Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
íþróttir
Mullersmótíð í sklðagöngu fór
íram um helgina á Miklatúni í
Reykjavík. Það var Skíðafélag
Reykjavíkur sem stóð fyrir
keppninni. í barnaflokki voru
gengnir 3 km. Sigurvegari varð
Guðni Eiríksson, SR, á 14:10 mín.
í flokki 17-19 ára, 9 km, varð
Marinó Sigurjónsson, SR, sigur-
vegri á 31:32 min. í flokki 20-49
ára, 9 km, varö Sveinn Ásgeirs-
son, Þrótti N, i fyrsta sætí á 33:05
mín. í flokki 50-59 ára voru
gengnir 4,5 km. Sigurvegari varð
Hörður Guðmundsson, SR, á
17:54 min og i flokki 60 ára og eldri
voru gengnir 3 km og þar sigraði
Tryggvi Halldórsson, SR, á tíra-
anum 16:15 mín. Mótsstióri var
Páimi Guðmundsson.
San Francfsco
burstuðu Denver
í úrslitaleíknum
Úrslitaleikurinn i bandaríska fót-
boltanum fór fram í fyrrinótt. Þar
áttust við San Francisco 49ers og
Denver Broncos og sigraði San
Franciseo með miklum yfirburð-
um, 55-10, og er þetta stærsti sig-
ur fráupphafi í úrslitaleik banda-
ríska fótboltans. Það var kastari
49ers, Joe Montana, sem skóp
þennan yfirburðasigur með sín-
um glaesilegu sendingum og
heppnuöust 22 sendingar af 29 hjá
honum en hjá kollega hans í iiði
Denver, John Elway, heppnuðust
aðeins 10 sendingar af 26. Eftir
leikinn var Montana útneftidur
verðmætasti leikmaður NFL-
deildarinnar.
Marta og Gunnlaugur
ígóðuformi
Stjömuhlaup FH fór
fram í Hafnarfiröi á
laugardaginn. í karla*
flokki sigraöi Gunn-
Iaugur Skúlason, UMSS, eftír
harða keppni viö Sigurð P. Sig-
mundsson, PH, og Sighvat D.
Guðmundsson, ÍR. í kvenna-
flokki sigraði Marta Ernstsdóttir,
ÍR, með rniklum yfirburðum. I
píltaflokki sigraði Logi Tryggva-
son, Flí. í telpnaflokki sigraði
Laufey Skúladóttir, Fjölni, og í
drengjaflokki sigraði Orri Pét-
ursson, UMFA
Hugo Sanchez er
langmarkahæstur
Hugo Sanchez, leik-
maður með Real
Madrid, er langmarka-
hæstur í 1. 'deild
spænsku knattspymunnar eftir
leikina um helgina. Sanchez hef-
ur skoraö 23 raörk, Anton Polst-
er, austurríski landsliösmaður-
ínn í liði Sevilla, er næstur með
17 mörk og þar á eftir meö 10
mörk eru Ronald Koeman, Barc-
elona, og Baltazar frá Alletico
Madrid.
Van Basteg markahæstur
á Italíu
Hollenski snillingurinn Marco
Van Basten, leikmaður meö AC
Milan, er markahæstur á ítaliu
eftir leikina um helgina. Basten
hefur skorað 12 mörk en fast á
hæla honum með 11 mörk eru
þeir Roberto Baggio, Fiorentina,
og Salvatore Schillad, Juventus.
Með 10 mörk eru Gustavo Dez-
otti, Cremonese, ogRobertoMan-
cini, Sampdoria.
Ðlkarlefkir í
körfuboltanum I kvöld
Þrir leikir eru í kvöld í bikar-
keppni karla í körfuknattleik. Kl.
20 heflast tveir leikir, Grindavík
og ÍBK-b leika í Grindavík og
KR-ingar fá Laugdæli i heimsókn
á Selfiamames. Kl. 21 leika svo i
Digranesi UBK og b-lið Njarðvík-
inga.
Meiðsli hjá Njarðvikingum:
Missir Kristinn af
úrslitunum í vor?
• Kristinn Einarsson gengur við hækjur þessa dagana en vonast eftir því
að verða orðinn góður fyrir úrslitakeppnina í vor. DV-mynd Ægir Már
draumur rætist. Þetta var mjög
svekkjandi og kom raunar á versta
tíma,“ sagði Kristinn Einarsson,
körfuknattleiksmaður í Njarðvík, en
Ægir Már Kárassan, DV, Suðumesjum;
„Mig dreymir um að ná úrslita-
keppninni í vor en óvíst er hvort sá
hann er einn af lykilmönnum liðsins.
Kristinn varð fyrir því óhappi að rífa
liðband þegar tvær mínútur voru
eftir af æflngu á dögunum.
Kristinn verður í gifsi í 10 daga og
má ekki hefja æfingar aftur fyrr en
eftir 8 vikur.
