Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 20
Nýjar kvikmyndir War of the Roses: Rós í hnappagat LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990. iiiin ii ii ViiU i J '' ' U' U'i i íi'i f 1 leikafreka leikstýrði hann sjón- varpsþáttum og var það aðeins framhald á því sem hann hafði allt- af gert meðfram leikstarfmu. Hann tók svo skrefið til fulls þegar hann leikstýrði Throw Momma From Your Train, þar sem hann lék einn- ig annað aðalhlutverkið. Leikstjórnarferill deVito hefst þó miklu fyrr eða 1973 er hann ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Rhea Perlman, skrifaði og framleiddi 16 mm svart-hvíta kvikmynd, The Sound Sleeper, sem vann til verð- launa. Aftur voru þau hjón að verki 1975 þegar þau gerðu undir vernd- arvæng American Film Institute kvikmyndina Minestrone sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can- nes. Meðan Danny deVito lék í Taxi leikstýrði hann mörgum þáttum og Steven Spielberg fékk hann til að leikstýra einum þætti í þáttaröð- inni Amazing Stories. Fyrir sex árum stofnuðu þau hjónin eigin kvikmyndafyrirtæki, New Street Productions, og er ætl- un þeirra að vinna í gegnum það i framtíðinni. Aðeins tvær sjón- varpskvikmyndir hafa verið gerðar á vegum þess, What a Lovely Way To Spend an Evening (byggð á reynslu deVito sjálfs á unglingsár- unum) og The Selling of Vince de- Angelo og leikstýrði Danny deVito báðum myndunum. Það er alveg sama hvar leitað er upplýsinga um Danny deVito. Allir eru sammála um að hann sé ein- hver geðþekkasta manneskja sem þeir hafa fyrirhitt. Við látum þess- um greinarstúf um War of the Ro- ses og Danny deVito ljúka á orðum James L. Brooks sem er annar framleiöanda War of the Roses og hefur þekkt hann síðan þeir unnu saman að gerð Taxi-þáttanna: „Ég hef alltaf vantreyst fólki sem í lok vinnu við kvikmynd talar ekki um annað en hvað ánægjulegt þetta var. Danny er eina manneskjan sem ég þekki sem gerir þessa stað- hæílngu trúanlega hjá fólki sem vinnur með honum því að lífsgleði hans er þvílík að hún smitar út frá sér til annarra og að vinna undir hans stjóm getur ekki orðið annað en gleði. -HK Danny deVito hefur lýst nýjustu kvikmynd sinni War of the Roses sem kvikmynd um ást, ástríður, skilnað og húsgögn. Þessi setning segir dálítið um sérstakan húmor Danny deVito og fengu kvik- myndahúsgestir snefil af þeim húmor í fyrstu kvikmyndinni í fullri lengd sem hann leikstýrði, Throw Your Momma From the Train. Eftir hinar góðu móttökur áhorfenda sem og gagnrýnenda sem War of the Roses hefur fengið eru menn sammála um að deVito er að koma sér í hóp bestu gaman- leikstjóra í Bandaríkjunum. War of the Roses War of the Roses ijallar um hjónin Oliver og Barböm Rose sem Mic- hael Douglas og Kathleen Turner leika. Við fylgjumst með þeim í sautján ár. Þau kynnast á skóla- dansleik, verða strax ástfangin og framtíðin brosir viö þeim. Oliver er framúrskarandi nemandi í lög- fræði í Harvard og Barbara vinsæl stúlka í háskólanum og keppnis- manneskja í fimleikum. Oliver fer aö vinna í lögfræðifyr- irtæki í Washington þar sem hann verður fljótt meðeigandi og Bar- bara gerist húsmóðir. Hennar vinna felst í uppeldi barna þeirra tveggja og að hafa matinn til fyrir bóndann þegar hann kemur heim úr vinnunni. Vinna og aftur vinna verður