Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Side 14
14 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nútími genginn í garð Borgarastríðið 1 Kákasus hefur linað spennuna á löndunum við Eystrasalt. Meðan Rauði herinn er upp- tekinn við að reyna að ganga á milli Azera og Armena, er ekki líklegt, að foringjar hans vilji bæta við blóðbaði norður í Lithaugalandi, Eistlandi og Lettlandi. Fyrir tuttugu öldum var rómverski herinn á ferð og flugi frá Egyptalandi til Skotlands og frá Portúgal til Rúmeníu. Þannig var heimsveldi haldið saman í þá daga. Nú er slíkt ekki lengur talið unnt og því er hðinn tími íj ölþj óða-heimsveldis á borð við Sovétríkin. Þegar ríki eru komin að ákveðnu menningarstigi í nútímanum, er ekki lengur kleift að beita ríkisher gegn almenningi. Innanlands er einungis unnt að nota her til björgunarstarfa eins og í Armeníu eftir jarðskjálftann og til að stilla til friðar eins og nú í Kákasus. Austur-Evrópa er að mestu leyti komin á þetta vest- ræna menningarstig. Að minnsta kosti er ljóst, að ríkis- her verður ekki beitt gegn borgurum í Ungverjalandi, Póllandi, Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu. Telja má þessi fjögur ríki vera varanlega komin vestur yfir. Eina umtalsverða hættan er, að opnunarstefnu Gor- batsjovs, flokksformanns í Sovétríkjunum, verði hrund- ið með hallarbyltingu í Kreml og að við taki herskárri öfl. Þótt svo kunni að fara, verður óbærilegt fyrir nýja valdhafa að beita Rauða hernum gegn Austur-Evrópu. Þjóðir og hermenn Austur-Evrópu munu standa sam- an gegn Rauða hernum, ef á þarf að halda. Ekki þarf mikinn herfræðing í Moskvu til að reikna, að herför mundi ekki svara kostnaði. Það verður á mörkunum, að harðlínumenn treysti sér í ofbeldi við Eystrasalt. Sama er, hverjir verða við völd í Sovétríkjunum á næstu mánuðum og árum. Allir verða þeir uppteknir við að halda uppi „pax sovjetica“ innan eigin landa- mæra. Hætt er við, að orkan fari að miklu leyti í að reyna að ganga á milli stríðandi fylkinga í Kákasus. Margt hefur breytzt frá tímum Rómaveldis, þegar þjóðerni var ekki í tízku. Nú eru tunga og trú orðin að þvílíku afli, að annað verður undan að láta. Fleiri ríki en Sovétríkin eiga erfitt með að hemja þetta afl. Um allan heim krefst hvert tungumál síns sérstaka ríkis. Meðan Rauði herinn er enn með lið í Austur-Evrópu er enn hætta á ferðum. En vinna herforingja í Austur- Evrópu beinist nú einkum að, hvernig mæta skuli hugs- anlegri tilraun Rauða hersins til að koma leppum í stjórn á nýjan leik. Þetta vita foringjar Rauða hersins. Ríkisstjórnir Austur-Evrópu hafa nú hver á fætur annarri krafizt brottfarar sovézka hernámsliðsins sem allra fyrst. Sumar vilja, að herinn verði allur farinn á brott fyrir árslok, en aðrar gefa færi fram á næsta ár. Og Kremlverjar munu smám saman verða að beygja sig. Hinn skammi tími, sem ríkisstjórnir Austur-Evrópu gefa til stefnu, byggist auðvitað á, að þær vilja losna við Rauða herinn, áður en harðlínumenn gera hallarbylt- ingu í Kreml. Brottför einfalda^ málið með því að draga úr síðari freistingum æðikolla í röðum harðllnumanna. Hugmyndafræðilegir sigurvegarar sviptinganna í Austur-Evrópu og Sovétríkjanna eru markaðsbúskapur, þjóðernishyggja og mannréttindastefna. Þetta þrennt er komið á