Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Fréttir DV Hafskipsmáliö 1 Sakadómi Reykjavlkur: Skipaverð er nú komið niður í brotajárnsverð - þetta segist Ragnar Kjartansson hafa sagt við bankastjóm Utvegsbankans Ragnar Kjartansson og Páll Bragi Kristjónsson í Sakadómi. Búið er að yfirheyra Ragnar um þrjá kafla ákærunnar. Páll Bragi var yfirheyrður í gær og því verður fram haldið í dag. DV-mynd GVA Eins og sakir standa er erlendur skipamarkaður afar ótryggur. Skipa- verð er jafnvel komið niöur í brota- jámsverö, eða kílóaverð. Þetta segist Ragnar Kjartansson, fyrrum stjóm- arformaður Hafskips, hafa tilkynnt bankastjóm Útvegsbankans í bréfi. Ragnar sagði ennfremur að verið væri að bera saman ólík skip þegar sagt væri að Hafskipsmenn hefðu ofmetið Rangá í efnahagsreikningi. Hann sagði að erlendir skipamiðlar- ar, sem um þetta hefðu fjallað, hefðu ekki haft vitneskju um þær breyting- ar sem gerðar voru á skipinu. Hann ídómsalnum Sigurjón M. Egilsson sagði að skipið tæki fleiri gáma en systurskipin, það hefði brennt svart- ohu auk annarra breytinga. Birgir Ómar Haraldsson, sem var skipaverkfræðingur Hafskips, fór til Noregs, og eftir þá ferð skrifaði hann greinargerð. Þar kemur fram aö samsvarandi skip hefðu kostað um 2 milljónir dollara en Rangá var keypt á rúmar 3 mihjónir dollara. „Menn mega ekki hengja hatt sinn á orða- lag. Samsvarandi segir ekkert. Þetta er bara orðalag." Ragnar var spurður hvort skipa- miðlarar hefðu ekki allar upplýsing- ar um þau skip sem þeir eru að meta. Hann sagði þá hafa upplýsingar um aldur, ekki annað. Annarra upplýs- inga verði þeir að leita sér. Nafnverð Rangár var 1,8 milljón dollara en bókfært verð var mun hærra. „Það eina sem ég skammast mín fyrir er að hafa ekki hringt í skipamiðlarann, hann þekkti ég vel, og skamma hann fyrir vinnubrögð- in,“ svaraði Ragnar þegar hann var spurður um mat dansks miðlara. 200 þúsund skeyti Ragnar sagðist þurfa að fara í um 200 þúsund telexskeyti, sem tfl voru hjá Hafskipi þegar fyrirtækið varð gjaldþrota, tfl að staðfesta endanlega að gámar hefðu verið keyptir á kaup- leigu en ekki rekstrarleigu. Haxm sagði að öll tvímæh verið tekin af um þetta atriði. Ragnar var spurður hvaöa sjónar- mið hefðu ráðið því að gámamir voru eignfærðir. Hann sagði það hafa verið gert þar sem Hafskip ætti eftir að eignast þá. Það hefði ekki veriö gert aö fullu heldur notaðar áætlaðar tölur. Ragnar sagði að vörubretti hefðu verið eignfærð frá því hann kom tfl starfa hjá Hafskip. Ragnar sagði aö Helgi Magnússon, sem var endur- skoðandi félagsins, hefði tflkynnt sér að hann eignfærði efniskaup en gjaldfærði mannalaun og annan kostnað á móti. Ragnar var spuröur hvort tfl hefði verið skrá yfir brettin. Hann sagði að svo hefði ekki veriö og það þýddi htt aö hengja hatt sinn á einhverja skrá. Fyrst og fremst lesandi Ragnar Kjartansson sagðist fyrst og fremst hafa verið lesandi áætlana um Atlantshafssighngar Hafskips. Hann sagðist eigi að síður bera á þeim ábyrgð. Seint á árinu 1984 var gerð áætlun, af hagdeild félagsins, sem gerði ráð fyrir að tap af rekstri Hafskips, að undanskildum Atlantshafssigling- unum, gæti numið 80 til 100 milljón- um króna. Á sama tíma var gert ráð fyrir að hagnaður af Atlantshafssigl- ingunum væri um 10 prósent. Ragnar sagði að í fyrstu ferðunum, en þær voru farnar