Þá má geta þess að Friðrik Ragn-
arsson, landshðsmaður í Njarðvík,
brákaðist á hendi í leik gegn Val á
dögunum og verður frá í einhverja
daga til viðbótar en hann hefur misst
af tveimur síðustu leikjum Njarðvík-
inga.
• Ljósi punkturinn í fréttum af liöi
Njarðvíkinga er hins vegar sá að
miðherjinn Helgi Rafnsson mun
leika með hðinu þar til keppnistíma-
bihnu lýkur. Helgi haföi ákveðið að
draga sig í hlé en þegar meiðsli gerðu
vart við sig ákvað hann að taka
skóna niður af hillunni góðu og hefur
Helgi leikið mjög vel með liöi Njarð-
víkinga í síðustu leikjum Uðsins.
Núr Itani
**** *****
til Tindastóls
fórbakux Asmundss., DV, Sauðárkrókú
Lið Tindastóls í körfuknattieik
hefur nú fengið James Lee, 23 ára
BandaríKjamann, til Ilðs við sig
eftir að Bo Heiden ákvaö aðhætta
aö leika með liöinu fyrir
skömmu. Lee er dökkur á hörund
og rúmlega tveir metrar á hæð.
Hann hefur leikið körfuknattleik
í Kólumbíu og Portúgal undan-
farin ár og þykir hann mjög
öflugur vamarmaður auk þess
sem haim er mjög drjúgur í sókn
og skorar að meðaltali yfir 20 stig
í leik.
Lee kom til Sauðárkróks um
helgina, hann iék ekki með
Tindastóli gegn Þór í bikarkeppn-
inni á sunnudaginn sem Þórsarar
unnu með 30 stiga mun en for-
ráöamenn Tindastóls vonast til
að hann geti leikið meö liðinu síö-
ari leik Þórs og Tindastóls 1 bikar-
keppninni sem leikin veröur á
Sauðárkróki á fimmtudag. For-
ráðamenn Tindastóls haía í
hyggju, ef um semst, að James
Lee leiki einnig með liði Tinda-
stóls á næsta keppnistímabili.
Margar stjörnur urðu að
sætta sig við 2. sætið
- Track and Field News velur bestu frjálsíþróttamenn heimsins á síðasta ári
Það þykir jafnan tíðindum sæta
þegar bandariski hlaupagikkurinn
Carl Lewis bíður lægri hlut fyrir
andstæðingum sínum. í nýjasta hefti
bandaríska tímaritsins Track and
Field News er birtur heimslisti yfir
besta árangur ársins 1989 í karla-
greinum frjálsra íþrótta. Þar er Sig-
• Robson Da Silva frá Brasilíu náði
besta heimstímanum í 200 metra
hlaupi og vann 21 af 22 hiaupum
sem hann tók þátt í.
urður Einarsson í 3. sætinu yfir bestu
spjótkastara heimsins og Einar Vil-
hjálmsson í 4. sæti eins og fram hefur
komið í DV. Hvað Carl Lewis varðar
missir hann 1. sætið í 100 metra
hlaupi.
• Besti 100 metra hlauparinn á síð-
asta ári var Jamaíkamaðurinn
Raymond Stewart. Hann tók þátt í
18 mótum á síðasta ári og hafnaði 15
sinnum í 1. sæti og þrívegis í 2. sæti.
Carl Lewis er í 2. sæti. Þess má geta
að þeir Stewart og Lewis mættust
tvívegis 1 keppni á hðnu ári og skiptu
sigrum á mflii sín. Bandaríkjamað-
urinn Leroy Burrell náði besta tím-
anum á síðasta ári, 9,94 sek., en Stew-
art kom næstur á 9,97 sek. Besti tími
Carl Lewis var 10,05 sek.
Bandaríkjamenn eru í
sérflokki í 400 m hlaupi
í 400 metra hlaupi eru Bandaríkja-
menn í fjórum efstu sætunum. Butch
Reynolds er í 1. sæti, Steve Lewis í
2. sæti, Danny Everett í því þriðja
og Tim Simon í 4. sæti. Antonio Petti-
grew, Bandaríkjunum, náði hins
vegar besta heimstímanum, 44,27
sek.
• í 200 metra hiaupi var það Bras-
ilíumaðurinn Robson da Silva sem
hafnaði í 1. sæti. Árangur hans á síð-
asta ári var frábær, besti heims-
tíminn 19,96 sek og 21 sigur í 22
keppnum, einu sinni í 2. sæti.
Paul Ereng I sérflokki
í 800 metra hlaupinu
Kenýamaðurinn Paul Ereng var í
sérflokki í 800 metra hlaupi og verm-
ir efsta sæti heimslista Track and
Field News. Ereng náði besta heims-
tímanum, 1:43,16 mín. í 2. sæti á list-
anum er Bretinn Tom McKean og
þriðji er Kenýamaðurinn Nixon Kip-
rotich. Þess má geta að Bretinn Se-
bastian Coe komst í 8. sæti.