torstöðvaða sigurgöngu í Austur-Evrópu og farið að hafa veruleg áhrif í Sovétríkjunum sjálfum. Þannig fer dýrð Rómavelda nútímans, að menntaðir ráðamenn þora ekki lengur að aka skriðdrekum yfir fólk. Þá er vestrænn nútími loksins genginn í garð. Jónas Kristjánsson Ofsókn Asera egnir Armena Eftir tveggja ára þjóöaerjur í As- erbadsjan og Armeníu, Sovétlýö- veldum sunnan Kákasusíjalla, hef- ur ástandið allt í einu hríðversnað. Talsmenn Sovétstjórnarinnar tala um ófriðarástand og hættu á borg- arastyrjöld. Sendur hefur verið á vettvang rúmur tugur þúsunda manna úr sveitum innanríkisráðu- neytisins (MVD) og öryggislögregl- unnar (KGB) til að leitast við að stilla til friðar. Sovéska herstjómin hefur kallað varaliðsmenn úr Sov- éthernum til vopna að gætavopna- búra og landamæranna að íran og Tyrklandi. Eins og í febrúar 1988 eru það fjöldamorð Asera á Armenum sem búa meðal þeirra sem magna átök- in. Nú eru hryðjuverkin einkum framin í Bakú, höfuðborg Aserbad- sjan. Yfirvöld í lýðveldinu skortir bersýnilega viljann til að vemda líf og eignir armenskra þegna sinna. Armenar í sjálfstjórnarsvæðinu Nagorno-Karabak, þar sem þeir eru í miklum meirihluta, gera sig þá líklega til að gjalda í sömu mynt gagnvart Asemm sem þar em bú- settir. í Armeníu era skipulagðar sjálfboðaliðasveitir til að koma til liðs við Armena innan landamæra Aserbadsjan. Vopna er afiað í báðum lýðveld- um meö árásum á vopnabúr Sovét- stjómarinnar, sem virðist hafa ver- ið slælega gætt. Þaðan hafa vænt- anlegir bardagafiokkar þjóðanna tveggja ekki aöeins hirt handvopn, heldur einnig náð í eitthvað af vél- byssuvögnum, eldflaugavörpum og sprengjuvörpum. Heiftin sem ríkir milli Armena og Asera á sér trúarlegar rætur. Armenar em fyrsta þjóðin sem gerði kristni að ríkistrú í upphafi flórðu aldar. í þjóðarvitund þeirra er blæðandi und eftir múgmorðin sem Tyrkir frömdu á varnarlaus- um, armenskum almenningi og náðu hámarki á ámm heimsstyrj- aldarinnar fyrri. Aserar tala tungu af tyrkneskum stofni og aðhyllast islam. Þeir tóku þátt í því með Rauða hernum að leggja undir Sovétríkin sjálfstætt lýðveldi Armena, sem stofnað haföi verið í rússnesku byltingunni á þeim hluta Armeníu hinnar fomu sem Rússakeisarar höfðu náð af Tyrkjum. Að launum var Nag- omo-Karabak lagt til Aserbadsjan sem sjálfstjórnarsvæði, þótt þar hafi armensk byggð staðið með blóma í 1500 ár, eða lögnu áður en Aserar tóku sér bólfestu á þessum slóðum. Mál eru komin í þann hnút sem raun ber vitni, ekki síst fyrir þá sök að þegar deila blossaði upp um stöðu Nagomo-Karabak gerðust stórnvöld í Mosku enn ber að því Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson að vera vilhöll Aserum. Opinská umræða í Sovétríkjnum undir merki glasnost varð tíl þess að þeir sem töldu sig órétti beitta fengu tækifæri til aö koma málstað sínum á framfæri. Armenar í Nagorno- Karabak voru þar á meðal. Þeir sýndu fram á að lýðveldisyfirvöld Asera í Bakú notuðu vald sitt yfir sjálfstjómarsvæðinu til að þrengja kosti armenska meirihlutans þar með margvíslegu móti. Misréttið kom fram í skólamál- um, þar sem armensk tunga var gerð homreka, í atvinnumálum og menningarmálum. Armenum í Nagorno-Karbak var til dæmis meinað að koma sér upp endur- varpsstöð til að ná sjónvarpi frá Erevan, höfuðborg