Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
15
Venjuleg aðalfundarstörf
Aðalfundir félaga eru auðvitað
hinar merkustu samkomur. Flest
alvörufélög halda aðalfundi árlega
eins og lög gera ráð fyrir. Stundum
vill það dragast að aðalfundur sé
haldinn. Þá er oftast um að kenna
erfiðri stöðu félagsins eða stjórnar
þess. Þá draga menn fundinn í von
um að betur ári síðar eða aö
minnsta kosti draga á langinn
óþægilega samkomu. Það er ekki
nema mannlegt. Það getur tekið á
taugarnar að horfa framan í félag-
ana með allt niður um sig. Slíkt
uppgjör verður þó varla umflúið.
Stuö ræður
aðalfundi
En ekki er staðan slæm í öllum
félögum þótt langt sé á milli aðal-
funda. Þannig er pistilskrifari í
mjög merkilegu félagi sem heldur
aðalfundi sína á um það bil fimm-
tán ára fresti. Fimmtán ára reglan
er að vísu ekkert heilög i þessu
sambandi. Það geta allt eins liðið
tíu ár á milli aðalfunda eða jafnvel
tuttugu. Ekkert í lögum félagsins
kemur í veg fyrir þessa fijálslegu
skipan mála. Aðalfundur félagsins
skal haldinn þegar einhver félag-
anna er í stuði til að kalla á hina
og halda þeim uppi á guðaveigum
og snarli heila kvöldstund og helst
fram á nótt. Sú skipan hefur kom-
ist á að halda aðalfund félagsins á
þessum tíma sólarhringsins. Var-
legt er þó að tala um hefð í þessu
sambandi því aðalfundur félagsins
hefur aðeins einu sinni verið hald-
inn eftir að regluleg starfsemi fé-
lagsins lagðist af.
Breyttar áherslur
íþróttafélags
Nú er hins vegar komið að því
að halda aðalfund hins merka fé-
lags og hefur verið boðað til hans
í kvöld. Vel fer á því að halda fund
félagsins á laugardagskvöldi. Til-
gangur félagsins og takmark hefur
nefnilega breyst í tímans rás. Félag
þetta er fótboltafélagið Knötturinn,
íþróttafélag sem á sér merka sögu,
en fáir vita þó um tilvist þess. Starf-
semi félagsins hefur enda farið
fram í kyrrþey á liðnum árum og
það ekki notið opinberra styrkja.
Fótboltafélag þetta var stofnað af
nokkrum knáum piltum í Smá-
íbúðahveríinu. Stofndagur er ekki
nákvæmlega skráður en nærri læt-
ur að félagið hafi starfað í þijá ára-
tugi. Slíkur líftími félags þykir góð-
ur nú á dögum. Raunar er óþarft
að tala um að stofnfélagarnir hafi
verið dreifðir um hverfið því þeir
voru allir búsettir við þá ágætu
götu, Langagerði.
Wembley
Lífiö var fótbolti í þá tíð, að
minnsta kosti yfir sumartímann.
Handboltinn hafði hins vegar yfir-
höndina að vetrarlagi. Skólinn
varð að víkja fyrir þessum áhuga-
málum, raunar með lítilli eftirsjá.
Strax eftir stofnun fótboltafélags-
ins Knattarins rann það upp fyrir
félögum að aðstaða þess var engin.
Slíkt óx mönnum þó engan veginn
í augum. Landrými var nóg enda
minna byggt en síðar varð. Menn
tóku því skóflur og haka feðra
sinna traustataki og hófu valiar-
gerð. Fótboltavelli félagsins var
valinn staður þar sem nú standa
stórhýsi manna sem eflaust hafa
aldrei heyrt á Knöttinn minnst,
hvaö þá moldarvöll félagsins.
Framkvæmdir við vallargerðina
stóðu stutt yfir. Aöeins þurfti að
fjarlægja gijót og slétta völlinn.
Ekki var haft fyrir því að bera ofan
í hann möl, hvað þá að tyrfa. Áhorf-
endasvæði voru á steinum í kring
en í minningunni er ekki mikið um
áhorfendur, hvað sem veldur. Loks
var vellinum geflð nafn. Það var
ekki slorlegt enda stórhuga menn
að verki. Völlurinn fékk nafnið
Wembley. Hinar ungu fótboltahetj-
ur hafa sennilega heyrt af stóra
bróöur í London og þótt fram-
kvæmdir það stórkostlegar að ekki
jöfnuðust þær á við neitt, nema ef
vera skyldi þjóðarvöll Englend-
inga.
Leikið
undan brekkunni
í skjóli hinnar nýju aðstöðu var
hægt að bjóða öðrum hverfafélög-
um til keppni. Heimavöllur var
auðvitaö dijúgur og því meiri líkur
á sigri þar en ef keppt var á óvin-
veittum stöðum. Völlurinn var auk
þess búinn þeim ótvíræða kosti að
hann hallaðist undan brekkunni í
vesturátt. Heimamenn voru auð-
vitað húsbændur á sínum velli og
gátu því leikið sinn fótbolta niður
í móti á meðan keppinautarnir áttu
á brattann að sækja. Slíkt hjalpar
í heilum leik. Einkennilegt er það
að Knattspyrnusambandinu skuli
ekki hafa dottið þetta í hug. Árang-
ur landsliðsins í knattspyrnu væri
kannski örlítið skárri ef Laugar-
dalsvöllurinn væri búinn þessum
kostum. Þessu er hér með komið á
LaugardagspistiU
Jónas Haraldsson
framfæri við þá háu herra. Þá veitti
okkar gamla hverfisfélagi, Víkingi,
sem raunar var yfir Knöttinn sett,
ekki af því að hagnýta sér svona
fiff. Félagið hefur nú verið í fallbar-
áttu sumar eftir sumar. Slíkt er
hættulegt áhangendum liðsins,
mönnum sem eru að komast á
miðjan aldur. Þeir þola ekki álagið.
