Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Page 22
22
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
Hús eiga ekki
að vera
minnismerki
um arkitekta
segir Herdís Þorvaldsdóttir um Þjóðleikhúsið
„Þaö er búiö aö teygja okkur
sundur og saman síöustu tvö árin
meö ákvarðanir um framtíö Þjóð-
leikhússins. Verður húsinu lokað
eða ekki lokað, og þá hvað lengi?
eru spurningar sem við höfum ver-
ið að spyrja okkur. Enn hafa ekki
fengist fullnaðarsvör við ýmsum
spurningum og nú, þegar deilur
hafa risið um fyrirhugaðar breyt-
ingar, dragast ákvarðanir þar að
lútandi enn á langinn. Það hefur
verið afar erfitt að vinna við þessa
óvissu og verkefni var ómögulegt
að skipuleggja meðan ekki var vit-
að hvenær húsinu yrði lokað. Þó
að dagsetningin 18. febrúar hafi
verið nefnd hefur hún ekki einu
sinni verið staðfest,“ sagði Herdís
Þorvaldsdóttir leikari um málefni
Þjóðleikhússins. Herdís tók að sér
að vera talsmaður þeirra innan-
hússmanna sem styðja fyrirhugað-
ar breytingar. „Það gerði ég vegna
þess að skorað var á mig og einnig
af því að ég er hlynnt þessum tillög-
um byggingamefndarinnar, ‘' sagði
Herdís.
Áhorfendasalurinn
er deiluefni
Húsinu verður líklega lokað í fe-
brúar og stefnt er að því að opna
það aftur um næstu jól. Deilumar
núna standa um tillögur um breyt-
ingar á áhorfendasal. Áætlað er að
taka burt efri svalirnar, auka upp-
hækkun í sal og færa neðri svalirn-
ar aðeins ofar, auk annarra breyt-
inga. Andstæðingar tillagnanna
vilja halda salarkynnum óbreytt-
um eða því sem næst.
„Það hggur auðvitað ljóst fyrir
að allt rafmagn, loftræsting og hita-
lagnir verður endurnýjað, hljóm-
sveitargryíjan er ólögleg og fleira
mætti telja af nauðsynlegum end-
urbótum. En hvort einhveijar
breytingar verða á áhorfendasal er
allsendis óvíst eins og máhn standa
í dag. Starfsmenn leikhússins voru
búnir að samþykkja þær á fundi
með nefndinni og yfirleitt var á-
nægja með þær - þegar ég segi yfir-
leitt þá á ég við að einstaka voru á
móti.
Þegar þetta hefur verið samþykkt
byijá umræðúrnár hingað og þang-
að um máUð, hjá Bandalagi lista-
manna, einstaka arkitektar fara að
tjá sig og fleiri. Við hin erum búin
aö fylgjast með þessu frá byrjun
og skoða breytingar og teikningar
og erum sátt við þær,“ sagöi Her-
dís og er ekki ánægð með það bak-
slag sem komið er í máliö núna.
„Undirskriftasöfnun gegn breyt-
ingunum er í gangi núna og mér
er kunnugt um fólk sem skrifað
hefur undir án þess að vita ná-
kvæmlega um hvað máUð snýst.“
Salurinn er
ekki gallalaus
Sjálf er Herdís sannfærð um
ágæti breytinganna og bendir á
ýmsa ókosti sem salurinn hefur
núna en stefnt er að því að lag-
færa. „Bekkirnir í sal eru sextán
og þeir öftustu eru of langt í burtu
fyrir áhorfendur að venjulegum
leikritum en kemur ekki að sök í
söngleikjum og óperum. Undir
svalabrún á neöri svölum eru
nokkrir bekkir í sal þar sem hljóm-
burður hefur ailtaf verið slæmur.
Þótt efri svaUr verði áfram koma
þær ekki til með að nýtast því eftir
að sviði og hljómsveitargryfju hef-
ur verið breytt - og um þær breyt-
ingar er ekki ágreiningur - sést
ekki niöur á allt sviðið. Það eru um
sextíu ár síðan byrjað var á hönnun
húsins og fjörutíu ár síðan það var
opnað. A þessum tíma hafa kröf-
umar breyst og sjálfsagt að vera í
takt við þær,“ sagði Herdís, „og
nota tækifærið núna þegar gólf og
veggir verða hvort sem er rifin
upp.
Vald arkitekta mikið
Arkitektar hafa tjáð sig um málið
og verið á móti breytingunum þar
sem hús sé hugverk arkitektsins.
Herdís er gagnrýnin á það vald sem
arkitektar hafa.
