Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hriktir í stoðum l\lató Varnaráöherra Belgíu hefur óvænt látiö byija aö skipuleggja brottfór belgíska herliðsins frá Vestur- Þýzkalandi. Þetta er rúmlega þriðjungur af öllum land- her Belgíu. Er stefnt aö því að leggja þennan hluta niö- ur og flytja vopnabúnaðinn á haugana eða selja hann. Þannig eru byltingin í Austur-Evrópu og hrun Var- sjárbandalagsins farin að hafa áhrif á varnarsamstarf vestrænna ríkja. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri í Atlantshafsbandalaginu mun nú sjá sér hag í að spara útgjöld til hermála og nota á öðrum brýnum sviðum. Að vísu þýðir undirbúningur Belga ekki, að ákveðið hafi verið að leggja niður herinn í Vestur-Þýzkalandi. Ráðamenn í Belgíu segjast bara vilja vera tilbúnir með skipulagið, ef árangur verði af viðræðum austurs og vesturs í Vínarborg um hefðbundin vopn í Evrópu. En óþohnmæði Belga er augljós og veldur miklum áhyggjum í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins, sem eru í Belgíu. Á skrifstofunum þar sjá menn fram á, að fleiri verði óþolinmóðir og muni fylgja eftir Belgum, svo sem HoUendingar, Danir og Kanadamenn. Þetta er gamla sagan, að enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur óvin sinn. Atlantshafsbandalagið stendur nú andspænis hættunni á að verða talið úrelt, þegar hinn mikh óvlnur í austri er búinn að missa víg- tennurnar og virðist jafnvel vera að gufa upp. Deila má um, hversu tímabær er óþolinmæði á Vest- urlöndum. Ástand er ótryggt í Sovétríkjunum um þess- ar mundir. Opnunarstefna Gorbatsjovs flokksformanns sætir vaxandi óvinsældum heima fyrir. Enginn veit, hversu lengi endist valdaskeið hans eða stefnu hans. En óneitanlega er á Uðandi stund ekki unnt að sjá annað en, að Rauði herinn sé kominn á fremsta hlunn með að undirbúa brottfór sína frá Austur-Evrópu og að herir Austur-Evrópu verði ófáanlegir til að taka þátt í aðför að Vesturlöndum um ófyrirsjáanlega framtíð. Þjóðir Vesturlanda hafa komið sér upp margvíslegum þörfum, sem ríkin geta ekki fuUnægt. Þegar spenna austurs og vesturs hefur hríðfallið um skeið, er óhjá- kvæmUegt, að ríkisstjórnir Vesturlanda renni hýru auga til peninganna, sem nú fara til varnarmála. Útgjöld tU varnarmála minna mjög á útgjöld íslend- inga til landbúnaðar. í báðum tUvikum er um að ræða fé, sem brennt er og kemur engum að gagni. Og í báðum tUvikum er um að ræða umtalsverðan hluta ríkisút- gjalda, sem menn vildu gjarna nýta á öðrum sviðum. Belgar, Hollendingar, Danir og Kanadamenn eru lík- legir til að láta fljótlega undan freistingunni. Enn stærri vandi verður Atlantshafsbandalaginu á höndum, þegar menn átta sig á, að mikiU meirihluti Austur-Þjóðverja vUl sameinast samlöndum sínum í Vestur-Þýzkalandi. Þungamiðja Atlantshafs- og Evrópubandalagsins er í Vestur-Þýzkalandi. AUar áherzlur munu nú breytast á þeim sviðum, þegar Vestur-Þjóðverjar fara að einbeita sér að sameiningu Þýzkalands og verða tiUeiðanlegir að semja um vopnalaust friðarsvæði í Mið-Evrópu. Þar sem Atlantshafsbandalagið er að flosna upp í kjöUar uppgufunar Varsjárbandalagsins, er tímabært að skoða, hver verður framtíð eftirlitsstöðvar á Kefla- víkurflugveUi. Hugsanlegt er, að gildi slíkra stöðva vaxi, ef austur og vestur semja um aukið hernaðareftirlit. Afvopnunarhræringar í Belgíu eru bara lítUl hluti af þeim htla