Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Síða 18
18
Veiðivon
Stangaveiðiskóli að
verða veraleiki?
Góður skriður er kominn á að
stofna stangaveiðiskóla fyrir veiði-
menn á öllum aldri og er málið að
skýrast með hverium deginum.
Þeir sem hreyft hafa þessu máli eru
Magnús Jónasson Orviskóngur og
Aðalsteinn Pétursson í Veiðivon. í
þessum skóla verður kennt allt sem
viðkemur veiðiskap. Hafa þeir fé-
lagar leitað að hinum og þessum
til að vera með í dæminu. Nokkur
stangaveiöifélög, tímarit, innflytj-
endur veiðivara og veiðibúðir hafa
sýnt þessu merkilega framtaki
áhuga. Verður spennandi að sjá
hvernig þetta kemur út en Ár-
menn, Stangaveiðifélag Reykjavík-
ur og Stangaveiðifélag Hafnar-
íjarðar hafa unnið frábært undir-
búningsstarf meö kastkennslu
sinni. Enda munu þessi félög verða
á fullu áfram. Veiðimenn hafa
mætt í ríkara mæli á námskeiðin
núna eftir áramótin.
Dýr væri
Hafliói allur
Verð á veiðileyfum hefur mikið
verið rætt síðan við birtum verðið
í árnar fyrir fáum dögum. Það verð,
sem við fáum uppgefið, er þegar
íslenskir stangaveiðimenn renna
fyrir laxinn. En verðið þegar út-
lendingar renna og hafa leiðsögu-
menn er miklu hærra. Það fæst
sjaldan uppgefið en við höfum
heyrt háar tölur víða. Sé dagur
seldur í veiðiá í kringum 40 þúsund
á dýrasta tíma fyrir landann kostar
hann nokkrum dögum seinna fyrir
útlendinga 60-70 þúsund með leið-
sögumanni. Það dýrasta sem við
höfum heyrt er kringum 75 þúsund
í Húnavatnssýslu. Mörgum útlend-
Jt_____'.Æ
en kannski ekki beint veiðileg en það má allavega kíkja. Næst okkur á
DV-mynd G.Bender
Laxá í Kjós var tignarleg i vikunni
myndinni er Kvislarfossinn.
ingum finnst verðið orðið hátt því
þeir kaupa oftast heila viku.
Veiðidella á háu stigi
Veiðidellan getur verið ótrúleg
og er það næstum sama hver á hlut.
Við fréttum af einum sem liklega
hefur farið aðeins yfir strikið. Þessi
veiöidellunáungi hefur haft aðgang
að veiðiá rétt fyrir utan bæinn. Og
í ána hefur hann verið að læðast í
nóvember, desember og aðeins í
janúar. Hann fékk leyfi hjá kon-
unni og ætlaöi í golf. En allt komst
upp þegar hann sagðist ætla í golf
og var í þrjá tíma, en viti menn,
það var erfitt því snjór huldi allan
völlinn. Hvernig var þetta hægt?
Vinurinn' fór nefnilega í ána og
veiddi 3 punda sjóbirting. En út á
golfvöll fór hann aldrei þennan
daginn.
-G.Bender
• * ..........................................................
LAUGARI)AG,UR 20,, JANÚAR 1990.
Þjóðarspaug
DV í
skammdeginu
Lýst eftir
drykkju-
félaganum
Húsasmiður eínn í Reykjavík
átti þaö til aö skvetta allrækilega
í sig. Stóð drykkja hans gjarnan
lengi yfir en er loks rann af hon-
um mundi hann lítið eftir því sem
gerst hafði á meðan á fylliríinu
stóð.
Einhveriu sinni henti það hann
að fá planka í hausinn og rotast
er hann var að vinna við háhýsi
hér í borg. Er hann rankaði við
sér að nýju voru hans fyrstu orð:
„Með hveijum var ég nú að
drekka?“
Gott aö
þekkja
landið
Rögnvaldur Pálsson listmálari
bauð sig fram til forseta á sínum
tíma ásamt Vígdísi Finnbogadótt-
ur, Pétri Thorsteinssyni, Guð-
laugi Þorvaldssyni og Albert
Guðmundssyni. Reyndar dró
hann framboð sitt til baka
skömmu áður en að kosningun-
um kom en hafði engu aö síður
ferðast mikið um landið í leit að
atkvæðum. Og þegar menn eru á
atkvæðaveiðum keppast þeir við
að hrósa ýmsum byggðarlögum i
hástert og fara þá gjarnan með
fleipur eitt í því sambandi.
Er Rögnvaldur ferðaðist um
Austfiröi var hann oftast vel við
skál og vissi sjaldnast í hvaða
byggðarlagi hann var staddur.
EJ'tir að hann hafði skráð sig á
hótelið á Reyðarfirði kvöld eitt
vaknaöi hann þar um morgun-
inn, gekk niður i matsal, leit út
um gluggann og sagði hátt:
„Mikið er nú Eskifjörður falleg-
ur í svona veðri.“
Finnur þú fimm breytingar? 38
Gæti ég fengið að líta á axlabönd? Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrst.u sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriðum veriö
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á hægri myndinni og senda okkur
hana ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegara.
Vinningar fyrir 38. getraun:
1. Vasadiskó með bassamögnun að
verðmæti kr. 5.900.
2. Vekjaraklukka að verðmæti kr.
1.900.
Vinningar fyrir 36. og 37. getraun:
1. Elta stereoferðatæki með tvö-
földu segulbandi að verðmæti kr.
8.900.
2. Elta útvarpsvekjaraklukka að
verömæti kr. 3.500.
Vinningarnir eru úr Opus, Skip-
holti 7, Reykjavík.
Merkið umslagið meö
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 38
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir þrítug-
ustu og sjöttu - getraun
reyndust vera:
1. Jóhanna Sigfúsdóttir,
Heiðarvegi 16, 730 Reyðarfirði.
2. Birna Jóhannsdóttir,
Sæunnargötu 11,310 Borgamesi.
Vinningarnir verða sendir
heim.