seint á árinu 1984, hefði verið fluttur meiri vamingur en gert hefði verið ráð fyrir. Um hvers vegna áætlanir stóðust svo ilía sagöi Ragnar að það hefði verið annað að sitja í miðju stríðinu en skoða máhð nú. Það hefði verið margt sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ragnar sagði að helstu ástæður þess að áætlanir stóðust ekki hefðu verið að kostnaður fór úr böndunum en ekki að áætlanagerðimar sjálfar hefðu verið svo rangar. Fyrir opnum tjöldum Ragnar Kjartansson sagði að hann hefði setið undir ámælum frá nokkr- um stjómarmönnum fyrir að hafa sagt frá slæmri stööu félagsins opin- berlega. Þá sagði Ragnar að innan stjómar félagsins hefðu verið menn sem vildu frekar hlutafjárútboð en að Eimskipafélagið yrði einrátt á markaðnum. Ragnar sagöi að oft áð- ur hefði verið gripið tfl ahs kyns að- gerða til bjargar fyrirtækinu og sér hefði ekki þótt stætt á því að ákveðn- ir aðflar greiddu niður vöruflutninga tfl landsins. Pakistani í Soho Ragnar Kjartansson var meöal annars spurður um skýrslu sem Ingi R. Jóhannsson, endurskoðandi Út- vegsbankans, tók saman en þar kom fram lágt mat á skipinu Rangá. Ragn- ar sagði að þessi ákveðni skipamiðl- ari starfaði í lítflli kompu viö hhðina á eldhúsinu heima hjá sér. Hann sagði það vera svipað að styðjast við mat þess manns eins og að Seðla- bankinn hringdi daglega í Pakistana sem ræki dollarabúð í Sohohverfinu í London og fengi hjá honum upplýs- ingar um gengisþróun. í sambandi við konu Páh Bragi Kristjónsson sagði að mflliuppgjörið fyrir fyrstu átta mán- uðina skipti ekki miklu máli í sínum huga. Hann hefði verið upptekinn við allt aðra hluti. Meðal annars hefðu félagar í BSRB verið í verkfalh. „Ég var í daglegu sambandi við konu i ákveðnu húsi á Rauðarárstíg. Ég man ekki lengur hvað hún heitir en hún stjómaði þjóöfélaginu þá.“ Páh Bragi talaði meðal annars um lögreglurannsóknina og þann tíma sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Hann lýsti andlegu ástandi sínu meðal annars á þá leið að talsverðu eftir að hann var látinn laus hafi hann og fjölskyldan farið í frí til útlanda. Páh Bragi sagðist hafa vitað að skömmu áöur hefðu tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvað Björgólf Guömundsson að tilefnislausu. Páll Bragi sagðist hafa verið hræddur. Fjölskyldan hefði átt að fljúga utan klukkan fimm síðdegis. Hann hefði farið af skrifstofu sinni klukkan ell- efu um morguninn og sótt fjölskyld- una. Hann ók síðan um þar tfl komið var að brottfór. Meö þessari sögu sagðist hann vilja segja hversu nið- urbrotinn og hræddur hann var. -sme í dag mælir Dagfari Núillausnin Samningar um kaup og kjör era á lokasprettinum. Aðflar vinnu- markaðarins hafa lagt hart að sér að ná þessum samningum, sem ganga undir nafninu „núlllausnin“ og felur það aðallega í sér að verð- bólga, verðlag og laun hækki nán- ast ekki neitt. Vextir og verðbólga eiga jafnvel að lækka frá því sem nú er og ríkir mikil bjartsýni um að þessir samningar verði í höfn næstu klukkutímana. Ríkisstjórnin hefur verið að streitast á móti þvi að þessir samn- ingar takist og hefur neitað því að leggja fram fé tfl að brúa bihn. Ólaf- ur Ragnar Grímsson segir að ekk- ert fé sé lengur til í ríkissjóði til aö borga niður verðlagið og neitar því að slá lán í Japan til að Islendingar hafi efni á því að kaupa í