• Roger Kingdom frá Bandaríkjun-
um setti heimsmet í 110 metra
grindahlaupi, 12,92 sekúndur.
maðurinn Abdi Bile í 1. sæti og með
besta heimstímann, 3:30,55 mín. Ma-
rokkómaöurinn Said Aouita er í 2.
sæti og telst það til tíðinda vegna
þess að Aouita tapaði ekki hlaupi á
síðasta ári. Sómalíumaðurinn keppti
hins vegar á erfiðari mótum. Þess
má geta aö Bretanum Steve Cram,
sem átti viö þrálát meiðsli að stríða,
tókst ekki að komast á listann (10
efstu menn) í fyrsta skipti í 10 ár.
Kingdom stakk alla af í
110 m grindahlaupinu
Árangur Bandaríkjamannsins Rog-
ers Kingdom í 110 metra grinda-
hiaupi á síðasta ári var hreint með
ólíkindum. Hann setti heimsmet,
12,92 sek., og tvívegis hljóp hann í
logni undir 13 sekúndum. Track and
Field News segir að árangur King-
doms á síðasta keppnistímabili sé
einn sá besti sem grindahlaupari
hafi nokkru sinni náð. Bretinn Colin
Jackson er í 2. sæti. Þeir mættust 9
sinnum og Kingdom sigraði í 6 sinn-
um í keppni. í 3. sæti er Bandaríkja-
maðurinn Tonie Campell.
• í 400 m grindahlaupi varö
Bandaríkjamaðurinn Kevin Young í
1. sæti og með besta heimstímann
47,86. Andre Phiflips, Bandaríkjun-
um, varð í 2. sæti og Winthorp Gra-
ham frá Jamaíka í 3. sæti.
Kúbumaður í nokkrum
sérflokki I hástökkinu
í hástökki var Kúbumaðurinn Javier
Sotomayor í sviðsljósinu er hann
setti heimsmet og stökk 2,44 metra.
í öðru sæti á listanum er Svíinn
Patrick Sjöberg en hann stökk hæst
2,40 metra á hðnu ári. Þriðji er Holl-
is Conway frá Bandaríkjunum.
• Sovétmenn héldu uppteknum
hætti í stangarstökki og skipuðu þrjú
efstu sætin eins og á síðasta hsta.
Rodion Gataullin náði efsta sætinu
og Sergei Bubka er í 2. sæti og Grig-
oriy Yegorov í 3. sæti. Bestum ár-
angri á síðasta ári náði Bubka, 6,03
metrar, en Gataulhn stökk hæst, 6,02
metra, og er fyrsti stangarstökkvari
í heimi sem nær að stökkva þrívegis
yfir 6 metra á sama keppnistímabil-
inu.
Carl Lewis mjög naumlega
sá besti í langstökki
Þaö hefur varla fariö framhjá nokkr-
um manni sem fylgst hefur meö
keppninni í langstökki að keppni þar
hefur verið gífurlega hörð. Carl Lew-
is hafði betur og náði efsta sætinu
en Larry Myricks varð í 2. sæti. Lew-
is tapaöi ekki keppni á árinu en
Myricks keppti mun oftar eða 33
sinnum og tapaði aðeins 6 sinnum.
Myricks náði besta heimsárangrin-
um, 8,70 metra, en Lewis kom næstur
með 8,54 metra.
• Austur-Þjóðveijinn Ulf Timmer-
mann varð í 1. sæti í kúluvarpi karla
í 4. skipti á síðustu 5 árum. Svisslend-
ingurinn Werner Gúnthör er í 2.
sæti en hann náði bestum árangri á
síðasta ári er hann setti heimsmet
• Javier Sotomayor frá Kúbu setti
heimsmet í hástökki þegar hann
stökk 2,44 metra.
innanhúss og varpaði 22,66 metra. í
3. sæti á listanum er Randy Barnes,
Bandaríkjunum. Þess má geta að
Sovétmenn eiga ekki kúluvarpara á
hstanum í fyrsta skipti síðan árið
1975.
Vésteinn með fimmta besta
kastið I kringlukasti
Austur-Þjóðverjar eiga hka efsta
mann í kringlukasti. Þar er Júrgen
Schult í 1. sæti og Vestur-Þjóðveijinn
Wolfgang Schmidt í 2. sæti. Hann
átti besta árangurinn í heiminum er
hann kastaði 70,92 metra. Þess má
geta að Vésteinn Hafsteinsson átti 5.
lengsta kastið, 67,64 metra.
• í tugþraut varð Frakkinn Christ-
ian Plaziat í 1. sæti en Bandaríkja-
maðurinn Dave Johnson varð í 2.
sæti og náði að auki besta árangri
heimsins er hann fékk 8.549 stig.
Austur-Þjóðverjinn Christian
Schenk varð í 3. sæti. Heimsmethaf-
inn Dafly Thompson frá Bretlandi
(8.847 stig) komst ekki á blað vegna
meiðsla.
-SK