lyk- illinn að velgengni Olivers í starfi. Hann sér svo um að eiginkonu sína vanti ekki neitt, ræður meira aö segja ráðskonu fyrir hana. Hann tekur heldur ekki eftir þeirri óánægju sem grefur um sig í huga Barböru. Barbara gerir sig ekki ánægða með hlutskipti sitt, sérstaklega þegar bömin eru farin að vaxa úr grasi og hennar er ekki þörf lengur. Hún stofnar því eigið fyrirtæki sem útbýr matarbakka og sér um veislur. Fyrirtækið nær fljótt að verða stöndugt og um leið og alls- nægtimar verða meiri og meiri fjarlægjast þau hvort annað án þess að gera sér grein fyrir því. Eftir sautján ára hjúskap fer Bar- bara að hugleiöa líf án Olivers og kemst að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera stórkostlegt. Hún er ekki lengi að koma sér aö hlutun- um og vill skilnað. Oliver verður steini lostinn og tekur þessu uppátæki eiginkon- unnar illa. Sérstaklega þegar Bar- bara tilkynnir honum að hún vilji ekki skipta eignum þeirra. Hún vill ekkert meðlag frá honum. Segir honum aðeins að hypja sig út af heimili „þeirra". Nú byrjar stríðið fyrir alvöru. Oliver er ákveðinn í að eiginkonan skuh aldrei fá húsið og hann mein- ar aldrei! Hann leitar til besta vinar síns, Gavin (Danny deVito), sem er lög- fræðingur og meðeigandi Ohvers í fyrirtækinu. Hann er einnig vinur Barböru. Ohver skipar honum að vera lögfræðingur sinn um leið og hann neitar að fara að heiman og það líður ekki á löngu þar til stríðs- ástand er á heimihnu. War of the Roses er samkvæmt sögn Danny deVito byggð á eld- gamalli kvikmyndaformúlu: strák- Tvær hliðar á Oliver og Barböru Rose.'Efri myndin tekin fyrir framan fína húsið þeirra þegar ailt lék i lyndi. Neðri myndin sýnir ástandið þegar hvorugt vill yfirgefa fína húsið þeirra. Danny deVito Leikarinn og leikstjórinn Danny deVito hefur bæði verið að leik- stýra og leika alveg frá byrjun hans ferhs. Hingað til hefur hann verið þekktur sem gamanleikari. Það var fyrst farið að taka eftir honum er hann lék í sjónvarpsseríunni Táxi. Þegar sú þáttaröð leið undir lok Kvikmyndir Hilmar Karlsson voru engin vandræði hjá honum að finna hlutverk við hæfi í kvik- myndum. Hann hefur skapaö hann margar stórskemmtilegar persón- ur og er skemmst að minnast ævin- týramyndanna Romancing the Stone og The Jewel of the Nile þar sem hann áth einnig samstarf við Kathleen Turner og Michael Dou- glas. Þá eru eftirminnilegar kvik- myndirnar Ruthless People, Wise Guys og Twins. Minna hefur farið fyrir leikstjór- anum Danny deVito. Inn á mUli ur hittir stelpu, strákur tapar stelpu, strákur vinnur stelpuna aft- ur. Breytingin sé aðeins þessi: Hvað gerist þegar stúlkan vill ekki koma til baka. Og í framhaldi af því, hvað gerist þegar annars frið- samar og veluppaldar manneskjur gleyma sér í hita stríðsins og nálg- ast það aö haga sér eins og rándýr. Þótt War of the Roses sé gaman- mynd þá er alvarlegur undirtónn í myndinni og verður henni best lýst sem svartri kómedíu alveg eins og Throw Your Momma from the Tra- in sem byggð var á meistarverki Alfred Hitchcocks, Strangers on a Train, sem svo sannarlega er allt annað en gamanmynd. Danny de- Vito á aftur á móti auðvelt með að sjá kómísku hliðarnar á alvarlegu hlutunum og notfærir sér það i báðum þessum myndum. Danny deVito T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.