hluta ísjakans, sem sést ofan sjávarmáls. Undir niðri eru mun stærri friðarhræringar á ferð. Jónas Kristjánsson „... engir eru þó verkfúsari en margir sem heilsutjón hrjáir eða hin margvíslegasta fötlun fylgir,“ segir höf- undur m.a. i greininni. - Fatlaóir að störfum á Kópavogshæli. Að virkja til verka Á dögunum var ég spurður þess af góðri og glöggri vinkonu minni hversu margir öryrkjar væru þann veg metnir að ástæðulitlu eða ástæðulausu og henni var alvara í hug. Mér varð svarafátt en fór að biðja um nánari útlistan þessarar erfiðu spumar. Ég hefi löngum síðan velt þeim vanda fyrir mér, sem hún kom þannig inn á, þegar hún fór nánar út í öll atriði og ég hygg að við öll höfum gott af hugleiðingu um þessa spumingu - öryrki eða ekki öryrki - sem snerist hjá henni fljót- lega upp í - vinnufær - óvinnufær. Atvinnumál öryrkja í heild sinni hijóta því að fléttast hér inn í en ýmislegt sem þarna kom fram hygg ég að eigi erindi við fleiri en mig einan. Þessi glögga kona og greinda vel hafði lengi hugleitt það hversu margir þeir væru, öryrkjamir, sem fengju ekki, hefðu ekki aöstööu til eða vildú ekki nýta þá starfsorku er þeir þó hefðu. Ég staldra sem þið við hið síðast- nefnda - vilja ekki - en auðvitað er það ótvíræð staðreynd engu að síður með öryrkja en annað fólk að mismikil er þeirra löngun til vinnunnar og það því fremur, máske, sem um meiri vanmátt til margs konar óskastarfa er aö ræða. Þröskuldar í vegi Vitað er að engir eru þó verk- fúsari en margir sem heilsutjón hijáir eða hin margvíslegasta fótl- un fylgir. Svo er um yfirgnæfandi hluta þeirra er ég þekki til og að- dáun mín á dugnaði þeirra og vask- leika, viljakrafti, þolgæði og þraut- seigju er óblandin og um leið nokk- urt öfundarefni ekki vinnufúsari en ég telst víst vera. En hún vinkona mín, sem viöur- kenndi allt þetta, benti þó á tvennt: Aðstaðan fyrir hinn fatlaða er alitof oft ekki til staðar og vinnuveitand- inn er oft tortrygginn á getu og verkhæfni viðkomandi öryrkja. Þar geta þeir þröskuldar verið í vegi sem framkalia fullkomna hindrun, algera öftmn þess að að- hafst sé svo sem unnt væri. Og þegar slíkir þröskuldar mæta mönnum þá má og á enginn að undrast þó menn missi þann móð sem mestu skiptir. Margur hefur snúið vonsvikinn frá viðræðum sem hafa haft þenn- an grunntón neikvæðni sem aðals- merki og máske hefur aldrei verið farið á vettvang meir. En mér er skylt, fyrst ég tók þessi skilaboð spurnarinnar upp, að taka fyrir meginmálið, sem sé þá sem sann- anlega ekki vilja - eða finnst þeir ekki geta og vantar til þess vilja - og vanmáttartilfinning blandast inn í einnig. Hún vinkona mín sagði: Þeir eru alltof margir sem leggjast í víl og vol og vesaldóm og samfélagiö seg- ir gott og vel við og skýrir vesal- dóminn andlega erfiðleika, geðræn vandmál, og viðkomandi, sem get- Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ im jafnt veriö innan tvítugs sem sextíu og fimm og allt þar á milli, er hreinlega handviss um að nú ber honum aö vera atvinnuöryrki upp frá því, allt þar til kallið stóra kem- ur. Hún nefndi vesaldóm, og á það orö legg ég engan dóm, en hún nefndi vesaldóm einnig varöandi fleiri þá sem höfuðábyrgðina bera á þessu nútímaviðhorfi til andlegra og líkamlegra iðjuleysingja er hún kallaði þá. Og áfram hélt hún: Læknar, heilbrigðisstéttir ýmiss konar, fræðingar alls konar eru