matinn. Þetta er skrítin afstaða hjá fjár- málaráðherra og formanni Al- þýðubandalagsins sem virðist vera eini maðurinn sem telur það ekkert annað en heimtufrekju hjá vinnu- veitendum og verkalýðsforystu að ætlast til að börn og bamaböm núlifandi launþega greiði niður lán fyrir matarkaupum foreldra sinna. Dagfari er hins vegar ákveðinn í að styðja núlllausnina. Japanir era ekki of góðir til að lána okkur fyrir matnum enda ríkastir allra þjóða í heiminum og tími kominn tfl þess að þeir láti af hendi rakna hluta af auðæfum sínum tfl að viðhalda fátækri þjóð á hjara veraldar. Eru ekki Japanir að bjóða Pólverjum og Rúmenum hagstæð lán, sem eru þjóðir sem hafa hingað tfl ekki kvartað undan lífskjörum? Eru ekki Japanir að kaupa upp Amer- íku til að Kanarnir geti bjargað sér? Hvers vegna ættu þá ekki Jap- anir að lána okkur aur svo að verkalýðurinn hér á landi eigi fyrir salti í grautinn? Var ekki verið aö safna notuðum fötum fyrir munaö- arleysingja í Rúmeníu? í næstu kjarabaráttu getum við látið Rúm- ena um skila fötunum aftur! Ólafur Ragnar getur meö góðri samvisku skrifað upp á hvaða reikning sem kemur frá aðilum vinnumarkaðarins og hann á að fara létt með það að slá japanska banka handa soltinni þjóð sinni sem hefur ekki önnur ráð til að bæta kjör sín. Dagfari styður líka núlllausnina vegna þess að hann er búinn að finna það út eins og verkalýðsleið- togamir að það er ekkert fengið með því að fá hærri laun. Kjörin versna í hvert skipti sem launin hækka. Ríkissjóður tekur meira í skatta, kaupmennirnir heimta meira til að geta haldið Stöð tVö gangandi og vextimir hækka upp úr öllu valdi í hvert skipti sem banki þarf aö kaupa annan banka. Þetta er allt á sömu bókina lært og algjörlega til einskis að fá meiri laun því þau hverfa öll í hítina. Þá er nú meira vit í því að halda óbreyttum launum, semja um núl- lið tfl að lifa kreppuna af. Eftir því sem launin hækka minna því betra hefur almenningur það, því betur komast launþegarnir af og þaö er hreinasta glapræði, svik við verka- lýðinn, ef einhverjum dytti nú í hug að krefjast kauphækkana í kjara- bætur. Dagfari veit um marga ábyrga og mjög greinda launþega sem hafa tekið sig saman um að hafna öllum kjarabót'um sem hugsanlega mundi verða samið um í tengslum við núlllausnina. Slíkar kjarabætur hafa alltaf komið sér flla og það ætti að draga fyrri verkalýðsleið- toga fyrir dómstóla og dæma þá fyrir landráð og svik við málstað- inn. Þessir menn hafa eytt ævinni í það vísvitandi að koma aftan að hagsmunum umbjóðenda sinna með sífelldum kauphækkunum og kjarabótum sem allar hafa farið í súginn. Loksins nú hafa þeir vitkast. Loksins núna ætla þeir að semja um núlllausn og allar líkur era á því að vinnuveitendur muni fallast á aö hækka ekki launin, eins og þeir hafa alltaf gert fram að þessu. Þetta verða vissulega sögulegir samningar ef lyktir verða þær að allt situr við það sama og launin veröa eins. Þá verða þetta fyrstu kjarasamningarnir þar sem laun- þegar bera eitthvað úr býtum. Með því að láta launin standa í stað og standa gegn öllum kröfum um launahækkanir er von tfl þess að batnandi tímar séu framundan. Ef samiö er um ekki neitt er ekkert afþeim að hafa sem hafa ekki neitt fyrir. Svo einfalt er það. Af hveiju datt engum þetta í hug fyrr? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.