Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUÐAGUR 8. FEBRÚAR 1990. Fréttir DV Rassía lögreglunnar í desember 1986: Refsingar ólöglegu mynd- bandanna fyrndar í kerf inu - líklegt aö eigendur myndbandaleiganna fái hluta af spólunum aftur Sektarrefsingar er nú fyrndar vegna vel á annars tugs þúsunda af myndbandsspólum sem voru gerðar upptækar á myndbandaleigum í des- ember 1986 og í janúar 1987. Sök fym- ist á tveimur árum samkvæmt 81. grein hegmngarlaganna ef til unnin refsing fer ekki fram úr sektum. Málin hefur því dagað uppi í lög- gæslu- og dómskerfmu án þess að kærxú til refsinga á hendur eigendum myndbandaleiganna. Samkvæmt heimildum DV er líklegt að hluta af myndböndunum verði skilað aftur í hendur eigenda. Lögregluyfirvöld létu til skarar skríða þann 22. desember 1986 og 14. janúar 1987 samkvæmt beiðni dóms- málaráðuneytisins og Samtaka rétt- hafa myndbanda. Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur nú myndböndin í sinni vörslu en þau fylla heilt geymsluherbergi hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikil vinna hefur farið í rannsókn þessa viðamikla máls. Nú er hins vegar ljóst að ekki er hægt að krefjast sektarrefsinga. Máliðáfullu núna hjá lögregluembættunum Hjalti Zóphoníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði við DV að fyrir nokkrum dögum hefðu veriö send bréf til lögreglu- embættanna í Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfiröi og í Keflavík. Óskað var eftir því að lögreglustjórarnir gerðu grein fyrir því hvemig staðið hefði verið að aðgerðum á viðkomandi stöðum. Einnig var farið fram á að kannað yrði hvort máhn hefðu verið send til dómstóla í hverju embætti. Bréf ráðuneytisins voru send í fram- haldi af fyrirspum Guðmundar Ágústssonar, þingmanns Borgara- flokks, til dómsmálaráðherra um hvað gert muni við öh þau myndbönd sem voru gerð upptæk. Gunnar Stefánsson, fulltrúi hjá ríkissaksóknara, sagði við DV að hann myndi aðeins eftir einu máli sem hefði verið afgreitt með dóms- sátt hjá Sakadómi Reykjavíkur vegna þeirra 14-15 þúsund mynd- banda sem voru gerð upptæk í svo- kallaðri rassíu - í því máli var um klámspólur að ræða. „Sé refsing í öllum hinum málunum er ljóst að sökin er fymd núna,“ sagði Gunnar. Hann sagði að myndböndin, sem hald var lagt á á sínum tíma, væru fems konar: Myndbönd með kvik- myndum sem enginn rétthafi var að hér á landi, myndbönd með innlend- um rétthafa sem kærði vegna brota á meðferð höfundarréttar, klám- myndir og ofbeldismyndir. Ríkissak- sóknari, sem hefur ákæruvald, mun væntanlega ákveöa frekar um fram- vindu mála ef refsing fer fram úr sektum. Alltof viðamikið fyrir kerfið Heimildarmaður DV hjá samtök- um rétthafa myndbanda, sem var einn þeirra sem stóðu að því að kæra eigendur ólöglegu myndbandanna á sínum tíma, sagöist hafa skynjað að lögregluyfirvöld hefðu hreinlega „kafnað" í öllum þessum mynd- böndum - því heföi öll þessi mál dag- að uppi í kerfinu. „Þarna var um 14-15 þúsund spólur að ræða. Þetta var svo mikið af ólöglegu efni - ég held að þeir hafi ekki átt von á öllum þessum ósköpum,“ sagði hann. Sami maður sagði að gjörbreyting hefði orðið til hins betra á markaðnum í kjölfar rassíunnar en samt væru ennþá nokkrir sem ekki vildu „spila með réttum spilum". Samtök rétthafa myndbanda lögðu fram sáttatillögu um að krefjast ekki skaðabóta vegna ólöglegu mynd- bandanna - aðalatriðið var að fá spólurnar af markaðnum. Hér var um viðskiptaaðila að ræða og hafa samtökin því sem minnst viljað spilla viöskiptavild þrátt fyrir að sömu að- ilar kærðu eigendur myndbandaleig- anna til lögregluyfirvalda. -ÓTT Bandariska sveitasöngkonan Tammy Wynnette heiðrar okkur hér á skerinu með nærveru sinni þessa dagana. Hún ætlar að syngja hér á þrennum tónleikum og byrjar í kvöld á Hótel íslandi. DV-mynd KAE Forstjórar álfyrirtækjanna hittast í dag: Merkur áfangi - segir iðnaöarráöherra „Það er auðvitað meiltur áfangi kom inn í myndina. Að undanfómu í málinu að allir aðilamir fjórir hefur veriö unrúð að ýmsum eiga sameiginlegan fund. Málið tæknilegum atriðum, svo sem hefur þokast verulega í rétta átt á skattamálum. undanfömum dögum. Það hefur „Það er ekkert í málinu nú sem veriö unnið mikið aö undirbúningi gefur ástæðu til svartsýni, þó ekki formhliðar máisins undanfarið og sé hægt að segja til um hvenær ýmsir efnisþættir kannaðir jafn- ára igur viðræönanna kemur í ljós. framt,“ sagði Jón