Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 4
LAUGARDAGUK 20. JANp-ARi 1990;; 4 ?, Fréttir Gengið frá aflamiðlun, kjarasamningum og fiskverði samtímis: Kvóti verði settur á ísfisksútflutninginn - verkalýðshreyfingin krefst þess að dregið verði úr ísfisksútflutningi Aflamiölun, sem sjávarútvegsráö- herra, Halldór Ásgrímsson, hefur verið aö tala um aö koma á fót í meira en eitt ár, viröist nú vera í sjónmáli. Stofnun hennar verður ákveöin um leið og gengið veröur frá kjarasamningum og nýju fiskverði, sem á að vera tilbúiö 1. febrúar. Halldór Ásgrímsson sagöi í samtali viö DV í gær aö hann væri tilbúinn með ákveðnar tillögur um aflamiðl- unina, en vildi ekki greina frá hveij- ar tillögur hans væru. Samkvæmt heimildum DV eru uppi hugmyndir um að ákveða fyrir- fram í byrjun hvers árs hve mikið magn af ísflski leyft verður að flytja út á árinu. Síðan þarf að skipta því á milli útgerðar og fiskvinnsluaðila. Einnig hefur verið rætt um að út- flutningsleyfin verði hægt að fram- selja. Útgerðarmenn vilja það en sjó- mannasamtökin eru því algerlega andvíg. Þau eru líka andvíg því að hægt sé að framselja aflakvóta. Þetta deilumál getur orðið snúiðaö leysa. Rætt er um að í þeirri nefnd, sem stýrir aflamiðluninni, veröi „þunga- vigtarmenn" frá hagsmunasamtök- um sjómanna, útgerðarmanna og verkalýðshreyfmgarinnar. Með því móti á að reyna að skapa um hana frið. Með þessu móti telja sumir að hægt verði að jafna kjör sjómanna inn- byrðis. Það er nú viðurkennt af öll- um að óviðunandi óréttlæti sé að sumir sjómenn fái aðeins verðlags- ráðsverð fyrir afla sinn, aðrir fái yfir- borganir, þriðji hópurinn fái innlent fiskmarkaðsverð og sá fjórði erlent fiskmarkaðsverð fyrir aflann. Fisk- verðsdeilan á Austfjörðum leiddi það skýrt í ljós. Þetta er langstærsta vandamálið sem fulltrúar í Verðlagsráði sjávar- útvegsins fá að glíma við að þessu sinni en ákveðið er að reyna að leysa þetta með einhveijum hætti um leið og fiskverð verður ákveðið. Þá er það mjög ákveðin krafa hjá verkalýöshreyfingunni að stórlega verði dregið úr ísfiskútflutningi. Þessi krafa er sett fram í þeirri von að auka megi atvinnu með því að landa meira magni af fiski hér heima en gert hefur verið undanfarin ár. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að ætlunin væri að leysa samtímis öll málin þijú, afla- miðlun, kjarasamninga og fiskverð. -S.dór Gæsirnar, sem dvelja vetrarlangt á Tjörninni í Reykjavik, bera sig heldur illa þessa dagana eftir að veturinn gekk í garð af fullri hörku. Þær þurfa þó ekki að una sinum hlut illa meðan alltaf koma gjafmildir menn með brauð í poka. DV-mynd GVA Bolvíkingur 1 hrakningum: Mokaði jeppanum leið „Það var svo dimmt og mikið snjó- kóf að ég sá ekki neitt. Ég keyrði jeppann út af veginum skammt frá Ósvitanum. Ástæðan var bara sú að ég sá svo illa út í snjókófinu - maður sá ekki neitt. Mér tókst að moka leið fyrir jeppann upp á veginn aftur. Mér tókst svo að bakka honum aftur upp á veginn. Þegar ég var búinn að því þá leist mér ekkert á bhkuna - framundan var algjör blindbylur,“ sagði Brynjólfur Lárusson sem var einsamall á leið til vinnu sinnar í Lödujeppa á sjöunda tímanum í gær- morgun. Brynjólfur býr í Bolungar- vík en sækir vinnu til ísafjarðar. „Mér skilst að um svipað leyti og ég var þarna á ferðinni hafi snjóflóð fallið í Óshlíðinni. Skriðan hefur sennilega verið fallin þegar ég var þarna. En ég sneri við og var kominn heim aftur á áttunda tímanum," sagði Brynjólfur. -ÓTT Margir í hrakningum Vegaeftirlitsmenn, ásamt lögreglu á Selfossi og í Reykjavík, stóðu í ströngu í gær við að bjarga öku- mönnum sem höfðu fest bíla sína á Hellisheiði og á Þrengslavegi í gær. Margir bílar áttu einnig erfitt með að komast leiðar sinnar í Hveragerði og á Selfossi. Talsverður fjöldi bíleigenda varð fyrir því fara út af vegi, festast eða þá að þaö drapst á vél bílanna. Lög- regla þurfti að flytja starfsmenn á sjúkrahúsinu á Selfossi til vinnu sinnar. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var mikið um að bílar væru vanbúnir til aksturs í færðinni sem var mjög slæm í gær. Skyggni var auk þess lítið vegna skafrennings. Bæjarstarfsmenn unnu í gær við að ryðja götur og aðstoöa ökumenn. Mikil hálka var á Hellisheiði og í Kömbum. Hellisheiði var vörðuð mannlaus- um bílum eftir að eigendur höfðu yfirgefið þá. Nokkrir bíleigendur fengu aðstoð vegaeftirlitsmanna við að draga bílana aftur upp úr snjó- sköflum. Við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni voru og nokkrir bílar sem eigendurnir höfðu yfirgefið. -ÓTT Eitt vitnanna dregið í efa - af Jónasi Aðalsteinssyni, verjanda Páls Braga Kristjónssonar Jónas Aðalsteinsson, hæstarétt- arlögmaður og veijandi Páls Braga Kristjónssonar, dró í efa áreiðan- leika Jóns Sævars Jónssonar verk- fræðings sem var vitni í Hatfskips- málinu í Sakadómi í gær en Jón Sævar var starfsmaður hjá Haf- skip. Jón Sævar sá meðal annars um áætlanagerð fyrir félagið. í skýrslu, sem hann gaf hjá Rann- sóknarlögreglu þegar forystumenn félagsins voru í gæsluvarðhaldi, hafði hann sagt aö fleiri en ein áætlun hefðu veriö í gangi og það hefði ráðist af því hvar ætti að nota áætlanimar hvaða áætlun var sýnd. Hann sagði meðal annars að tÚ hefði verið svartsýnisáætlun sem ætluð var til nota innanhúss og svo aðrar sem sýndar voru utan fyrirtækisins. Jónas Aðalsteinsson spurði Jón Sævar mikið um afskipti hans af áætlanageröum. Jónas sýndi meðal annars fjögur skipurit frá Hafskip, öll frá árinu 1983. Samkvæmt þeim og dagbók Páls Braga Kristjónsson- ar var Jón Sævar ekki í störfum hjá hagdeild Hafskips á þeim tíma sem gagnrýni hans á áætlanagerð- ina náði hvaö mest yfir. Jónas Aðalsteinsson spurði Jón Sævar hvort honum hefði ekki ver- ið kunnugt um að helstu forsvars- menn félagsins hefðu verið í gæslu- varöhaldi þegar hann gaf skýrslu hjá Rannsóknarlögreglu. í fyrstu • sagði Jón Sævar að sér hefði ekkf verið kunngt um þaö. Síðar sagðist hann hefðu haft sömu vitneskju um það og aðrir, það er úr fiölmiðl- um. Þær bestu sýndar Þegar Jón Sævar var spurður nánar