Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
pv_____________________________________Lesendur
Úr Veltusundi á Hverfisgötu:
Ég er „glæpamaðurinn“
„A1 Capone“ skrifar:
Góðir samborgarar, það eru fáar
borgir í heiminum sem geta státað
af svo gífurlegri „löggæslu“ sem
Reykjavík. Nú standa málin þannig
hér í borginni að ekki þarf að fremja
glæp til þess að verða refsað fyrir
hann. - Flestir sem lesa blöðin og
hlusta á útvarpið ættu að kannast
við drengina tvo sem löggan stóð að
því að „gera tilraun til rúðubrots". -
Jú, ég er annar „glæpamaðurinn"
og vil að þú samborgari góður lesir
þessar línur til þess að þú gerir þér
grein fyrir löggæslunni 1 henni
Reykjavík.
Þannig stóðu málin aö ég og félagi
minn í glæpnum vorum að koma af
Fimmunni og vorum í glasi. Þetta var
aðfaranótt sunnudagsins 7. þ.m. Við
vorum á leið í Tunglið til að skemmta
okkur. Við hoppuðum áfram og hlóg-
um og fórum m.a. fram hjá verslun-
inni Toppskónum. Vegna þess að við
vorum báðir í miklu dansstuði tók-
um við upp á því að fara að dangla
með fótunum í rúðuna, sem er niðri
við jörö og gerðum það svo sem tvi-
svar.
Við sáum strax að okkur er við
gerðum okkur grein fyrir rughnu í
okkur og hættum að sparka. Það kom
ekki rispa á rúðuna, svo að við héld-
um áfram fór okkar. Er við komum
fyrir næsta hom og vorum búnir að
ganga svona í 2 mínútur koma að
okkur fimm eða sex af okkar elsku-
legu svartklæddu „laganna vörðum"
og báðu okkur að koma með sér.
Okkur þótti það alveg sjálfsagt og
gengum með þeim á stöðina við
Tryggvagötu. Þar vorum við í fimm
mínútur. Síðan var okkur hent inn í
lögreglubíl og ekið upp á Hverfisgötu
111, þar sem okkur var tilkynnt, að
við ættum að sitja inni í 10 klst. -
Þar sem við höfðum aldrei fengið
tækifæri á því að útskýra okkar mál
í ró og næði, bauð ég þeim að borga
allan skaðann á rúðunni þrefalt - en
þeir hlógu að mér.
Ég bað um að fá að hringja en mér
var neitað. Því næst reyndi ég að
útskýra fyrir þeim að ég væri með
harðar linsur, sem ég mætti ekki
vera með í augunum í sólarhring,
né geyma í vatni. - Þeir sögðu það
ekki sitt vandamál. Vil ég koma því
að hér að ég hef ekki getað notað lins-
umar síðan.
Um morguninn fengum við svo
hvor sinn 10 þúsundkallinn í haus-
inn í formi sektar. Við gerðum okkur
fyllilega grein fyrir fáránlegu athæfi
okkar, en mér fmnst það fullmikil
refsing að þurfa að borga 1000 krónur
fyrir klukkutímann fyrir herbergi
með dýnu og ræsi í borgarinnar lé-
legasta hóteli. - Við höfum komist
að því efitir þessa helgi, að það er
bannað að skemmta sér í Reykjavík.
Ef þú vogar þér að brosa í biðröð,
þá færðu að sitja inni. - Eins ef þú
hlærð á almannafæri.
Einnig vil ég í lokin minnast á það
að kvöldið áður var ung stúlka slegin
í jörðina af fullorðnum manni sem
gekk einfaldlega í burtu. Engin var
þar löggan, eða er það ekki glæpur?
Það var kannski best að engin lög-
regla var þar því hún hefði líklega
handtekið stelpima fyrir að slá and-
litinu í hnefann á manninum.
Ekkert meiri mengun en venjulega?
Hvaða mengun?
Gísli Guðmundsson skrifar:
Hún sagðist vera alveg að kafna í
mengun, útvarpskonan í þættinum á
rás 2 sl. fimmtudag. Hún var send
út af örkinni frá útvarpinu til að
standa á Miklubrautinni til aö kafna
úr mengun að því er manni skildist.
- Svo kom sjálfur mengunarfræðing-
urinn, Sigurbjörg, sem átti að sam-
sinna kynsystur sinni.
En Sigurbjörg mengunarfræðingur
var bara ekki alveg sammála, sagði
aö þetta væri svo sem ekkert verra
en venjulega. Þama hefði alltaf verið
mengun á þessum árstíma og hún
væri ekki mikið verri nú eri endra-
nær. - Hefur kannski einhver látist
af mengim? Ég minnnist þess ekki.
Hins vegar hafa margir orðið fyrir
skakkafollum í umferðinni á Miklu-
braut. Það er allt annar handleggur.
Og hvað er til ráða? spurði útvarps-
konan. Hertar reglur, útblástur-
skerfi á bifreiðar? Jú, svaraði meng-
unarfræðingurinn. Það verða settar
reglur um útblásturskerfi bifreiða.
Það kerfi er löngu viðtekið víða er-
lendis en ekki hér. Hvers vegna?
Vegna þess að íslendingar hafa ekki
viljað svoleiðis útbúnað á bílum sín-
um. - Þeir eyða meira bensíni fyrir
bragðið, segja þeir.
En mengunin á Miklubraut minnk-
ar bara ekkert við bætt útblásturs-
kerfi bifreiða. Það má bóka það.