Armeníu. Vaknaði nú hreyfing í Armeníu til að endurheimta Nagomo-Karabak. Hún spratt upp af sjálfu sér meðal landsmanna í fullri óþökk þáver- andi forastu Kommúnistaflokks Armeníu og yfirvalda hans í landinu. Þegar óþjóðalýður Asera í borginni Sumgait noröan Bakú tók að brytja niður armenska borg- arbúa á heimilum þeirra í febrúar 1988, komst málið á nýtt stig. Eins og í Bakú nú hreyfðu lögregla og önnur yfirvöld Aserbadsjan ekki hönd né fót til að stöðva hryðju- verkin. Senda varð til Sumgait öflugt lið alríkissveita til að vernda armenska borgarbúa að hafa hend- ur í hári ódæðismanna. En jafn- framt voru félagar í Karabak- nefndinni í Armeníu hnepptir í varðhald þótt ekki yrði sýnt fram á að þeir hefðu neitt til saka unnið. Þetta þótti Armenum jafnast á við að leggja moröingjana og fórn- arlömb þeirra aö jöfnu. Þeir tóku nú að vopnast, sér í lagi í Nagorno- Karabak, og setjast um þorp Asera á sjálfstjómarsvæðinu. Sovét- stjómin tók þá héraðið undan yfirráðum Aserbadsjan til bráða- birgða og skipaði þar eigin stjórn- amefnd. Aserar brugðust reiðir við og tóku þaö til bragðs að stöðva jámbrautarsamgöngur við Armen- íu, sem allar liggja um Aserbad- sjan, þegar verst gegndi þar eftir- jarðsjálftann mikla. Komiö er á daginn að kommúni- staflokkar beggja lýðvelda era að- eins innantómar sldpulagsskurnir. Þeir eru rúnir trausti almennings, enda. um áratugi búnir að vera í öllum meginmálum einungis færi- bönd fyrir ákvarðanir teknar í Moskvu og séð um framkvæmd þeirra með aðferðum lögregluríkis. Upp em risnar í tómarúminu eft- ir valdeinokunarflokkana þjóðern- issinnaðar fjöldahreyfingar, sem í raun segja opinberum aðilum fyrir verkum. Eins og mál hafa fengið að þróast hafa öfgamenn náð vax- andi áhrifum í fomstu hreyfing- anna, einkum í Aserbadsjan, en málamiðlunarsinnum verið ýtt til hliðar. í nóvember gafst Sovétstjórnin upp á að stjóma Nagomo-Karabak beint, leysti upp stjórnarnefndina sem sett hafði veriö yfir héraðið og skilaöi yfirráðum á ný til stjórnar Aserbadsjan, þó með nokkrum tak- mörkunum. Þetta varð til þess að þingið í Erevan ákvað að fara með Nagorno-Karabak sem hluta af Armeniu á fjárlögum og efnahagsá- ætlun næsta árs. Jafnframt sam- / þykkti þingið að Armenía væri full- valda og skyldi lagasetning þess ráða ef hún og sovésk löggjöf stöng- uðust á. Nú reika vopnaðir flokkar af báð- um þjóðernum um snævi þakið fjallendið í Nagorno-Karabak og nágrenni. Þorpsbúar grafa skot- grafir og víggirða byggð sína með öðra móti. Þama eiga hersveitir alríkis- stjómarinnar, aðkomumenn ókunnugir staöháttum, að ganga á milli og stilla til friðar. Öðrum úr þeirra rööum er ætlaö að koma á lögum og reglu í borgum Aserbadsjan og aðstoða viö flótta Armena undan ofsóknum. Til skamms tíma hafði liðið sem þarna er að störfum fyrirmæli um að skjóta aðeins upp í loftiö til að dreifa upphlaupum og því aöeins á menn að það ætti hendur sínar að vería. Nú hafa fyrirliðum á hveij- um stað veriö gefnar fijálsar hend- ur til að fyrirskipa hversu vopnum sé beitt. Armenskt fóttafólk frá Bakú við komu til Erevan. Fyrst varð að flytja þaö á ferju þvert yfir Kaspíahaf, af því hryöjuverkamenn höfðu fyrirsát á öllum leiðum til flugvallarins I Bakú. Slmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.