Við það bætist svo að gengi hand-
boltaliðs Hæðargarðsljúflinganna
er orðið svipað og knattspyrnuliðs-
ins. Hér áður fyrr mátti þó alltaf
stóla á einn til tvo meistaratitla
árlega hjá þeim.
Bókhaldið í lagi
En þetta var útúrdúr. Víkingur
og landsliðið eru fótboltafélaginu
Knettinum að mestu óviðkomandi,
að minnsta kosti eins og starfsemi
Knattarins er orðin nú. Leiðir
Knattarins og Víkings hafa að vísu
legið saman þannig að nokkrir
stofnfélagar Knattarins hafa orðið
ráðamenn Víkings, stjórnað þar
deildum og gert aöra góða hluti.
Slík störf eru þó í raun hjáverk
miðað við félagsaðildina að Knett-
inum. Knötturinn er samnefnari
æskuvináttunnar, þeirra vináttu-
banda sem aldrei slitna, jafnvel
þótt félagarnir hittist ekki árum
saman. Því er annar aðalfundur
fótboltafélagsins Knattarins
merkileg samkoma þótt aðeins fáir
viti af henni. Fótbolti undir merkj-
um Knattarins er löngu aflagður.
Dregið hefur úr úthaldi stofnfélaga
til slíkra líkamsæfinga sem hægt
var að stunda þindarlaust á árum
áður.
Eins og í öllum alvörufélögum
var haldið bókhald fótboltafélags-
ins Knattarins. Þar var lítið um
debet og kretit en þess í stað færð
inn mörk og aörir snilldartaktar
leikmanna félagsins. Þá voru færð-
ar inn í bækur úrklippumyndir um
aðra snjalla íþróttamenn. Ein-
hvem veginn var það nú svo að
íþróttafréttamenn dagblaðanna
komu ekki auga á leikmenn Knatt-
arins og þeir höfðu ekki í sér geð
að koma sér á framfæri við frétta-
mennina. Myndirnar, sem færðar
voru inn í bækur félagsins, voru
því af Þórólfi Beck og öörum sem
lengra voru komnir í sportinu.
Félagsþroski
Ein regla var líka viö lýði hjá fót-
boltafélaginu Knettinum. Liðs-
menn voru ekki fleiri en svo að
allir komust í lið. Slíkt er ómetan-
legt. Enginn varð útundan og því
lítil hætta á að upp á vinskapinn
slettist. Vandi stærri íþróttafélaga
er einmitt sá að ekki komast allir
í lið. Hluti liðsmanna verður því
fúll og ómögulegur. Þetta þekldst
jafnvel á stærri vinnustöðum. Þar
getur hluti starfsmanna ekki á heil-
um sér tekið vegna þess að sjálf-
skipaður liðstjóri telur þá vanhæfa
í fírmalið. Félagslegur þroski í fót-
boltafélaginu Knettinum var hins
vegar slíkur að menn létu slíkt
ekki henda.
Aðlögun
Enn þann dag í dag viðgengst
sami félagsþroski Knattarmanna.
Aðalfundir eru ekki fjölmennari en
svo að allir komast fyrir í sæmi-
legri stofu. Eini vandinn, sem aðal-
fundarmenn hafa þurft að taka á,
er kynskipting. Fótboltafélagið
Knötturinn var hreinræktað
drengjafélag. Á þeim árum var orð-
ið jafnrétti ekki til í orðabókum
félagsmanna. Stelpur voru svo sem
ágætar. Það var hægt að skreppa
með þeim í sto og fallin spýtan á
vorkvöldi, ef þannig lá á mönnum.
En fótbolta kunnu þær ekki. Um
það mál var ekki deilt og stelpum-
ar gerðu ekki athugasemdir við
slíkt.
Breýting hefur hefur hins vegar
orðið á. í fyrsta lagi eru allir stofn-
endur fótboltafélagsins Knattarins
löngu gengnir í þaö heilaga og í
öðru lagi hefur orðið mikil breyting
á samfélaginu. Hlutirnir eru ekki
eins einfaldir og þeir voru á upp-
hafsárum Knattarins. Konur telja
sig nú jafnar körlum á öllum svið-
um, ef ekki ennþá jafnari. Því nýttu
Knattarmenn rómaðan félags-
þroska sinn og margra ára reynslu-
heim karla úr hjónaböndum og
samþykktu að eiginkonur stofnfé-
laga teldust fullgildir aðalfundar-
menn.
Nasl á aðalfundi
Samþykkt sem þessi er auðvitað
gerð af mönnum sem þekkja allt
sitt heimafólk og vita því hvað
hentar. En ákvörðunin er ekki síð-
ur tekin af praktískum ástæðum.
Hinir nýju Knattarfélagar búa yfír
annarri þekkingu og reynslu en
stofnfélagamir. Þessi reynsla ný-
liðanna kemur sér ákaflega vel i
venjulegum aðalfundarstörfum
fótboltafélagsins Knattarins. Eftir
að starfsemi félagsins breyttist og
minni áhersla var lögð á knatt-
tækni hentar betur kunnátta í
ídýfugerð, vali á alls konar nash
og jafnvel bakstri ostabrauðs með
skinkubitum þegar líður á aðal-
fund og stofnfélagar taka að mæð-
ast.
Með þessum breyttu áherslum í
félagsstarfinu og þátttöku nýlið-
anna kann svo að fara að ekki líði
svo langur tími milli aðalfunda.
Þyki sérstök ástæða til má svo allt-
af grípa til afbrigða og kalla saman
framhaldsaðalfund.
Jónas Haraldsson