Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. 5 Fréttir Viðar Halldórsson, einn eigenda Gúmmivinnustofunnar, við hjólbarðann sem er með árituðum silfurskildi frá VIS. Á honum stendur: 16. september 1989. Til hamingju með endurreisnina - Gúmmívinnustofan - Þökkum samstarfið - Vátryggingafélag íslands hf. DV-mynd KAE Gúnxmívinnustofan: Fékk viðurkenningu frá tryggingarfélaginu - bætur vegna rekstrarstöövunar verða 20-30 milljónir Eigendum Gúmmívinnustofunnar var afhentur viðurkenningarskjöld- ur frá Vátryggingarfélagi Íslands þegar byggingin að Réttarhálsi 2 var opnuð aftur eftir endurbætur vegna brunans mikla í janúar á síðastbðnu ári. Ingi R. Helgason, forsljóri hjá VÍS, afhenti skjöldinn við hátíðlega'at- höfn. Viðstaddir voru viðskiptavinir Gúmmívinnustofunnar og var aðil- um frá slökkviliði, eldvarnaeftirliti og brunamálastofnun einnig boðið. Ingi R. þakkaði fyrir traust viðskipti og sagði endurbótastárf hafa gengið mjög vel. Kvaðst hann vera ánægður með samstarf við eigendur að Réttar- hálsi 2. Tryggjngabætur vegna brunans námu tæpum tvö hundruð milljón- um króna. VÍS hefur greitt rekstrar- stöðvunartryggingu að hluta til Gúmmívinnustofunnar en þær bæt- ur hafa ekki verið gerðar upp endan- lega. Að sögn Viðars Halldórssonar mun sú úpphæð verða á bilinu 20-30 milljónirkróna. -ÓTT Fiskskortur á Bretlandseyjum: Meðalverð 202 krónur Það virðist ekkert lát ætla að verða á fiskverðshækkunum á bresku fisk- mörkuðunum. í gærmorgun voru seld í Grimsby 16 tonn, blandaður afli, en mest af þorski, úr gámi sem Freyja RE sendi út og var meðalverð- ið 202 krónur fyrir kílóið. Þetta er hæsta meðalverð sem fengist hefur fyrir gámafisk. Selt var úr nokkrum gámum frá íslandi í Grimsby í gærmorgun og meðalverðið frá 160 og upp í 200 krón- ur. í þessum gámum var þorskur uppistaða aflans. Mjög gott verð fékkst hka fyrir svo- kallaðan „ruslfisk", en þá er uppi- staðan karfi, ufsi og aðrar slíkar teg- undir sem ekki njóta vinsælda í Eng- landi. Samt sem áður fékkst gott verð fyrir þennan fisk, eða frá 126 og upp í 135 krónur fyrir kílóið. Dæmi var um að smáslattar af úr- valsþorski seldust fyrir allt að 215 krónur kílóið. í því tilfelli var um 2 tonn að ræða. Og 7 tonn úr öðrum gámi fóru á 206 krónur kílóið. Þórarinn Guðbergsson hjá Fylki í Grimsby sagði í samtali við DV að alger skortur væri bæði á frystum og nýjum fiski á Bretlandseyjum. Ógæftir og aflaleysi væri bæði í Norðursjó og Eystrasalti. Skortur á frystum fiski væri einnig mikill. Bandaríski dollarinn hefur hækkað mikið að undanfornu miðað við sterl- ingspund. Þjóðir eins og Kanada- menn, Argentínumenn og Chile- menn, svo dæmi séu nefnd, sem flutt hafa mikið af blokk til Bretlands, flytja nú allt sitt á bandaríska mark- aðinn vegna gengisþróunarinnar. Þetta veldur því aö verð á ísfiski hefur fariö upp úr öllu valdi á fisk- mörkuðunumíBretlandi. -S.dór Blaðburðarfólk áreitt Hjón sem voru að bera út dagblöð í Seljahverfi í Breiðholti urðu fyrir áreitni unglingahóps rétt eftir mið- nætti aðfaranótt sunnudags. Konan flúði í annað hús þegar veist var að hjónunum en maðurinn hélt blað- burðinum áfram. Einn úr hópnum gerði sig síðan líklegan til að loka manninn af við hús og enduðu þau viðskipti með því að maðurinn tukt- aði piltinn rækilega til. Hringt var í lögreglu og var haft samband við for- eldra þeirra sem sem í hlut áttu að máh. Blöðin komust til skila. -ÓTT HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 Honda Accord 1990 er verðlaunabíll sem hlaut hina eftirsóttu viðurkenningu Gullna stýrið í Vestur-Þýskalandi í ár. Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verða frá aðeins kr. 1.290.000,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.