nefnilega meira og minna á þessari afgreiðslu málanna, gæla við aum- ingjadóminn, láta andlega örorku gilda ævilangt í stað þess að hrista upp í þessum svefngenglum sem una sér, að því er virðist, í hlut- verki þess sem ekkert á að að- hafast af því einu að einhvem tím- ann hefur syrt aö í sálarkorninu. Of auðveld örorkuleið? Tarna var nú ansi Ijót þula, þykir eflaust mörgum, en ekki er ég viss um að með öllu megi afskrifa þetta allt sem öfgar og ýkjur, þó ýkju- og öfgablær sé yfir. Éitt er a.m.k. víst varðandi þá sem hefur sortnað nokkuð fyrir sjónum vegna and- legra áfalla, að ekki sé nú talað um vegna vímuefnaneyslu ýmiss kon- ar (áfengis þó helst og fremst), að eftirfylgd út í lífið til eðlilegra lífs- hátta er hvergi nærri nóg þótt margt sé mætavel gert. Eins er það að oft hefi ég fundið hjá þeim sem fótfestuna hafa misst í andlegum efnum að þeim hefur þótt sú brautin beinust og öruggust um leið sem legiö hefur eftir bóta- leiðinni þó ekki séu upphæðir þar nein ofgnótt - og ættu því ekki aö vera eftirsóknarverðar. Þeim hefur hreinlega óað allmikið við því að ganga lífsgötuna almennt og öll aukafyrirhöfn og erfiði hverrar at- hafnar í raun vaxið þeim verulega í augum. Ekki flýgur mér í hug að neinir fræðingar eða læknar leggi upp þá línu fyrir viðkomandi að vinnu skuli forðast en bara fara bótaleið- ina. Hins vegar veit ég ekki hvort uppörvun er næg eöa hvort örorku- leiðin er gerð einhveijum of auð- veld sem annað gæti aðhafst með endurhæfingu og aðlögun. Mér ofbýður ekki síður en vin- konu minni hversu alltof margir eigra um án alls tilgangs, án alls vinnuframlags og þá um leið án allrar lífsánægju. Hún spurði mig hversu mörgu svona fólki ég myndi eftir frá upp- vexti okkar beggja, sem lét alla lífs- bjargarviðleitni lönd og leið, og við mundum hvorugt eftir neinum slíkum sem betur fer. Hugur einn þaðveit Nú skyldi enginn í ljósi hvatvísra orða vinkonu minnar leggja dóm á innra ástand, sálarorku annarra. „Hugur einn það veit“ segir skáldið og mun það mála sannast. En mættum við samt öll í samein- ingu hugleiða það hvort ekki séu þeir alltof margir sem að ástæðu- lausu fá ekki notið þeirra krafta, þeirrar starfsorku, sem þeir þó hafa. Og af því að bótaleiðin er fær og oft farin þá veröur aö hafa fyllstu aðgát hjá þeim sem vinna með málefni þeirra sem hafa misst eitt- hvað verulega af þeirri verklöngun sem okkur er sannarlega í blóð borin, þeirri athöfn þarfri er gerir oft þann gæfumun hvort lífinu er lifandi lifað eður ei. Orð vinkonu minnar - hennar ljóta þula um leið - mega gjaman vera okkur varnað- arorð, að hverjum og einum sé komið út í hringiðu daglegrar ann- ar þar sem heilbrigð lífsorka fær notið sín. Ég kem hér með á fram- færi til umþenkingar skilaboðum hennar skýram og ljósum, ýkju- kenndum með öfgar í bland en verð allrar athugunar engu aö síður. Hverjum þeim sem forða má frá bótaleið yfir í arðbæra vinnu, hon- um er um leið vísað yfir á veg auk- innar lífsgæfu, og það er hreint ekki svo lítill arður fyrir hvem og einn. Við megum því alveg staldra við og átta okkur á því hvað af þessu eru ýkjur og öfgar og hvaö blákald- ur virkileiki sem er verður þess að takastávið. HelgiSeljan „Hverjum þeim sem forða má frá bóta- leið yfir í arðbæra vinnu, honum er um leið vísað yfir á veg aukinnar lífs- gæfu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.