Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 17
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990. '17 Bridge Evrópuparakeppni Philips Morris: Tuttugu og sex þúsund spilar- ar frá 27 löndum tóku þátt Hinn 24. nóvember sl. settust 26.000 spilarar að spilaborðinu til þess að spila sömu spilin í 27 löndum. Keppn- isformið er Mitchell sem gerir það að verkum að tvennir sigurvegarar fást, þ. e. n-s og a-v. Sigurvegarar í n-s voru frá Spáni, frú Ferrer og Carrasco, en í a-v par frá ísrael, Ronen og Keslin. Bridge Stefán Guðjohnsen í lok spilakvöldsins fengu allir keppendur í hendur bók með öllum spilunum ásamt einkunnagjöf fyrir hvert spil og gátu því reiknað út ár- angur sinn sjálfir. Bókin sjálf er mik- ill fengur fyrir spilarana því að bridgemeistararnir Omar Sharif og Christian Mari hafa fjallað um hvert spil, bæði sagnir og úrspil. Við skulum skoða eitt spil frá keppninni. S/Alhr * 9754 V G1065 ♦ 4 + D973 * D V ÁKD983 ♦ 83 + G1062 ♦ AK862 V 72 ♦ ÁDG5 + ÁK * G103 V 4 ♦ K109762 + 854 Sagnserían, sem þeir félagar mæla með, er þannig : Suður Vestur Norður Austur pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 2hjörtu pass 3 tíglar pass 4hjörtu pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 5 grönd pass 6 tíglar pass 6 hjörtu pass pass pass Reykjavíkumiót í sveitakeppni 1990 Seinustu tvær umferðirnar í und- ankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni voru spilaðar miðviku- daginn 17. janúar. Lokastaðan varð eftirfarandi: Sæti Stig 1. Flugleiðir..................322 2. Verðbréfam. íslandsbanka....308 3. Tryggingamiðstöðin hf.......303 4. Samvinnuferðir Landsýn......286 5. Jón Þorvarðarson............275 6. Ólafur Lárusson.............273 7. Modern Iceland..............264 8. Delta.......................263 9. Sigmundur Stefánsson........255 10. Símon Símonarson...........250 11. Sveinn R. Eiríksson........244 12. -13. BM Vallá..............231 12.-13. Sigurpáll Ingibergsson.231 14. Júlíus Snorrason...........225 15. Ármann J. Lárusson.........224 16. Guðlaugur Sveinsson........221 17. Gunnlaugur Kristjánsson....219 18. Jörundur Þórðarson.........171 Fjórar efstu sveitirnar spila til úr- slita um næstu helgi og heíjast úrslit- in á laugardag, 20. janúar, kl. 13.00. Spilaðir verða 32ja spila leikir í und- anúrslitum og þær sveitir, sem sigra í viðureigninni á laugardag, spila til úrslita á sunnudag í 48 spila leik sem hefst kl. 10.00. Leikurinn um 3ja sæt- ið verður 32ja spila og hefst hann kl. 13.00 sama dag. Á laugardag eigast við annars vegar Flugleiðir og Sam- vinnuferðir en hins vegar Verðbréfa- markaður íslands og Tryggingamið- stöðin hf. Spilað verður í húsi Bridge- sambands Islands að Sigtúni 9 og eru áhorfendur velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Marga spilara í austursætinu mundi langa til þess að segja tvo spaða við einu hjarta makkers en þeir ættu að vita betur. Það er betra fyrir austur að nýta sagnrýmið sem best og fá sem mestar upplýsingar um hendi vest- urs, bæði hvað varðar skiptingu og styrk. Þegar vestur svarar fimm gröndum með sex tíglum þá veit austur að alslemma byggist í besta falli á tígulsvíningu og því er óráð- legt að reyna hana. Raunar eru sex hjörtu engan veg- inn pottþétt. Eftir tígulútspil norðurs verður sagnhafi að tímasetja spila- mennskuna rétt til þess að vinna spilið. Vestur drepur á tígulás, tekur ás og kóng í laufi, fer heim á hjarta- ás, tekur spaðadrottningu og tromp- ar lauf. Síðan kastar hann einum tígli og einu laufi niður í ás og kóng í spaða. Norður fær síðan einn slag á tromp en sagnhafi hefir tryggt sér 12 slagi. Stefán Guðjohnsen Allir þeir, sem greitt hafa laun á árinu 1989, skulu skila launamiðum vegna greiddra iauna á þar til gerðum eyðu- hlöðum til skattstjóra. Fresturtil að skiia launamiðum rennur út 22. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.