Sigurðsson iðn- Ég vil vinna að þessu sem hraðast aðarráöherra en í dag hefjast úti í og koma málinu á lokastig. Ég tel Amsterdam í Hollandi viðræður allgóðar forsendur til þess núna,“ forstjóra ólfyrirtækjanna þriggja, sagðí iðnaðarráðherra en það er Alumax, Gránges og Hoogovens og álit margra, sem að álviðræðunum íslensku álviðræðunefndarinnar. standa, að full ástæða sé til þess Þetta er í raun fyrsti formlegi að vænta fljótlega niðurstöðu sem fundur viöræðuaðila eftir að feli í sér að ráðist verði í verkiö. bandaríska fyrirtækið Alumax -SMJ Orkuútílutningur um sæstreng: Hef fundið mikinn áhuga innan EB - segir iðnaðarráðherra „Þessar hugmyndir eru alls ekki langsóttar. Máhð hefur verið athug- að og tæknin sem þarf er tiltæk. Þetta er spurning um kostnað og þar með orkuverð og olíuverð. Þessum athug- unum er haldið áfram á vegum Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneyt- isins,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra þegar hann var spurður álits á orkuflutningi eftir sæstreng til Skotlands og hugsanlegri raforku- sölu í Englandi. „Ég hef nýlega rætt þetta við þann fulltrúa Evrópubandalagsins sem fer með orkumáhn. Ég mun senda hon- um upplýsingar um þetta en á því hefur hann mikinn áhuga. Það er því virk athugun í gangi á málinu,“ sagði iðnaðarráðherra. Jón sagði að ís- lendingar ættu að halda vakandi at- hygli á þessum möguleikum en hann sagðist þó telja að núna ættum við að leggja meiri áherslu á nýtingu orkulinda til atvinnuuppbyggingar. Það gæti hins vegar verið mjög gott að hafa þetta uppi í erminni. Ráðherra sagði að innan Evrópu- bandalagsins væri vaxandi áhugi á rannsóknum á orkunýtingu endur- nýtanlegra orkuhnda sem jafnframt væru ekki mengandi. -SMJ Fundur Birtingar verður 1 kvöld: Munum bíða og sjá til „Mér þykir líklegast að við munum bíða og sjá th. Birting er ekki skyldug að bjóöa fram viö kosningarnar. Ég get ekki séð aö við verðum í fram- boði fyrir G-listann. Það er þegar far- ið að bjóða okkur sæti á þeim hsta. Ég get ekki séð að það verði þegið. Eins líst mér ekki á að við viljum vera með þessari þröngu klíku Al- þýðuflokksins sem stofnaði Málefna- listann," sagði Árni Páll Árnason, féalgi í Birtingu. Birting verður með almennan félagsfund á Tæknigarði í kvöld þar sem framboðsmálin verða rædd. Árni Páll sagði að Birtingarfélög- um væru nú boðin sæti á G-hstanum og sagt að þörf sé á að standa saman. „Okkar fólk var hreinsað í kjöri til kjörnefndar og kjöri til miöstjórnar. Ég get ekki séð að við eigum mikið erindi með þessu fólki. Ég tel víst að við munum bíða og sjá til,“ sagði Árni Páll Árnason. -sme Varðskipið Týr í mánaðarferð til Norfolk: Ferðin kostar 8 milljónir Varðskipið Týr mun um miðjan apríl halda th Norfolk í Bandaríkjun- um og mun feröin taka einn mánuö. í Norfolk verður hátíö á vegum Atl- antshafsbandalagsins og skipa ís- lendingar heiðurssæti þetta árið. Þar eð við íslendingar eigum engin her- skip þykir við hæfi að við sendum flaggskip Landhelgisgæslunnar á hátíðina. - En er þetta ekki óþarfa flottheit, að senda skip þangað í einn mánuð? „Það fer nú eftir því hvernig litið er á það - þetta er nú einn þáttur í samskiptum við þessar þjóðir. Kostnaður verður miðaður við það að skipiö verði þarna i venjulegum rekstri. Sjómennirnir verða bara á skipinu þannig að þeir verða ekki á dagpeningum eins og aðrir feröa- menn,“ sagði Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Gunnar sagði að kostnaöur varð- skips í einn mánuð væri um 8 millj- ónir króna og það væri sá kostnaður sem áætlaður væri á ferðina. Reynt yrði að keyra skipið þannig að olíu- kostnaður yrði í lágmarki. Á heim- leiðinni er síðan ætlunin að hafa sameiginlega æfmgu með banda- rísku strandgæslunni. -SMJ Ölvaðir trillusjómenn í vanda Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tveir trillusjómenn frá Akur- eyri voru teknir ölvaðir á trillu sinni út af Austfjörðum í fyrra- kvöld og færðir til hafnar. Mennirnir munu hafa ætlað á trillunni frá Seyðisfirði til Akur- eyrar, en lentu í talsverðu basli enda munu þeir ekki hafa kunnað almennilega á tæki um borð. Eft- ir að þeir höfðu verið á siglingu í 10 klukkustundir voru þeir færðir á land í Borgarfirði eystra af björgunarsveitinni þar. Lög- reglan á Egilsstöðum sótti menn- ina og sendi þá í blóðsýnatöku og voru þeir síðan fluttir til Akur- eyrar í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.