„Arkitektar telja sig eiga höfund-
arrétt á sínum húsum eins og
myndlistarmenn á málverkum og
rithöfundar á bókum. Fleiri opin-
berar byggingar hafa þurft að sæta
þessu ofurvaldi og má benda á
Kjarvalsstaði í því sambandi. Þar
hefur verið óánægja með loftið frá
upphafi en fæst ekki breytt vegna
mótþróa húsameistarans. Þeir hafa
jafnframt sagt að Þjóðleikhúsið sé
verk Guðjóns Samúelssonar, fyrr-
um húsameistara ríkisins, og því
beri að varðveita það í uppruna-
legri mynd,“ sagði Herdís.
Sjálfur lagði Guðjón Samúelsson
fram margar tillögur um breyting-
ar á sal en þær fengust ekki sam-
þykktar af byggingarnefnd.
„Það má benda á það að salurinn
varð ekki eins og Guðjón óskaði sér
að hann yrði. Það er margbúið aö
sýna fram á að hann var meö fleiri
tillögur. Salurinn átti til dæmis all-
ur að verða miklu skrautlegri - í
rókókóstíl - en peningar voru af
skornum skammti og lítið fékkst
hér á landi af byggingarefnum. Það
varð því hálfgerð þrautalending að
salurinn varð svona en nú er þetta
allt í einu orðinn heilagur salur
sem enginn má snerta. Loftið er
aftur á móti sérkennilegt listaverk
og þvi verður ekki breytt."
Ónýttur hönnunar-
kostnaður
Herdís segir að hönnunarkostn-
aður sé þegar orðinn mikill og verði
hætt við breytingarnar á salnum
hafa þeir peningar farið fyrir lítið,
segir Herdís. „Spurningin er þessi:
Eru hús teiknuð sem minnismerki
um arkitektana eða eiga þau að
nýtast sem best og svara kröfum
tímans? Á sínum tíma kostaði heil-
mikið stríð við embætti húsameist-
ara ríkisins að koma myiidaköss-
unum framan á húsið. Þeir áhtu
að þeir myndu stórskemma fram-
hlið hússins eins og Guðjón gekk
frá henni. Eins var með ljóskastar-
ana í salnum, þeir myndu skemma
útht salarins. Maður skyldi ætla
að það sem fram fer á sviðinu skipti
mestu máh en svo virðist ekki
vera,“ sagði Herdís en sagðist vona
að ákvörðun um framtíð hússins
lægi fyrir fljótlega.
Fjörutíu ár á sviði
Þjóðleikhússins
Herdís er nú að æfa í síðasta
verkinu sem sýnt verður í Þjóðleik-
húsinu daginn fyrir lokun. Dag-
skrá þessi er byggð upp af smá-
verkum erlendra höfunda. Fjórir
leikendanna voru með í opnunar-
sýningu hússins og eiga þau fjöru-
tíu ára starfsafmæli. Herdís var þá
yngsta fastráðna leikkona hússins,
aðeins 26 ára gömul, og lék Snæ-
fríði íslandssól í íslandsklukkunni.
„Ætli ég sé ekki elsta fastráðna
leikkonan núna, íjörutíu árum síð-
ar,“ sagði Herdis og hló við. Hin
þijú, sem voru meö í byijun, eru
Bryndís Pétursdóttir, Róbert Arn-
finnsson og Baldvin Halldórsson.
Herdís byijaði að leika strax á
barnsaldri og var starfandi hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í nokkur ár
áður en Þjóðleikhúsiö var opnað.
Einleikur á ný
Þar sem húsinu verður lokað í
febrúar og ekkert annað ákveðið
húsnæði fyrir hendi var afráðið að
lokaverkefnið hefði þá kosti að það
mætti sýna sem víðast, annaðhvort
sem heild eða einstaka kafla. Dag-
skráin er hugsuð sem samvinna
elstu og reyndustu leikaranna og
ungra leikstjóra sem ekki hafa
fengið tækifæri áður til að leikstýra
í Þjóðleikhúsinu.
„Þetta er geysilega skemmmtilegt
verkefni. Leikritin eru óhk inn-
byrðis og flest frábrugðin þeim
hefðbundnu leikritum sem venju-
lega eru valin til sýninga. Þau
koma sjálfsagt mörgum á óvart en
rúmenska leikskáldið Ionesco segir
að það sé ekkert leikhús og engin
hst nema við séum stöðugt fersk
og skoðum hug okkar. Allt verður
að endumýja því ekkert geti stöð-
ugt endurtekið sig. Hann vill hrífa
okkur burt úr hversdagsleikanum,
vanabundnum hugsunum og and-
legri leti sem feh fyrir okkur furðu-
legheit raunveruleikans. Ég er í
einu verki eftir Ionesco með Rúriki
Haraldssyni og í öðru eftir Harold
Pinter, en það er einleikur," sagði
Herdís. Fyrir nokkmm árum lék
hún á Litla sviðinu einleik sem
kahaðist Fröken Margrét við frá-
bærar undirtektir leikhúsgesta.
Herdís segir þennan einleik allt
annars eðhs. í Fröken Margréti
)