um áætlanagerðina sagði hann að eðlilega hefðu áætlanir verið endurmetnar. Þær sem voru bestar voru sýndar annars staðar, svo sem 1 Útvegsbankanum. Jón Sævar sagði að hann teldi ekki að forsvarsmenn félagsins hafi sýnt sérstakar áætlanir í blekkingar- skyni. Hann sagði einnig að bank- inn hefði fengiö þær áætlanir sem framkvæmdastjórar Hafskip voru ánægðir með og gerðar eftir þeim forsendum sem þeir vildu. Hann Idómsa]num Sigurjón M. Egilsson sagðist ekki halda þvi fram að um hefði verið að ræða rangar eða vfs- vitandi rangar forsendur. Þegar Jón Sævar var spurður enn og aftur hvort hann teldi að þessar áaétlanir hefðu verið gerðar til að blekkja vísvitandi stjóm Hafskip og Útvegsbankans sagðist hann ekki telja að svo hefði verið. Jón Sævar sagðist hafa verið mjög óánægður með hvemig staðið var að áætlanagerðinni og að hann hefði rætt það við Pál Braga Krist- jónsson og Ragnar Kjartansson. Hann sagði aö vegna þess hversu margar áætlanir vom til hafi skap- ast ruglingur í því hver væri sú rétta. Hann sagði að margar þessar áætlanir hefðu verið gerðar á skjön við réttar forsendur. Hlutafjárkaupin bakfærð Ragnhildur Ágústsdóttir, en hún sá um að ganga frá kaupum á hlutabréfum eftir hlutafiáraukn- inguna, sagði meðal annars að nokkrir aðilar, sem höfðu skráð sig fyrir hlutafé, hefðu hætt viö. Hún nefndi Hagkaup, Ágúst Ármann og Plastprent í því sambandi. Þegar hún var spurð um hlutafiárkaup Ragnars og Björgólfs sagði hún að þeir heföu fyrst skráð sig fyrir 2,5 milljónum hvor en síðar var það bakfært og þeir skráöir fyrir 1.750 þúsund krónum hvor. Georg H. Tryggvason, forstjóri S. Óskarsson og Co, sagði að hann hefði mætt á hlutahafafundinn þar sem ákveðið var að auka hlutafé um 80 mifljónir. Fyrirtæki hans átti þá 30 þúsund króna hlut í félag- inu. Hann sagði aö á hlutahafa- fundinum hafi andinn verið eins og á vakningasamkomu og sér ekki litist á að auka hlutafé í Hafskip. Síðar fór hann til Páls Braga Kris- tjónssonar og eftir samtal við hann ákvað Georg að kaupa 100 þúsund króna hlut. Georg kærði forvígis- menn Hafskips síðar til Rannsókn- arlögreglu fyrir blekkingar. Georg var spurður hvað hann teldi að forvígismönnum Hafskips hefði gengið til með blekkingunum. Hann sagði þetta ekki vera samið af sér heldur af lögmanni sínum. Valdimar lofaði Fundur með umboðsmönnum Hafskips var haldinn í Danmörku og Atlantshafssiglingamar voru fundarefnið. Á fundinum kom fram bjartsýni um gang þessara sigflnga. Engin gagnrýnisrödd heyrðist á þessum fundi. Sigurbjörn Svavarsson, sem starfaði hjá Hafskip, meðal annars við uppgjör vegna Atlantshafssigl- inganna, sagði að öll gögn hefðu veriö lengi að berast frá Bandaríkj- unum - mun lengur en frá Evrópu. Fram kom í máli Guðmundar Guðjónssonar lögreglumanns að ekki var kannað sérstaklega mat Hafskips á verði skipsins Rangár, eins og saksóknari vijdi aö yrði gert. Ekki var heldur kannað, svo hann vissi, hver launakjör for- stjóra annarra stórfyrirtækja voru. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.