Mengun hér á landi er nefnilega ekk-
ert meiri en hún hefur verið um ára-
bil. Hún stafar ekki af útblæstri bif-
reiða. Mengunin er alveg jafnmikil
að nóttu sem degi - t.d. þama á
Miklubrautinni sem annars staðar.
ísland er einfaldlega mengað af
mörgum öðrum ástæöum. Hún kem-
ur t.d. frá sjónum, þaðan blæs salt-
lofti sí og æ og mettar loftið af salti,
af uppgufun frá jörðinni kemur fos-
fór og fleiri jarðefni, sem metta loft-
ið. - Við skulum bara athuga það að
ísland er viða jnengað og viö þaö
ráðum við ekki sjálf. Það er því alveg
ástæðulaust að kalla „mengun,
mengun". Þetta er sú mengun sem
við höfum búið við gegnum tíðina,
og því má spyija þegar fólk er að
ólmast út af þessu vinsæla kvörtun-
arefni: Hvaða mengun?
Ofreiknaðar
vaxtagreiðslur
Jóhann Helgason skrifar:
Varðandi sjónvarpsfrétt fyrir
nokkm um að áikveðin bankastofnun
hér í borg ofreikni vaxtagreiðslur af
skuldabréfum hjá sauðeinfóldum al-
menningi, sem botnar hvorki upp né
niður í þeim fmmskógarútreikningi
sem þar á sér stað, fannst mér óveij-
andi hjá bankaeftiriitinu að birta
ekki nafn þeirrar bankastofnunar og
setja þar með alla hina bankana und-
ir gran.
Það er ekki drengilegur leikur. Og
hitt aö við nafnbirtingu getur al-
menningur, sem hefur átt viðskipti
við tiltekna bankastofnun, flýtt sér
með gömul sem ný skuldabréf í end-
urskoðun hjá viðeigandi aðilum og
fengið hugsanlega tugi ef ekki hundr-
uð þúsunda króna endurgreiddar.
Þetta hefur viðgengist hjá Spari-
sjóði vélstjóra svo árum skiptir og
hafa þeir endurgreitt þeim aðilum
sem hafa sýnt þeim tennumar. Veit
ég um eitt tilfelli frá árinu 1986 og
um tvö tilfelli árið 1988. Því finnst
mér sjálfsagt að þeir aðilar, sem eiga
inni ofreiknaða vexti, geri kröfu um
að fá einnig greidda til baka dráttar-
vextina.
Þeir aðilar, sem hafa verið og eru
í vanskilum (því orsök vanskilanna
er m.a. vegna þess að greiðslur hafa
verið of háar), ættu að láta reikni-
meistara Sparisjóðs vélstjóra skoða
sín mál sem fyrst.
Lausafjáruppboð
Að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. verður lausfrystir af tegundinni
Sabroe, I eigu Kamps hf„ seldur, ef viðunandi boð fást, á nauðungarupp-
boði sem haldið verður þriðjudaginn 6. febrúar 1990 kl. 11.00 í fiystihúsi
Kamps hf„ Vesturgötu 121, Akranesi.
Bæjarfógetinn á Akranesi
SJAUMST
MEÐ
ENDURSKINI!
IUMFEHOAR
RAD
4. leikvika - 27. janúar 1990
Vinningsröðin: X11-111-1X1-112
HVER VANN
960.010- kr.
2 voru með 12 rétta - og fær hver: 336.074 kr. á röð
49 voru með 11 rétta - og fær hver: 5.8974 kr. á röð
Munið hópleikinn
- allar upplýsingar í síma 91 -688322.
FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA
Á EGILSSTÖÐUM
16. og 17. febrúar 1990
Dagskrá
Föstudagur 16. febrúar:
Kl. 11:00 Ráðstefnan sett: Kristín Halldórsdóttir,
formaður.
Ávarp Steingríms J. Sigfússonar,
samgönguráðherra.
Kl. 11:30 Framsöguerindi:
a) Fræðslumál og menntun.
b) Uppbygging ferðaþjónustu í dreifbýli.
Kl. 13:00 Kynning ferðamálanefndar samgönguráðu-
neytisins á störfum nefndarinnar.
a) Framsaga formanns nefndarinnar
Hjörleifs Guttormssonar.
b) Nefndarmenn kynna hugmyndir og
sitja fyrir svörum.
c) Skoðanaskipti og fyrirspumir.
Kl. 15:00 Ráðstefnugestir hefja umræður í 6 starfs-
hópum.
■i
Laugardagur 17. febrúar:
Kl. 09:30 Starfshópar ljúka umræðum og ganga frá
niðurstöðum og álitsgerðum.
Kl. 13:00 Niðurstöður hópa kynntar og ræddar,
Gengið frá tillögum og álitsgerðum.
Kl. 17:00 Ráðstefnuslit: Kristín Halldórsdóttir, for-
maður.
Reiknað er með aukaflugi frá Reykjavík til Egilsstaða fimmtu-
daginn 15. febrúar kl. 17:15, fostudaginn 16, febrúar kl, 08:30
og frá Égilsstöðum til Reykjavíkur 18. febrúar kl. 12:00. Flug-
leiðir munu veita ráðstefhugestum 50% afslátt af flugfargjald-
inu. Panta skal far hjá Flugleiðum en þátttaka tilkynnist til
Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, Hótel Valaskjálf.
Ferðamálaráó islands