc ■ Húsgögn Skápar, sófar,borö og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. Leitaóu ei um hæðir og hóla, heldur skaltu á okkur..... smAauglýsingar SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.